Þjóðviljinn - 29.07.1964, Page 2
2 SÍÐA
HðÐvnmm
Miðvifcadagtir 29. jt51í 1994
Dr.
Strangelove
Fyrir nokkru gerðu Bretar
eitraða og beinskeytta skop-
kvikmynd um kjarnorku-
kapphlaup og vígbúnaðaræði
kalda stríðsins. „Dr. Strange-
love”. Ef að vanda lætur
verður hún naumast sýnd hér
á landi fyrr en hún er kom-
in á fomgripasöfn annars-
staðar, en í henni greinir m.
a. frá æðsta kjarnorkuvís-
indamanni Bandaríkjanna.
dr. Strangelove. sem raunar
er þýzkur og heitir réttu
nafni dr. Eigentúmlicherliebe.
Hann á í stöðugum vandræð-
um með skilorðsbundin við-
brögð sem hrjá hann ævin-
lega þegar hann kemst í upp-
nám. Þá sprettur hægri hand-
leggurinn upp eins og stál-
fjöður og stendur bíspertur
út í loftið, meðan út úr vís-
indamanninum stendur ein-
kennileg þula með ávörpum
til foringjans eina og sanna,'
og veldur þetta háttemi for-
seta Bandaríkjanna og ýms-
um öðrum tignarmönnum
nokkrum óþægindum.
Skilorðsbundin viðbrösð af
þessu tagi eru alltaf að ger-
ast í stjórnmálaumræðum á
Islandi. Þannig þoldi Davíð
Ólafsson fiskimálastjóri —
dr. Westdeutscherliebe —
ekki að minnzt væri frelsis-
dags Póllands án þess að
hafa yfir gamalkunn-
ar og foringjahonar sær-
ingar. Og þvílíkt hátterni er
smitandi. Til að mynda birti
Vísir þegar í stað forustu-
grein þar sem pólska lands-
stjómin er kölluð ,.þræla-
tök”, framkvæmd af „rússn-
eskum stjómarleppum”, enda
sé Pólland „risavaxið fang-
elsi, þar sem menn njóta ekki
frumstæðustu mannréttinda”.
Var þessi fúkyrðaflaumur
Vísis þeim mun kynlegri sem
blaðið hafði fáeinum dögum
áður birt virðulega mynd-
skreytta frásögn af mann-
fagnaði pólska sendiráðsins í
tilefni frelsisdagsins og tek-
ið sérstakiega fram að þar
hefðu verið mættir ráðherr-
ar, æðstu embættismenn þjóð-
arinnar og forustumenn í vfs-
indum og listum til þess að
samfagna pólsku þjóðinni.
Þrælatök rússneskra stjóm-
arleppa og risavaxin fangels:-
svipt írumstæðustu mann-
réttindum, virðast þanmg
njóta sérstakrar hylli meðal
æðstu valdamanna hér á landi.
Dr. Strangelove vekur hlát-
ur í kvikmyndahúsum þótt
gamanið sé ákaflega grátt.
Eins eru hín skilorðsbundnu
viðbrögð félaga hans hér-
lendis einstaklega spaugileg.
þótt engum megi dyljast að
þau eru einnig alvarleg. Þau
eru þeim mun fáránlegri sem
nýtt mat á alþjóðamálum er
að ryðja sér til rúms nú þeg-
ar kalda stríðnu slotar. jafn-
vel á hinum ólíklegustu stöð-
um. Þannig komst Morgun-
blaðið á sunnudaginn var
svo að orði um aðalleiðtoga
„hins alþjóðlega kommún-
isma”, sjálfan forsætisráð-
herra Sovétríkjanna, Nikita
Krústjoff: .,Og það skrítnasta
við ástand þetta. sem er þó
nógu skrítið í sjálfu sér, er
það, að nú lítum við til leið-
toga Sovétríkjanna — þrátt
fyrir okkur mjög andsnúnar
hugmyndir og hegðan á löng-
um ferli og oft enn í dag —
sem eins hinna fáu valda-
manna heims er séu með
fullu viti, þess er manna mest
berst fyrir því að aðrir haldi
fullu ráði og rænu og leggur,
undir- aðstöðu sána alla, að
sér takist það.” Má ekki bú-
ast við nýrri gre’n frá Davið
Ólafssyni? — Austri.
r
Islenzkur prestur
í Kaupmannahöfn
Samkvæmt frétt frá dóms- og
kirkjumálaráðuneytinu hefur
séra Jónas Gíslason verið ráð-
inn prestur lslendinga í Dan-
mörku. Hefur biskupsskrifstof-
an sent blaðinu svofellda frétt
um þetta:
Dóms- og kirkjumálaráðu-
neytið hefur með bréfi dags.
16. þ.m. heimilað biskupi að
ráða prest til þess að þjóna
Islendingum þeim, sem búsettir
eru í Danmörku.
Séra Jónas Gíslason hefur
verið ráðinn til þessa starfs
og er hann farinn utan með
fjölskyldu sinni.
Það er kunnugt, að margir
Islendingar dveljast í Dan-
mörku, einkUm í Kaupmanna-
höfn. Þegar frá eru taldar
byggðT Islendinga í Vestur-
heimi erii hvergi jafnmargir
landar vorir á einum stað er-
lendis og þar.
