Þjóðviljinn - 02.08.1964, Síða 6

Þjóðviljinn - 02.08.1964, Síða 6
 — Hvað ber til þess, Þránd- ur. að allra þjóða menn sam- einast um að öfunda Pólverja af þessum kvikmyndaskóla í Lodz? — Já, ég myndi telja þessa öfund eðlilega, því þaðan hafa einmitt útskrifazt margir beztu kvikmytndamenn Pólverja — og þá ekki aðeins Pólverjar, því þessir menn hafa síðan hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningu um allan heim. Og menn þakka það ekki ein- göngu því. að Pólland sé í sjálfu sér svo auðugt af hæfi- leikamönnum, heldur og því að þeir eiga skóla, sem leyfir þessum hæfiieikum að koma fram, kennslu sem er í senn frjálsleg og markviss. Kröfur 1 — Og inntökukröfur eru mjög strangar? — Já þeir sem ætla sér í leikstjóradeildina þurfa aðhafa humið við háskóla og helzt að hafa háskólapróf og þá helzt í einhverjum skyldum fögum — mönnum er til dæm- is vel tekiS, hafi þeir verið í listaháskóla, svo og blaða- mönnum, skáldum með bók- menntalega menntun, einnig leikurum. Annars eru þama menn úr ólíklegustu áttum — læknar. tannlæknar, verkfræð- ingar, hagfræðingar eða menn sem hafa fengizt við nátbu- fræði — eins og ég. Aðsóknin er gífurleg og meiri en að nokkrum öðrum pólskum sérskóla. Þar evu 500-700 manns sem á hverju hausti koma til viðtals við prófessor- ana og margir hafa reyndar litla hugmynd um það hvað þeir eru að gera og horfa gegn- um rósrauð gleraugu á kvik- myndaheiminn og finnst hann óendanlegt ævintýri. Úr þessum hóp eru svo síaðir um hundr- að manns sem fá að ganga und- ir próf, þar sem bæði er könn- uð þekking manna og hæfileik- ar þeirra leitaðir uppi ef nokkrir eru. — Og hvemig er farið að þvi? Hæfileikaleit — Það er langt mál og flókið að segja frá þvi. í fyrsta lagi hafa menn eigin sköpunarverk með sér að heiman — málverk og teikningar eða greinar' sem þeir hafa skrifað í blöð, skáld- skap bæði prentaðan og fyrir skúffuna, þá Ijósmyndir eða kvikmyndir, - þvi margir koma úr áhugamannaklúbtium. Það er samsagt vel þegið að menn sýni einhverja listræna fram- leiðslu, þó er það ekkert skil- yrði. Síðan er farið að leggja fyrir menn þrautir. Þeir fá Ijósmyndir sem þeir eiga að raða upp svo að út komi ein- hver saga. Eða þá að prófessor gefur upp einhverja senu — til að mynda: tveir menn sitja á kaffihúsi og svo er komið með reikning og þá kemur á daginn að báðir eru blankir. Og spyr: hvað gerist nú og af hverju gerist það? Ennfremur eru nemendur úr leikskóla, sem er í tengslum við kvikmyndaskól- ann, fengnir til að leika stutt- ar senur, sem umsækjandinn annaðhvort setur saman sjálfur að öllu leyti eða samkvæmt hugmynd frá prófessor, en venjulega er um að ræða eitt- hvert atriði úr daglegu lífi. Ennfremur eru menn látnir horfa á kvikmynd, og þá nýja pólska mynd sem enginn hefur enn heyrt neitt um og þeir látnir lýsa henni, skilgreina hana, skrifa um hana dóm. Þá eru mönnum fengin ljós- myndatækí og þeir látnir setja þau og stilla á ákveðið mótíf og prófdómarar ganga um og skoða f tækin hjá mönnum hvað. þeir hafa helzt komið auga á. Þar með eru þó hvergi nærri allar gildrur upp tald- ar sem lagðar eru fyrir von- biðla listarinnar — allt í einu er