Þjóðviljinn - 15.08.1964, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.08.1964, Blaðsíða 3
Laugardagur 15. ágúst 1964 - Enn óeirðir í Paterson PATEHSOIÍ 14/8 — Yfirvöldin í Paterson í New Jersey skýrðu svo frá í dag, að svo virðist sem kynþáttaóeirðirnar í borginni séu í rénun. Á fimmtudags- kvöld var þó lögreglubíll skemmdur allniikið og 36 manns voni handteknir. Meðal þeirra voru 12 unglingar og einn hvítur maður. Allmargar rúður voru brotnar og eldur kom upp á einum stað. 1 Elizabeth, sem er bær um þrjá km fyrir sunnan Paterson, votu einnig óeirðir aðfaranótt föstudags og lögreglan ruddi göt- umar fólki. HÖBVIUINN SÍÐA Kosmos 37. er kominn á loft MOSKVU 14/8 Sovéiikir vís- indamenn sendu á föstudag á loft nýjan gervihnött, Kosmos 37, og er honum ætlað að afla vísindalegra upplýsingra úr há- loftunum. Jafnframt þessu er uppi í Moskvu hávær orðrómur þess efnis, að innan skamms muni Sovétríkin senda á loft mannað geimfar. Kosmos 37. notar 90 minútur til hringfarar sinnar umhverf- is jörðu og er mesta jarðnánd hans 300 km. Tass-fréttastofan skýrir svo frá, að öll tæki gervi- hnattarins starfi sem bezt verði á kosið Flugslys Framhald, aí ¦ 1.. síðu. stóru svæði í nágrenni Þrengsla- vegarins þar sem síðast heyrðist til vélarinnar af vegagerðar- mönnum. 1 gœrmorgun snemma fór þokunni heldur að létta. og skðmmu síðar fannst flugvélar- ffök»«ei»«P'-og áður segir sunri- afivert í Litla-Meitli., Haf ði vél- flPSgfift^sundur við áreksturinn og er talið að flugmaðurinn hafi látizt strax. Eldur hafði komið upp í flakinu og var það mik- ið brunnið. Flugmaðurinn sem fórst hét Elmer Robert Daniels kunnur knattspyrnumaður í Þrótti, var hann 21 árs að aldri. Hann var sonur Steinþóru Steinþórsdótt. ur og Elmer Roberts. Er móðir hans búsett i Minneapolis í Bandaríkjunum en hér dvaldist hann hjá ömmu sinni. Hafði hann lokið einkaflugmanns- prófi úr flugskóla Flugsýnar í vor. Hafði hann fengið flugvél- ina leigða hjá Flugsýn í þessa Vestmannaeyjaferð. Var þetta tveggja sæta vél af gerðinni Cessna 140; Palmiro Togliatti liggur nú alvarlega sjúkur á Krím MOSKVU 14/8 — Palmiro Togliatti, leiðtogi ítalskra kommúnista, er nú alvarlega veikur og hefur fengið heilablóðfall. Togliatti er um þessar mundir staddur á Krím, en þar hefur hann dval- izt undanfarið sér til heilsubótar. Mario Spalloni, einkalæknir Togliattis, hefur flogið frá Róm til Sovétríkjanna til þess að annast sjúklinginn. í Moskvu er uppi orðrómur þess efnis, að Krústj- off, forsætisráðherra Sovétríkjanna, muni snúa heim úr ferð simii til landbúnaðarhéraða Sovétríkj- anna og* halda til f unda við hinn ítalska kommún- is&ileiðtoga. Það var ,seint á fimmtudag, sem fyrstu fréttir bárust af veik- indum Togliattis og þá frá Róm. Á föstudag gaf svo utanríkis- ráðuneyti Sovétrikjanna út til- kynningu þar sem frá því var skýrt, að Togliatti hefði fengið heilablóðfall og væri þungt haldinn. Togliatti var í heim- sókn í ungherjabúðum í nánd við Jalta þegar veikindi hans bar að höndum. Lömun Fremstu læknar Sovétríkj- anna héldu þegar til Krím er fréttin barst um veikindi Togli- attis. Einkalæknir hans flaug þegar til Sovétríkjanna, svo sem fyrr var sagt. Var í för með hon- um Luigi Longo, ritaTi Komm- únistaflbkks ítalíu, og hafði varnarmálaráðuneyti ftalíu lát- ið þeim í té flugvél til fararinn- ar. Síðari hluta föstudags til- kynnti utanríkisráðuneyti Sov- étríkjanna, að líðan Togliattis væri öilu betri, Talsmaður Kommúnistaflokks ftalíu sagði hinsvegar, að líðan hans væri ðbreytt og hefðu fréttir borizt