Þjóðviljinn - 15.08.1964, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 15.08.1964, Blaðsíða 8
35.150 mál og tunnur í gærkvöld fékk Þjóðviljinn þær upplýsingar hjá Síldarleit- inni á Dalatanga að síðastliðinn sólarhring hefði afli 78 skipa verið um 35.150 mál og tunnur. í gærkvöld var norðan kaldi þar eystra en þó sæmilegt veiðiveð- nr, og voru skipin farin að kasta á sömu slóðum og áður. Um 11 leytið höfðu engir bát- ar tilkynnt Síldarleitinni komu sína, en, vitað var að nokkrir bátar höfðu fengið sæmileg köst. Það er unnið af kappl þessa dagana að breytingunum á húsi Þjóðviljans, Skólavörðu- stíg 19, en eins og lesendum blaðsins er kunnugt á að end- uxbyggja rishæð hússins, rífa núverandi þak og þakhæð og reisa nýja inndregna hæð í staðinn. Þsssum miklu breytingum fylg- ir óhjákvæmilega talsvert rask og umrót, eínkum meðan ver- .ið er að rífa það gamla nið- , ur, skjóta styrktarbitum und- ir gömlu gólfin og ganga frá undirstöðum o.fl. Þetta allt veldur því að und- anfarna tvo daga hefur ekki verið unnt að vinna af full- um krafti í ritstjórnarskrif- stofum blaðsins eða prent- smiðju og þessvegna reynzt ó- hjákvæmilegt að minnka blað- ið, í gær í 10 síður, í dag 8 síður. Efnisröskun verður að sjálfsögðu talsverð vegna þessa t.d. verða Erlend tíS- indi Magnúsar Torfa Ólafs- sonar að bíða morgundágs- ins, sunnudagsins, en þá verð_ ur Þjóðviljinn aftur i sinni fullu stærð, 12 síður. Örslítaleiksr og verðlaun afhenf Handknattleiksmótinu verð- ur haldið áfram í Hafnarfirði kl. 3 í dag. Fyrst verður úr- slitaleikur í öðrum riðli í mfl. kvenna: FH — Víkingur og Fram — Breiðablik, þá keppa Valur — KR í 2. fl. kvenna og loks berjast Haukar og Ár- rhann um 2. sæti í mfl. karla. Að loknum þessum leikjum verður sigurvegurum í mfl. karla FH afhentur bikar sá sem Álafoss gaf fyrir nokkrum árum og keppa á um i 50 ár. Á þessari mynd sést hluti þátttakenda mótsins í hinum glæsilegu salarkynnum Hagaskólans í Kvík. 4. Norræna vatnafræðinga- mótinu lýkur í Rvík í dag ¦ í gær var boðaður fundur með blaðamönnum á veg- um forystumanna 4. norræna vatnafræðingamótsins, sem að þessu sinni er haldið í Reykjavík. Þrjú síðustu mótin hafa verið haldin á hinum Norðurlöndunum á þriggja árá fresti, síðast í Víborg, Danmörku 1961. Fulltrúi Islands á þessum ráðstefnum hefur verið Sigurjón Rist vatna- mælingamaður rafoTkumálastjórnarinnar og á Víborgar- ráðstefnunni flutti hann hinum norrænu vatnafræðingum boð raforkumálaráðherra og raforkumálastjóra að halda mótið 1964 á íslandi. Mótið hófst þann 10. ágúst. Jakob Gíslason raforkumála- stjóri setti mótið í Hagaskólan- um og þá voru flutt erindi af Islendingum. en það er jafnan liSur í þessum ráðstefnum að gefa yfirlit yfir vatnafræði þess lands. sem þser eru haldnar í. Islenzk erindi Þessir Islendingar hafa haldiS erindi á mótinu: Sigurjón Rist um vatnsrennsli í ám, Adda Bára Sigfúsdóttir um úrkomu og hita. Guðmundur Kjartansson um jarðfræðilegar skýringar á mismun lindáa og