Þjóðviljinn - 29.07.1964, Page 7
w
MlSvikudagur 29. JÆtS 1964 . —.. ■' _ ■
Lífverur
flytjast til
Surtseyjar
1 nýjasta hefti Náttúrufræð-
ingsins, tímaxits Hins íslenzka
náttúrufraeðifélags, ritar dr.
Sturla Friðriksson um aðflutn-
ing lífvera til Surtseyjar. 1
greininni segir höfundur m.a.:
„Landnám lífs á Surtsey má
að nokkru leyti bera saman
við landnám lífs á Krakatoa
í Austur-Indíum. Gosið 1883
gjöreyddi þar öllu lífi, dýr-
um og jurbum. Náttúrufræð-
ingur, sem rannsakaði eyna 9
mánuðum seinna, fann þar að-
eins eina könguló. sem hafði
sennilega borizt þangað á
vefjarþræði. Fjarlægðin til
lands, sem var ósnortið af eyð-
ingu eldgossins, var um 40 km,
en í 20 km fjarlægð var önn-
ur eyja, og þar hafði öslcu-
fall einnig eytt öllu lífi. Þrem-
ur árum eftir að gosið hófst,
skoðaði hollenzkur grasafræð-
ingur eyna og fann þar marg-
ar strandjurtir niður við flœð-
armál, en innar á eynni uxu
grös og burknar. Tíu árum
seinna var eyjan alþakin
gróðri, lauftrjám, pálmum,
sykurreyr, prkideum o.fl. Óvíða
annars staðar hefur verið unnt
að fylgjast með landnámi lífs
á ördauða eylendi.
Nýsköpun Surtseyjar er því
svo einstakt náttúrufyrirbrigði.
að hér er um alþjóðlegt áhuga-
mál að ræða. Þótti því nauð-
synlegt, að kanna landnám
lífsins á eynni frá uphafi, en
líf getur ýmist flutzt með eig-
in afli eða borizt af öðrum
ástæðum til eyjarinnar. Þannig
mun maðurinn sennilega óhjá-
kvæmilega verða valdur að
einhverjum aðflutningi, þótt
æskilegt væri, að þau áhrif
væru takmörkuð að ýtrasta
megni. . . “
Um fyrstu athuganir. sem
gerðar voru á landlífverum í
Surtsey, skýrir höfundur svo
frá:
,.Hinn 1. desember 1963 sá-
ust máfar sitja á eynni milli
goshrinanna, en það var 16
dögum eftir að hún reis úr
sjó.
Hinn 16. apríl sást hópur af
skógarþröstum á vestanverðri
eynni.
Fimmtudaginn 14. maí vorj
gerðar athuganir á því, hvaða
landlífverur hefðu borizt til
eyjarinnar. Af fuglum sáust:
Lóuþræll 2 fuglar, Tjaldur
7 fuglar, Rita margir fúglar,
Snjótittlingar 1 fugl.
Miðsvæðis á sandinum voru
tvær dauðar ritur, og skammt
þar frá var i eina skordýrið
sem fannst á eynni. Það var
ein fluga á flögri, sem var
handsömuð í hóf og tekin tii
greiningar. Akvarðaði Geir
Gígja skordýrafræðingur síð-
ar, að um rykmý (Oulex sp)
væri að ræða.
Búizt var við, að einhverjar
æðri plöntur kynnu að hafa
borizt til eyjarinnar af sjó. I
því augnamiði var gengið á
fjörur og rekinn kannaður.
Mestur var rekinn, norðanvert
á eynni á sandinum vestan
frá lóninu að hraujaðrinum,
en lítill reki fannst austan við
lónið. 1 rekanum voru mest
sprek, kefli, fjalir og hlutir
af veiðarfærum, flöskur og
dósir, en auk þess nokkrar
slitrur úr blöðruþangi og græn-
þörungum. Vikurhrannir höfðu
borizt upp í fjöruborðið á
stöku stáð og með þessum
vikri hafði einnig rekið dreif
af strábútum. sem voru mest
megnis brot af melstöngum
(Elymus arenarius) og hrossa-
nál (Juncus balticus). 1 þess-
ari dreif fundust 7 fræ af
þremur plöntutegundum: ______
Melur (Elymus arenarius 5
fræ, Hvönn (Angelica arc-
hangelica. sennilega var. litora-
lis) 1 fræ, Fjörukál (Cakile
edentula) 1 fræ.
Á einum stað í flæðarmál-
HÓÐVILIINN ----------------—-------------------------------SInA 7
Gosmökkinn leggur upp af Surtsey.
inu hafði skolað upp einni lif-
andi jurt með rót og grænum
blöðum. sem reyndist vera
baldursbrá (Matricaria mari-
tima). Ekki hafði þessi planta
þó fest rætur. Nokkru frá var
lifandi stöngulendi af bumi-
rót (Sedum rosae.
Það hefði mátt ætla, að mos-
ar og skófir yrðu meðal fyrstu
landnemanna, en þeirra gætti
þó ekki.
Til þess að reyna að komast
að því, hvaða gró eða lægri
verur væru einkum á sv.eimi
yfir eynni. voru settar upp
petrískálar og var þeim komið
fyrir á stöngum í 50 cm hæð
frá jörðu, annars vegar á eið-
inu við lónið og hins vegar
á norðanverðum sandinum.
