Þjóðviljinn - 31.07.1964, Page 12
Fjárhagsöœtíun Hafnarfjarðarbœjar hœkkuð um 3.4 milj.
Útsvörín lögð fram áður en
faríð er yfir öll framtölin
■ Bæjarstjórn Hafnarfjarð-
ar samþykkti í fyrradag
hækkun á fjárhagsáætlun
um 3,4 milj. króna. Á sama
fundi var upplýst að niður-
jöfnunarnefnd hefur enn
ekki lokið við að fara yfir
framtöl, en meirihlutinn
felldi tillögu um að fresta
að leggja fram útsvör þar
til nefndin hefði lokið við
að jafna niður útsvörum skv.
lögum.
Hafsteinn Baldvinsson bæjar-
stjóri sagði, að þessi hækkun á
fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar-
bæjar 1964 væri óhjákvæmileg
vegná þess að síðan hún var
samþykkt í vetur hefðu orðið
ýmsar lögboðnar hækkanir. sem
yrði að taka tillit til. Með þess-
ari hækkun er heildarupphæð
fjárhagsáætlunar komin upp í
kr. 48.615.000 og útsvörin hækka
upp í tæpar 35 milj. kr.
Vilhjáimur Sveinsson, vara-
fulltrúi Framsóknar, sem jafn-
framt á sæti í framtalsnefnd,
lýsti því yfir að hann teldi það
algerlega ólöglegt, ef leggja ætti
fram útsvarsskrána núna strax,
áður en framtalsnefnd hefði
lokið að fara yfir öll framtölin.
Skattstofan hefði skilað fram-
tölum svo seint til nefndarinnar,
að henni hefði enginn tími unn-
izt til að vinna úr þeim fyrir
mánaðamót, svo að þó nokkur
hluti þeirra hefði verið lagður
til hliðar og ákveðið að vinna
úr þeim síðar í sumar. Þvi get-
ur svo farið þegar þessi .fram-
töl verða tekin til nánari athug-
unar að útsvarsupphæðin fari
svo fram úr því sem áætlað er,
að ekki sé leyfilegt skv. lögum,
en þar kveður svo á. að sá mun-
ur megi ekki vera meiri en 10°/o
af heildarupphæð. Vilhjálmur
sagðist ski-lja það að bærinn
þyrfti á því að. halda að geta
strax byrjað að innheimta gjöld-
in nú um þessi mánaðamót, en
það réttlætti á engan hátt að
knýja framtalsnefnd til að taka
upp ólögmæt vinnubrögð.
Krlgtján Andrésson bæjarfull-
trúi Alþýðubandalagsins sagði
að eftir þær upplýsingar sem
komið hefðu fram frá bæjarfull-
trúa sem sæti á í framtalsnefnd,
að nefndin hefði ekki lokið
störfum, væri ekki annað fyrir
bæjarstjórn að gera en fresta
því að leggja fram útsvörin
Framtalsnefnd væri til þess
kjörin að jafna ákveðinni upp-
hæð niður á gjaldendur og væri
þvf s'kylt að gefa henni frest til
að ljúka störfum.
Framhald á 9. síðu.
Framtalsnefndin
þvær hendur sínar
Á fundi framtalsnefndar
Hafnarfjarðar í fyrrinótt lét
meirihluti nefndarinnar bóka. að
það væri aðeins vegna kröfu
bæjarráðs að útsvörin væru lögð
fram áður en nefndin hefði lok-
ið við að fara yfir öll fram-
töl.
Nefndarmönnum er það vita-
skuld Ijóst að hér er verið að
knýja þá til að viðhafa alger-
lega ólögleg vinnubrögð og vilja
því firra sig ábyrgð af þeim
verknaði. Það er mcirihluti
hæjargtjórnar sem ber ábyrgð á
hví að bæjarbúum er stórlega
■"ismunað við álagningu útsvars.