dragáa, Jón Eyþórsson um jökla og mæling- ar þeirra og Sigurður Þórarins- son um jökulhlaup og mælingar þeirra. Jón Jónsson flutti er- indi um grunnvatn og sprungu- myndanir í nágrenni Reykjavík- ur og Hafnarfjarðar. Guðmundur Pálmason um heita vatnið og Páll Theodórsson, Bragi Arna- son og Sigurjón Rist fluttu er- indi <um notkun geislavirkra efna við mælingar og rennsli í ám. Auk hinna íslenzku erinda fluttu hinir erlendu fulltrúar 18 erindi um ýmis efni varSandi nútíma vatnarannsóknir. Þriggja manna nefnd frá Raf- orkumálaskrifstofunni og Veður- stofunni sá um undirbúning mótsins, en í nefndinni áttu sæti Sigurjón Rist. sem var formaSur, Adda Bára Sigfúsdóttir og Guð- mundur Pálmason. Árni Þ. Árnason cand. oecon er frarrí- kvæmdastjóri mótsihs. Þátttakendurnir eru 65 talsins. Ferðalög þátttakenda. Þátttakendur ráðstefnunnar hafa* ferðazt nokkuð, t.d. skoð- uðu þeir Reykjavík á mánudag. Þá sátu gestirnir boS Jóhannesar Zoéga á Hótel Sögu en síðan skoðuðu þeir Hitaveitu Reykja- víkur og Jóhannes veitt full- trúunum upplýsingar um hita- veituna, starf og skipulagningu. 13. ágúst héldu gestirnir i ferðalag austur fyrir fjall. Litið var á hveri og gróðurhús í Hveragerði og síðan ekið sem leið liggur að Þjórsá og Skál- holti. SogiS og Þingvellir voru skoðuð í heimleiðinni. 1 gær var mótinu slitið af Laugardagur 15. ágúst 1964 — 29. árgangur — 182. tölublað. Fjölskyldubætur ekki dregnar frá — Álagningarvillurnar verða leiðréttar, ef kvartanir berast * Sú slæma villa slæddist inn í frásögn Þjóðviljans í gær af þvi hvaða bætur væru frádráttarbærar við álagningu útsvara, að fjölskyldubætur voru taldar þar með. Þetta( er ekki rétt. Frá- dráttarbærar eru m.a. ellilífeyrir, örorkubætur, en fjölskyldu- bætur eru reiknaðar með tekjum manna. ¦k Eru lesendur beðnir velvirðingar á þessum mistökum. •k Skattstjóri hefur tjáð Þjóðviljanum, að þar sem svo standi á, að álagning sé röng vegna þess að frádráttarbærar bætur hafa ekki verið dregnar frá, verði það að sjálfsögðu leiðrétt, enda þótt kærufrestur sé útrunninn, ef kvartanir berast til skattstof- unnar um slíkt. Er fólk hvatt til þess að athuga framtör sín með tilliti til þess og fara fram á leiðréttingu við skattstof- una, ef ástæða er til. Þjálfar skátaforingja og flytur fyrirlestra Sigurjón Kist. Jakob Gíslasyni raforkumála- stjóra. A blaðamannafundinum í gær skýrðu nokkrir fulltrúar Norður- landanna frá viðhorfum í heima- löndum sínum og viShorfum til ráðstefnu sem þessarar. Lýstu þeir allir mikilli ánægju sinni með komuna til Islands, sér- staklega þeirri nýlundu sem þeim er að sjá jarðhitann á ls- landi og einnig luku þeir lofs- Framhald á bls. 3. Um þessar mundir dvelst hér á landi í boði Bandalags ís- lenzkra skáta, Margareta Broon, en hún hefur um árabil gegnt þýðingarmiklum störfum fyrir sænska skátabandalagið. Hingað til lands kemur Margareta Broon fyrst og fremst til að annast þjálfun ljósálfaforingja en hún mun eínnig halda fyrirlestraum ýmis þau má'l sem varða skáta og skátaforingja og . þátt skáta- starfs í æskulýðsstarfi og al- meimu uppeldi. 