Þjóðviljinn - 01.08.1964, Page 2
2 STÐA
ÞIÖÐVILIINN
Laugardagur 1. ágúst 1964
Hérna er sökudólgurinn, loftbelgurinn sem fór s ína leið án þess að láta nokkuð meira frá sér
heyra. Maðurinn i hvíta .jakkanum lengst til vi stri mun vera dr. Moser, sem er yfirmaður tilraun-
anna. Áhyggjusvipurinn á andliti han s reyndist ekki ástæðulaus. Ljósm. Bj. Bj.)
Þeir eru i byrginu rétt hjá skotpallinum, þar sem hleypa átti af. (Ljósm. Bj. Bj.)
Hundruð áhorfendu mæltu
■ Það var mikið að snúast í Vík í Mýrdal á fimmtudag-
inn, og ekki um annað rætt, en hvort Frakkarnir myndu
skjóta eldflauginni upp þá um kvöldið. Þegar fréttamað-
ur Þjóðviljans kom þangað um kvöldið, var ekki annað
vitað en skotið ætti að ríða af um kl. 1 um nóttina. Frakk-
amir sátu að snæðingi á hótelinu, en fóru síðan austur
á sand til að leggja síðustu hönd a undirbúninginn.
Þeir voru að flytja eldflaug-
ina úr geymslunni út á skot-
pallinn. þegar við komum
austur á sand, og það voru
margar hendur á lofti til þess
að gæta þess að allt væri eins
og vera bar. Stór kranabíll
lyfti flauginni á skotsleðann. og
Frakkamir gengu frá henni
eftir kúnstarinnar reglum,
meðan Ijósmyndarar hlupu í
kringum þá og smelltu af í erg
og gríð. Ekki var annað að
sjá, en allt gengi samkvaémt á-
ætlun. Skammt frá skotpallin-
um var byrgi. sem búið var að
öryggismálin vafalaust
þar til umræðu.
verið
Svæðinu lokað
Um klukkan ellefu var liðs-
auki frá lögreglunni úr Rvík
kominn á stjá; þeir voru að
..hreinsa" svæðið. Dr. Ágúst
Valfells lét lögregluþjónana-
sem lokuðu veginum að austan
hafa með sér litla talstöð.
„walki-talki“, til þess að gera
viðvart. ef eit.thvað kæmi fyr-
ir. Þetta var orðið heilt tal-
Bölvuð leikslok
Vestanmegin var veginum
lokað við Kerlingardalsá. Lög-
reglan beindi stöðugum
straumi fólksbifreiða úr ná-
grenninu og fjölmörgum komn-
um að utan úr Rangárvalla-
og Ámessýslu og alla leið frá
Reykjavík eftir gamla vegin-
um. sem liggur inn á Höf'"'a-
brekkuheiði, Þaðan var ákiós-
anlegt útsýni yfir skotstaðinn
Þegar þangað kom blasti við
mikill fjöldi bíla. og fólkið
raðaði sér austur í heiðarbrún-
íiia. Ög márgir sátu f bílun-
um. bví að veður var hálfhrá-
slagalegt. Þama hafa verið
komin a.m.k. 400—500 manns
til þess að horfa á. Allir horfa
út í næturmyrkrið og niður á
sv’artan sandinn. þar sem sá-
ust liósin hiá skotstaðnum.
Þetta var eins og á knatt-
Áhugasamir áhorfendur austan
í Höfðabrekkuheíðinni horfðu
í eftirværrtngu út í nætur-
myrkrið — -Ljósm Bj.Bj.)
En skotíð reið ekki uf...
hlaða sandpokum allt í kring.
Það var aðsetursstaður þeirra,
sém áttu að „hleypa af“.
Frönsk hofmennska
Veður hefði verið þungbúið
mestan hluta dagsins og nokk-
ur kaldi, en með kvöldinu
stytti aðeins upp. Frakkamir
voru búnir að senda tvo loft-
belgi upp fyrr um daginn til
þess að athuga veðarskilyrði;
sá þriðji og síðasti sveif upp
frá skotstaðnum nokkru eftir
klukkan 10 um kvöldið. Hann
átti að veita lokaupplýsingar
um veðurfarið og fleira þama
uppi í háloftunum. áður en til-
raunin yrði gerð.
I stöð:nni ofar á sandinum,
þar sem radarinn og önnur
mælitæki voru staðsett, var
unnið sleitulaust við að prófa
hvort allt væri í lagi. Og það
var satt að segja undravert
hve þolinmóðir og umburðar-
lyndir Frakkamir voru við
blaðamenn og ljósmyndara,
sem alls staðar voru á hælum
þeirra og vildu allt fá að sjá.
(Sagt var að einn hefði helzt
viljað fá að halda sig á skot-
pallinum. þegar skotið væri);
Mælaborð og sjálfritandi tæki
voru uppljómuð og tilbúin að
gegna sfnu hlutverki. þegar
stundin rynni upp. Þama var
dr. Ágúst Valfells forstöðumað-
ur almannavama á tali við
Lefevre verkfræðing, og hafa
stöðvakerfi. ..Þið meldið ykk-
ur sem mæðiveikihlið við hér
sem radarinn, svo er það
Höfðabrekka og sýslumanns-
bústaðurinn", sagði 'dr. Ágúst.
Svæðinu var lokað beggja
vegna í hálfs þriðja kílómetra
fjarlægð og nú var ekki um
annað að gera en að'hypja sig
út fvrir endamörkin.
spyrnukappleik, sem Sigurður
Sigurðsson lýsir í útvarpinu og
allir bíða f spenningi eftir
þessu eina úrslitaskoti. En
þetta var hundleiðinlegur
„leikur“. En svo fór allt f einu
kliður um fólkið. Nú var
klukkan alveg að verða eitt;
—■ Lögreglan var rétt í þessu
áð tilkynna. að það yrði ekk-
ert skotið í nótt! En þótt ékki
tækist að skjóta núna, þá
skyldu menn vera rólégir. Það
á að reyna aftur næsta kvöld,
og biðin verður alveg jafn
spennandi þá. (Samt má mikið
vera, ef einhver hefur ekki
bölvað þessum leikslokum).
^Frakkarnir sátu að kvöldverði á hótelinu, og það var stungið upp á því að kalla þessa mynd síð-
ustu kvöldaiáltíðina — fyrir skotið. (Ljósm. Þjóðv. A. K.)
Veðurskilyrði
En hvað kom þá fyrir? t Jú,
það var þessi veðurathugunar-
stöð í loftbelgnum. sem sendur
var upp siðast og auðvitað
reið mest á honum. Hún fór
bara sfna leið án þess að láta
nokkuð meira til sín heyra.
Sumir kenndu um bilun og
það er trúlega alveg rétt. Ann-
ars var það haft eftir Frökk-
unum, að veðurskilyrði hefðu
ekki verið heppileg. Þeir hafa
líklega ekkert kært sig um að
hleypa af þessu úrslitaskoti á
föstudagsnóttina.
Verkumenn óskust
Viljum ráða nokkra verkamenn.
L Ý....S I H. F., Grandavegi 2.
Tung-
ur tvær
Skattskráin gefur tilefni til
þéss að rifja upp að eftirlit
með framtölum er slælegra
hér en í nokkru öðru landi.
Að vísu er tryggilega frá því
gengið að launþegar gefi upp
hvern eyri sem þeir vinna
sér fyrir, en þeir sem stunda
einhvem atvinnurekstur hafa
ótal tækifæri til að fela tekj-
ur sínar, enda hafa sumir
æðstu máttarstólpar þjóðfé-
lagsins leikið þann leik ár
eftir ár að losna gersamlega
við skatta með þvílíkum að-
ferðum. Svo mikil brögð eru
að þessari iðju að Alþýðu-
blaðið, annað aðalmálgagn
ríkisstjómarinnar, komst í
fyrra að þeirri niðurstöðu að
hundruðum miljóna kr. væri
stolið undan skatti á þennan
hátt á ári hv^rju, en laun-
þegar bera þeim mun þyngri
byrðar. Það var því sannar-
lega ekki að ástæðulausu að
þingmenn Alþýðubandalags-
ins fluttu á síðasta þingi til-
lögu um stóraukið eftirlit
með framtölum atvinnurek-
enda, m.a. um árlega könnun
á ákveðnum hundraðshluta
framtalanna, þannig að/ eng-
inn gæti verið óhultur, en
þvílíkt eftirlit er talið sjálf-
sagt í öllum nálægum lönd-
um. En þingmenn stjómar-
flokkanna felldu þessa tillögu
— þar á meðal Benedikt
Gröndal, ritstjóri Alþýðublaðs-
ins. sá sem nýbúinn var að
skrifa að hundruðum miljóna
væri stolið undan vegna
skorts á eftirlitá.
En i gær skrifar Benedikt
Gröndal enn forustugrein í
blað sitt um skatta og seg-
ir með .heilagri vandlætingu:
„Enn hafa ekki verið hafnar
stóraðgerðir gegn skattsvikum
til að eyða þvi ranglæti, sem
þar hefur tíðkazt, og verður
að koma mikið átak á því
sviði“. Til þess að' svo megi
verða þarf auðsjáanlega fyrst
að eyða Benedikt Gröndal af
þingi. -
Vísir
fylgiskjal
Óvenjumikil sala var í Vísi
síðastliðinn þriðjudag og
miðvikudag. Ekki var ástæð-
an þó sú að blaðið flytti þá
merkara efni en venjulega,
heldur ætla menn að senda
blöðin sem fylgiskjöl með
með kærum sínum til fram-
talsnefndar. Þetta málgagn
fjármálaráðherra og borgar-
stiómarmeirihlutans í Reykja-
vík staðhæfði semsé að til
framkvæmda hefði komið
..veruleg skattalækkun“ sem
hefði í för með sér .,veru-
legar kjarabætur. . . bæði
fyrir einstaklinga, og hjón“.
og taki menn Vísi trúanlegan
hlýtur allur þom' launþega
í Reykjavík að komast að
þeirri niðurstöðu að skatt-
reikningar þeirra séu ein
samfelld re'kningsvilla.
Hætt er þó við að Vísir reyn-
ist gagnslaust fylgiskjal.
Þótt það varði þungum sekt-
um að falsa framtöl, eru
engin lög sem banrta að falsa
stjómmálagreinar ' í dagblöð-
um. — Austri.