Þjóðviljinn - 15.08.1964, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 15.08.1964, Blaðsíða 6
g SÍDA m MÓÐVILJINN Laugardagur 15. ágúst 1964 hann reiður og gramur. en ann- að ekki. Þennan dag skipti þaS hann meira máli að finna unga stúlku sem hann hafði af hend- ingu hitt á götu í Róm og var horfin. en að komast á sömu bylgjulengd og þessi framandi sonur. Ef til.vill yrði þetta'allt breytt annan dag. Ef til vill fyndist honum einhvern annan dag nauðsynlegt að ná sambandi við son sinn og svara honum. En ekki í dag. Hann fór inn í svefnherbergið. tók kvikmyndahandrit Delaneys og lagðist í rúmið til að kynna sér atriðin sem hann 'átti að vinna að næsta dag. Klukkan fimm stundvíslega hringdi hann til dr. Gildermeister. Karlmannsrödd svaraði eftir þrjár hringingar. „Pronto", sagð' maðurinn. — Signor Bresach, pér favoore, sagði Jack. Maðurinn talaði á ítölsku f svo sem hálfa mínútu og jafnvel Jack gat heyrt að hún var mjög þýzkuskotin. Talið þér ensku? sipurði Jack. — Já. — Gaeti ég fengið að tala við herra Bresach? — Hann er ekki hér, sagði maðurinn óbolinmóður. — Er þetta dr. Gildermeist- er? — Já, það er dr. Gildermeist- er. Hver eruð þér? Hvað viljið þér? — Ég er vinur herra Bresachs. læknir, sagði Jack. Hann talaði hratt því að honum fannst sem maðurinn væri í þann vegirin að leggja á. Mér hafði skilizt að herra Bresach kæmi til yðar kl. fimm á hverjum degi. — Já, en hann er hérna ekki niína, sagði maðurinn önugur. Hann hefur ekki komið hingað f þrjá daga. Einhvers staðar hringdi klukka f heila Jacks við þessi tíðindi. Jæja, er ,það svo. sagði hann og reyndi að vera kæruleysislegur, Það var leitt. Það er í sambandi við siarf , sem ég er sannfærður um að herra Bresach hefur áhuga á. — Starf? Hvers konar starf? — Kvikmyndafélag----- byrjaði Ja«k. — Nújá, sagði maðurinn. En hann er sem sagt ekki hér. — Gætuð þér kannski sagt mér símanúmerið hjá honum? sagði Jack. — Hann hefur engan síma. — Gætuð þér gefið mér heim- ilisfang hans? Það varð þögn í símanum og Jack beið í ofvæni. — Já, því ekki það? sagði maðurinn. Hann kallaði upp heimilisfangið og Jack skrifaði það hjá sér. Og ef þér sjáið hann, sagði maðurinn reiðilega, þá segið honum að það sé heimskulegt af honum að skrópa í þrjá daga. Heimskulegt. Það 44 HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu og snvrtistofu STEINU og DÓDÓ Laugavegi 18. ttt. h. Oyfta) — SlMI 23 616. P E R M A Garðsenda 21. — SIMI: 33 9 68. Hárgreiðslu og snyrtistofa. D ö M O R J Hárgreiðsla við allra hæfi — TJARNARSTOFAN. — Tiarnar- götu 10 — Vonarstrætismegin — SIMI: 14 6 62. HARGREIÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAF. — (Maria Guðmundsdóttir) Laugavegi 13. — SlMI: 14 6 56. — Nuddstofa á sama stað. er ekki hægt fyrir veikan mann að haga sér þannig. Segið hon- um að ég búist við honum og hafi áhyggjur af honum og ég vonist eftir honum á morgun. .— Ég sk^l .segja, honuro-.