Þjóðviljinn - 01.08.1964, Qupperneq 1
Eldflaugarskotið tókst
Skömmu eftir miðnætti bárust þær fréttir frá fréttaritara Þjóðvilj-
ans í yík í Mýrdal að eldflaugarskot Frakka hafi tekist með ágæt-
um. Flaugin hóf sig til lofts kl. 1.08 og sást hún vel frá Vík og
fylgdu henni miklar drunur. Fjöldi fólks var hér saman komið til að
fylgjast með þessum atburði og ríkti mikil spenna meðal viðstaddra.
Fró umrœðum í bœjarstjórn Hafnarfjarðar um útsvarshœkkun:
♦' ' ' ■(
100% hækkun áalmenningi á þrem
árum en Sækkun á fyrirtækjum
Islenzkur
sigurí Kraká
yfír Belgum
■ Á alþjóðlegu skákþingi stúd-
enta sem fram fer þessa dagana
í hinni öldnu pólsku háskóla-
borg Kraká vann íslenzka sveit-
in í gær ágætan sigur. Sigraði
hún þelgísku sveitina á öllum
borðum.
□ Árið 1961 voru álögð útsvör í Hafnarfirði önnur en veltuútsvör kr.
16,5 milj., en eru nú kr. 31,5 milj. Útsvör á almenning hafa þannig hækk-
að um nær 100%. Árið 1961 voru veltuútsvör og aðstöðugjöld röskar 4,5
milj. kr. en eru nú kr. 4,5 sléttar. Öll hin stórkostlega hækkun sem orðið
hefur á gjöldum til bæjarins hefur þannig lent á almenningi í bænum en
fyrirtækjum er hlíft. Þessi hefur þróimin verið síðan íhaldið tók við stjórn
bæjarins.
ekki /
fyrrakvöld
Eldflaugaskoti Frakka
af Mýrdalssandi aðfara-
nótt föstudags var
frestað á síðustu
stundu, öllu heldur síð-
ustu mínútunum, áður
en skjóta átfi. Ljós-
myndari Þjóðviljans,
A.K. tók þessa mynd af
eldflauginni þar sem
verið er að koma henni
fyrir á skotsleðanum
á fimmtudagskvöldið.
Það sem olli frestun-
/
inni var bilun í tækj-
um veðurathugunar-
stöðvar, sem send var
upp í loftbelg nokkru
áður en tilraunin átti
að fara fram. Á annarri
síðu eru fleiri myndir
og frásögn af „skotinu,
sem varð ekkert skot“.
Þessar athyglisverðu upplýs-
ingar komu fram í ræðu Kristj-
áns Andréssonar, bæjarfulltrúa
Alþýðubandalagsins, á fundi
bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í
fyrradag, þar sem til umræðu
var tillaga bæjarráðs um enn
eina hækkun á fjárhagsáætlun
bæjarins. Sagði Kristján að
þetta væri ekki í fyrsta skipti
sem íhaldið dembdi yfir hækk-
un á gjöldum til, bæjarins á
miðju ári. Það væri engin rök-
semd fyrir þessum hækkunum,
eins og bæiarstjóri hefði hald-
ið fram, að lögboðnar hækkanir
hefðu orðið síðan fjárhagsáætl-
unin var samþykkt. Engar
hækkanir hefðu orðið sem ekki
hefði mátt sjá fyrir, og mætti
meira að segja ætla eftir samn-
inga verkalýðsfélaganna nú í
sumar að hækkan^r yrðu seinni
part ársins en gera hefði mátt
ráð fyrir miðað við reynslu
undanfarinna ára. Ef einhver
þörf væri á að hækka fjárhags-
áæthmina nú sýndi það aðeins
Útsvarsálagning á Akranesi:
Enginn afsláttur var gef
inn frá útsvarsstiganum
Maður slasast
í Hafnarfirði
Maður að nafni Haraldur
Kjartansson, til heimilis að Unn-
arstíg 1 í Hafnarfirði varð fyr-
ir alvarlegu slysi i gærkvöld
laust fyrir kl. 22. Haraldur var
að vinna í lest i skipi og féll
freðfiskkassi úr trossu niður á
hann úr allmikilli hæð og hlaut
Haraldur allmikil meiðsli á
höfði.
