Þjóðviljinn - 07.08.1964, Page 2

Þjóðviljinn - 07.08.1964, Page 2
2 SIÐA ÞTÖDVH7INN Föstudagur 7. ágúst 1364 UM PÓLLAND OG ÍSLAND Spialiað við prófessor MARGRÉTI SCHLAUCH Virðulegur háskóli Margrét Schlauch gistir ís- land þessa daga. l4ún er bók- menntafræöingur, prófessor i ensku við Varsjárháskóla. höf- undur merkrar bókar um ís- lenzkar riddarasögur og for- maður Pólsk-íslenzka félagsins. Og mætti margt fleira telja fram henni til ágætis. Við spyrjum Margréti Schlauch fyrst af öllu um heimsókn hennar hingað. — Já þetta er í þriðja sinn að ég kem til Islands. og ég hef áldrei fyrr þaft svo góðan tíma til að skemmta mér og ég hef farið í mikið ferðalag norð- ur og austur. Áður hélt ég mig mest í nágrenni Reykjavíkur. En fyrst kom ég hingað 1930 til að sitja á bókasafni og lesa handrit, — en var svo heppin að fá Alþingishátíðina í kaup- bæti. Þessi heimsókn mín nú stendur m.a. í sambandi vift það að mér hefur verið boðið að flytja fyrirlestur í Háskóla Islands. Hann fjallar um sögu háskólans í Kraká sem á sex alda afmæli um þessar mund- ir. Ég ætla einkum að ræða tengsl skólans við sögu lands- ins og pólitísk vandamál tírrf- anna. En það er eftirtektarvert. að hann er ekki stofnaður sem guðfræðiskóli eins og algengast var heldur sem lagaskóli. Kon- ungurinn þurfti á lögspeking- um að halda í viðureign sinni við hina þýzku krossriddara, sem um þær mundir voru að brjóta undir sig með grimmd þau héru'ð, sem urðu Austur- Prússland, og réttlættu aðgerð- ir sínar með því að þeir væru að útbreiða kristinn dóm. En pólskir fræðimenn úr Krakár- skóla settu þá fram þá kenn- ingu, að heiðnir menn skyldu verndaðlr af alþjóðarétti og það mætti aðeins beita frið- samlegum aðferðum við að snúa þeim til trúar. Þetta var óvenju skynsamleg kenning á þeim guðfræðilegu tímum. Og fleira fróðlegt má finna úr sögu þesjsa merka skóla. Riddarasögur — Hvernig vildi það til, að þér skrifuðuð bók um íslenzk- ar riddarasögur? — Ég varð doktor frá Col- umbíaháskóla í New York og sérgrein mín voru enskar mið- aldabókmenntir — einkum Chaucer — og tengsl þeirra við evrópskar samtíðarbókmenntir. 1 þessu sambandi las ég tölu- vert af riddarasögum, sem þá höfðu verið prentaðar og datt í hug að þama væri fróðlegt . efni...JxL rannsóknag,....AMöyitafL. eru riddarasögur miklu ómerk- ari en Islendingasögur — en þær voru fróðlegar frá sjónar- miði samanburðarbókmennta- fræði. fróðlegt að rekja hvem- ig sögur flakka um lönd og hvaða breytingum þær taka Og þá kom ég einmitt fyrst til Islands til að lesa mér betur til. — Þér eruð fædd í Banda- ríkjunum? , — Já. ég er fædd þar, en fluttist til Póllands 1951. Til ----------------------------- ég vildi gjarnan hvetja unga fólkið til að glíma við nyjar þýðingar. Sibyl Urbandc heldur tónleika ■ Sibyl Urbancic, dóttir dr. Victors Urbancic, mun á sunnudaginn efna til tónleika í Landakotskirkju kl. 21. Efnisskrá tónleikanna verður fjölbreytt og eru þar m.a. flutt 3 verk sem aldrei hafa verið flutt áður á íslandi. Félag íslenzkra