Þjóðviljinn - 02.08.1964, Side 7
r'unnudagur 2. ágúst 1964 ..................... ........................... ----------- ÞJÚÐVILIINN ---------------------------------------------------------------------------------------SÍÐA J
Hljéð úr iðrum iarðar
Fyrsti tandskjálftamælirinn
Á atómöld er vert að minnast frumherjanna í vísindarannsókn-
um og til dæmis jíess að það var hinn mikli kínverski náttáru-
skoðari Chang Heng sem fyrstur setti saman nothæfan jarð-
skjálftamæli — og það fyrir 1800 árum. Þetta áhald Hengs var
ekkert líkt þeim jarðskjáíftamælum sem nú eru notaðir en gerði
þó sitt gagn. A kínverska vísu var áhaldinu komið fyrir í fag-
urlega skreyttum bronsvasa, en áhald þetta var pendúll sem
tengdur var 8 hreyfanlegum örum, en þær voru svo tengdar
kjálkunum í 8 drekahausum. Við Iandskjálfta hreyfðist dingull-
inn og þá opnaðist kjafturinn á drekahöfðinu sem sneri í sðmu
átt og stefna landskjálftans var. Þegar drekakjafturinn opnaðist
féll kúla út úr honum og á þann hátt varð séð þegar landskjálfti
hafði orðið og hver stefna hans var.
Um páskaleytið í ár týndu
hundruð manna lífi í Alaska
af völdum jarðskjálfta og stór-
felldar skemmdir urðu á mann-
virkjum. Þessi hörmulegi at-
burður varð til þess, að menn
tóku enn á ný að íhuga, hvort
ekki væri hægt að sjá fyrír
jarðskjálfta, og gera aðvart um
þá eins og veðurfræðingar gera
aðvart um fellibylji.
Ný aðferð hefur verið fund-
in til þess að komast að leynd-
ardómum þeim, sem huldir
eru undir yfirborði jarðar.
Þessi aðferð, sem fólgin er í
því að hlusta eftir „hinni
þöglu tónlist“ jarðar, getur ef
til vill fært okkur nær því
marki að sjá fyrir jarðskjálfta.
Venjulegur skilningur á
crrðinu hljóð er að það sé allt
það, sem við skynjum með
hjálp eyrans. En í eðlisfræð-
inni er hljóð miklu víðtæk-
ara orð; þar eru þreytingar á
loftþrýstingi (eða þrýstingi í
vökva) og hinar fíngerðu
sveiflur eða hljóðbylgjur. sem
myndast við þær og hafa svo
lága tiðni að einungis er hægt
að greina þær með örsmáum
tækum er starfa líkt og loft-
vogir, einnig kallaðar þljóð.
Ultra-hljóð
Hljóð úr jörðu eru alls ekki
óþekkt fyrirbrigði, t.d. hefur
svokallað ultra-hljóð, sem hef-
ur svo háa' tíðni, að mannlegt
eyra greinir það ekki. verið
notað um áraraðir í iðnaði
til þess að dauðhreinsa mat og
mjólk. En það er fyrst hin
síðari ár, sem vísindamenn
hafa byrjað að nota þessi hljóð
til þess að rannsaka hvað fari
fram .undir yfirborði jarðar.
Bylgjuhreyfingar sem mynd-
ast við jarðskjálfta, hafa ver-
ið rannsakaðar í um það bil
75 ár og hafa veitt vísinda-
mönnum nokkrar upplýsingar
um samsetningu jarðarinnar,
um þykkt og þanþol jarð-
skorpunnar og hinna dýpri
jarðlaga. En nokkrir visinda-
menn álitu, að jörðin hefði
sínar eigin hreyfingar, sem
væru óháðar þeim, sem mynd-
uðust við jarðskjálfta. og þeir
álitu að í sambandi við þess-
ar bylgjur myndaðist ákveðin
„tónlist", sem hæ-gt væri að
„heyra“, ef aðeins rétt tæki
væru fyrir hendi.
Vísindamennirnir tóku nú til
við að rannsaka þessar bylgj-
ur eða sveiflur og notuðu til
þess ný rafeindatæki. sem þeir
kðlluðu extensometer og gravi-
meter. Extensometer er mjög
viðkvæmur jarðskjálftamaelir,
sem getur mælt allar breyting-
ar á jarðskorpunni, hve smá-
vægilegar sem þær eru.
Jarðskjálftamælingar hafa
þegar veitt okkur upplýsingar
um innri lög jarðar, en rriargt
er þó enn óupplýst. Meðal
annars, hve mikið af jörðinni
er bráðin leðja og hve mikið
er fast berg, og fyrst og fremst
þó, hvemig hægt er að sjá
fyrir jarðskjálfta.
