Þjóðviljinn - 15.08.1964, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.08.1964, Blaðsíða 1
ASÍ krefst nýrra viiræina viB ríkisstjórnina: □ Miðstjóm Alþýðusambands Islands hefur samþykkt ályktun^ vegna þeirrar stórfelldu árásar á lífskjör verkafólks sem felst í álagningu skatta og útsvara. Telur miðstjórnin að með skattaálögunum nú hafi algerlega verið raskað þeim grundvelli sem samkomulag verklýðssamtakanna og ríkisstjórnarinnar í vor byggðist á; skattabyrðarnar jafngildi verulegri kauplækkun og ógni þeim friði sem samið var um. 1] Óskar miðstjórn Alþýðusambaodsins tafarlausra umræðna við ríkisstjórnina um ráðstafanir launþegum til kjarabóta, þannig að heiðarlega sé staðið við griðasáttmálann frá því í vor. □ Ályktun Alþýðusambandsins er í heild svohljóðandi: „Miðstjóm Alþýðusambands fs- Iands mótmælir mjög eindregið ranglæti því, sem augljóslega birtist í álagningu skatta og út- svara að þessu sinni og vakið hefur almenna reiðiöldu meðal launþega. Andi þess samkomulags, sem Alþýðusambandið gerði á liðnu vori við ríkisstjórn fslands var sá. að lífskjör launþega skyldu ekki skert á samningstímanum. Með þeim drápsklyfjum skatta, sem launþegum er nú ætlað að bera, er algerlega raskað grund- velli þeim, sem griðasáttmáli ríkisstjómarinnar og Alþýðu- sambandsins byggðist á. Þegar hann var gerður, voru allir full- trúar verkalýðssamtakanna, sem að honum stóðu, í góðri trú um að skattar myndu lækka, en ekki hækka a.m.k. á lágtekjum og miðlungstekjum. Fyrir þvi höfðu menn hátíðlegar yfirlýs- ingar og fyrirheit sjálfs fjár- málaráðherrans, sem nú eru að engu orðin. f stað lækkaðra skatta, hafa hinar ofsalegu skattahækkanir, sem nú blasa við, komið eins og reiðarslag yfir launastéttirnar. Greiðsluþoli vel flestra laun- þega er algerlega ofboðið. Mest- ur hluti launa nokkuð fram á næsta ár fer til skattgreiðslu, og lítið, — og í sumum tilfellum ekkert verður eftir til lífsfram- KíióiB af súpukjöti kostarnúkr. 85.00 færis. Hér gengur skattníðslan á launastéttunum því langt úr hðfi fram. Er það ástand óþol- andi með öllu. Augljóst er, að gkattsvik vaða uppi og stóf- gróðafyrirtækjum og auðmönn- um er hlíft við réttmætum skattabyrðum. Þannig eru laun- þegar að borga fyrir aðra — þeir fátækari fyrir þá ríkari. A þessu verður að krefjast leið- réttingar þegar í stað. Skattabyrðar þær, sem laun- þegum er nú ætlað að bera. jafngilda verulegri kauplækkun og ógna því þeim friði. sem samið var um. Þess vegna óskar miðstjórn Alþýðusambandsins þe^ar í stað viðræðna við ríkisstjómina um ráðstafanir í einhverri mynd launþegum til kjarabóta, svo að ærlega sé staðið við griðasátt- mála þann, sem gerður var. og andi hans í heiðri hafður.“ Kviknar í hlöðu ■ Sumarslátrun er nú hafin og í gær hófst sala á nýju dilkakjöti. Samkvæmt upplýsingum framleiðsluráðs land- búnaðarins er verðið á hinu nýja kjöti sem hér segir: Tfc-i 1. verðflokkur. Heildsöluverð: kr. 67.30 hvert kíló. Smásölu- verð: súpukjöt kr. 85.00, heil læri kr. 96.90; hryggir kr. 99.60; kótelettur 110.45; sneidd læri kr. 123.50. 