Þjóðviljinn - 07.08.1964, Qupperneq 6
g SfУ
HÖÐVILJINN
FöStudagur 7. ágúst 1964
WHGKAU
SCHOoi
Myndimar hér að olan sýna t.v. eitt þúsunda fórnarlamba úr end alausum og vaxandi kynþáttaóeirðum í Bandaríkjunum. T. h. er
neðri myndin af kröfugöngu blökkumanna til Washington í fyrra, cn hin efri af nazistum, sem nota sér vel ólguna í þjóðfélaginu.
Bandarákin:
Aldrei hefur velmegun verið
meiri í Bandaríkjunum. Allar
greinar atvinnulífs blómstra
meira en nokkru sinni áður.
Heildarframleiðsla þjóðarinn-
ar er nú meiri en nokkurrar
annarrar þjóðar í sögunni. Þó
verðlag standi í stað eru meiri
peningar í umferð en nokkru
sinni fyrr. Iðnaðarframleiðsla
er 30 vísitölustigum hærri en
á árunum 1957 — 59. Smá-
sala er 8% meiri en í fyrra.
Tekjur einstaklinga hafa
alfirei verið hærri. Á austur-
strðndinni eru algengar fjöl-
skyldur sem eiga þrjá bila og
tvö hús. jafnvel meðal þeirra,
sem við mundum telja til
lasgri miðstétta. I New York
er aigengt að sjá samkvæmis-
klætt fólk í löngum biðröð-
um fyrir framan næturklúbba.
Aldrei hefur betur verið búið
að kaupsýslumönnum. Þrátt
fyrir óákveðnar horfur um
stjóm Demókrata í Washing-
ton eru þeir fullkomlega ör-
uggir um sjálfa sig. Johnson er
ánægður með þá og þeir eru
ánægðir með Johnson. Tekjur
fyrirtækja hafa aukizt um 22.
prósent árið 1963 — í mörgum
tilfellum um 30 og jafnvel 50
prósent. Skattalækkanir einar
saman hafa til þessa aukið á-
góða fyrirtækja um 1.500 milj-
ón dollara og um tekjur ein-
staklinga er það að segja, að
35% af heildarupphæðinni
skiptist milli þeirra, sem hafa
30.000 dollara árstekjur eða
meira. Kaupsýslumenn eru
bjartsýnir á. að svo fari fram
sem horfir.
Átvinnuleysi
Samt hefur ríkisstjórnin sjálf
játað að einn fimmti hluti
þjóðarinnar — næstum 40 milj-
ón manns — fái ekki nauð-
þurftartekjur. Margir hagfræð-
ingar og verkalýðsleiðtogar
mundu telja þessa hlutfallstölu
þjóðarinnar miklu nær tveim
fimmtu. Atvinnuleysi er meira
en í nokkru öðru iðnþróuðu
landi. Hver hagsveífla frá
stríðslokum hefur aukið það.
Tölumar tala skýrar en orð:
1948—9: 2,6%, 1953—54: 3,0%.
1957—58: 5,0%. 1960—61: 5,3%.
Á síðastliðnu ári var það 6.1%.
Þegar velgengnistíminn hófst
aftur lækkaði talan lítillega, en
eftir þeim upplýsingum, sem
fyrir liggja, virðist það svo til
óhjákvæmilegt að hún þjóti
upp aftur, þegar framkvæmdir
fara að dragast saman, jafn-
vel upp í 7% eða meira. Verka-
lýðsleiðtogi nokkur sagði mér
í óhugnanlegum uppgjafartón:
.,Ef núverandi stefna helzt.
verðum við að horfast í augu
við allt að 10% atvinnulausra.'’
Það er ómögulegt að kom-
ast fyrir um það, hve þessi
taia.táknar nókveemlega margt
fólk. Opinberar tölur eru yfir-
leitt miðaðar við þá, sem njóta
atvinnuleysistrygginga, og ná
því ekki til geysimargra hópa
bandarískra verkamanna. Þar
sem atvinnuleysi er stöðugt
jafn víðtækt hafa margir gefizt
upp á atvipnuleit og eru því
horfnir inn á hagtölulega eyði-
mörk: á siðustu árum hafa að
minnsta kosti 1.500.000 vinn-
andi manna einfaldlega horfið
af vinnumarkaðnum. Ef til vill
eru jafnvel sex miljónir
manna raunverulega atvinnu-
lausar. Nokkrir verkalýðsleið-
togar álíta að það sé nú stað-
föst ákvörðun bandarískra
kaupsýslumanna. að venja 'al-
menning við fyrirbrigðið
fjöldaatvinnuleysi, fá hann til
að taka þvf sem eðlilegum og
óhjákvæmilegum þætti í efna-
hagskerfi sínu og lifnaðarhátt-
um.
