Þjóðviljinn - 15.08.1964, Blaðsíða 4
SIBA
HðÐVILIINN
Laugardagur 15. ágúst 1964
Ctgefandi; Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk-
urinn. —
Ritstjðrar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.),
Sigurður Guðmundsson.
Ritstjörj Sunnudags: Jón Bjarnason. . '
Fréttaritstjóri: Sigurdur V. Friðþjófsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19,
Simi' 17-500 (5 linur). Áskriftarverð kl- 90,00 á mánuði.
Ofbeldisgleði
Curnir íslenzkir blaðamenn virðast, fylgjast með
alþjóðamálum af svipuðu hugarfari og strák-
lingur sem horfir á kúrekamynd til þess að dást
að því hvernig hetjan snjalla yfirbugar alla and-
stæðinga, ofurmannlegur að kröftum og atgervi.
Þetta viðhorf kom. mjög greinilega fram í Vísi á
miðvikudaginn var, en þá birti blaðið ritstjórnar-
grein sem nefndist: „Stórfelldur álitshnekkir kín-
verskra kommúnista". Sagði þar að vika væri lið-
in frá því að Bandaríkin gerðu árásir sínar á Norð-
ttr-Víetnam, og síðan var haldið áfram: „Þó þetta
langur tími sé liðinn frá aðgerðinni bólar ekki enn
á neinum mótaðgerðum Kínverja, og er nú svo-
komið að flestir á þessum slóðum eru farnir að
skilja það að „stórveldið" Kína er ekki stærra
en það, að það er þess algerlega varímáttugt að
gera nokkrar skjótar gagnráðstafanir. Þannig hafa
þessir atburðir orðið kommúnistum á suðaustur
Asíu svæðinu til mikils álitshnekkis". Viðhorf
götustráksins og kúrekaaðdáandans leynir sér
ekki: Komdu ef þú þorir, .og ég. skal kýla þig! .- „»
¦WS-,tv
Cízt skal hér dregið í efa að bandaríski herinn
hafi mikinn mátt til þess að rækja þá sérgrein
sína að myrða og tortíma, en þó skyldu Vísismenn
spara sér hina takmarkalausu valdtilbeiðslu.
Bandarfkjamenn og Kínverjar hafa áður átzt við
á vígvelli í Kóreu, og um það erlauk voru Banda-
ríkjamenn fegnir að láta samningamenn tala í stað
vopnanna. Og sú viðureign var enginn ævintýra-
atburður á hvítu tjaldi. heldur ógn og blóð og tor-
tíming, gereytt land, miljónir manna svip'tar Hfi,
harmur og þjáningar sem enginn íslendingur get-
ur gert sér í hugarlund. Ef Kínverjar hefðu fylgt
því lögmáli sem Vísir tignar og bandaríski herinn
framkvæmir hefðu hliðstæð örlög verið kölluð yf-
ir gervalla Suðaustur-Asíu, þvílík átök hefðu á
svipstundu getað orðið að alheimsbáli og einnig
vitjað íslands, herstöðvar stórveldisins sem hóf of-
beldisárásina á Norður-Víetnam. Eflaust skemmta
blaðamenn Vísis sér einnig við spádóma um það
hverjir sigra muni í kjarnorkustyrjöld um heim
allan, en hætt er við að hvorki þeir né aðrir yrðu
til frásagnar um gildi þeirra spádóma.
Ckrif Vísis vaeru ekki alvarleg ef þau væru aðeins
dæmi um viðhorfin hjá einu bernsku flóni, en
þau eiga sér öflugri bakhjarl. Þess hefur marg-
sinnis orðið vart að ráðamenn hernámsflokkanna
íslenzku marka afstöðu sína til alþjóðamála af
rómantískri tilbeiðslu á vopnavaldi hins vestræna
stórveldis, en ekki af ábyrgðartilfinningu og raun-
særri umhyggju fyrir örlögum okkar og annarra.
Og sókn Goldwaters í Bandaríkjunum er einmitt
til marks um sömu skefjalausu ofbeldisgieðma
sem birtist í Vísi, og þar eru að verki öfl sem geta
gert sjúka draumóra sína að veruleika/ — m.
rmuda - Akureyri 2:
eftir yfirburði norðanmanna í meira
en 60 mínútur
Þessi þriðji leikur Bermuda-
liðsins er ef til vill bezti leik-
urinn sem farið hefur fram í
sambandi við þessa þægilegu
heimsókn. Bermudaliðið náði
síz.t lakari leik en í hinum, en
það sem mestu munaði var að
lið Akureyrar lék berri knatt-
spyrnu en hin liðin tvö. Þetta
til samans gerði leikinn m.iög
skemmtilegan, og við það bætt-
ist að hann var sérlega drengi-
lega leikinn af beggja hálfu.