organleikara stendur fyrir tónleikunum. Sibyl Urbancic hefur nú stundað nám við tónlistaraka- demíuna í Vín síðan 1959, að mestu samfleytt. Þangað til hafði hún m a. stundað nám í Reykjavík, þá lokið stúdpnts- prófi 1957 og var síðan um tíma við norrænunám í Háskóla Is- lands. Sibyl kom hingað til lands á sunnudaginn var og hyggst fara utan aftur um mánaðamótin. og þá tekur hún til við stjóm kirkjuhljómsveitar, og kirkju- kórs, sem hún hefur á sínum snærum í Vínarborg. Félag íslenzkra organleikara sér um állan undirbúning tón- leikanna og í því tilefni voru kallaðir blaðamenn á fund Páls Halldórssonar organleikara og Sibyl Urbancic í gær. Sagði Páll að þetta væri félaginu sérstak- lega kærkomið tækifæri að sjá um hljómleika dóttur þess manns. sem um alllangan tíma var varaformaður félagsins. Svo skemmtilega vill til að •fér>ioikamir eru einmitt haldnir á afmælisdegi dr. Victors Urban- cic 9. ágúst en hann hefði orðið 61 árs hefði hahn lifað. A efnisskránni er fyrst Kafli úr orgelmessu eftir Nicolas de Grigny, sem var uppi á 17. öld. Hann var Frakki og samdi org- elmessur og var mikill kompón- isti. Þá er Kóralforleikur og Fantasía og fúgg í g-motl eftir Bach, og er hið síðamefnda eitt af stærstu verkum meistarans. I þríðja lagi flytur ungfrú Ur- bancic tvær fantasíur cftir de Jehan Alaln sem 29 ára gamall féll í stríðinu. Þrátt' fyrir að hann dó á unga aldri hefur hann látið eftir sig liggja orgel- kór- og píanóverk. Þess má geta að ungfrú Urbancic heíur stundað nám undir leiðsögn systur þessa tónskálds. Að síðustu mun hún flytja verk eftir aðalkennara sinn frá Vín Anton Heiller, sem er Is- lendingum að nokkru kunnur bar eð hann gisti landið í fyrra. Verkið. er hún flytur eftir Ant- oín Heiller eru fiögur stykki fyrir kabólska messu os nefnist það In Festo Corporis Christi. þess lágu tvær ástæður. I fyrsta lagi var systir mín gift þekktum pólskum eðlisfræð- ingi, Leopold Infeld, og þau fluttust til Póllands nokkru áð- ur. Auk þess mátti ég búast - við því á- hverri stundu, að herra McCarthy kallaði mig til viðtals vfð óamerísku nefnd- ina. Ég hélt að vísu enn stöðu minni við háskólann. en það var auðvelt að sjá fyrir að það yrði varla lengi. Starf í Póllandi — Og það hefur verið erfið aðkoma í Varsjá? — Vissulega — hún var enn- þá dauðans borg og öll í rúst- um. Ég var enskuprófessor við háskólann — hann var einnig í rúst. Pólskt skólahald hafði verið bannað af Þjóðverjum, og margir stúdentanna höfðu notið fræðslu á ólöglegum "*> námskeiðum, sem Jialdin voru „neðan jarðar“. Það var mikið starf að reisa æðri menntun úr rústum og koma rannsókn- arstörfum í viðunandi horf. Og það komu fram ný og ný vandamál eins og t.d. það, að það er gríðarmikill aldursmun- ur á elztu prófessorunum og næstu kynslóð — sú kynslóð pólskra menntamanna sem nú ætti að vera á miðjum aldri hvarf í stríðinu. En það hefur verið ánægju- legt að starfa og sjá borgina risa úr rústum og sjá ungt fólk vaxa að vizku og fá fleiri og fleiri möguleika — til dæm- is til að nema