Stundum hefur það borið á
góma á undanfömum árum,
að íslenzka kirkjan þyrfti að
láta þessu fólki þjónustu í té,
líkt og aðrar kirkjur gera þar
sem aðstæður eru svipaðar. En
allar nágrannakirkjur vorar
hafa á að skipa mörgum prest-
um, sem starfa meðal landa
sinna í höfuðborgum og hafn-
arborgum víðsvegar um. heim,
Til skamms tíma hafa Islend-
ingar og menn af íslenzku
bergi brotnir verið prestar i
dönsku kirkjunni og gegnt
nokkurri þjónustu fyrir landa
sína, þótt þeir væru danskir
embættismenn. Má þar nefna
séra Hauk Gíslason. sem lengi
var sóknarprestur i Kaup-
mannahöfn og hafði stöku
sinnum. íslenzka^ guðsþjónust-
ur. Séra Finn Tulin'us hefur
alloft unnið prestsverk fyrir
Islendinga og margan gréiða
annan hefur hann gert löndum
vorum og landi. Bæði honum
og öðrum, sem kunnugastir
eru, hefur lengi verið ljóst,
að íslenzkur prestur í Kaup-
mannahöfn hefði ærið starfs-
svið og mikilvægu hlutverki að
gegna.
Fyrir rúmu ári komst rek-
spölur á þetta mál. Átti bisk-
up viðræður við ýmsa aðilja
og tók það síðan formlega upp.
Stefán Jóhann Stefánssón, am-
bassador Islands i Kaupmanna-
höfn, lét í té álitsgerð sið-
sumars í fyrra, þar sem hann
hvatti eindregið til þess, að
löndum í Danmörku væri séð
fyrir islenzkri prestsþjónustu.
Kirkjumálaráðherra, Jóhann
Hafstein sýndi málinu þegar
fullan skilning. Kaupmanna-
hafnarbiskup og aðrir danskir
kirkjumenn hafa fagnað þess-
ari hugmynd. Eftir ýmislega
athugun að undirbúningi hefur
þessu nú verið til lykta ráðið
á þann hátt sem að ofan grein-
ir.
»
Hinn íslenzki prestur í Kaup-
mannahöfn er fyrst og fremst
ráðinn til venjulegrar prests-
bjónustu meðal Islendinga þar
í borg, svo og annars staðar i
Danmörkú eftir því sem við
verður komið. Mun hann
reiðubúinn til hvers konar fyr-
irgreiðslu, m.a. við sjúklinga,
sem leita læknishjálpar til
Danmerkur. Þá mun hann
einnig leitast við að gegna
störfum fyrir Islendinga sem
dveljast á hinum Norðurlönd-
unum, að svo miklu leyti sem
honum verður unnt.
☆ ☆ ☆
Heimilisfang séra
Gislasónar er:
Jónasar
Egebæksvej 23, Holte, Dan-
mark.
Einnig má snúa sér til hans
um skrifstofu íslénzka séndi-
ráðsins, Islands Ambossade
Dantés Plads 3, Köbenhavri.
I. DEILD
íSLAND SMÓTIÐ
Laugardalsvöllur: í kvöld kl. 20 leika:
FRAM - VALUR
Mótanefndin.
VÖRUR
v
Kartöflumús — Kokómalt — Kaffi — Kakó.
KRON - búðirnar.
VONDUfi
FALLEB
QDYR
--J. f ..*Tr-—
KjupnpoTjjonsstRi
Umsjónarmannsstarf
Starf umsjónarmanns barna- og unglinga-
skóla Ytri-Njarðvíkur, er laust til umsókn-
ár.' Umsókmr um"starfið skulu sendar skrif-
stofu Njarðvíkurhrepps, Þórustíg 3, Ytri-
Njarðvík^afyrir lO. ágúst n.k. (Sími 1202).
Sveitarstjóri Njarðvíkurhrepps.
L.S.2. SOVÉTRÍKIN: 16 daga ferð. 4.-19. september
Fararstjóri: ÁRNI BERGMANN
VERÐ: KR. 17.500.00.
INNIFALIÐ: FERÐIR - FÆÐI - GISTING
FERÐAÁÆTLUN:
4. sept. Flogið með Loítleiðavél til Kaupmannahafnar og gist þar.
5. sept. Flogið til M0SKVU, kvöldverður þar og flogið til LENINGRAD
og dvalið þar til 8. sept.
8. sept. Flogið til KIEV og dvalið þar til 10. sept.
10. sept. Flogið til YALTA og dvalið þar til 16. sept.
1G. sept. Flogið til M0SKVU og dvalið þar til 19. sept.
Í9. sept. Flogið til KAUPMANNAHAFNAR og REYKJAVÍKUR.
í öllum borgum verða skoðaðir markverðustu staðir og farið um umhverfið. — Á YALTA verður dvalið á baðströnd og farið á hraðbátum
um Svartahaf. Ennfremur eiga þátttakendur kost á, gegn aukagreiðslu, að komast í leikhús í öllum borgunum og geta valið fyrirfram á milli
ýmissa leiksýninga, balletta og söngleika.
Með flugvélum Loftleiða bjóðum við greiðsluskilmála þeirra, FLUGFERÐ STRAX —- 0G FAR GREITT SÍÐAR, Verð fararinnar er miðað við
15 manna þátttöku. . - ' 1 a
\ Þátttakendur eru beðnir að snúa sér til fe rðaskrifstofu okkar fyrir 15. ágúst, því eftir þann tíma má búast við að ekki verði hægt að taka
á móti fleiri þátttakendum.
FERÐASKRIFSTOFAN
L A N □ SYN
idí&fwi
Týsgötu 3 — Síftii 22890.
>