Það gerði að sjálfsögðu þægi-
lega spennu í leikinn að lið
Akureyrar hafði yfirburöi í
leik og möguleikum allan fyrri
hálfleikinn og nokkuð fram í
síðari hálfleik. Hitt urðu líka
vonbrigði hve þeim tókst illa
að notfæra sér hin mörgu góðu
tækifæi-i.
Það var engu líkara en að
þetta mótlæti hefði að lokum
lamandi áhrif á leik, þeirra.
því þegar 20f mín. voru af síð-
ari hálfleik tóku Bermudamenn
að gerast all nærgöngulir við
mark Akureyrar, og hlífði þá
að þeir notuðu illa tækifærin.
Spennan og spurningin var nú
orðin um það hvort Akureyri
tækist að standast storminn
eða snúa vörn í sókn og sigra,
en það tókst ekki og Bermuda
skorar 7 mín. fyrir leikslok 'og
tryggir sér þar með eina sigur-
inn í heimsókninni.
Eftirgangi leiksins ekki rétt=
lét úrslit, því Akureyri hefði
eftir sinn góða leik í meira en
. 60 mínútur átt að geta haft
minnst tveggja marka fdrskot.
Eftir sóknarlotu Bermuda í lok
leiks og þau tækifseri sem þeir
fengu 4iefði •jafntefli verfð nær
sanni, og Akureyri þó . nær
sigrinum.- •
¦ Kári skorar eftir 3 mínútur
Það setti að sjálfsögðu
spennu í leikinn að Akureyri
tókst að skora eftir gott áhlaup
begar á þriðju mínútu leiksins.
Vaj? það Valsteinn. sem sendi
Kára knöttinn en hann var
prýðilega staðsettur og skaut
óverjandi fyrir Siddle í mark-
ið. i
Það IXða' ekki nema 4 mínút-
ur þar til litlu munar að þeir
skori annað mark. sem að vísu
hefði orðið heppnismark.
Spyrnt er knetti alllangt í átt-
ina að marki.í og sér mark-
vmaður hvar hann muni detta
niður, og fer á móti honum og^
, ætlar að taka .hann þegar hann
sprettur upp. en f viðbragðinu
rennur hann og hann má ligg.i-
andi horfa á knöttinn'. svífa yf-
ir sig og í átt að tómu mark-
inu.
Varnarmaður hefur þó tóm
til að elta hinn hoppandi knött
og hleypur allt hvað af tekur
og. nær honum fast við línu
og bjargar; , .
Þó lítið gerist alvarlegt
næstu 25 mínúturnar, er sótt
og varizt á báða bóga. og eru
Akureyringar þó meira í sókn,
og mátti oft sjá góöa knatt-
spyrnu. A 30. mínútu á fram-
vörðurinn Guðni Jónsson mjög
gott skot á mark en mark-
maður sló yfir.
A næstu mínútu eiga Berm-
udamenn hættulegt skot en
Samúel varði vel. Stuttu síðar
er Kári komdnn innfyrir og
manni virðist sem ekkert sé
eftir annað en sora, en mark-
maðiirinn kemur vel út og lok-
ar og ver ótrúlega.
Litlu síðar er Skúli Ágústs-
son kominn ínnfyrir og í góðu
fseri en rríarkmaðurinn ver í
horn.
Á síðustu mínutu fyrri hálf-
leiks sæk.ia Bermudamenn all-
fast og vill svo illa til að varn-
armaðíir hittir knöttinn illa.
svo að hann fer út til vinstri
oe Leverock eltir hann eins og
"lding og skaut bótt markið
væri lítið, og knötturinn f<5r
í markið. sem má kalla svo-
litla heppni.
Það er^naumast tími til að
byrja á nýjan leik, svo litlu
munaði að þeim tækist -að
jafna, og hefði það sagt betur
til um gang fyrri hálfleiksins.
Bermudamenn sækja í sig
veðrið t
Til að byrja með hafa Ak-
ureyringar sömu tök á leikn-
um og fyrr, þó átti Lewis gott
skot á mark Akureyringa en
Samúel bjargar vel í horn. Og
nokkru síðar er Philpott á
vítateig, en skotið fór himin-
hátt • yfir. og fórnaði hann
höndum yfir þessu óhappi
sínu!