Gert var að meiðslum Harald-
ar á Slysavarðstofunni, en það-
an var harm fluttur á Landa-
kotsspítala.
Lögreqlan tók
15 flöskur
Lögreglan og bifreiðaeftirlitið
tóku sér í gær stöðu á þjóðveg-
um til að fylgjast með bifreiða-
straum úr bænum. Nokkuð
fannst af áfengi á unglingum og
voru gerðar upptækar einar
fímmtán flöskur. Auk þess var
tveim eða þrem bifreiðum snú-
ið aftur þar eð ásigkomulag
þeirra var ekki í sem beztu
lagi.
Keppt um Shell-
bikarinn 23. ágúst
AKRANESI 31/7 — Lokið er niðurjöfnun útsvara á Akra-
nesi og var alls jafnað niður 19.659,600 krónum á 1179
einstaklinga og 32 félög og er þetta langhæsta útsvars-
upphæð sem lögð hefur verið á í sögu bæjarins. Var eng-
inn afsláttur veittur frá útsvarsstiganum eins og gert
hefur verið 1 öðrum bæjarfélögum.
í fyrra var jafnað niður í út-
var röskum 16 miljónum króna
ó svipao-- fjölda gjaldenda.
Útsvarsupphæðin skiptist
bannig að á einstaklinga voru
k-'ð^r kr. 18.855.600 en á félög
kr. 804 þús. Álögð aðstöðugjöld
nema kr. 3.095.000 og voru þau
lögð á 92 einstaklinga og 55
félög. Skiptast þau þc.nnig að á
einstaklinga voru lagðar kr.
352.400 en á félög kr. 2.742.600.
Hæstu útsvör og aðstöðugjöld
bera þcssir einstaklingar:
Run. Hallfreðss., skipstj. 107.600
Elías Guðjónsson, kaupm. 98.900
Páll Gíslason, .læknir, 94.000
Torfi Bjamas., hér.lækn., 93.000
Hallgr. Björnss., lækn., 81.700
Garðar Finnss. skipstj., 60.400
Hæstu útsvör og aðstöðugjöld
félaga bera:
Har. Böðvarss. o. Co. 862.100
Síldar- og fiskimjölsv.sm. 330.500
Fiskiver hf. 239.700
Sig. Hal’bjarnars. h.f. 183.600
Vélsm. Þorg. og Ellerts 168.600
Iíeimaskagi h.f. 168.500
Lráítarbraut Akraness 155.100
Hinn 23. ágúst n. k. gengst
Flugmálafélag Islands í þriðja
skipti fyrir svonefndri Shell-bik-
arkeppni hér á landi.
Keppni þessi fer fram á litl-
um vélflugum og reynir fyrst
og fremst á haefni og leikni og
kunnáttu flugmanns og flugleið-
sögumanns. Keppt er um vegleg-
an bikar. sem Olíufélagið Skelj-
ungur (áður Shell) gaf ú stnum
tíma, en handhafi harw nú er
Gunnar Astþórsson . flugmaður
sem sigraði í keppninni þegar
síðasta bikf.rkeppni fór fram. ár-
ið 1962.
að hún hefði verið illa undir-
búin í vetur.
Siðan íhaldið tók við stjórn
bæjarins hefur orðið sú gjör-
breyting á stefnu bæjaryfir-
valda að velta gjaldabyrðum yf-
ir á almenning. Á þeim þrem
árum sem íhaldið hefur stjóm-
aff hafa allar hækkanir á gjöld-
um til bæjarins lent á almenn-
ingi en félög og fyrirtæki borga
Framhald á 9. síðu.
■ Þeir sem tefldu voru Guð-
mundur Lárusson, Sverrir Norð-
fjörð, Bragi Jénsson og Guð-
mundur Þórarinsson.
■ Af öðrum úrslitum má nefna
að England vann Finna 3:1, Hol-
land Kúbu 3:1, Rúmenía Ítalíu
með 3% gegn %.
■ íslenzka sveitin situr hjá í
næstu umferð.