Undirrót þessa geysimikla
og vaxandi atvinnuleysis er
auðvitað hip hægfara fram-
leiðsluaukning í Bandaríkjun-
um. sem er aftur afleiðing ára-
tugs stjórnar Eisenhowers.
Framleiðsluaukningin minnkaði
úr 4% að meðaltali' á árunum
1947—57 niður í 2,9 prósent á
siðustu sex árum, en það tákn-
ar að ekki er þörf fyrir fleiri
en 175.000 nýja stárfsmenn i
athafnalifinu á ári hverju í
stað 700.000 áður. En sívaxandi
þáttur í því er þróun sjálf-
virkni, sem nú er jafnvel farin
að valda bandaríkjaþingi á-
hyggjum. Dokaskýrsla sérstakr-
ar undimefndar í öldunga-
deildinni, sem fjaliaði um at-
vinnu og vinnuafl var birt i
síðastliðnum apríl og varar við
„að tækni- og vísindabylting
hefur skekið meginstoðir fé-
lags- og efnahagsmála okkar”.
Formaður nefndarinnar Joseph
Clark öldungadeildarþingmaður
lét í ljós ótta um að þessar
hraðvaxandi breytingar hefðu
..skyndilega farið að þróast f
stórum stökkum, og við erum
engan veginn færir um að ráða
nokkuð við þaer.” Af þessu
mátti draga ályktanir, „sem
gerðu okkur skelfingu lostna”.
Ógnun sjálfvirkni
Vissulega voru þær skelf-
ílegar. Við í Brétlandi, sem ér-
um vanir hægfara lömun fram-
leiðsiuafla í t.d. Skotlandi og
norðaUsturhlUta landsins, get-
-um ekki gert okkur grein fyrir
hraða og eyðingu tæknibreyt-
GREiN i
*
NEW
STATESMAN
EFTIR
PAUL H
J0HNS0N
inganna í Bandarikjunum.
Sláturhúsin gríðarmiklu í Chi-
cago. sem eitt sinn voru ein
ægilegust sjón í Bandaríkjun-
um eru á síðasta áratug orðin
ömurlega yfirgefin eyðistaður.
Fyrir 10 árum unnu hér 30.000
manns nú eru aðeins örfáir
eftir. Hvað varð um þessa
menn? Það veit enginn. Starfs-
maður verkalýðsfélags sagði
við mig: „Ég hugsa að við höf-
um einfaldlega misst allt sam-
band við þá.” Útgefandi í New
York sagði mér. að starfsliði
hans hefði verið fækkað um
tvo þriðju hluta á undanföm-
um árum. Hvað hafði orðið af
starfsfólkinu, sem vann skrif-
stofustörf, við dreifingu í
geymsluskemmunum? Hann
yppti öxlum.
1 landbúnaði hefur hrunið
haft ægilegastar afleiðingar.
Engin iðngrein hefur aukið
framleiðslu sína hraðar frá
stríðslckum, 135% á fimmtán
árum. En á sama tíma hafa
40 prósent af landbúnaðar-
verkamönnum misst atvinnu
síná. 'Vélaroar hafa komið í
þeirra stað — risavaxnar vél-
ar sumar stærri en hús, sem
tína ekki bara baðmullina, en
vinna hana og sekkja, tína
ekki aðeins ávexti og græn-
meti varlega af jörðinni, en
flokka það og setja í dósir úti
á ökrunum. Á hverju ári fækk-
ar þeim verkum við uppsker-
una, sem unnin eru í höndun-
um. f ár kemur til sögu ný
vél til að tína aspargus. á
næsta ári — vona þeir — vél
sem tínir jarðarber. Margir
þeirra verkamanna, sem eru
„leystir” frá störfum vegna
þessarar þróunar finna sér
aldrei annað starf. Há’lf-lærðir
þegar bezt lætur, eru allir
þeirra möguleikar í landbún-
aðarvinnu. Þeir fara af van-
þakklátum ökrunum aðeins til
að auka enn herskara hinná
atvinnulausu. Og þótt sérstak-
lega illa sé ástatt í landbún-
aðinum, þá gildir sama reglan
í öllum - greinum iðnaðarins:
Sjálfvirkni útskúfar einmitt
þeim sem ófærastir eru til að
taka sér á hendur önnur störf.