,Þögul tónlist'
Hinir áðumefndu vísinda-
menn töldu. að ef hægt væri
að skynjá „hina þöglu tónlist"
og skýra hana, myndi vera
hægt að fá gleggri upplýsingar
um marga þessara hluta. Þess-
vegna var extensometer settur
upp í Kalifomíu og tveir aðr-
ir í Perú. Svo átti sér stað
hinn hræðilegi jarðskjálfti í
Chile árið 1960. Það var eins
og voldugur kólfur hefði sleg-
izt utan í jarðklukkuna. og
svo hátt var „hljóðið“,. að hin
nýju tæki skynjuðu það. Loks-
ins var hægt að .,heyra“ hljóð,
sem ekki var hljóð.
Enginn veit..:
Það, sem visindamennimir
komust nú að var það, að jörð-
in hefur tvær irumsveiflur.
önnur hefur sveiflutiðnina 53,1
á mínútu, hin '54,7. Orsök
hinna tveggja frumsveifla er
snúningur jarðar um öxul sinn,
að öðrum kosti hefði hún að-
eins haft eina sveiflu.
Þannig sýndi jarðskjálftinn í
Chile fram á. að jörðin hefur
sina sérstöku „tónlist“, þó að
ekki sé hægt að greina þessa
„tónlist", þar sem tíðni henn-
ar liggur sextán áttundum neð-
ar en hið lægsta hljóð. sem
mannlegt eyra getur greint.
En hvað sem því líður er þessi
„tónlist" til og hún gerði vís-
indamönnum kleift að kveða
upp úrskurð um að jarðskjálft-
inn í Chile átti upptök sín ná-
lægt bænum Concepcion.
Enn eru það aðeins stærstu
jarðskjálftar, sem valda svo
stórum sveiflum á jarðklukk-
unni að þær greinast. En eng-
inn veit, hvað framtíðin kann
að bera í skauti sér. Ef til
vill mun „hin þögla tónlist“
jarðar gera okkur kleift að sjá
fyrir jarðskjálfta.
Miklar hreyfingar geta átt sér stað á jarðskorp unni undir yfirborði sjávar. Jarðskjálftamir íChile
árið 1960 urðu þegar mikil gjá myndaðist á botni Kyrrahafs. Á teikningunni sjást cinnig neðan-
jarðar eldstöðvar og eru sumar þeirra útdauðar, aðrar enn i fullu fjöri.
27. DAGUR
i
Magnús konungur leggur sínum skipum í lægið. Þá er
hvorirtveggju höfðum búizt, gekk Haraldur konungur með
nokkra menn á skip Magnúss konungs. Konungur fagnaði
vel, baö hann vel kominn. Þá svarar Haraldur konungur:
„Það hugði ég, að vér værum með vinum komnir, en nokk-
uð grunaði mig um hríð, hvort þér munduð svo vilja vera
láta; en það er satt, er mælt er, að bemska er bráðgeð. Vil
ég virða eigi á aðra lund. en þetta væri æskubragð".
Þá segir Magnús ltonungur: „Það var ættarbragð en eigi
æsku, þótt ég mætti muna, hvað ég gaf eða hvað ég vam-
aði. Ef þessi liilí hlutur væri nú tekinn fyrir vort ráð, þá
myndi brátt vera annar. En alla sætt viljum vér halda,
þá er gör er, en það sama viljum vér af yður hafa, sem
vér eigum skilt“. Þá svarar Haraldur konungur: „Það er og
íom siður, að inn vitrari vægi"; gekk þá aftur á skip sitt.
1 þvflíkum viðskiptum konunganna fannst það, að vant
var að gæta til. Töldu menn Magnúss konungs, að hann
hefði rétt að mæla, en þeir, er óvitrir voru, töldu þaó, að
Haraldur væri nokkuö svívirður. En Haralds konungs menn
sögðu það að eigi væri á aðra lund skilt en Magnús kon-
ungur skyldi lægi hafa, ef þeir kæmu jafnsnemma, en Har-
aldur væri eigi skyldur að leggja úr læginu, ef hann lægi
fyrir, töldu Harald hafa viturlega og vel gjört. En þeir
er verr vildu um ræða, töldu, að Magnús konungur vildi
rjúfa sætt, cg töldu, að hann hefði gjört rangt og ósæmd
Harakfi kanungi. Við slíkar greinir gerðist brátt umræða
óvitra manna til þess, að konungum varð varð sundurþykki að.
Margt fannst þá til þess, er konungunum þótti sinn veg hvor-
um, þótt hér sé fátt ritað.