máske farið að spyrja þá að því hvað hafi verið í heims- fréttum fyrir viku. Eða at hyglisgáfa þeirra að öðru leyti prófuð með spumingu eins og þeirri hvaða mekanismi sé að verki þegar hleypt er niður úr klósettskál eða dyrabjöllu hringt. Nálarauga — Og hvað komast svo marg- ir inn af þessum hundrað sem prófaðir eru? — Það er misjafnt — en kannske svona tuttugu. Og þá bíður þeirra óskaplegur hreins- unareldur á fyrsta námsári. Þá eru menn í tímum sextíu stund- ir á viku, tíu stundir á dag. Og þurfa um vorið að taka próf í átján fögum. Þetta erfiði reynist mörgum fullhár þrösk- uldur og falla eftir fyrsta árið um 30-40 prósent af þeim sem upphaflega skriðu inn um nál- araugað. — Gætirðu nefnt eitthvað af þessum fögum? — Sá listi er fljótt orðinn full langur. En þar yröu til dæmis listasaga og leiklistar- saga, rafmagnstækni, og efna- fræði. Ijósmyndun og kvik- myndagreining, klipping og skeyting og teikning og málun, kvikmyndastjóm og „meðferð leikara", Ijóstækni og tónfræði og bókmenntir og kvikmynda- vélatækni. Það sakar kémnske ekki að geta þess að við lærum líka sjónvarpstækni og að stjóma sjónvarpsþáttum. Sjálfstæð vinna — Þið byrjið snemma að gera myndir sjálfir? — Já, þessi skóli gefur ein- staklega mikla möguleika á sjálfstæðri vinnu. Strax á fyrsta á’ri gerði ég tvær mynd- ir. að vísu örstuttar — önnur tók tvær mínútur, hin fimm. En á öðru ári eru strax miklu færri tímar, eða 36, minna um bóklegt nám en meiraumverk- legt. Þá gerum við tvær mynd- ir. eina fræðslumynd og eina leikna mynd og tekur tíu mín- útur að sýna hvora. Heimildar- myndin, sem ég gerði, heitir „Hlé“ og lýsir því er gerist að tjaldabaki í leikhúsi milli þátta sýnir hröð og æst umsvif i búningsherbergjum og á sviði. Þessi mynd var svo til öll tek- in án þess að viðkomandi lelk- húsfólk vissi af og var með öllu án skýríngartexta. Letkna myndin var eftir sögu Halldórs Laxness „Fyrirburður í djúp- inu“ og get ég sagt það hélzta um meðferðina á sögunni, aðég lagði allsterka áherzlu á þá íróníska drætti, sem ég þóttist finna í henni. Það er sem sagt nauðsynlegt að skila þessum myndum og svo öllum sérprófum áður en manni er leyft að ganga undir svokallað „nefndarpróf". Stúd- entinn kemur þá fyrir fimmtán prófessora, sem hafa séð mynd- ir hans áður og hafa allir rétt til að leggja fyrir hann spum- ingar, hvor í sínu fagi. Og menn komast ekki upp nema þeir standi sig vel bæði í fræð- um og í ’ sköpunarstarfi — þó myndi álit nefndarinnar á kvikmyndum manna ráða úr- slitum. En þegar hér er komið sögu er það ekki talin nein stórsynd að falla og tefjast þá um eitt ár. Þriðja árið er svo enn minna um bókleg fræði og þá gera menn tuttugu mínútna leikna mynd — ég gerði stemmnings- mynd, um drykkfellda kennslu- konu. Þar með hafa nemendur loklð svonefndu absolutorium og geta farið til starfa í kvik- myndagerð ef þeir vilja, þótt þeir göti þá ekki gert tilkall til að vera fyrstu leikstjórar. En hinir sitja áfram eitt ár enn og vinna að diplom-mynd. lokaverkefni. Og ég er hingað kominn til að vinna að heim- ildarmynd sem tekin verður hér við höfnina. Drekkið meiri mjólk — Eru prófessoramir mjðg afskiptasamir