Þjóðviljinn - 20.08.1964, Side 4

Þjóðviljinn - 20.08.1964, Side 4
I 4 SIÐA Ctgctandi: Samemingarflokkur alþýðu — Sósialistaflokk- urinn — Ritstjórar: Ivar H Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason Fréttaritstjóri: Sigurður V BYiðþjófsson. Ritstióm, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmidja, Skólavörðust 19, Simi 17-500 (5 línur) Áskriftarverð kl 90.00 á mánuði Stríðshætta af Natóríkjum Qfriðarblikur hafa verið á lofti um nokkurt skeið. Litlu hefur munað að tvö ríki sem ísland er í hernaðarbandalagi við hafi rokið saman í stríð, tvö ríki sem lesendur Morgunblaðsins, Tímans og Alþýðublaðsins hefðu ástæðu til að ætla að væru í Atlanzhafsbandalaginu til þess að vernda frið- inn í heiminum og þá ekki sízt til þess að lifa í sátt og samlyndi innbyrðis, Grikkland og Tyrk- land. Ríkisstjórnin íslenzka og flokkar hennar, sem drifið hafa vopnlausa íslendinga í hernaðar- bandalag við þessi ríki, virðist að vísu ekki hafa miklar áhyggjur vegna skuldbindinga sinna. Það er varla fundarfært eða hefur verið í ríkissfjórn- inni í Reykjavík, einn ráðherranna í Washington, annar í Helsinki, þriðji á Sprengisandi. En senni- lega hugleiða þeir hver á sínum stað, og fá jafn- vel um það innblástur hvernig beri að skilja skuld- bindingu og heitstrengingu íslands að veita lið í stríði bandamönnum sínum í Atlanzhafsbanda- laginu, ef svo slysalega tiltekst að bað verði ein- mitt bandalagsríki íslands -í friðarbandalaginu Nató sem berjast innbyrðis. Hvoru þeirra á Is- land þá að veita lið? Um það er ekkerf í sáttmál- anum. Og samkvæmt fréttum virðist það helzt harmsefni ríkisstjórnum hinna friðsömu ríkja Grikklands og Tyrklands, bandalagsríkia íslands í hernaðarbandalaginu, að þær skuli ekki fá að semja um málefni hins sjálfstæða smáríkis sem er tilefni deilunnar, Kýpur, þann veg að ríkis- stjórn þess lands og íbúar séu þar hvergi hafðir með í ráðum. | öðrum heimshluta, Suðaustur-Asíu, má segja að Bandaríkjastjórn hafi nú alveg kastað hræsn- isgrímunni og hafið blygðunarlausa, opinbera og yfirlýsta hernaðarþátttöku gegn þjóðfrelsishreyf- ingu Súður-Víetnam. en öll hemaðarþátttaka Bandaríkianna og hergagnaflutningur þangað er brot gegn Genfarsamkomulaginu um málefni Víetnam Þess vegna hefur hingað til verið reynt í orði að dulbúa beina hernaðarþátttöku Banda- ríkjanna þar með hræsnistali um „hernaðarráðu- nauta“ og hvers konar „aðstoð“ þó það hafi ekki blekkt neina. ekki heldur heiðarlega bandaríska fréttamenn í Saigon. Jafnframt eru hafnar ó- skammfeilnar hernaðarárásir bandarísks flughers á Norður-Víetnam. Það er þannig fvímælalaust her voldugasta stórveldis Atlanzhafsbandalagsins, sem stendur blóði drifinnd stríði gegn þjóðfrels- ishreyfingu Suður-Víetnam og leikur sér að eldi stórstyrjaldar í Asíu. Sú framkoma hefur verið fordæmd einnig af mörgum bandamanni Banda- ríkjanna. Og þjóðir heimsins hafa enn fengið svip- sýn af hinu sanna eðli ,.friðarbandalapsins“ Nató. revnslu sem ekki er ólíklegt að íslendingar læri einnig nokkuð af. — s. ÞJðÐVILIINN •Fimmtudagur 20 ágúst 1964 Áætlanir um fullvirkjun Laxár í Þingeyjarsýslu Stjórn Laxárvirkjunarinnar hefur nýlega sent frá ser svo- fellt yfirlit um helzbu niður- stöður Sigurðar Thoroddsens verkfraeðings, sem unnið hefur að rannsókn og áætiunargerð um virkjun Laxár: Nú nýverið hefur Sigurður Thoroddsen verkfræðingur skil- að áætlun um fullvirkjun Lax- ár í S-Þingeyjarsýslu við Brú- ar. Alls nær skýrslan yfir áætl- unargerðir um 10 mismunandi virkjanir og til Suðurárveitu. Enn fremur er gerð grein fyrir flutningsvirkjun vegna hinna ýmsu tilhagana, spennistöðvum við virkjanirnar, háspennulínu til Akureyrar og spennistöð þar. Þess skal getið. að í öllum tilhögununum er gert ráð fyrir- hví, að veita Suðurá í Laxá, en t>að eykur orkuvinnslugetuna við Brúar um 30—40% og enn- fremur er gert ráð fyrir að gera háa stíflu f Laxárgljúfrum í bví skyni að skapa miðlun og rekstursöryggi og auka fall- hæð. Allt bendir tjl bess, að 30 metra há stífla sé hin hag- kvæmasta. Enn fremur skal bess getið að bessar áætlanir eru miðaðar við bað. að virkjað sé tii almenn- ingsnota og uppsett afl miðað við bað, Fara hér á eftir hinar 4 til- haganir að virkjun fallsins við Brúar: virkjað verður í áföngum á 20 —30 árum, þá verði 2. og 3. tilhögun ódýrastar miðað við núgildi stofnfjárins í upphafi heildarvirkjunar Enn hafa ekki verið gerðar , endanlegar tillögur til lausnar á raforkuþörf Norður- og Aust- urlands, en eftirfarandi 3 mögu- leikar eru teknir til meðferðar í skýrslu Sigurðar Thoroddsen: 1. Laxársvæðið: Sama orkuveitusvæði og nú er. 2. Norðurland: Hrútafjörður — Þórshöfn. Orkuveitusvæðið stækkað með veitu vestur til Skagafjarðar, norður tjl Siglufjarðar og aust- ur til Þórshafnar. 