erlendis: nú hafa allir þeir sem með mér starfa dvalið í Englandi við að viþa að sér rannsóknarefni. Og ég hef gaman að þessu unga fólki sem ég er að kenna. Pólverjar hafa erft frá aðals- tímum flókna og fyrirferðar- mikla kurteisi, titlatog og handakossa og margt fleira. Ég segi fyrir mig, að þegar ég £er á deildarfundi sigli ég inn með höndina svo sem í axlarhæð til að spara tíma og fyrirhöfn. Þetta hefur unga fólkið erft. og um leið hefur það alizt upp í þjóðfélagi sem að mestu er sósíalistískt og að sjálfsögðu orðið fyrir áhrifum frá því. — það er gaman að fylgjast með bví. hvemig þessir hlutir allir blandast saman f æskunni. Já og það hefur margt unn- izt — eitt er bað til dæmis hve konur nióta raunhæfs jafnrétt- is í æðri menntastofnunum. Fyrir stríð var að vísu ekkert í lögum háskólans sem bann- aði að kona yrði prófessor — en þær urðu það einhvernveg- in aldrei. En nú eru konur hins vegar orðnar fjölmennar í þessari stétt. — Það hefur auðvitað verið lögð mikil áherzla á það fyrstu árin eftir stríð að lándið eign- aðist sem flesta sérfræðinga. En hefur ekkert verið á það minnzt hin síðustu ár, að hætta væri á öfframleiðslu á sérfræðingum? — Nei, það hef ég ekki orðið vör við. Og það vantar alltaf menntaskólakennara. Ég nefni til dæmis stúdenta í ensku — þeir hrífast af háskólalífinu og möguleikum stórborgarinnar og byrja snemma að þýða eða túlka, og það reynist erfitt að fá þá til kennslustarfa í smærri bæjum. Það er mín persónulega skoðun, að það mætti taka upp aftur það fyr- irkomulag sem við höföum um tíma. áð háskólamanni bæri að loknu prófi skylda til að vinna nokkum tíma á þeim stöðum þar sem þörfin er mest. Menningartengsl — Og hvað er helzt tíðinda af íslandi í Póllandi? — Við höfum okkar pólsk- íslenzka félag og ég má segja að það sé sæmilega virkt — en fundir hjá' okkur fara að sjálf- sögðu mikið eftir því. hvað við höfum upp á að bjóða hverju sinni. Það hefur áður verið minnzt á það að við höfð- um ritgerðasamkeppni meðal skólanemenda um Island og það varð mikil þátttaka — þótt ég verði svo að játa, að sumir hinna yngri þátttakenda létu sér nægja að skrifa svo til orðrétt upp úr íslandsgrein sem þá hafði nýlega birzt íy æskulýðsblaði. Og nú get ég sagt þau tíðjndi, að við höfum ásamt öðrum félögum sem annast menningartengsl við Norðurlönd. tekið á leigu ágætt húsnæði. Þar er lítill fyrir- lestrasalur, lesstofa með nýj- ustu blöðum og tímaritum frá viðkomandi löndum, skrifstofa — og svo hefur hvert félag einhverja ákveðna daga til umráða. Þama hafa farið fram námskeið — t.d. í ensku og $ænsku, en við höfum ekki getað komið okkur upp nám- skeiði í íslenzku sakir fámenn- is og fyrirlestrar hjá okkur fara fram á pólsku eða ensku. En það væri vissulega gott að fá fleiri íslenzka stúdenta og fræðimenn til Póllands og pólska til íslands. Ég segi fyrir sjálfa mig: ég lærði fomíslenzku, og ég tók tíma í nútímaíslenzku í New York hjá Bimi Bjamasyni áð- ur en ég kom til íslands. • Ég / gat aldrei talað hana vel, en ég geflesTð