2. verðflokkur. Heildsöluverð kr. 57.80. Smásölu- verð, súpukjöt kr. 73.00. Lifur, hjörtu og nýru: hei'ldsöluverð kr. 67.30, smásöluverð kr. 85.00. Söluskattur er innifalinn í verð- inu. Sala á sumarslátruðu dilka- kjöti hófst ekki fyrr en 6. sept. í fyrra og var heildsöluverð í 1. verðflokki þá ^kr. 47.00 en smásöluverð á súpukjöti kr. 57.60, kr. 64.70 læri og kr. 66.80 hryggur. Heildsöluverð á 2. verð- flokki var þá kr. 41.00 en smá- söluverð kr. 49.25 á súpukjöti. Verð á lifur, hjörtum og nýr- um var þá kr. 57.60. Þetta fyrsta sumarverð á dilkakjöti mun gilda í viku eða til 20. þ. m. Gamla dilkakjötið er nú þrotið en nóg er enn á markaðnum af kjöti af fullorðnu. K'lukkan hálf fjögur í gær var slökkviliðið á Akranesi kallað að bænum Kirkjubóli í Innri- Akraneshreppi. Hafði kviknað í heyhlöðu, sem í voru um 2000 hestar af heyi. Slökkviliðið á Akranesi var kvatt til að berjast við eldinn. Eldurinn komst í 24- kúa fjós. sem áfast er við hlöð- una, en þann eld ' tókst að slökkva. Á Kirkubóli býr Sigur- jón Guðmundsson. Drengur fyrir bíl f gær varð 3ja ára drengur fyrir bíl á móts við hús númer 40 við Álfheima. Drengurinn. sem heitir Karl Guðmundsson til heimilis að Álfheimum 46, var fluttur á Slysavarðstofuna, en ekki var kunnugt um meiðsli hans er blaðið fór í prentun. HeigarferÖ í Þórsmörk Æskulýðsfylgingardeildirn- ar í Hafnarfirði og Reykjavík efna til ferðar í Þórsn.örku um helgina. Lagt verður af stað frá Tjarnargötu 20 kl. 2 í dag. Enn eru nokkur sæti laus og er upplýsingar um ferðina að fá í simum 17513, 22890 og 50308. ÆFR og ÆFH Hættu við keppnis- ferö vegna skatta ★ Um 20 frjálsíþróttamenn úr KR leggja af stað i keppnisferð til Svíþjóðar nú eftir helgina. Tveir af beztu frjálsíþróttamönnum fé- lagsins verða þó ekki með í förinni, þeir Þórður B. Sigurðsson og Úlfar Teitsson. Báðir höfðu þeir ætlað að vera með, en urðu að hætta við förina þegar þeir fengu útsvarsseðilinn og sáu svart á- hvitu að allt tal stjómarflokkanna um væntanlegar skattalækkan- ir reyndist blekking ein. ★ Þessir tveir ágætu íþróttamenn eru áreiðanlega ekki einir um það að verða að hætta við að taka sér sumarfrí til að hafa eifó- hvað upp í hinar gífurlegu skattábyrðar. ÉÉ il| • * ' .;•% ;■ ■■■ í# <: Flakið af flugvéliniii utan i Litla-Meitli. Flak fiugvéiarinnar fannst sunnanvert í Litla-Meitli ■ Um kl. 5,30 í fyrrinótt fann leitarflokkur skáta úr Hafn- arfirði og manna úr flugbjörgunarsveitinni flakið af Cessnaflugvélinni sem týndist í fyrradag á leið til Reykja- víkur frá Vestmannaeyjum. Fannst flakið sunnan í Litla- Meitli um 20 mínútna gang frá Þrengslaveginum. f flug- vélinni var einn maður, Elmer Robert Daniels, búsettur hér í Reykjavík. Var hann látinn og er talið að(hann hafi látizt strax er flugvélin rakst á fjallið. E’mer Robert Danicls. Strax og flugvélarinnar var saknað í fyrradag og fyrirspum- ir um ferðir hennar báru ekki árangur voru leitarflokkar send- ir á vettvang en vegna mikill- ar þoku á Hellisheiði var mjög erfitt að leita og reyndist ekki unnt að nota flugvélar við leit- ina. Sverrir Jónsson flugstjóri hjá Flugsýn flaug austur á heiði en varð að lenda á Sandskeiði vegna þokunnar. Einnig kom þyÆvængja frá Keflavíkurfiug- velli á vettvang. Margir leitar- flokkar tóku þátt í leitinni auk fjölda sjálfboðaliða og voru leitarmenn alls um 300 er flest var. Voru flokkarnir frá flug- björgunarsveitinni, hjálparsveit skáta í Hafnarfirði, Slysavarn- arfélaginu, hjálparsveit skáta i Reykjavík og frá Selfossi. Voru leitarflokkarnir búnir talstöðv- um og tveir læknar voru með leitarflokkunum. Var leitað á Framhaid á 3. síðu. f

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.