um gerð mynd- anna? — Nei, menn hafa mikið frjálsræði um efnisval og gerð myndanna. En auðvitað verða nemendur að halda sér innan ákveðinna fjárhagslegra tak- markana, annars myndu þeir fljótlega setja stofnunina á höfuðið. Og það kemur fyrir að prófessor segir: Þetta gerum við ekki — en þá er um að gera að hafa talfærin á réttum stað og rífast.1 — En þú hefur komið hing- að áður til að gera mynílir — komu þær skólanum ekkert við? — Ekki beinlínis, þetta voru aukaverkefni. Ég kom með búlgörskum tökumanni og við gerðum þrjár myndir. eina fyrir sjónvarp og tvær fyrir fræðslumyndaverið. — örlnur þeirra var í litum og á teygju- tjaldi — Cinemascope — og sú fékk 1963 önnur verðlaun á kvikmyndahátíð í Kraká fyrir stuttar myndir. Auk þess ger- um við stundum stuttar og léttúðugar myndir fyrir töku- mennina. Þeir fá filmu til að æfa sig á; vilja ekki spandéra henni út í bláinn og leyfa okkur í leikstjóradeildinni að bregða á leik með sér, þó með því skil- yrði að í myndinni komi fram allir þeír effektar sem þeir þurfa að ná. Ein slík var eitt- hvað á þessa leið: Akur bylgj- ast i golunni. Upp úr akrinum kemur hönd sem heldur á tómri brennivínsflösku. Þar er kominn fylliraftur og er heldur illa haldinn. Hann gengur að býli einu og rekst á belju og mjólkar hana í flöskuna. Sem hann ætlar aS teyga mjólkina kemur bóndi út með mlklum fyrirgangi og sveiflar hálfri brennivínsflösku. Síðan plakat með áletrun: Drekkið meiri mjólk. Endir. Útvöldum guðs'... — Hvaða kjör eru nemend- um búin — pólskum og erlend- um — Pólverjar hafa ókeypis skólavist og styrki, og ég er 6Vo heppinn að vera einn af þeim útlendingum sem einnig hafa styrk frá pólska ríkinu. En annars þurfa vestantjaldsmenn að borga fyrir sig, 330 dollara á mánuði — og komast þó færrí að en vilja. Það er auð- vltað ekki vel gott ef ekki komast að aðrir að vestan en þeir sem hafa þunga pyngju — en á hitt er að líta. að þeir hafa gjama styrk frá sfnum stjómum eða þá eru gerðir út af einhverju fyrirtæki. Mest er þama um Englendinga, en auk þess Tyrki, Fransmaður, Mexíkani, Búlgari, Mongóli, Rússi og von er á Bandaríkja- mönnum og Itölum. Líklega er nú um fimmti hver stúdent út- lendur. — Ég var að lesa það i við- tali við enska stúdínu þar í landi, að hið glæsilega and- rúmsloft frumbýlisáranna væri að mestu fyrir bí og skól- inn hefði fengið helzti mikinn svip af stofnun. — Ég myndi vilja draga úr slíkri hættu — þótt eitthvað í þessa átt hljóti að gerast í skóla sem er svo aðsóttur: Það er dálítil hætta á því, að hinir útvöldu taki að líta á sig sem útvalda og meiri menn en fólkið í kringum sig, og það verður töluvert snobb kring- um slíka stofnun. En það ber ekki. held ég, á slíkum leið- indum hjá þeim mönnum sem eitthvað er varið í. Það er auðvitað nokkur sam- keppni innan skólans, en ég get ekki sagt annað en ég þafi fundið fullán félagshug milli kennara og nemenda. Samstarf- ið við - kennarana er ágætt. Þetta eru traustir menn og hafa flestir einhverjum störf- um að gegna í kvikmynda- heiminum. Ég var til að mynda svo lánsamur, að Andrzej Munk var leiðbeinandi minn og vemdari fyrstu þrjú misserin. Hann er einstakur