*»eir sem telja heiðarlega og rétt
>am þurfa að greiða hærra út-
svar en þeim ber vegna þess að
framtalsnefndinni er ekki gefinn
timi til að vinna úr þcim fram-
tölum sem þurfa nánari athug-
unar viö.
Skýringarmynd af Van Allen hvolfunum
TILGANGUR 0G 7ILHÖGUN
ELDFLA UGASKOTANNA
Frönsku vísindamennirnir
hafa sent blöðunum stutta
lýsingu á tilgangi eldflauga-
skotanna, hvernig þeim verSi
háttað og hvaða vitneskju
ætlunin er að afla með þeim.
Lýsing þeirra fer hér á eftir
í lauslegri þýðingu:
Tilgangur eldflaugaskot-
anna á íslandi er að mæla
vissa eiginleika hraðfara pró-
tóna og elektróna sem sífellt
koma inn i gufuhvolf jarðar
í nánd við heimskautin og
valda m.a. norðurljósunum.
Upphafið
Vonir standa til að með
mælingum sem greina teg-
undir öreindanna, orku þeirra
og dreifingu um geiminn
verði hægt að komast fyrir
um eiginleika upphafs þeirra
og hvers vegna hraði þeirra
eykst svo mjög þegar þær
njílgast jörðina.. Þessi vanda-
mál varðandi upphaf hinna
aðkomnu öreinda og hvað
veldur flýtisauka þeirra eru
meðal þeirra mikilvægustu í
geimeðlisvísindunum í dag,
og eru i nánum tengslum
við rannsóknir á norðurljós-
unum, Van Allen hvolfunum
og eðli efri laga gufuhvolfs-
ins.
Öreindamælar
Hvor eldflaugin mun hafa
með sér sex öreindamæla.
Tveim af sex er komið fyr-
ir á töflu sem verður los-
uð frá eldflauginni í um 80
km hæð og látin snúast um
sjálfa sig sjö sinnum á sek-
úndu. Um leið verða sett í
gang stjórntæki sem minnka
snúning eldflaugarinnar um
sjálfa :jig úr 5 snúningum á
sekúndum í tæplega einn á
sekúndu.
Segulsviðið
Auk öreindamælanna sex
héfur hvor eldflaug meðferð-
is segulsviðsmæli sem mælir
kraftlínur segulsviðs jarðar
miðað við möndla eldflaugar-
innar, en þannig er hægt að
fylgjast stöðugt með stefnu
hennar í geimnum,
Þar sem öreindarnar sem
mældar verða eru rafhlaðnar
liggja brautir þeirra sam-hliða
kraftlínum segulsviðs jarðar.
Því mun eldflaugin fara að
mestu leyti eftir kraftlínu.
Allar niðurstöður mæli-
tækjanna verða . jafnharðan
sendar til jarðar um útvarps-
senditæki eldflauganna.
Van Allen hvolfin
Til aukins skilnings á til-
gangi eldflaugaskotanna fara
hér á eftir kaflar úr viðtali
við Pál Bergþórsson veður-
fræðing sem birt var í blað-
inu í vor, þegar kunnugt
varð um fyrirætluri hinna
frönsku vísindamanna. Um
sérkenni Van Allen hvolf-
anna sem minnzt er á hér
að framan sagði Páll:
— I innra hvolfinu eru
kvikar prótónur og elektrón-
ur (viðlægar og frádrægar
rafagnir). sem eru í rauninni
hlutar af frumeindum, en í
ytra hvolfinu eru aðallega
kvikar elektrónur (frádræg-
ar rafagnir). Þær þjóta fram
og aftur eftir hvelfingunni
með leifturhraða, eftir sér-
kennilegum gormlaga braut-
um. Segulsvið jarðarinnar sér
um að halda þeim á þessum
brautum. Þessar agnir eru
með öðrum orðum gengnar
í gildru segulsviðsins. Raf-
agnir í innra hvolfinu geta
aukizt mjög við kjamaspreng-
ingar í háloftunum.
