Þjóðviljinn - 31.07.1964, Síða 5

Þjóðviljinn - 31.07.1964, Síða 5
Fðstudagur 31. júli 1964 ——r— -—;—«—,— -—;———- ÞIöÐVIliraN SÍÐA g Beztu hástökkvarar heims HVER STEKKUR HÆST - OG AF MESTU ÖRYGGB? Ástralíumaðurinn Anthony Snearwell vakti heimsathygli í fyrra fyrir að stökkva 2,20 m. Hann er nokkúrskonar tvífari Brumels. Þeir eru jafnháir (1,85 m), jafnþungir (77 kg.) og jafngamlir ,(22 ára). Bandaríkjamaðurinn John Rambo, sem er aðeins tvítugur að aldri, er einn efnilegasti hástökkvari heimsins í dag. Ef lagðir eru saman 5 bez’tu keppniárangrar helztu hástökkvara heimsins í sumar, kemur í ljós að heimsmethafinn, Valeri Brumel, er þeirra langfremstur. r' & - . KtPðUTGCRÐ HiMfctiSS1 Ferðaáætlun m7s Herjólfs í byrjun ágúst. 1/8 laugard. frá Ve kl. 13 til Þorlh, þaðan aftur kl. 18 til Ve. Miðnæturferð til Surtseyjar kl. 23, farmiðar seidir fyrir hádegi. 2/8 sunnud. frá Ve kl. 05 til Þorlh, þaðan aftur kl. 00 til Surtseyjar c>g Ve; þaðan kl. 20 til Þorlh (23,30) og áfram til Rv. Frá 3/8 — 5/8 verða ferðir eins og venjulega, en þar sem mánud 3/8 er fríd. verzlunar- manna, er reiknað með að flestir sendi vörur í hús út- gerðarinnar fyrir helgina. Athugið einnig, að þá eru að verða síðustu forvöð að senda vörur til Ve fyrir þjóðhátíð, því að miðviku- dagsferðin gefur minní mögu- leika um vöruflutning. 6/8 fimmtud kl. 17 frá Ve til Þorlh. og 21 frá Þorlh. ttil Ve. 7/8 föstud. kl. 05 frá Ve. til Þorlh., kl. 09 frá Þorlh. til Ve, kl. 14 frá Ve til Þorlh., kl. 18 frá Þorlh. til Ve, kl. 22 frá Ve tif Hornafj. 8/8 laugard. kl. 13 —19 á Hornaf. 9/8 sunnud. kl. 10 frá Ve til Þorlh., kl. 14 frá Þorlh. til Ve, kl. 19 frs Ve til Þorlh. og RV. Æskilegt er að fólk tryggi sér farmiða í ofangreindar ferð- ir hjá aígreiðslum skipsins á venjulegum skrifstofutíma, því að tala farþega í ferð er stranglega takmörkuð, og óski fleiri fars en hægt er að taka, er eðlilegast að þeir víki, sem ekki hafa farmiða. Annað fyrirkomulag getur valdið óþarfa fyrirhöfn og óþægin'ilum. Brumel hefur samanlagt 10,97 m. í fimm beztu stökk- unum, en það þýðir 2,194 m. að meðaltali í stökki. Á ár- inu 1963 voru samanlögð fimm béztu afrek hans 10,90 m. Yf- irlit sem þetta þykir sýna einna bezt styrkleika og keppn- isöryggi- hástökkvara. Flestum mun koma nokkuð á óvart að Pólverjinn Edwars Czernik skuli vera næstbezti hástökkv- arinn þegar skoðaðir eru 5 beztu árangrarnir. Hann stökk hæst 2,11 m í fyrra, en hefur margsinnis bætt pólska metið í ár. Um siðustu helgi sigraði hann á pólska meistaramótinu með 2,18 m. Hver er fremstur? Valeri Brumel (Sovét) 10,97 2,24 2,23, 2,18 2,17 2,15 Framhald á 9. síðu. Armannsstúlkurnar sigursælar í Þýzkalandi Kvennameistaraflokkur Ármanns í handknatí- leik hefur nýlokið keppniferðalagi sínu í Suður- Þýzkalandi. Ármann styrkti lið sitt með tveimur landsliðsstúlkum úr FH, Jónínu Jónsdóttur og Sigurlínu Björgvinsdóttur. Flokkurinn vann 5 leiki en tapaði tveimur. sitt af hverju ★ Frakkar háðu þrjá lands- leiki um síðustu helgi og tefldu fram þrem landsliðum samtímis. A-Iandslið Frakka vann landslið Itala 257:207 og voru þrír keppendur frá hvorum aðila í hvorri grein. B-liðið og C-liðið unnu einn- ig landskeppnina vlð Spán og Portúgal. ★ ★ Danska stúlkan Kirsten Strange hefur' enn bætt danska metið í 100 m skrið- sundi kvenna. Synti hún á 1.04.0 mín. Vibeke Slot. sem er 18 ára, setti met í 100 m bringusundi kvenna — 1.23.6 mín. Metin voru sett á danska sundmeistaramótinu í fyrri viku. Lars Kraus Jensen vann 100 m skriðsund karla á 50,7 sek. utan úr heirni Stúlkur úr Val og Fram sigruðu Valur Qg- Fram sigruðu í fyrstu leikjunum í meistara- flokki kvenna á fslandsmótinu í handknattleik utanhúss á miðvikudagskvöldið. í meist- araflokki karla mætti KR-lið- ið ekki til leiks gegn Ármanni. Valur og Þróttur léku fyrst í kvennaflokki. Valur vann — 10:5 (6:3). Síðan léku Fram og Víkingur, Qg unnu Fram- stúlkurnar — 7:5 (4:2). Það var ausandi rigning þeg- ar keppnin fór fram, en stúlk- urnar létu það ekkert á sig fá og börðust með prýði. Handknattleiksstúlkurnar úr Ármanni héldu suður til Mun- chen, en félagið E.S.V. L,aim annaðist móttökur hópsins þar syðra. Ármann keppti fyrst við gestgjafana 20. júlí og sigraði — 5Æ. Sama dag kepptu stúlkumar við félagið .,1880” og unnu aftur — 10:2. 