maður og einstakur fræðari og það var skaði að hann skyldi farast í bflslysi á bezta ald:i. A. B. Öskju- vatn dýpst 220 m. ■ Fyrir nokkru var get- ið nýútkomins heftis af ORKUMÁLUM, upplýsinga- riti raforkumálastjóra, og birt meginefni einnar grein- arinnar í því. Hér á eftir verður birtur kafli úr skýrálu Jakobs Björnssonar um starfsemi orkudeildar raforkumálastjóra árið 1963, kaflinn um dýptarmælingar stöðuvatna. Stöðuvötn hafa margháttuð áhrif á straumvötn, sem úr be'm koma eða falla í gegnum þau. Stöðuvötnin jafna rennsli straumvatnanna; þau geyma varma frá sumrinu til vetrar- ins og hafa með því áhrlf á ísalagnir straumvatnanna og hátterni ísa í þeim. Síðast en ekki sízt hafa mörg stöðu- vötn mikla þýðingu sem miðl- unaruppistöður væntanlegra virkjana. Af þessum sökum hefur þótt nauðsynlegt að afla sem gleggstrar vitneskju um stöðuvötnin, m.a. að kortleggja botn þeirra með dýptarmæl- ingum. Slíkar mælingar hafa um mörg undanfarin ár ver- ið fastur liður í starfi vatna- mælinga raforkumálastjóra. Þær eru framkvæmdar með bergmálsdýptarmæli. Á síðasta ári voru eftirtalin stöðuvötn dýptarmæld. Úr- vinnslu þeirra mælinga er enn ekki lokið, en til fróðleiks eru hér settar tölur um mesta dýpi í hverju vatni: öskjuvatn, Dyngjufjöllum Mesta dýpi 220 metrar. Eilífsvötn, Norður-Þingeyjar- sýslu Mesta dýpi 23 metrar. Ljósavatn, Suður-Þingeyjar- sýslu Mesta dýpi 36 metrar. Langavatn, Mýrarsýslu Mesta dýpi 37 metrar. Baulárvallavatn, Snæfells- nessýlu Mesta dýþi 47 metrar. Hraunsfjarðarvatn, Snæfells- nessýslu Mesta dýpi 84 metrar. Höfðavatn, Skagafjarðarsýslu Mesta dýpi 6 metrar. Urriðavatn, Norður-Múla- sýslu Mesta dýpi 11 metrar. Öskjuvatn var dýptarmæla að frumkvæði Náttúrugripasafnsins. Mælingin var gerð í vísinda- legum tilgangi einvörðungu, þar eð vatnið hefur enga hag- nýta þýðingu frá virkjunar- sjónarmiði. Höfðavatn var mælt að tilmælum veiðimála- stjóra; það vatn hefur heldur ekki þýðingu fyrir vatnsafls- virkjanir. Þess má geta til gamans að öskjuvatn er dýpsta stöðuvatn sem til þessa hefur verið dýpt- armælt hér á landi. Áður hafð: Hvalvatn dýptarmetið (160 m). Þótt ekki verði um það full- yrt má telja mjög ólíklegt að dýpri stöðuvötn séu á land- inu en öskjuvatn. S-Vietnam fær enn liðsauka SAIGON 30/7 — Suður-Víet- namskir hermenn fjarlægðu í nótt leifamar af franska stríðs- minnismerkinu í Saigon, sem hafði verið skemmt í kröfugöng- um stúdenta að undanfömu. Stúdentamir réðust fyrst að minnismerkinu í fyrri viku, þeg- ar þeir brenndu líka dúkku, sem átti að tákna de Gaulle Frakk- landsforseta og réðust enn frem- ur á franska sendirááið í mót- mælaskyni við tillögu Frakka, um að Suður-Víetnam verði gert hlutlaust. 1 Washington skýrir AFP frá því, að hvorki Hvíta húsið né varnarmálaráðuneytið vilji skýra frá því, hve Bandaríkja- menn ætli að senda marga her- menn til Suður-Víetnam sem liðsauka í baráttunni við Viet- cong. Tröppur þessar upp í fyrírlestrasali kvikmyndaskólans í Lodz eru löngu frægar orðnar: þar hafa farið fram margar þýðingamiklar kappræður um kvlkmyndalist Spjallað við Þránd Thoroddsen

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.