Þfið, sagði Jack. Kærar þakkir. Svo lagði hann tólið á Heimilisfangið sem dr. Gilder- meister hafði gefið Jack, var hús í þröngri, steiniagðri gangstétt- arlausri götu, ekki langt frá Pal- azzo Farmese. Húsið var dökkt af elli, sprunginn gosbrunnur lak í húsagarði gluggarnir í slitna marmarastiganum voru brotnir og inni var rakur þefur af vetri, eins og frá köldum læk sem rennur á steinum. Flagnaðir gipsenglar, dökkir af sóti báru þess vitni að íbúar hússins hefðu fyrir óralöngu verið guðhræddir og í góðum efnum. Þungar, svartar tréhurðirnar á stigapöll- unum minntu á fangelsishurðir. Samtvinnuð þefnum af köttum og vetri var hin sérkennilega ítalska öreigalykt af súrum osti. Bresach átti heima á þriðju hæð. Jack stóð stundarkorn fyr- ir framan þykka hurðina og gaf sér lengri tima en nauðsyn krafði til að kasta mæðinni. Svo barði hann að dyrunum. Meðan hann beið, heyrði hann börn að leik á hæðinni fyrir neðan og há- stillt útvarp öskradi: Volare, oh, oh!! Cantare . . . oh, oh. oh, oh! Það var erfitt að ímynda sér að Veronica með sítt, glitrandi hárið og í ljósu klæðunum hlypi upp þessa stiga og notaði eigin lyfcil tii að komast inn í íbúð- ina bak við óhreina hurðina. Jack barði aftur. Dyrnar voru opnaðar, rétt eins og sá sem stóð fyrir innan hefði staðið og beðið og vonað að ekki yrði barið aft-^ ur, s,vo að ekki þyrfti að opna dyrnar. Það stóð maður í gang- inum að einhverju sem minnti á dimm jarðgöng og hélt dyr- unum opnum til hálfs. En það var ekki Bresach. Maðurinn var hávaxinn og dálítið lotiim og hann var með gleraugu og klæddur pBysu og andlit hans var vingjarnlegt og fræðimanns- legt og augun spyrjandi og nær- sýnisleg. — Já, sagði maðurinn. Bak við hann, út i hinum enda jarðganganna sem Jack sá nú að var gangur sem iá inn að herbergi. heyrðist glamur í rit- vél, hratt og ákaft veðrið útvarpið ¦A- Klukkan tólf í gærdag var orðið þokulaust norðan- lands. en víða bokuslæðingur syðra. Hæð yfir Grænlandi og Islandi. til rninnis T*r I dag er laugardagur 15. ágúst. Máríumessa. Árdegis- háflæði kl. 11.56. •k Næt-ur- og belgidagavörzlu í »Reykjavík annast vikuna 15.'—20. ágúst Reykjavíkur Apótek. •k Nætur- og helgidagavörzlu í Hafnarfirði dagana 15.—17. ágúst annast Bragi Guð- mundsson læknir sími 50323. * Slysavarðstofan f Heilsu- verndarstöðinni er opin allan sólarhringinn. Næturlæknir á sama stað klukkan 18 til 8. SlMl 2 12 30. * Slökkvistöðin og sjúkrabif- reiðin sfmi 11100. * Lögreglan simi 11166. * Neyðarlæknir vakt alla daga nema laugardaga klukk- an 12-17 — SÍMI 11610. * Kópavogs»c»ótek er opið alla virka daga klukkan 9— -15.20 laugardaga klukkan 15- 18 og sunnudaga kl 12-16. 13.00 Óskalög sjúklinga 14.30 I vikulokin (Jónas Jón- asson). 16.00 Um sumardag: Andrés Indriðason kynnir fjörug lög. 17.05 Þetta vil ég heyra: Sig- hvatur Jónsson bankafull- trúi velur sér hljómplötur. 18.00 Söngvar í léttum tón. 20^00 „Rauður máni". smá- saga eftir Sotris Patatzis. Andrés Kristjánsson þýðir og les. 20.30 „Nokkuð nýtt?" — Guð- mundur Jónsson og Jón Múli Árnason flytja mein- laust rabb og leika plötur. 21.30 Leikrit: „Fugl í hendi" eftir Ourt Goetz. Þýðandi: Hjörtur Halldórs- son. Leikstjóri: Helgi Skúlason. 22.10 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. skipin * Eimskipafélag lslands Bakkafoss fór frá Brom- borough í gær til Liverpool og Austfjarðahafna. Brúar- foss fór frá Vestmannaeyjum 3. þm til Cambridge og NY. Dettifoss fór frá Keflavík í gærkvöld til Hafnarfjarðar og þaðan í dag til Stornoway, Rotterdam, Immingham og Hamborgar. Fjallfoss fer frá Ventspils 5. þm til Reykjavík- ur. Goðafoss fer frá Hamborg í dag til Hull og Reykjavík- ur. Gullfoss fór frá Reykja- vík í dag til Leith og Kaup- mannahafnar. Lagarfoss fór frá Kristiansand 13. þm til Reykjavikur. Mánafoss fór frá Kaupmannahöfri 12. þm til Fáskrúðsfjarðar. Reykja- foss fór frá Norðfirði' í gær til