bána’"'rneð orðabók. Ég hef kennt samstarfsmönn- um mínum tveim dálítið og ég hefði gaman af að sjá þá á Is- landi. í fyrirlestrum hlýt ég oft að minnast á íslendingasögur, en aðeins fáar þeirra eru þýddar á pólsku — og þá einkum styttri sögur. Og þær eru ekki þýddar beint úr íslenzku held- ur 'úr þýzku. Og ég hefði gjarna vilj'að hvetja unga fólk- ið til að taka til við nýjar þýðingar. Þann fyrirlestur sem áður var nefndur heldur Margrét Schlauch í Háskólanum í dag. Héðan heldur hún til Englands og mun endurtaka fyrirlestur sinn í Pólsku menningarstofn- uninni í London og síðan vera fulltrúi lands síns á Shake- speareþingi. Og dvelja í Eng- landi fram í október er hún flytur fyrirlestra við háskólann í Newcastle — ég kemst ekki heim fyrr, segir hún. — Já þér ættuð að koma til Varsjár sem vaf borg dauðra þegar ég kpm þangað. Ég bý í hverfi sem heitir Gamli bærinn. Ég var í bygg- ingasamvinnufélagi háskóla- manna og á sínum tíma keypt- um við af bænum rústir af tveim húsum. En fengum b*r með því skilyrði, að húsin myndu líta út eins og áður. Og það stóðum við við og þau hafa ósvikið átjándualdar yfir- bragð — en innan húss er allt nýtfzkulegt. Það er ■ fallegt út- sýni þama yfir ána og . þessa gömlu og um leið nýfæddu borg. ... Á. B. Happdrætti Háskólans I gær var dregið í 8. flokki um 1320 vinninga að fjárhæð alís kr. 1.890.000,00. Þessi númer hlutu hæstu vinningana: 200 þúsund krónur nr. 10855, umboð Vesturver. 100 þúsund krónur 50014, um- boð Vesturver. 50 þúsund krónur nr. 11850, umboð Keflavík. ^0 þúsund krónur nr. 51493, umboð Akureyri. 10 þúsund krónur hlutu: 11521, 25666, 29232, 33329, 35930, 45586, 49596, 52524, 53456, 60068. 5 þúsund krónur hlutu: 3612, 5462, 9461, 10549, 16134, 20495, 21487, 21522, 24068, 27568, 28008, 29114, 29685, 30568, 48012, 49383, 49714, 53961, 55584, 57407, 57840. TANNLÆKN- INGASTOFA mín verður lokuð til 27. ágúst vegna sumarleyfa. Rafn Jónssori tannlæknir Blönduhlíð 17. Tæki fyrír 7 miijónir á einni hæðinni Eins og skýrt var frá í frcttum Þjóðviljans í fyrrad. hefur nú verið tekið í notkun af íslenzku flugumferðarstjórninni mjög fullkomið fjarskiptakerfi, sem eykur til muna allt öryggi við stjóm síaukinnar umferðar flug- véla hér yfir Islandi og höfun- um í grennd við landið. Myndin var tekin í flugstöffvarbygging- unni á Reykjavíkurflugvelli á þriffjudag, cr hiff nýja öryggis- fjarskiptakerfi var formlega tek- ið I notkun. Þeir cru að skoða örlítinn hluta hinna margbrotnu og dýru fjarskipta- og stjóm- tækja á fimmtu hæð hússins Agnar Kofoed-Hansen flugmála- stjóri, Ingólfur Jónsson flug- málaráðherra og Gunnar Thor- oddsen fjármálaráðherra sem gegnir störfum forsætisráðherra meðan Bjarni Bencdiktsson « 1 Kanada- og Bandaríkjafc sinni. Flugmálastjóri haf< orff á því við ráffherrana, c hann sýndi þeim útbúnaðinn fyrradag, að þau tæki ein sei væru þarna á fimmtu hæð flug turnsins á Reykjavíkurflugvel kostuðu 7 miljónir króna. (Ljósm. Þjóðv. A.K.).

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.