1 heimalandi sínu, Svíþjóð, hefur Margareta Broon fyrst og fremst fengizt við þjálfun for- ingja fyrir öll aldursskeið sem skátastarfiS nær yfir, Ijósálfa, skáta, dróttskáta og svanna. en hún hefur einnig verið framar- lega í norrænni samvinnu um foringjaþjálfun. Hérlendis mun Margareta Broon dveljast í 3—4 vikur. Fyrstu viku septembermánaðar heldur hún námskeið fyrir ljós- álfaforingja við ' Ulfljótsvatn. Samtímis þessu námskeiSi verður annað námskeið fyrir ylfingja- foringja og mun Björgvin Magn- ússon annast stjórn þess. 1 þessu sambandi má geta þess að for- ingjaþjálfun á vegum Bandalags íslenzkra skáta hefur aukizt mjög á síðari árum. NámskeiS sem haldin hafa verið í þessu skyni hafa verið vel sótt. Margareta Broon sagði á fundi með blaðamönnum í gær að í Svíþjóð yæri mikið gert til að efla áhuga unglinga fyrir skáta^ starfinu. Hún lagði ríka áherzlu á að mikilvægt væn" 'áí) ^flrifia starfssvið sem hæfði alclursflokki dróttskáta, sem er« unglingar frá 15—18 ára. I Svíþjóð hafa margar nýjungar verið teknar upp í starfi dróttskáta og hefur það gefizt vel. Einnig skýrði Margareta frá merkri nýjung í skátastarfinu í Svíþjóð en það eru hinir svokölluðu stílskólar. Skátahreyfingin annast kennslu í skólum þessum en kostnað greiða hin ýmsu iðnfyrirtæiri. Þarna fá unglingar sem starfa h já viðkomandi iðnfyrirtæki, fræðslu og aðstoð við þau vanda- mál sem allir unglingar eiga við að stríða. A námskeiðum þessum er víða komið við og miðar fræSsla þessi að því að veita unglingunum sjálfsöryggi og góða framkomu. 20 „MAGNUSAR" ¦ Ekki hafa þeir Visismenn treyst sér að færa sönnur á fyrri fullyrðingu sína, að samanburður Þjóðviljans væri falsaður. og sitja þeir nú uppi með sínar eigin fals- anir. Vísir sagðí m.a. að birta mætti nöfn „10 Magnúsa og tölur sem sýndu, að skattar þeirra allra hefðu lækkað" En Vísir hefur ekki einu sinni treyst sér til þess að koma með þessa „10 Magnúsa". Við tökum því það ráð að birta nú nöfn 20 Magnúsa, og til þess að gleðja Vísi sérstak- lega tókum við með alla kaupmenn í skattskránni. sem bera það nafn. Og þótt ótrúlegt sé, eru þeir allir með heldur hærri giöld en í fyrra, svo það er eðlilegt að Vísir sé seinn að koma með þessa 10. sem skattar hafa lækkað á. En engu að síður er býsna fróölegt að bera hækkanirnar á kaupmönn- unum saman við hækkanir á nöfnum þeirra í öðrum starfsstéttum. Og hér kemur svo samanburðurinn; OPINBER GJÖL.Ð: Magnús Magnús. Magnús Magnús Magnús Magnús Magnús Magnús Magnús Magnús Magnús Magnús Magnús Magnús Magnús Magnús sjómaður verkamaður lögregluþjónn póstmaður kennarí prenitari fulltrúi kennari símamaður skipstjóri trésmiður tollþjónn forstjóri heildsali 0) kaupmaður (I) kaupmaður (II) 1963 21.997,00 30.986,00 21.940,00 5.830.00 29.488.00 U -55SJ90 13.411,00 25.059,00 7.554,00 10.278,00 10.098,00 23.199,00 67.080,00 57.496,00 62.148,00 64.763,00 1964 