Hamborgar. Ddynia, Tur- ku, Kotka og Ventspils. Sel- foss fer frá Reykjavík í dag til Grundarfjarðar og Vest- fjarðahafna: Tröllafoss fer frá Akranesi í dag til Rvíkur. Tungufoss fór frá Rotterdam 12. þm til Reykjavíkur. • Skipadeild SlS. Arnarfell er í Rotterdam, fer þaðan til Hamborgar, Leith og Rvíkur. Jökulfell fór 10. þm til Camden og Claucester. Dísar- fell fór 12. þm frá Dublin til Riga. Litlafell- kémur- -til • R- ¦ víkur í dag. Helgafell er i Leningrad. fer þaðan til Is- lands. Hamrafell er væntan- legt til Reykjavíkur 17. þm. Stapafell er i Reykjavík. Mælifell er í Grimsby. + Hafskip. Laxá fer frá Hamborg í dag til Rotter- dam. Rangá er á leið til Ak- ureyrar. Selá er í Reykjavík. -*¦ Skipaútgerð ríkisins. Hekla fer frá Kristiansand kl. 16 í kvöld til Tórshavn. Esja er á Norðurlandshöfnum á austurleið. Herjólfur fér frá Vestmannaeyjum kl. 13 í dag til Þorlákshafnar, frá Þor- lákshöfn kl. 18 til Vest- mannaeyja. Þyrill er á Seyö- isfirði. Skjaldbreið er á Aust- fjörðum á norðurleið. Æerðu- breið fer frá Reykjavík á morgun austur um land til Vopnafjarðar. •k Eimskipafél. Reykjavíkiir. Katla er á leið til Austfjarða frá Flekkefjord. Askja fer í dag frá Reykjavík áleiðis ta Norðfjarðar. ¦*• Kaupskip. Hvítanes er á leið frá Concarneau til Ib- issa. flugið ¦*¦ Loftleiðir. Leifur Eiríksson er væntanlegur frá NY kl. 7.00. Fer til Luxemborgar kl. 7.45. Kemur til baka frá Lux- emborg kl. 1.30. Fer til NY kl. 2.15. Snorri Þorfinnsson er væntanlegur frá Staf- angri og Osló klukkan 23 Fer til NY kl. 0.30. B.iarni Her,iólfsson er væntanlegwr frá Kaupmannahöfn og Gautaborg kl. 23.00. Fer til NY kl. 0.30. * Flugfélag Islands. Skýfaxi fer til Glasgow og Kaup- mannahafnar kl. 8.00 í dag. Vélin er væntanleg aftur til Reykiavíkur kl. 23.00 í kvðld. Gullfaxi fer til Osló og Kaup- mannahafnar kl. 8.20 í dag. Vélin er væntanleg affcur til Reykjavíkur kl. 22.10 í kvöld. Skýfaxi fer til Glasgow og Kaupmannahafnar kl. 8.00 á morgun. Gullfaxi fer til London kl. 10.00 í fyrramálið. Innanlandsflug: I dag er áætlað að fliúga til Akureyrar (2 ferðir). Isaflarð- ar, Skógarsands, Vestmanna- eyja (2 ferðir). og Egilsstaða. Á morgun er áætlað að fliúga til Akureyrar (2 ferð- ir), Egilsstaða, ísajarðar og Vestmannaey j a. gengið ir Gengisskráning (sölugengi) £........................ Kr. 120,07 U.S. $ ...............__ — 43,06 Kanadadollar ........ — ó9,82 Dönsk. kr. ...„...,..„ — 622,20 Norsk kr........„„ — 601,84 Sænsk kr............„ — 838,45 Finnskt mark ._. — 1.339,14 Fr. franki ............ — 878,42 Bele. franki „.»... — 86,56 Svissn. franki .... — 997,05 Gyllini ...........<..„ —1.191,16 Tékkn. kr. ...„„, —• 598,00 V-þýzkt mark „., —1.083,62 Lira (1000) ..„„.. — 68,98 Austurr. sch ......., — 166,60 Peseti ...„............... — 71,80 Reiknrngskr. — vöru- skiptalönd ............ — 100,14 Reikningspund — vöra- skiptalönd .„«,...,.„ — 120,55 ÖDfl Faðir og sonur fallast í faðnia og heyra ekki suðið í hinni vélinni, fyrr en Tanja kallar: „Hér kemur Yoto"! . Þórður, sem Iicfur við fallið aðeins hlotið smáskrám- ur og kúlur, þýtur upp. Yoto?? NÚ var grunur hans staðfestur, að Lupardi hefði haft hönd í bagga með ölhim þessum undarlegu fyrirbrigðum á eynni. Rétt á eftir lendir vélin og Yoto hoppar út. WELA súpur eru betri WELA súpur eru ódyrari WELA súpur fást í næstu matvörubúö

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.