Fjórír áratugir írá
r
fyrsta Islanasfíugi
■ A morgun, 2 ágúst, eru liðin rétt 40 ár síðan flugvél
var í fyrsta skipti flogið til íslands frá öðrum löndum.
Þetta var eins hreyfils flug-
vél, sem Eric Nelson flugkappi
stjómaði, en hann var annar
tveggja Bamdaríkjamanna sem
luku sumarið 1924 hinu fyrsta
hnattflugi í sögunni. Höfðu fjór
ir Bandaríkjamenn, Nelson,
Smith, Wade og Martin, lagt
upp í hnattflugið frá Banda-
ríkjunum í aprílmánuði það ár,
en aðeins tveir hinir fyrst töldu
luku fluginu og höfðu báðir við-
komu hér á íslandi á leiðinni
vestur yfir Atlanzhafið. Lenti
Smith flugvél sinni hér á landi
3. ágúst 1924, degi síðar en Nel-
son, en héðan héldu þeir báðir
áfram ferð sinni vestur um haf
nær þrem vikum síðar.
Flugmálafélag fslands hefur
talið það eitt af verkefnum sín-
um, að minnast þessa merka at-
burðar í íslenzkri flugsögu. Fyr-
ir réttum 10 árum bauð félagið
Nelson flugkappa hingað til
lands og þá um leið var reistur
minnisvarði. stuðlabergssúla, í
Hornafirði, þar sem Nelson lenti
flugvél sinni að lokinni for yfir
hafið. Áletrun súlunnar er þessi:
Eric Nelson flaug fyrstur til
íslands 2. ágúst 1924 — FJVIÍ
2. ágúst 1954.
Eric Nelson er enn á lífí, 76
ára að aldri. Var honum boðið
að koma hingað nú, en hann
treysti sér ekki til að þiggja boð-
ið af heilsufarsástæðum.
Forsætisráðherra fór i gær
til Kanada og Bandaríkjanna
I gær hélt Bjarni Benedikts-
son forsætisráðherra og frú hans
vestur um haf með flugvél Loft-
leiða, Leifí Eirikssyni.
í fréttatilkynningu forsætis-
ráðuneytisins um för ráðherra-
hjónanna segir m.a, svo:
Forsætisráðherra mun hinn 3.
ágúst flytja ræðu á íslendinga-
degiirum, sem að þessu sinni
verður haldinn í 75. sinn og nú
að Gimli eins og oftast áður.
Forsætisráðherra og frú hans
dvelja fyrst í Winnipeg á vegum
Islendingadagsnefndarinnar en
rmmu síðan halda vestur að
Kyrrahafsströnd í boði Þjóð-
ræknisfélagsins og heimsækja
byggðir Vestur-lslendinga í
Kanada ettir því sem við verð-
ur komið. Heimsókninni í Kan-
ada lýkur hiim 14. ágúst.
Þá hefur forsætisráðherra þeg-
ið boð Johnsons forsetp Banda-
rfkjanna um að koma í óform-
lega heimsókn til War.hington
hinn 16. ágúst til viðræðna.
Ráðgeri; jr, að þau hjón haldi
heimleiðis frá New York hinn
13. ágúst með m.s. Brúarfossi.
f viðbót vi" þessa tilkynningu
má geta þess að samkvæmt
NTB-fréttaskeyti í gær hefur
verið tilkynnt í Washington að
forsætisráðherrann muni hitta
Johnson Bandaríkjaforseta 18.
ágúst .
Sœhrímnir til
Keflavíkur
Skipasmíðastöðin Stálvík hf.
afhenti i gær hraðfrystihúsinu
Jökli hf. í Keflavík nýtt 176
smálesta fiskiskip. Heitir það
Sæhrímnir KE 57 og er að
sjálfsögðu búið hinum full-
komnustu leitar- og öryggistækj-
um. Skipið fer á síldveiðar strax
í dag. Ganghraði þess frá
Reykjavík til Keflavíkur
mældist tíu sjómílur á klukku-
stund.
Sæhrimnir er búinn merkilegu
dekkspili frá Sigurði Svein-
bjömssyni og er það með þrem
tromlum.
Stálvík er nú að smíða drátt-
arbát fyrir Reykjavíkurhöfn og
er það fjórða nýsmíði fyrirtæk-
kms.