— Hvert er eðli þessara
rafagna?
— Þær valda svonefndri
„jónun“ loftsins (sundurgrein-
ingu rafmagns) líkt»og geisla-
virkt efni. og eru því lífs-
hættulegar mönnum og
skepnum. Pær eru líka mis-
lyndar. Magn þeirra og hraði
í ytra hvolfinu er afar breyti-
legt, og fer eftir því. hversu
mikil umbrot eru á sólinni.
eykst gífurleg;, skömmu eftir
sólgosin. Þá draga norður-
Ijósin þar sem rafögnum rign-
ir niður í gufuhvolfið, seg-
ulsvið jarðar truflast og geng-
ur úr skorðum og heyrn við-
tækja dofnar eða þrýtur með
öllu einkum á stuttbylgjum.
Vitað er, að umbrot á sól-
inni eru háð miklum sveifl-
um, að nokkru leyti hátt-
bundnar á 11 ára fresti, og
munu geimfarar þurfa að
taka tillit til þess.
Einu tækin
Um notkun eldflauga við
háloftarannsóknir sagði Páll:
— Talsvert, og á þó eftir
að verða meira. Þær eru einu
tækin, sem duga milli 50 og
150 km hæðar. Þar er ekki
hægt að halda gervitunglum
svífandi vegna loftfyrirstöðu,
en allir venjulegir loftbelgir
springa áður en þeir ná þess-
ari hæð. Loftið í þessari hæð
er hinsvegar mjög girnilegt
til fróðleiks. Þar eru flest
þau „jónuðu“ loftslög, sem
endurvarpa útvarpsbylgjum
til jarðar. Þar eru norðurljós-
in algengust og glæsilegust.
Þar eru stjömuhröpin, loft-
steinar. sem glæðast af nún-
ingi við gufuhvolfið. Og þar,
í 75—90 km hæð, eru silfur-
skýin sem við sáum hér um
ágústnætur í fyrrasumar.
Eldflaugarnar geta sent frá
sér natriumgufu sem marka
má af vindinum í ýmsum
hæðum. Þær geta líka borið
hitamæla og önnur mælitæki
og útvarpað upplýsingum
jafnóðum. Gerist þetta með
miklu meiri hraða en athug-
anir með loftbelgjum, og er
það góður kostur.
6 öreindamælar í fíauginni
Nýtt fyrirtæki í Mývatnssveit
Bankinn neitar ai
viiurkenna steininn
í fyrra tóku sig saman laiid-
eigendur og heimilismenn í
Reykjahlíð og að Vogum í Mý-
vatnssveit um kaup á stein-
steypuvél frá Akureyri, og settu
þeir á stofn verksmiðju. Þeir
nota hið gamla verksmiðjuhús
brennsteinsnámunnar í Bjarnar-
flagi og hafa komiff þar upp
verksmiffju sem stcypir holstein
og stéttarhellur úr vikrinum,
sem nóg er af þar um slóðir.
Fyrirtæki þettn heitir Létt-
steypan h.f. og eigendur henn-
ar eru eins og fyrr segir um
25 heimilsmenn í Reykjahlíð og
Vogurn, formaður félagsstjórnar
er Snæbjörn Pétursson og verk-
stjóri Bóas Gunnarsson. Þykir
mönnum hér mjög ánöegjulegt
að fá hingað fyrirtæki, sem
heimamenn geta haft vinnu við
allt árið. Hér er óþrjótandi efni
til að vinna úr og er komin
áratuga reynsla af vikrinum sern
byggingarefni, og hafa ekki
komið fram neinir gallar á hús-
um, sem úr honum eru byggð.
Bæði hótelin hér eru byggð úr
þessu efni, og í sumar þurfti að
rífa niður 14 ára gamalt raf-
stöðvarhús, sem byggt er úr
vikri, og var hann sem nýr.
