Þjóðviljinn - 31.07.1964, Page 2
2 SlÐA
áskorun Áfengis-
varnarnefndar
Reykjavíkur
Eins og undanfarin ár hefur
Áfengisvarnamefnd Reykjavík-
ur sent frá sér áskorun til al-
mennings að gæta fyllsta hófs
og stillingar um verzlunar-
mannahelgina. Ávarp nefndar-
innar fer hér á eftir:
Ein lengsta frí- og ferða-
lagahelgi sumarsins er fram-
undan — verzlunarmannahelg-
in — sem orðin er að mikíu
leyti almennur ffídagur. Und-
irbúningur hvers og eins, til
að njóta þessa langa helgar-
frís, hver á sinn hátt, mun
að mestu fullráðinn.
Þúsundum saman þyrpast
menn í allar áttir, burt frá
önn og erli hins rúmhelga
dags.
Samkvæmt árlegri reynslu,
er umferð á þjóðvegum úti
aldrei meiri en um þessa helgi,
umferð sem fer vaxandi ár
frá ári.
Hundruðum saman þjóta
bifreiðir, fullskipaðar ferða-
fólki burt frá borgum og bæj-
um, út í sveit, upp til fjalla
og öræfa
1 slíkri umferð, sem reynsla
áranna hefúr sýnt og sannað
að er um þessa helgi, gildir
eitt boðorð öðru framar, sem
tákna má með einu orði, að-
gæzla eða öryggi. En brot gegn
því boðorði getur gætnin ein
tryggt.
Hafa menn hugleitt í upp-
hafi ferðar — skemmtiferðar
— þau ömurlegu endalok
hvíldar- og frídagafarar. þeim
sem vegna óaðgæzlu, veldur
slysi á sjálfum sér, sínum nán-
ustu, kunningjum eða sam-
ferðafólk'i. Sá, sem lendir í
slíku óláni, biður slíkt tjón, að
sjaldan eða aldrei grær um
heilt.
Það er staðreynd, sem . ekki
verður hrakin, að einn mesti
bölvaldur í nútíma þjóðfélagi.
með . sína margbrotnu og sí-
auknu vélvæðingu, er áfengís-
nautnin. Og tekur það böl
ekki hvað sízt til umferðar-
innar almennt, en þó sérstak-
lega á stórum ferðahejgum. I
þessu sambandi má minna á
að s.l. 7 mánuði ársins hafa
orðið hvorki meira né minna,
en 14 banaslys af völdum um-
ferðarinnar, sem m.a. stafa af
ónógri aðgæzlu. Þá má minna
Framhald á 9. síðu.
Þifflivmum
Föstudagur 31. Júlí 1964
Beykir í hers höndum
Þeir á Skaganum ættu að kannast við þessar skiirutegu söltunarstúlkur, sem við náðum að festa
á filmu á meðan beðið var löndunar hj’á söltunarstöðinni Mána í Neskaupstað s.I. laugardag. Þær
eru flestar á því rcki, þegar maður hættir að sp yr.ja um aldur, sumar efla-ust orðnar mæður. Þær
eru ótaldar síldarnar, sem orðið hafa höfðinu styttri i höndunum á þeim þessum, en Ágúst beykir
virðist samt ekki kunna illa við sig á milli þeirra. Hjá stállsystrum þeirra á planinu hleruðum
við: ,,Þessar frá Akranesi eru þær fljótustu, en þ ær eru lika helvíti frekar“. — Á myndinni eru
Bjarney Gunnarsdótiíir, Sigrún Sigurðardóttir, J ónina Gísladóttir, Bára Pálsdóttir. Guðnin Þór-
arinsdóttir, Ágúst Jóhannsson, béykir (frá Hofsósi), Ragnheiöur Magnúsdóttir og Asta Alberts-
dóttir. (Lj ósm.: H. G.). *
Ryki slegið í augu
Það er algengt að ’ svo sé
gert eða reynt að minnsta kosti
og á margvíslegan hátt. Þó
'ekkí''l 'éfglnlegri' merkirrgurög
fer þá eftir viðskiiptavininum
sjálfum, hversu til tekst. Samt
sem áður er þess dæmi hér í
borg að ryki sé sleg'ð í augu
viðskiptavinanna í bókstafleg-
um skilningi. Væntanlegir við-
skiptavinir bíða seljanda. þjón-
ustu á ákveðnum stað — oftast
reiðubúnir með greiðsluna i
hendi. Svo kemur seljandi á
fjórum hjólum og heilsar við-
stöddum með því að þyrla upp
rykmekki sem samstundis um-
lykur viðskiptavinina. Ut úr
' mekkinum ganga þeir svo. einn
og einn í einu, upp tvö þrep
og inn í stóran og rúmgóðan
íarkost, sem greinilega hefur
ekki verið byggður af neinum
vanefnum né smásálarskap. yf-
irleitt er hann hreinn og
þokkalegur að innan og sætin
þægileg, enda vel þegin af
ungum sem gömlum. Við-
skiptavinimir eru yfirleitt hin-
ir ánægðustu og almennt mjög
Háska-
legt góðæri
Svo segir í íslandssögu
að hérlandsmenn hafi öldum
saman orðið að glíma við
sult og seyru, eldgos og ísa,
pestir og hverskyns óáran
aðra. Nú er öldin önnur. Al-
þýðublað'ð birti í fyrradag
mjög áhyggjufulla forustu-
grein sem nefnist ,,Góðæri”.