45.471,00 58.440,00 •41.672,00 39.933,00 52.322,00 20.657,00 29.460,00 33.827,00 22.783,00 26.362,00 35.945,00 32.737100 62.651,00 72.324,00 68.340,00 91.895,00 hækkun hækkun hækkun hækkun hækkun hækkun hækkun hækkun hækkun hækkun hækkun hækkun lækkun hækkun hækkun hækkun 23.474,00 27.454,00 19.732,00 34.103,00 22.834,00 9.098,00 16.049,00 8.768,00 15.229,00 16.084,00 25.847,00 9.538,00 4.429,00 14.828,00 6.192,00 27.129,00 Magnús kaupm. (III) Magnús kaupm. (IV) Magnús kaupm. (V) Magnús heildsali (II) 44.162,00 45.494,00 hækkun 1.330,00 14.423,00 16.593,00 hækkun 2.170,00 54.764,00 79.398,00 hækkun 24.634,00 101.403,00 124.064,00 hækkun 22.661,00 Minnsta hækkun opinberra gjalda fær Magnús kaupmað- ur (III) 1.330,00 krónur, nafni hans (IV) í kaupmannastétt fær 2.170,00 króna hækkun, og kaupmaður (II) kemst meira að segja upp í 27.129,00 króna hækkun. Aftur á móti fær Magnús verkamaður 27.454,0ft króna hækkun, sem er 345,00 krónum meira en hækkunin á þeim kaupmanni, sem „verst verður" úti varð- andi opinber gjöld í ár. Hækkanir á öðrum launa- mönnum nema frá 8.768,00 krónum allt upp í 34.103,00 krónur; það er að segja Magnús póstmaður fær 6.974,00 krónum meiri hækk_ un en sá þeirra nafnanna í kaupmannastétt, sem fékk mesta hækkun. Eini Magnús- inn af þeim sem við tökum til samanburðar í dag og fær lækkun, er Magnús forstjóri og nemur hún 6.192,00 krón- um. í tilefni af skattalækkun forstjórans birtum við hér örlitla glefsu úr „lífi for- stjóra", eins og Alþýðublað- ið segir að það gerist nú til dags. Við látum forstjórann hafa orðið: . . . „Já, ég á gott hús, en Fýrirtækið hefur leigt helminginn af því af mér fyrir geymslur Qg fleira. . . . Fyrirtækinu er hagstætt að sjá mér fyrir bíl . . . ég fer í erindum Fyrirtækisins (til útlanda) í kynnisferð og á þess kostnað. Það eru eðlileg útgjöld nú á dögum. Konan er gömul skrifstofu- stúlka og fer mér til aðstoð- ar . . . maður hefur fasta dagpeninga á ferðum eins og aðrir. Ef ekki er eytt miklu má ^kaupa utan á sig af ferðakostnaðinum . . . Svo til árlega koiaa hingað erlendir forstjórar í heimsókn til Fyr-~ irtækisins, og hefur því reynzt óh'jákvæmilegt, að fyrirtækið ætti veiðiréttindi í góðri á og veiðihús. ávo notum við þetta á milli . . . Það hvílir á mér sem for- stjóra að taka á móti gestum Fyrirtækisins. Stundum er farið með þá á skemmtistaði borgarinnar, en oft er ódýr- ara að hafa smáboð heima hjá mér. Auðvitað greiðir Fyrirtækið þetta. Nú á dög- um er óhjákvæmilegt að hafa dálitla risnu . . . Ég barf ekki ið kæra". Og svq er rétt að taka það fram, ef Vísir kemur nokk- urn tíma með þessa „10 Magnúsa" sína og tölur sem sýndu að skattar þeirra allra hefðu lækkað", þá getur Þjóðviljinn birt nöfn 10 Magnúsa, sem bera stórhækk- aða skatta, á móti hverjum einum, sem Vísir bendir á að hafi lægri skatta. Og þetta á ekki bara við Magnúsa, heldur yfirleitt öll þau nöfn, sem fyrirfinnast á skatt- skránni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.