Þetta gæti því verið blómlegt
fyrirtæki hér í syeitinni, því
að nægur markaður er fyrir
steininn, ef ekki kæmi það til
að Búnaðarbankinn neitar að
lána út á hús, sem byggð eru
úr vikri héðan. Þykir mönnum
hart ef bankinn á að komast
upp með að drepa þetta al-
menningsfyrirtæki hér með því
að neitn að viðurkenna fram-
leiðsluna, þótt fengin sé ái’a-
tuga reynsla af efninu og steinn-
inn er steyptur úr því möluðu
og gufuhertu, svo að ekki ætti
efnið að versna við það.
Vegaþjónusta FÍB
um íeríahelgina
® Eins og undanfarin ár, rriun Félag íslenzkra bifreiða-
eigenda hafa nokkrar bifreiðir í þjónustu sinni og til að-
stoðar ferðamönnum á vegum úti um næstu helgi, verzl-
unarmannahelgina.
Bílamir verða að störfum á
öllum fjölförnustu leiðunum hér
sunnanlands, allt austur að
Markarfljóti.
Á Norður- og Vesturlandsleið
verða bifreiðar allt frá Reykja-
vík um Hvalfjörð og Borgar-
fjörð norður og vestur. Þá verð-
ur bifreið til taks hjá Bifreiða-
verkstæði Hellissands, og geta
menn komizt í samband við
hana um landssímastöðina á
Hellissandi.
Vegaþjónustubifreiðar FÍB
verða einnig á leiðum bæði
vestan og austan Akureyrar og
austanlands á helztu leiðum á
Fljótsdalshéraði.
Þá hefur Félag íslenzkra bif-
reiðaeigenda beitt sér fyrir því
að viðgerðarverkstæði verða op-
in við helzu umferðarleiðir á
Suðurlandi, Vestur- og Norður-
landi, og geta bifreiðastjórar.
sem þurfa á aðstoð að halda
snúið sér til þeirra.
Frá þessari þörfu þjónustu
FlB verður nánar skýrt hér
í blaðinu á morgun.
fíugrekstur Loftleiðu flyt-
ur ti/ Keflavíkurflugvallar
B í dag verða þáttaskil í starfsemi Loftleiða. Frá og með
þessum föstudagsmorgni verða allar flugvélar félagsins
afgreiddar á Keflavíkurflugvelli. Loftleiðir munu þó eftir
sem áður hafa aðstöðu til farþegaþjónustu á Revkj ?-víkur-
flugvelli, enda verður hann varaflugvöllur ef veðurskil-
yrði eru slæm syðra.
Einnig geta farþegar héðan
frá fslandi ein? og áður mætt
til brottfarar í afgreiðslustöð
Loftleiða á Reykjavíkurflugvelli
og sér félagið um ferðir til
Keflavíkurvallar með bifreiðum
án aukakostnaðar fyrir farþeg-
ana. Þeir farþegar sem mæta a
Reykjaýíkurflugvelli verð3 að
vera komnir þangað hálfri ann-
arri klukkustund fyrir brottför
flugvélar, en þeir sem kjósa
að koma beint til Keflavíkur-
flugvallar þurfa að mæta þar
þrem stundarfjórðungum fyrir
áætlaða brottför.
Unnið er að því að ganga
frá nýrri og vistlegri farþega-
afgreiðslu í hinu nýja húsi
Loftleiða á Reykjavíkurflugvelli
og er gert ráð fyrir að hún
verði tilbúin til notkunar eftir
nokkrar vikur Til þess tíma
verður gamla flugstöðvarbygg-
ingin enn notuð.
Árekstur
Árekstur varð í gær á hom-
inu á Fálkagötu og Suðurgötu.
Rákust þar saman jeppi og fólks-
bifreið. Fólksbifreiðin skemmd-
ist talsvert en hinn bíllinn slapp
lítið skemmdur. Engin meiðsl
munu hafa orðið á mönnum.
i