af þvi, að Togliatti lægi meðvit- undarlaus og virtist vera um lömun að ræða. Mikilvæg för Palmiro Togliatti er Sem kunnugt er leiðtogi stærsta kommúnistaflokks hinna borg- aralegu landa og hefur um ára- tugi verið einn helzti forustu- maður hinnar alþjóðlegu verka- lýðshreyfingar. Enda þótt svo væri ákveðið, að hann færi til Sovétríkjanna í orlofi sínu og sér til heilsubótar, hefur það verið almennt álit, að hann hygðist um leið ræða við leið- toga Sovétríkjanna um heims- ráðstefnu kommúnista, sem fyr- irhuguð er á miðju næsta ári. Hefur margt reynt Togliatti er nú 7l árs að aldri og hefur oftlega áður sloppið naumlega úr dauðans greipum. Bikarkeppni KSÍ var haldið áfram í fyrrakvöld og léku þá FH og Breiðablik suður í Hafn- ariirði. Breiðablik sigraði eftir jafnan leik með þrem mörkum gegn tveimur, í hálfleik stóð 1:1. Eru þá bæði Hafnarfjarð- arfélögin Haukar og FH fallin úr keppninni. Næsti leikur í bikarkeppninni verður í dag í Vestmannaeyjum, þar keppa IBV og IA -> b- STJÖRNUBlO Maðurinn með andlitin tvö Robert Louis Stevenson var rómantískur maður og hafði gaman af „gátum sál- arlífsins". Hann skrifaði söguna um Dr. Jekyll og IijTr. Hyde. Hún var að sjálf- sögðu ekki merkasta framlag þeirra tíma til lýsingar á klofnum persónleika, til tví- faratimans, en Stevenson var fjörlegur frásögumaður og sagan hefur verið vinsæl og hún hefur nokkrum sinnum verið kvikmynduð. Nýtt tilbrigði við þessa sögu er sýnt í Stjörnubíói. Dr. Jekyll er hér ákaflega þrúgaður maður og misskil- inn og misnotaður. Það virð- ist því ósköp nærtækt fyrir hann að breytast í Hr. Hyde svo sem í sjálfsvarnarskyni, Hyde er, sem kunnugt er. algjört illmenni. en það er í raunirini sáralítill munur á honum og öðru fólki sem fram kemur í myndinni, og það á í raun og veru ekki betri félagsskap skilinn. En það versta við allt sam- an er, að algjör illmenni eru enn leiðinlegri en dýrlingar, þótt undirlegt megi virðast. Höfundar þessarar myndar leggja sig mjög fram um að terrorísera mannfólkið: gleðikonur stíga san-san af miklum hamagangi, í næsta herbergi er Jekyll-Hyd'e að nauðga eiginkonu sinni og þar rétt hjá er eiturslanga að drepa elskhuga konunnar. Það vantar ekki krydd í súp- una. Myndin er gerð af miklum fyrirgangi og fátækt. A.B. Ath.: — 1 auglýsingu stend- ur, að myndin sé „um hinn fræga dr. Jekyll" og sé „Ein af hans , mest spennandi myndum". Halda menn að hér sé einhverskonar Tarzan á ferð? Vatnafræðingar orði á framkvæmd mótsins í heild. Sameiginlegt vandamál Finnski fulHrúinn, sem talaði á blaðamannafundinum var AH- an Sirén. Sagði hann að sam- starf á þessu sviði á milli Norð- urlandanna væri afar mikilvægt einkum fyrir þær sakir, að þau ættu við svipuð vandamál áð stríða svo sem vetrarkuldann ,og ísinn. Norðmaðurinn sem hafði orð fyrir félögum sínum var Jakob Otnes. Sagði hann að koman til fslands væri mjög ánægjuteg og einkum fyrir Norðmenn. sem ættu margt líkt með íslending- um. Jörgen Lundager Jensen hafði orð fyrir Dönunum og sagði hann, að Danir ættu við ýmis vandamál að etja sem ekki þekktust á hinurn Norðurlönd- unum. Væri þar einkum að nefna, að hjá Dönum væri enga vatnsorku að finna og ennfrem- ur væru allstór svæði í Dan- mörku þar sem ekki væri unnt að ná í vatn nema með borun- um eftir neðanjarðarvatni. Svíinn Gunnar Nybrant lýsti yfir ánægju sinni með komuna til íslands og skýrði svo frá því. sem helzt er á döfinni í þessum málum í Svíþjóð. Tilga.ng'Ur vatnafræðinnar Sigurjón Rist skýrði fyrir blaðamönnum tilgang vatnafræð- innar og viðfangsefni. Sigurjón