Hvað" eftir annað leika Akur-
eyringar knettinum léttilega og
leikandi á milli sín að marki
Bermuda, en þeim tekst ekki
að opna vörnina nóg. Á 13.
mínútu er Kári kominn. hsettu-
lega nærri marki og lítið eftir
nema að skora, en Weinwrighti
lokar skemmtilega og eyðilagði ,
möguleikann, og á næstu mín.
er það Sævar sem ógnar Berm-
uda með hörkuskoti sem mark-
maður ver alveg snilldarlega
í horn.
Nú tóku Akureyringar held-'
ur að gefa sig. og ekki ósenni-
legt að h.in mörgu misnotuðu
tækifæri hafi haft lamandi á- .
hrif á þá, og líklegra að sú
hafi verið ástæðan fremur en
úthaldsleysi.
A 16. mínútu á Philpott
hörkuskot sem Samuel varði
mjög vel í horn.
Á 20, mínútu, fær Valsteinn
knöttinn út til vinstri og ein-
leikur fram og endar með skoti
í stöngina. og litlu síðar er
Valsteinn í góðu færi á mark-
teig, en skotið fór rétt yfir.
'Á næstu 5 mínútum eiga
Btermudamenn nær óslitna
sókn. og á þessum mínútum
eiga beir .þrjú opin tækifæri,
sem Samuel á mestan heiður-
inn af að verja.
, Sóknaröldurnar skella á vörn
Akur,eýringa hvað eftir annað
og eiga þeir í vök að verjast.
Ætlar Philpott nú að gerá út
um þetta með góðu skoti úr
opnu færi en allt kom fyrir
ekki. Samuel varði!
Þar kom þó ,að þeir fengu
ekki staðizt sókn Bermuda.
Wi-ight. eltir knöttinn upp að
endamörkum vinstra megin
og tekst að koma honum fyrir
markið, en þangað er þá !kom-
inn hægri framvörður Ingham
öllum að óvörum og skallar
fast og örugglega 1 markið, 6-
verjandi fyrir Sam-úel! Eins og
fjarrænt sælubros breiddist yf-
ir þeldökkt og breitt andlit-
ið. og hleypur hann til stöðu
sinnar, en áður en varði sóttu
félagar hans að honum, föðm-
uðu hann og kysstu í einlægri
gleði yfir bvi að hafa nú tek-
ið forustuna'
Þrátt fyrir nokkrar tOráun-
ir tókst Akureyri ekki að
jafna, við þetta sat til leiks-
loka. Bermudamennirnir tóku
sér ¦ stöðu við útganginn frá
vellinum og stóðu heiðursvörð
er mótherjarnir gengu út af
vellinum. Síðan gengu þeir
spölkorn útá völlinn. hneigðu
sig í þakklætis- og kveðju-
skyni.
Smekklegt og einlægt eins og
þessir geðþekku menn voru.
Og það var mál manna að
þarna á Akureyri hefði aldrei
verið leikinn eins skemmtileg-
ur og drengilegur leikur, og
fengu gestirnir mikið lófatak
þar sem þeir stóðu inni á vell-
inuni og eins er þeir sýndu
góð tilþrif í keppninni.
Skemmtílegur leikur
Akureyringa
Eins og lið Akureyrar lék i
fyrri hálfleik og langt fram í
síðari sýndi það betri leik en
ég hef séð í sumar hjá ís-
lenzku liði, það mátti segja að
það gengi eins og vel smurð
vél þar sem hjólin féllu
hnökralaust hvert að öðru.
Þeir ráða allir yfir góðri
leikni, og þeir hafa tileinkað
sér leikandi samleik, sem
meira að segja sety svo gott
lið. eins og Bermuda er, svo
útaf laginu að þeir höfðu tögl
og hagldir langtímum. Þeir
eiga mjög gott með að finna
hver annan, og þeir temja sér
m.iög innanfótar sendingar þar
sem knötturinn „skríður" í
grasinu. og skiptingar þeirra og
hreyfingar eru þannig. að það
virðist vera svo auðvelt að
gera þetta. '
Hinar stuttu óvæntu hliðar-
sendingar til mannsins sem er
viðbúinn settu oft Bermuda-
mennina útaf laginu. Þeir
,kunnu líka í undragóðum stíl
að láta knöttinn ganga fram og
aftur án þess að tefla áhlaup-
ið. það var sótt að markinu i
fullum hlaupum, en þeir virð-
ast skilja og vita að knöttur-
inn fer margfalt hraðar en
maðurinn sem hleypur með ^
hann.