Voru skálarnar 4 á hvorum
stað, ein með mygluæti, ein
með venjulegu bakeríuæti, ein
með blóðagar og ein með fjór-
um glycerínbomum þekjuglerj-
um, til þess að höndla vænt-
anleg gró. ' Skálamar stóðu
opnar í 5—7 klukkutíma. 1
þær settist engin mygla og á
sandinum settist engin baktería
á venjuleglegt æti, en 11 kól-
oníur af 4 tegundum á blóða-
gar. Á eiðinu voru skálamar
undir stöðugu niðurstreymi og
öskufalli og á þeim voru 10
kólóníur af sömu bakeríuteg-
und á venjulegu bakeríuæti og
26 kólóníur fjögurra bakteríu-
tegunda á blóðagar.
Enda þótt rannsókn á til-
komu lífs á Surtsey hafi fyrst
og fremst almennt gildi og
veiti fróðleik um hvernig og
í hvaða röð lífverur berast til
eyðieyjar og hefja þar land-
nám, getur rannsókn á til-
komu h'fs á Surtsey haft sér-
stakt gildi fyrir þekkingu okk-
ar á aðflutningi jurta og dýra
til Islands.
Nokkuð er umdeilt meðal
náttúrufræðinga. hvort þurr-
lendisjurtir og dýr hafi að
mestu leyti borizt til Islands
eftir landbrú, sem tengdi eyj-
una við meginlandið fyrir síð-
asta ísaldarskeið, eða hvort
gróður og dýralíf hafi aðallega
borizt eftir öðrum leiðum að
ísöld lokinni.
Að ýmsu leyti getur rann-
sókn á landnámi lífs á Surts-
ey varpað nýju Ijósi yfir þetta
vafamál. Surtsey er smámynd
af ördauða landi í norðan-
verðu Atlanzhafi, eins konar
náttúrugerð rannsóknarstöð. ®
Þar ætti að vera unnt að
fylgjast með flutningi lífvera
eftir ýmsum leiðum um og
yfir Atlanzhafið.
ir af strandjurtum, en ekki ^
er ósennilegt, að lægri sem
æðri plöntur muni einnig geta
borizt þangað.
Þær jurtir og jurtahlutar,
sem nú þegar hafi fundizt á
Surtsey vaxa i Vestmannaeyj-
um og hafa þvi borizt á sjó
um 5 til 20 km íangan veg.
Fjarlægð þessi er að vísu svo
lítil borið saman við vega+
lengd milli Islands og megin-
landsins, að ekki verður unnt
að draga af því neinar stór-
vægilegar ályktanir um mögu-
leika á flutningi plantna milli
fjarlægra staða. Hins vegar er
þetta órækur vottur þess, að
strandjurtir geta borizt lifandi
í sjó, bæði sem fræ og heilar
plöntur um skemmri veg. Ber-
ist hins vegar jurtir til Surts-
eyjar, sem ekki finnast í Vest-
manneyjum. fer málið að horfa
öðruvísi við. Er því frólegt að
fylgjast áfram með landnámi
lífsins á Surtsey.
Butler ræðir
við Gromiko
um Laos
MOSKVU 27/7 — R. A. Butler,
utanríkisráðherra Breta, kom I
dag til Moskvu og hóf þegar við-
ræður við Gromiko, utanrikis-
ráðherra. Þeir munu
hafa rætt um Laos-málið. en
stjómir Sovétríkjanna og Bret-
lands áttu formenn á Laos-ráð-
stefnunni í Genf í fyrra. Sov-
étstjómin hefur látið í það
skína að hún geti ekki lengur
tekið ábyrgð á gangi mála í La-
os, eftir sívaxandi íhlutun
Bandarikjanna þar, þvert ofan
í gerða samninga.
Enn þarf að leiðrétta!
Fundur framangreindra líf-
vera sýnir það. hve fljótt fugl-
ar, plöntur og flugur hafa get-
að borizt til eyðistaðar án þess
að um flutning eftir landi
sé að ræða. Plöntuhlutár þeir,
sem fundust, voru að vísu all-
□ Þetta ætlar að reynast okkur erfitt verk-
efni! Enn urðu mistök í myndasögunni í blað-
inu í gær, sem við verðum að leiðrétta og biðj-
ast jafnframt velvirðingar á'.
24. DAGUK
Þá stóð upp Haraldur og þakkaði honum vel tign og veg-
semd. Setjast þá niður báðir og voru allkátir þann dag. Um
kvöldið gekk Haraldur og hans menn til skips síns.
Eftir um morguninn lét Magnús konungur blása til þings
öllu liðinu. En er þing var sett, þá lýsti Magnús konungur
fyrir öUum mönnum gjöf þeirri, er hann hafði gefið Har-
aldi, frænda sínum. Þórir af Steig gaf Haraldi konungsnafn
þar á þinginu. Þann dag bauð Haraldur konungur Magnúsi
konungi til borðs síns, og gekk hann um daginn með sex
tigu manna til landtjalda aralds konungs, þar sem hann hafði
veizlu búið. Voru þar þá báðir konungamir í samsæti, og
var þar veizla fögur og veitt kappsamlega. Voru konungarn-
ir kátir og glaðir.
En ér á leið daginn, þá lét Haraldur konungur bera í tjaldið
töskur mjög margar. Þar báru menn og klæði og vopn og ann-
ars konar gr:pi. Það fé miðlaði hann, gaf hann og skipti með
mönnum Magnúss konungs, þeim er þar vom í veizlunni.
Síðan lét hann leysa töskurnar, mælti þá til Magnúss kon-
ungs: