Þjóðviljinn - 01.08.1964, Blaðsíða 4
^ SIÐ^.
Ctgefandi: Sameinmgarflokkur alþýdu — Sósíalistaflokk-
urinn. —
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.),
Sigurður Guðmundsson.
Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason.
Fréttaritstjóri: Sigurður V Friðþjófsson.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust 19,
Sími 17-500 (5 línur) Áskriftarverð kl 90,00 á mánuði
Blygðunarkysi
/
A róður sá sem stjórnarflokkarnir hafa haft uppi
um skattalækkanir og útsvarslækkanir á und-
ánförnum árum er gott dæmi um þær blygðunar-
lausu blekkingar sem tíðkast í opinberum umræð-
um hér á landi. Forsenda áróðursins er sú að ef
menn héldu óbreyttum tekjum að krónutölu frá
því fyrir viðreisn myndu þeir nú greiða lægri
skatta en þeir gerðu 1959. En þetta dæmi á engin
tengsl við veruleikann, því launamaður sem héldi
óbreyttum tekjum að krónutölu frá því 1959 væri
löngu orðinn hungurmorða. Á því tímabili hefur
vísitala vöru og þjónustu hækkað um 87%, þannig
að til þess að halda algerlega óbreyttum tekjum
að verðmæti þarf launþegi nú að vinna sér fyrir
187 krónum á móti hverjum 100 sem hann fékk
1959. En breytingar þær sem gerðar hafa verið á
skatta- og útsvarsstigum launþega eru miklu
minni en verðbólgunni svarar, þannig að af tekj-
um sem tryggja óbreyttan kaupmátt eru nú greidd
hlutfallslega hærri gjöld en nokkru sinni fyrr.
Skattpíningin á almenningi hefur náð hámarki
sem engin dæmi eru um áður hér á landi, jafn-
’framt því sem auðmenn og g-róðafyrirtæki bera
miklu léítari byrðar en fyrr. Um þessa staðreynd
á ekki að vera hægt að deila, því allir óbreyttir
launþegar eru með sönnunargögnin í höndunum.
Undir merki lyginnar
Tl/fikla athygli hefur vakið sú ósvífni Vísis að
skrifa um skattalækkanir og kjarabætur og
gleði almennings í tilefni af gjaldseðlunum; þar er
logið upp í opið geðið á fólki af svo taumlausri
frekju að lengra verður með engu móti komizt. En
menn skyldu festa þessi viðbrögð vel í minni. Þeg-
ar blað leyfir sér að ganga svo gersamlega í ber-
högg við sannleikann í umræðum um mál sem
allir vita full deili á, hver fftunu þá viðbrögð þess
vera er það fjallar um málefni sem almenningur
þekkir ekki af eigin raun, jafnt innan lands sem
utan?
Gleymið ekki
17'iðbrögð almennings við sköttunum eru sam-
" felldari og heitari reiði en dæmi eru um áður
í sambandi við gjaldheimtu á íslandi. En stjórn-
arflokkarnir gera sér að sjálfsögðu vonir um að
reiðin fyrnist og almenningur verði búinn að
gleyma gjöfum stjórnarvaldanna áður en næst
kemur að skuldadögum. Því skyldu menn nú selja
sér að vera langminnugir. Efláust kæra margir
gjöl'd sín, og vonandi fá einhverjir leiðréttingar.
en sú eina kæra sem hrífur er að gera í næstu
kosningum upp sakir við þá stjórnmálamenn sem
nú koma aftan að launþegum og svíkja í verki
fyrirheitin um óskertan kaupmátt launa á þessu
ári. — m.
HóÐViunm
Laugardagur 1. ágúst 1984
I
Verkalýðsráðstef nan í Rostock vex
að styrk og áhrifum með hverju ári
Almcnningur nýtur lífsins á baðströnd við Eystrasalt
Nýlega er komin heim frá
Austur-Þyzkalandi tíu manna
sendinefnd sem tók þátt í 7.
verkalýðsráðstefnu landanna
við Eystrasalt, Noregs og ÍS-
lands.
Ráðstefnan var haldin i
Rostock dagana 5.—12. júlí sl.
Milli þingfunda fóru fulltrúar
kynnisferðir um Rostock og
nágrenni. og var þeim gef'nn
kostur á að skoða verksmið.i-
ur. skóla. ýmsar menningar-
stofnanir og annað sem þeir
óskuðu eftir að’ sjá.
Að lokinni ráðstefnunni fóru
tve:r íslenzkir fulltrúarnir til
Sovétríkjanna í boði sovézku
verkalýðssamtakanna, og ferð-
uðust þeir til Moskvu, Lenin-
grad og Riga. Hinir átta nefnd-
armennirnir dvöldust í viku-
tíma í Þýzka alþýðulýðveld’nu
og ferðuðust til Sachsenhausen,
Berlínar og víðar Kynntust
þeir eftir því sem unnt er á
svo skömmum tíma högum
fólksins, lífi þess og starfi,
820 fulltrúar
Upphaflega var boðað til
verkalýðsráðstefnunnar í
Rostock af þýzku verkalýðs-
samtökunum og ennþá hvflir
meginþungi und:rbúningsstarfs-
ins á þeirra herðum. erida þótt
fulltrúar verkalýðssamtaka
þátttökulandanna eigi þar fulla
aðild að og ákvörðunarrétt.
Þessi ráðstefnn var sem fyrr
segir hin 7. í röð’nni og sátu
hana 820 meðlimir verkalýðs-
félaga. fulltrúar og gestir.
Aldrei fyrr hafa svo margir
þátttakendur verið kjörnir
fúlltrúar. og þátttakendur
Norðurlanda einna voru yfir
500.
Áður en ráðstefnan hófst
voru þátttakendur viðstaddir
hátíðahöldin við opnun Eystra-
saltsvikunnar.
Friðarmál og kjaramál
Helztu verkefni þingsins voru
sem fyrr friðarmáhn og kjai’a-
og velferðarmál verkalýðsins í
löndunum sem aðild áttu að
ráðstefnunni. í ræðum þing-
fulltrúanna var lögð áherzla á
það sem unnizt hefur í frið-
ar átt síðan síðasta þing var
háð og einkum bent á Moskvu-
sáttmálann sem spor í þá átt
að banna framleiðslu kjam-
orkuvopna í öllum löndum. Þá
var lögð áþerzla á bað sem
mikilvægt skref að loka-
marki, ef samningar tækjust
um kjarnorkuvópnalaust svæði
í Mið- og Norður-Evrópu.
Eini vettvansrurinn
Jafnframt því sem ræðumenn
á þinginu töluðu um nauðsyn
þess að efla baráttu verkalýðs-
ins fyrir friði var bent á vax-
andi hættu. sem stafar frá
strfðsöflunum. einkum í Vest-
ur-Þýzkalandi. Þar sitja sem
Fyrirtœki og
íélagasamtök
sækja um
lóðir
Slippfélagið h.f. hefur sótt
til borgaryfirvalda um lóð und-
ir málningarverksmiðju. Þá
hefur Mjólkursamsalan sent I
umsókn um lóð í iðnaðarsvæði j
austan við Eliiðaár og Banda-
lag starfsmanna ríkis og bæja
sótt um lóð und'r félagsheim-
ll’,
Oliv.m þessum umsóknum
var \isað til lóðanefndar á
fundi borgarráða á dögunum.
kunnugt er fyrrverandi naz-
istaforingjar í ráðherrastólum
og öðrum valdastöðum og eru
teknir að hrópa fullum hálsi
gömlu vígorðin um rétt V.-
Þýzkalands til Súdetahérað-
anna og pólskrg landsvæða
auk A-Þýzkalands.
Annað höfuðverkefni verka-
lýðsstefnunnar var að ræða
kjör alþýðunnar í þátttöku-
löndunum og skiptast á upp-
lýsingum og skoðunum um þau
mál. Þessi ráðstefna er eini
vettvangur þar sem þjóðum <
kapítalískum og sósíalískum
löndum gefst árlega kostur á
Við fulltrúar á sjöundu
Verkalýðsráðstefnunni beinum
til ykkar áskorun um að vinna
að:
að myndað vcrði kjamorku-
laust svæði í Norður- og Mið-
Evrópu,
auknum skilningí og samvinnu
milli verkalýðsfélaganna í
löndupum við Eystrasalt, f
Noregi og á Islandi.
meiri árangri í baráttunni fyr-
ir varðveizlu friðarins og
þjóðfélagslegum framförum á
svæðinu við Eystrasalt og um
heim allan.
Við skorum á verkalýðsstétt-
imar að taka eftirfarandi
vandamál ítarlega til umræðna:
1. Við verðum að stuðla að
því, að allar þjóðir taki upp
stefnu friðsamlegrar sambúðar
og stefni skref af skrefi að al-
mennri og algerri afvopnun.
Hinum vestur-þýzku landvinn-
ingakröfum sem stefna heims-
friðnum í hættu, verður að
mæta með friðarsamninguín
beggja þýzku ríkjanna og með
því að breyta Vestur-Berlín
f frjálsa herlausa borg.
2. Við styðjum kröfuna um
algert bann við framleiðslu
kjarnorkuvöpna hvar sem er
í heiminum. Moskvusáttmálinn
um stöðvun tilrauna með
kjarnorkuvopn í andrúmsloft-
inu. í geimnum og neðansjávar
gefur góðar vonir um frekarf
árangursríka samninga. eink-
um um myndun kjarnorku-
vopnalausra svæða. Það verð-
ur að koma í veg fyrir að
kjarnorkuveldunum fjöígi.
3. Við styðjum boðskap
f’nnsku þjóðarinnar um frið-
samlega sambúð allra þjóða
Við aðhyllumst frjálsa verzlun
milli allra þjóða, frjálsar sigl-
ingar og frjáls skipti á íþrótta-
flokkum óg menningamefnd-
um. Við styðjum að samskipt
landa vorra verði faerð í oðli-
legt horf og hætt verði öll-
að kynnast viðhorfum, starfi
og markmiðum hverrar ann-
arar. Sú kynning er ekki sízt
lærdómsrík fyrir okkur Islend-
inga.
íslenzka opinbert
mál á þinginu
Verkalýðsráðstefnan i Ro-
stock. ráðstefna landanna við
Eystrasalt, Noregs og Islands.
er nú orðin fastur og mikil-
vægur liður í friðsamlegu sam-
starfi þjóðanna og vex að
styrk og áhrifum með hverju
um aðgerðum sem stefnt er
gegn fullveldi Þýzka alþýðulýð-
veldisins.
4. 1 samræmi við stefnu
margra verkalýðsfélaga leggj-
um við til að samskipti verka-
lýðssamtaka í löndum vorum
verði ekki háð neinum óeðli-
legum takmörkunum. I því
sambandi er mikilvægt að
auknar verði kynnisferðir á
sem flestum sviðum.
Við beinum þessari ályktun
til alls verkalýðs í löndum
vorum, því að félagsbundin
verkalýðsstétt ásamt öðrum
friðarsinnum er voldugt afl.
Sameinum krafta yora í
stöðugri baráttu fyrir þeim
málum, er varða heill okkar og
hamingju.
Sá árangur sem varð af ferð
forsætisráðherra Sovétríkj-
anna um Norðui’lönd er tákn
þess að friðaröflunum verður
stöðugt meir ágengt. I hinni
opinberu orðsendingu þjóðar-
leiðtoganna kom í ljós sameig-
inleg ábyrgð á varðveizlu frið-
arins og efling menningarlegra
sambanda. Þetta sýnir aukinn
skilning á að samskipti ríkja
með mismunar.di stjómarfar
verður að vera með friðsam-
legum hætti.
Við styðjum samninga um
allsherjar afvopnun, svo að
þær miljónaupphæðir sem var-
ið er til vígbúnaðar megi i
staðinn nota til uppbyggingar
þjóðfélagslegs öryggis vinnandi
fólks.
Við krefjumst að gerður
verði griðarsáttmáli milli þjóða
Atlar.zhafsbandalagsins og Var-
s j árbandalagsins.
Við styðjum tillögur ríkis-
stjómar þýzka alþýðulýðveldis-
ins um að samið verði um
eðlileg samskipti beggja þýzku
ríkjanna.
/Við erum þeirrar slíoðiinar
að vinátfctsáttmáli milli Sovét-
ári sem líður. Islendingar hafa
aldrei fyrr mætt svo fjölmenn-
ir til þessa þings sem nú. Is-
lenzk tunga var nú í fyrsta
sinn eitt af opinberum tungu-
málum á þinginu,' og tveir ls-
lendingar kjömir í fastanefnd
ráðstefnunnar í stað eins áður.
Það er enginn vafi á því að
þáttaka íslenzks verkafólks í
þessum samtökum getur orðið
því mikill styrkur og jafn-
framt gefið því taakifæri til
þess að leggja fram nauðsyn-
legan skerf til baráttunnar fyr-
ir friði og bættum kjörum al-
þýðunnar.
ríkjanna og Þýzka Alþýðulýð-
veldisins sé grundvöllur fyrir
friðsamlegri og farsælli framtíð
mannkyns.
Beinum kröftum vorum að
þvi áð eining og samvinna ná-
ist með öllum friðaröfluift til
þess að friðurinn verði sterk-
ari en striðið. að skynsemi
vinni sigur á óskynsemjnni.
Við hinir vinnandi menn
erum þeir, sem sköpum hin
efnalegu, andlegu og menning-
arlegu verðmæti, og okkur er
skylt að varðveita þau og búa
bömum okkar hamingjusama
framtíð.
Berjumst öll saman Uridir
kjörorðinu: — Friður við
Eystrasalt.
Rostock, 10. júlí 1964.
Fulltrúar á VII. verkalýðs-
ráðstefnu landanna við
Eystrasalt. Noregs og Islands.
KRYDDRASPIÐ
FÆST i NÆSTU
BtJÐ
Askorun frá VII. verkalýðs-
ráðstefnunni í Rostock
til alls verkalýðs í löndum við Eystrasalt, Noregi og íslandi