Hún gerir óþarft það verk sem
þeir kunna.
Veikárti liðurinn í efnahags-
kerfi Bandarikjanna er skort-
urinn á heildarskipulagi í öllu
landinu á þjálfun og endur-
þjálfv.n slíks fólks til nýrra
starfa. \Eins og síðar verður
að vikið eru stjórnarvöudin í
Washington nú loks farin að
aðhafast eitthvað í þessa átt,
en þá hafa viðkomandi emb-
ættismenn rekið s'g á enn
verri galJa > á hinu almenna
fræðslukerfi. Enda þótt Banda-
ríkjamenn verji tvöfalt meira
fé til fræðslumála en nokkur
önnur þjóð, þá fer geigvæn-
lega stór hluti bandarískra
unglinga á éinnumarkaðinn án
þess að hafa numið þau und-
irstöðuatriði menntunar sem
nauðsynleg eru til að læra til
verka í iðnaðinurh. Allt að 30
prósentum Ijúka ekki eðlilegu
skyldunámi. Verulegan hluta
má telja „tæknilega ólæsan”
— þeir unglingar hafa ekki
náð meiri menntaþroska en
ætlazt er til af átta ára göml-
um börnum,
Víti fordæmdra
Það er þess vegna sem svo
margir ungir menn um og yfir
25 ára aldur hafa aldrei haft
fasta' vinnu frá þvi þeir fóru
úr skóla fyrir áratug. Meðal
ungra manna á aldrinum 18—
19 ára er atvinnuleysið talsvert
yfir helmingi meira en að það
er að jafnaði; og meðal manna
á aldrinum 20—25 ára er það
nærri því helmingi meira. Stór
hópur þessara manna hefur
aldrei haft fasta vinnu alla æv-
ina, og allar líkur eru á að
böm þeirra séu ofurseld sömu
örlögum. 1 Bandaríkjunum er
til fyrirbæri sem þekkist ekki
meðal þróaðra þjóða, nema þá
í einstökum héruðum Suður-
ítalíu: þriðja kynslóð atvinnu-
leysingja. Á þessu þrepi mann-
félagsstigans er verkþjálfun
gagnslaus: Slíkt fólk þarf á
langri skólagöngu að halda til
undirbúnings undir verkþjálf-
un, Bandarískir félagsfræðing-
ar eru ekki lengi að koma
orðum að þvi; þeir segja að
þetta fólk ..skorti viðmiðun”
(sé ,«nmotivated”) það sjái
ekki orsakasamhengið milli
náms, vinnu og dollara.
Þessir gallar á þandarísku
samfélagi og efnahagskerfi. sem
eru því eiginlegir, hafa getið
af sér viti fordæmdra stétta,
sem hver er verr stödd og
hjálparlausari en sú -næsta,
Við skulum hefja átakanlega
för okkar niður í þetta viti
með því að heimsækja námu-
mennina í Appalachia-héraði.
Þetta hérað sem teygir sig yfir
étta fylki hefur að geyma
mesta skóglendið sem áður var
ósnortið að finna I hinum
tempruðu beltum jarðar: risa-
vaxnar aspir, kallaðar Golíatar,
175 feta háar og oft átta fet
að ummáli, hvíteik, hlynur,
beyki, askur, sedrusviður, þirki.
mórberjatré, fura, pílvið>jr, svo
að einhverjar tegundir séu
nefndar. I jörðu niðri eru mik-
il lög af kolum og öðrum jarð-
efnum, allar ár eru kvikaT af
fiski, og fjölbreytt dýralíf i
skjóli trjánna.
Enskir innflytjendur, fátækir
og oft ekki bamanna beztir,
byggðu þetta land, þangað
komnir á flótta • undan yfir-
stéttinni í strandhéruðunum.
Þeir virðast aldrel hafa haft
neina manngreiningu, hvorki
eftir efnahag eða virðingu.