Segir þar að nú sé .,óhjá-
kvæmilegt að minna á. að
ýmsar hættur geta verið
samfara góðæri. Reynsla Is-
lendinga er sú, að átök inn-
anlands og taumlaus verð-
bólga. sem leitt hafa til upp-
lausnar í stjórnarfari, hafa
helzt herjað á þjóðina í góð-
æri. Muna menn ekki eftir
1955 eða 1958 eða 1963? öll
þessi ár var góðæri. er ýtti
undir verðbólgu, sem aftur
kom af stað nýjum kröfum
og de'lum meðaí landsmanna.
en deilumar ýttu enn undir
verðbólguna og ríkisstjórn r
riðuðu til falls eða féllu.’’
Ekki skýrir blaðið nánar þá
hagspeki sína að góðæri þurf:
að ýta undir verðbólgu, að
allt þurfi að hækka í verði
þegar meira er til skiptanna
milli þegna þjóðfélagsins!
Hitt er ljóst að blaðið óttast
að ríkisstjómin muni deyja
úr offeiti, þar sem ófeiti var
forðum ein 'nelzta dánarorsök
hér á landi. Trúlega liggur
stjórnmálaritstjórinn á bæn
og mælist til þess að síldin
eigi ekki afturkvæmt á þessu
sumri og rigningum sloti ekki
hér sunnan Jands. ef það
mætti verða til bjargar rík-
isstjórninni og Alþýðuflokkn-
um.
Þeir
afskiptu
Þá hefur ríkisstjóminni
loks tekizt að gleðja landslýð-
inn. ,,Flestir voru ánægðir
með skattana sína”, segir Vís-
ir í aðalfyrirsögn á forsíðu
í fyrradag og ber nokkuð
ríkulegri umbun í sjálfu sér
en að gera náunga sína á-
nægða? Til frekari sanninda-
merkja kveðst blaðið hafa
hitt ..verkfræðing með bros
á vör”. „Þetta var ekkert —
aðeins 18 þúsund krónur í
allt”. segir hann, en að vísu
hafði hann farið í verkfall
verulegan hluta árs í fyrra.
Einnig hefur Vísir hitt lög-
reglumann „og hann sagði
okkur að hann væri ánægður.
Hann hafði nær 38 þúsund
krónur í skatta og skyldur”.
Ekki lætur Vísir þess getið
hverjar tekjur lögregluþjóna
eru, en væntanlega borgar
hinn ánægði maður ekki meira
en þriðjunginn af því kaupi.
En trúlega eru samt ein-
hverjir sorgmæddir. Þannig
hlýtur því til dæmis að vera
háttað um ráðamenn ýmissa
kunnustu fyrirtækja landsins
sem nú komast ekki einu
sinni á skrá yfir hæstu gjald-
endur. Af þeirri skrá eru
horfin félög eins og SÍS,
Shell, Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna, O. Johnsón &
Kaaber, Sameinaðir verktak-
ar, Sláturfélag Suðurlands.
Júpíter hf., Hai*pa hf., Is-
björninn h.f., Hið íslenzka
steinolíuhlutafélag, Garðar
Gíslason hf., ölgerðin Egill
Skallagrímsson, Flugfélag ls-
lands hf., Marz hf.. Eim-
skipafélag Reykjavíkur hf„
Litir og Lökk, J. Þorláksson
& Norðmann, Sænska frysti-
húsið og H. Benediktsson hf.
Sum þessi félög greiða nú
ekki öllu meira en einn
ánægður lögregluþjónn, og
hljóta eigendur þeirra að
vera mjög miður sín yfir því
að vera svo afskiptir og lítils
metnir í þjóðfélaginu.