22. júlí tóku þær þátt i 40 ára afmælismóti félagsins „E.S.V. Munchen" ásamt fjór- um öðrum liðurh. Ármann sigraði í mótinu og hlaut að verðlaunum stóran silfurbikar. Úrslit leikjanna urðu þessi: Ármann — Neanbing 6:1 Framhald á 9. síðu. I Knattspyrna — 1. deild JAFNTEFLIMILLIVALS 0G FRAM í SLÆMU ,FÆRI' □ Skilyrði til að sýna góða kna'ttspyrnu voru af lakasta tagi, þegar lið Fram og Vals hlupu inn á Laugardalsvöll á miðvikudagskvöldið, suðaust- an stinningskaldi og rigning. Völlurinn var og rennblautur og flugháll, svo að knötfurinn fleytti kerlingar og leikmenn áttu mjög erfitt með að fóta sig og átta sig á hreyfingum knattarins. Það vantaði því mikið á að færi fyrir góðri knattspyrnu í leiknum, en ekki verður ann- að sagt en að leikmenn hafi barizt hinni góðu baráttu, því að stigin eru dýrmæt, fyrir bæði liðin.’En þrátt fyrir hin- ar þægilegu afsakanir um vont veður, sótti yfirleitt í sama far og þegar veðrið er gott: send- ingar ónákvæmar. langspyrnur í tímn og ótíma, og þar á milli einleikur, eins og til að sýna sig og sitt ágæti! Þessu lík var hin ráðandi knattspyrna í leiknum. og er svipað um bæði liðin í þessu efni. Það var meira eins og tilviljun þegar menn tcku að leika saman, en samleik brá þó fyrir við og við. Þó telja megi, að jafntefli hafi v^rið nokkuð sanngjörn úrslit, voru skot Framara heldur hættulegri og koma þar fyrst og fremst til skot Ásgeirs sem strauk þverslána ofan- verða, og annað síðar í leikn- um þar sem knötturinn fór í stólpann og þaðan út á völlinn aftur. Það var þó Valur sem ógnaði fyrst eða á 9. mín. er Ingvar var kominn innfyrir, en skaut í markmann. Þessi sama saga endurtók sig er Baldvin, tveim mínútum síðar, komst einnig innfyrir vörn Vals, og skaut beint í markmann. Fyrsta hálftímann sóttu lið- in nokkuð á víxl, og eins og raunar í öllum leiknum var viss spenna. hvað yrði úr þeim tækifærum sem buðust á báða bóga, en það var eins og það væri svo erfitt að nota þau vegna ,,ófærðarinnar”. Eftir hálftíma leik varð Guð- jón Jónsson að yfirgefa völlinn vegna smámeiðsla, og inn kom í hans stað Grétar, Sigurðsson, og litlu síðar verður Björn Júl- íusson að hætta en í hans stað kemur Ormar Skeggjason. Engu virtist þetta breyta um gang leiksins, sama baráttan, sama þófið. Á síðustu mínútu hálfleiks- ins lítur út sem Hermann ætli að gera út um leikinn er hann kemst innfyrir til hliðat. en markmaðurinn kemur út, lok- ar og ver, og þannig lauk hálf- leiknum. Valur hafði leikið undan strekkingnum, og með Björn miðvörðirtn burtu og ný- liða í stað Áma Njálssomar og Matthíasar Hjartarsonar, var útlitið ekki gott að leggja út i síðari hálfleik. Sama þófið hélt áfram með heldur færri tvísýnum augna- blikum í síðari hálfleik, þar sem Fram var þó meira í sókn- inni, án þess að geta notfært sér það, en bæði lið áttu tæki- færi til að skora. ■ Vörn Fram var betri helm- .ingur liðsins með Sigurð Frið- riksson sem bezta mann; Jó- hannes og Sigurður voru einn- ig allgóðir. I framlínunni var Baldur beztur, og Ásgeir og Baldvin sluppu sæmilega. M arkmaðurinn bjargaði oft vel. Það var sama sagan hjá Val. það var vörnin sem var betri helmingurinn og léku þó tveir nýliðar þar. Rafn Guðmunds- sen bakvörður s’app vel frá þessum fyrsta leik sinum. og sama er að segja um Jón Ág- ústsson, sem hefur auga fyrír því hvað knattspyrna er. Arn- ars var Þorsteinn og Ejörgvin Framhald á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.