Skotin virtust vera peirra
heldur véika hlið. eða ef til
vill óheppni f þessum leik.
Það má segja að þetta sé
kprnungt lið. 9 þeirra éru 21
árs og yngri. Jón Stefárwsson
er aldursforsetinn.
Af mönnum beim sem leika
úti á vellinum er erfitt að gera
mikið upp á milli manrjanna.
Það er ef til vill sty\rur liðs-
ins hve jafnt það er, og hve
líkan skilning þeir virðast hafa
á því hvernig eigi að leika
knattspyrnu. Ef til vill mætti
nefna Kára sem vann mjög
mikið og féll miklu betur iriní
þetta lið en hann hefur gért
í úrvalsliðum í surnar, einnig
Guðna og Magnús Jónatansson
meðan hans naut við. en hann
meiddist í ökla, og getur senni-
lega ekki leikið meira í sumar.
en ungi maðurinn Pétur Sig-
urðsson virtist kunna ýmislegt
fyrir sér þó hann fyllti ekki
alveg skarð Magnúsar. Sævar
Jónsson lék í stöðu miðherja
í stað Steingríms sem er veik-
ur á fæti og gerði margt lag-
lega.
En sem sagt eins og liðið lék
á móti Bermuda-mðnnum y»i
einginn veikur hlekl^-
þess að um „stjðrniur'
ræða 1 þess orðs mert
Hinn ungi markmað
ins. Samúel Jóhannsson. lofar
mjög góðu, og leikur hans var
framúrskarandi og vona ég að
ég megi seg.ia þennan sann-,
leika, og að það verði ekki til
þess að skemma þetta góða
efni, en þó vel hafi tekizt
betta kvöld er leiðin enn löng
til hinnar öruggu fullkomnun-
ar. það skyldu allir ungir
menn hafa- í huga.
Þó hér hafi verið sagt að
þetta Akureyrarlið hafi leikjð
betri knattspymu en ég hef
séð í sumar. er ekki þar með
sagt að það hljóti að vinna
alla leiki, svona ungt lið geta
keppnisreynd lið brotið niður.
En það breytir engu um það
, að það er mín bjargfasta trú
að þessir ungu menn séu á
réttri leið, og ef þeir halda
saman ætti í þeim að búa
skemmtilegt framtiðarlið, sem
ætti að geta gefið fordasmi.
Beztu menn Bermuda voru
markmennirnir. og ef til vill
hægri framvðrðurinn Ingham,
sem gerði margt mjðg
skemmtilegt. Daniels var einn-
Framhald á 3. síðu.
Meistaramót islands hefst
á LaugardalsYelli í dag
Meistaramót íslands í frjálsum íþróttum verð-
ur haldið um þessa helgi. Þátttaka er nú meiri
en verið hefur í mörg ár, um 70 keppendur frá
9 íþróttafélögum.
mm
Tekst Jóni Þ. Olafssyni að ná Iágmarksafrcki á GL? Til þess
þarf hann að stö&kva 3.06 m á meistaramótinu í dag.
Þetta er í 39. sinn seín
meistaramótið er haldið
og hefst keppni í dag kl. 3 á
Laugardalsvellinum og verður
fram haldið á, sama tíma áv
morgun. f dag verður keppt í^
200 m hl., kúluvarpi, hástökki,
800 m hl., 5O00 m hl., spjót-
kasti, Iangstökki, 400 m grinda-
hlaUpi og 4x400 m boðhlaupi.
Samhliða meistaramótinu
verður keppt í fimmtarþraut
kvenna og 80 m grindahlaupi
kvemna.
Flestir beztu frjálsíþrótta-
menn landsins taka þátt í mót_
inu og er talsverð þátttaka ut-
an af landi. Búast má við
skemmtilefiri keppni í flestum
greinum og góðum árangri.
Sérstaklega eru menn spennt-
ir að vita hvort Jóni Þ. Ólafs-
syni tekst að ná lágmarkshæð
í hástökki til að komast á OL,
bafi er 2.06 m
Friálsíþróttadeild KR sér um
mótið. yfirdómari er Eiríkur
Pálsson og leiTcstjóri Einar Frí-
mannsson.