— A’..„tri.
prúðir. — sérstaklega þeir sem
komnir eru af barnaskólaaldri.
Þeir eru einnig flestir óbeinir
hluthafar í fyrirtækinu, sem að
flestra dómi er ágætlega rekið.
Stöðugt er verið að byggja nýja
kosti. svo hægt sé að taka þá
eldri úr notkun sem fyrst, því
að hugvitsmönnum tekst enda-
laust að finna upp á einhverju
nýju sem tekur hinu eldra
fram að þægindum og allri
gerð. Allt fyrir viðskiptavin-
ina, erida eru þe:r fyrirtækinu
allt. Þessi einföldu sannindi
eru alls ekki augljós öllum for-
ráðamönnum einkasölufyrir-
tækja, þótt þeir séu bráðgáf-
aðir sumir hverjir.
Ekki er það þó alltaf, sem
viðskiptavinum er heilsað með
rykmekki. Það er þegar rign-
ning kemur óhjákvæmilega í
veg fyrií: það. Þá er það alls
ekki framkvæmanlegt. 1 mesta
lagi er þá dropum himinsins
þeytt eilítið upp í loft aftur,
skáhallt bó, en þeir falla skjótt
og flestir, eri ekki alltaf nærri
allir. niður á jörð aftur.
Mörgum hógværum við-
skiptavinum fyrirtækisins
finnst þetta hvort tveggja bó
óþarfa atlæti og rétt væri, að
hróflað væri lítillega við fóst-
urjörðinni á ýmsum biðstöð-
um að beztu hugvitsmanna yf-
irsýn. svo að viðskiptin, sem
hvort eð er eiga sér stað dag-
lega og oft á dag, geti hafizt
án allrar viðhafnar. Það er
ekki í fyrsta sinn, sem þessu er
skotið að Strætisvögnum Rvík-
ur. — (Úr Neytendabl.).
Brauzt inn í tvær
búðir en stal engu
1 fyri'inótt var framið inn-
brot í Sunnubúðinni, Lauga-
teigi 24, en engu var stolið þar.
Einnig var farið inn í mjólk-
urbúð sem er í sama húsi en
ekkert tekið þar heldur.
OrSsending
Viðgerðabílar verða á leiðinni Reykjavík —
Markarfljót. Reykjavík — Hvalfjörður —
Borgarfjörður — Snæfellsnes.
Hægt er að hafa samb&nd við þessar bifreið-
ir í gegn um Gufunesstöðina. — Hægt er að
hafa samband við bifreiðarnar út frá Ak-
ureyri í gegn um Landssímann á Akureyri
og við bifreiðina á Austurlandi er hægt að
hafa samband í gegn um Seyðisfjarðarradíó.
Félaginu er kunnugt um ýmis verkstæði
sem opin eru meðfram þjóðvegunum.
F.Í.B. bendir félögum sínum á, að fara ekki
lengra en að Stóru-Mörk, á bifreiðum án
framhjóladrifs.
F.Í.B. bendir félögum sínum á, að hafa skír-
teinið með í ferðalagið. — Gangið í F.Í.B.
UTBÖÐ
Tilboð óskast j lögn hitaveitu í Heiðargerði, Stóra-
gerði, Hvammsgerði, Brekkugerði, Hvassaleiti og
Háaleitisbraut sunnan Miklubrautar.
Verkið skal hefja 1. sept n.k. og vera að fullu
lokið 1. nóv. 1965.
Útboðsgagna má vitja á skrifstofu vora gegn kr.
3000,00 skilatryggingu.
Tilboðsfrestur rennur út kl. 11.00 þriðjudaginn 11.
ágúst og verða tilboð þá opnuð á skrifstofu vorri,
Vonarstræti 8.
INNKAUPASTOFNUN.
REYKJAVÍKURBORGAR.
Aðstoðarstólku
á tannlækningastofu vantar mig frá 4. ág-
úst. — Til viðtals á tannlækningastofunni
Austprstræti 14 föstudaginn 31. júlí kL 5-6.
HALLUR L. HALLSSON.
VDNDUB
VÖRUR
Kartöflumús — Kokómalt — Kaffi —• Kakó.
KRON - b ú ði r n a r .
K0DACHR0MEII (15dln)
K0DACHR0MEX f19 din) tottliiita
LITFILMUR
Þér
getið treyst
Kodak filmum
mest seldu filmum i heimi —
KODAK litfilmur
skila réttari litum
og skarpari myndum
en nokkrar aðrar litfilmur.
mm
Bankastræti - Sími 203
[NIh
iKJF
3