sagði að vatnafræðin væri fyrst og fremst rannsókn á hringrás vatnsins, þegar það fellur til jarðarinnar, gufar upp og fell- ur aftur o.s.frv. Einnig væri í verkahring vatnafræðinnar allt, sem viðkemur daglegri notkun vatnsins. Bla6amaður ræddi við foill- trúa ráðstefnunnar í gær og luku þeir allir miklu lofsorði á framkvæmd hennar og móttök- ur. fslenzku fulltrúarnir lýstu sérstakri ánægju sinni með hina ómetanlegu þýðingu, sem slík ráðstefna hefði fyrir þá. Þarna væru til «mræðu vinnuaðferðir fyrir rannsóknir á sviðum vatna- fræðinnar, sem yrðu þeim síðan stuðningur og jafnvel ti'lsögn í starfimi. Palmiro Togliatti. Hann komst nauðuglega undan byssukúlum 'fasista á ítalíu og slapp frá Madrid aðeins fáum klukkustundum áður en her- sveitir Francos tóku borgina. Stúdent einn hæfði hann þrem kúlum árið 1948, en Togliatti lifði skotin af og einníg bif- reiðarslys, sem hann lenti í tveim árum seinna. Einnig hef- ur Togliatti gengizt undir heila- uppskurð. Samúðarskeyti AFP-fréttastofan skýrir svo frá, að Saragat, utanríkisráð- herra ftalíu, hafi fyrirskipað ítalska sendiráðinu í Moskvu að veita Togliatti alla hugsanlega aðstoð. Þá hefur forseti ítalíu sent Kommúnistaflokki ítalíu skeyti þar sem hann lætur í Ijós þá von, að Togliatti nái heilsu sinni aftur. Þessi kúlu- penni er nýjung á heims- markaðnum Seldur um allt land epoca Refsiverí að ferSasf fil Kúbu WASHINGTON 14/8 — Bandariska utanríkisráðu- neytið hefur ákveðið að svipta 84 bandaríska stúd- enta vegabréfi sinu er þeir snúa heim frá Kúbu. Bandaríska stjórnin hefur neitað öllum þegnum sín- um að ferðast til eyjarinn- ar, en stúdentarnir hlýðn- uðust ekki því banni og héldu til Kúbu í boði stjórnarinnar þar, með fyrr- greindum afleiðingum. Ekki er enn kunnugt, hvort gripið vprður til annarra refsiaðgerða gegn stúd- entunum. Bermuda-Akureyri FramhaM af 4. síðu. ig góður og miðherjinn PMpo*t var alltaf hættulegur, og eins og fyrr segir hefur þetta ef til vill verið bezti leikur þeirra í þessari heimsókn. Það var Táka. athyglisvert að ekki sá á þeim þreytumerki nema síður væri, og þó höfðu þeir leikið tvo erfiða leiki í röð. Dómari var Magnús Péturs- son og gerði það vel, enda létt- ur leikur við að fást. Þarna voru áhorfendur frá Akureyri auðvitað og öllum nærliggjandi héruöum. Þess má geta að flug lokaðist þetta kvöld og fór liðið þá þegar um kvöldið með lang- ferðabifreið til Reykjavíkur. og var það glaður hópur sem lagði af stað, en smátt og smátt hljóðnaði söngurinn, og þegar maður litaðist um í bifreiðinni sátu hlið við hlið hvitxr og svartir, engar kynþáttaerjur, allt hljótt. bara sofið! Fiímann. Með einu símtali f dag getia þér tryggt framtíö yðap - Á mopgun getup það vepio of seint. Hpíngið í síma 17700 og ræðið viö „Almennap" um' fpyggingap. ALMENNAR TRYGGINGARg PÓSTHÚSSTRÆTl 9 SlMI 17700 HOFUM OPNAÐ BLIKKSMIÐJU að Múla við Suðurlandsbraut. Sími 32960. Framkvæmum alla blikksmiðjuvinnu. — Allt unn- ið af fagmönnum. H.F. BORGARBLIKKSMIÐJAN. Sími 32960. • Frá Sjúkrasamlagi Reykjavikur Frá 1. september, næstkomandi, hættir Eggert Steinþórsson, læknir, störfum sem heimilislæknir, þar sem hann hefir verið ráðinn trúnaðarlæknir samlagsins frá þeim tíma. Þá hef ir Friðrik Björnsson, laeknir, látið af störfum sem heimilislæknir og háls- nef- og eyrnalæknir. Samlagsmenn þessara lækna þurfa að snúa sér til afgreiðslu samlagsins hið fyrsta, hafa samlagsskír- teini sín með sér og velja sér lækna í þeirra stað- Sjúkrasamlag Reykjavíkur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.