Allt frá upphafi hafa þeir ver-
ið sveitaalmúgi, arðrændur af
framandi aðilum. sem festu
lítið fé í héraðinu. en fluttu
burt allt sem þeim græddist
þar. Fyrst urðu trén fyrir
barðinu á þeim. höggvin niður
fyrir dollara eða varla það
stykkið eða brennd niður til
að ryðja landið. Þá komu
spekúlantar af austurströnd-
inni, sem töldu landnemana á
að láta af hendi nýtingsrétt-
inn til auðlindanna í jörðu
fyrir fáeina skildinga. Þessi
afsalsbréf — alræmd í öllu
héraðinu undir nafninu „löngu
afsölin” — voru oft uridir-
skrifuð af ólæsum mönnum á
miðri 19. öld, löngu áður en
jámbrautin kom sem gerði
fært að vinna kolin. En þau
eru alveg nákvæm'lega í jafn
miklu gildi árið 1964 og daginn
sem þau voru undirrituð: Eng-
in einasta tilraun til að ó-
gilda þau fyrir dómstólunum
hefur tekizt. Þau heimila vell-
auðugum námufélögum að rifa
niður hús og leggja ræktað
land í eyði án nokkurra skaða-
bóta til að komast að kolunum
sem undir þeim eru.
Járnbrautirnar komu til
Appalachia í Jyrri heimsstyrj-
öldinni og með þeim hófst stutt
tímabil — ekki einn manns-
aldur — tiltölulegrar velmeg-
unar. En nú hefur verið hætt
að grafa göng eftir kolunum.
það er ekki talið svara kostn-
aði, en í staðinn eru kolin unn-
in að ofan með svokallaðrí
„strip-mining”, serrí hlýtur að
teljast glæpur bæði gagnvart
náttúrunni og mannkyninu.
Gríðarstórar vélar háma í sig
yztu jarðlög fjallshlíðanna, svo
að aðeins þarf að grafa grunnt
ti'l að ná kolunum. Kostur
þessarar vinnsluaðferðar er sá
að vinnslan er ódýr og genguT
fljótt; gallinn er hins vegar sá
að með þessu móti er aðeins
hægt að ná fimmta hluta kol-
anna sem eru í jörðu. Það sem
eftir er skilið er bókstaflega
að eilífu lokað inni i fjallinu,
því að eftir að þannig hefur
verið gengið frá verður afgang-
urinn ekki unninn með neinni
öruggri aðferð sem menn
þekkja. Hin gráðugu námufé-
lög haga sér eins og jarfinn.
hið illræmda rándýr skóga
Norður-Ameríku, sem étur
hjarta bráðarinnar, en skilur
skrokkinn eftir. Þannig halda
námufélögin áfram að háma í
sig hlíðar fjallanna.
Öllu eytt
Og ekki er látið þar við
sitja, Skógunum er eytt og
með honum dýralífinu; jarð-
vegurinn er rifinn upp og hon-
um kastað niður fjallshlíðam-
ar; hann rennur niður þær,
blandaður tærandi efnum, rif-
ur með sér af skóginum og síg-
ur loks í ár og læki, drepur
fiskinn og gerir vatnið ódrekk-
andi. Hið náttúrulega afrennsl-
iskerfi sveitarinnar, eðlilegt
jafnvægi gróðurs og dýralffs er
sett úr skorðum, og í öllu hér-
aðinu er nú hætta á ofsaleg-
um flóðum á veturna, sem eng-
in leið er að segja fyrir
En mannfólkið, sem þarna
lifir er samningsbundið auðfé-
lögunum og vinnur fyrir lægra
kaupi en taxtar verkalýðsfé-
laga kveða á, við skilyrði sem
gera framkvæmd öryggisreglna
erfiða, og er síðan kastað burt
eins' og jarðvegsruslinu úr hlíð-
unum, Ég sá þama nokkra
menn, sem hafa aldrei unnið
á ævi sinni, aðra sem hafa
verið atvinnulausir í tvö ár.
fimm eða tíu ár. Margir njóta
engra trygginga og hafa fyr-
□ Höfundur greinarinnar sem hér birtist
Paul Johnson þykir með íhaldssamari
blaðamönnum við,, New Statesman“, sem
er helzta vikurit brezkra sósíaldemókrata.
Hann er mjög vinsamlegur Bandaríkjun-
um, og því er þessi grein sérlega athyglis-
verð, en hún bregður Ijósi á ýmsa þætti
bandarísks þjóðlífs, og skýrir marga or-
sök þeirra vandamála í Bandaríkjunum,
sem við vitum alla jafnan fátt af, en heyr-
um aðeins bergmál þeirra í daglegum frétt-
um af stjórnmálabaráttu og kynþátta-
óeirðum.
FYRRI HLUTI