3. Norður- og Austurland: Fyrmefnt svæði (2) að við- bættu Austurlandi. allt suður fyrir Hornafjörð. í skýrslunni eru línurit, er sýna aflspá fram til ársins 1986 fyrir ofangreind svæði, og eru virkjunarstigin við Brúar, sem henta hverju siáni felld að línuritunum. Gert er ráð fyrir að aflbörfinni verði fullnægt með vatnsafli yfirleitt, en fram til ársins 1968 verði aflþörfinni fullnægt á annan hátt, en tal- ið er að fyrr verði ekki lokið hinum fyrsta áfanga virkjunar við Brúar. Lauslegar athuganir þenda til þess, að byggingartími þeirra virkjunarstiga, sem til greina koma sem 1. áfangi séu um 3 ár. Verði orkuveitusvæðið hið sama og nú er. Laxársvæðið, eru virkjunarþrepin samkvæmt 2. og 3. tillögu nokkuð stór. Með 1. tilhögun fengist auð- veldari byrjun, en heildarvirkj- unin verður dýrari. Svipað er að segja um 2. orkuveitusvæð- ið. Fyrir 3; orkuveitusvæðið N.- og Austurland, vex aflþörfin örast. Fyrir þetta svæði mundi henta vel að virkja samkvæmt 2 og 3. tilhögun í áætlun Sig- urður Thoroddsen. Með 3. til- högun mundu tvö fyrstu virkj- unarstigin verða fullnýtt á um 5 árum hvort, hið 3. á um 4 árum og hið 4. og síðasta á um 4 árum. Heildarvirkjun Laxár við Brúar yrði þannig fu'Unýtt á árunum 1985—1990. Af framan- sögðu sést. að heildarvirkjun Laxár við Brúar mundi henta bezt fyrir orkuveitusvæði. sem nær yfir Norðurland og Aust- urland. Telur Sigurður Thoroddsen ólíklegt, að hægt verði að full- nægja orkuþörf þessa orku- veitusvæðis ódýrar með virkj- unum annars staðar en við Brúar. ef virkjað er fyrir al- menningsnotkun eingöngu. Áætlun um flutningsvirkjun, sem þarf til stækkunar orku- veitusvæðanna hefur að vísu ekki verið gerð, og þar af leiðandi ekkj heldur kostnaðar- eða hagkvæmnissamanburður á þessum þremur möguleikum. enda kemur þar einnig til sam- anburðar við aðra virkjunar- möguleika. Að lokum segir svo í álits- gerð Sigurðar Thoroddsen: „Að öllu athuguðu verður ekki annað sagt en að virkjun- arstaðurinn við Brúar sé heþpi- legur. Tæknileg vandamál í sambandi við framkvæmdir fá- ar og ekki umfram það. sem eðlflegt má teljast á góðum vjrkjunars.töðum og virkjunar- kostnaður ti'ltölulega mjög vægur. Þar er nægt afl og orku að fá fyrir orkuveitusvæði, er nær yfir Norður- og Austur- land. næstu tvo áratugi auk þess að annað eins má virkja ofar við Laxá, Mývatnsvirkjan- ir, væntanlega á líku verði,” Það er álit Laxárvirkjunar- stjómar að þessar virkjanir við. Laxá þoli fyllilega samanburð við aðrar þær virkjanir. sem til greina koma í dag, og taka beri fullt 'tillit til hinna miklu möguleika, sem Laxá í Suður- Þingeyjarsýslu hefur í sam- bandi við orkuöflun fyrir Norðurland. jafnvel Austurland og Suðurland, áður en ákvörð- un er tekin um aðrar hugsan- legar leiðir. 1. Tilhögun: Fallið nýtt í 3 þrepum. Lax- árvirkiun I. lögð hiður Upp- sett afl 86.300 kw, Orkuvinnsla á ári 395 mflj. kwst. Heildar- kostnaður 1005,9 milj, kr. Verð á uppsett kw. við stöðvarhús- vegg um kr. 8.300.00. 2. tilhögun: Fallið nýtt í 3 þrepum. Lax- árvirkun I lögð niður. Uppsett gfl 85.400 kw. Orkuvinnsla á ári 391 milj. kwst. Hefldarkostn- aður 882,9 milj. kr. Verð á uppsett kw. við stöðvarhúss- vegg um kr. 7.400.00. . 3. tilhögun: Fallið nýtt með samsíða virkjunum í einu og tveimur brepum. Laxárvirkjun I. lögð niður, Uppsett afl 84.700 kw. Orkuvinnsla á ári 386 milj. kwst. Heildarkostnaður 843,4 milj. kr. Verð á uppsett kw. við stöðvarhússvegg um kr. 7.135.00. 4. tflhögun. Fallið nýtt í einu þrepi. Nú- verandi virkjanir lagðar niður. Uppsett afl 90.000 kw, Orku- vinnsla á ári 404 milj kwst. Heildarkostnaður 805.2 milj. kr. Verð á uppsett kw. v/ð stöðvarhiíssvegg um kr. 6.540.00. Auk þess er sá möguleiki fyrir hendi að virkja Laxá samkvæmt tilhögun 4 en sem grunnaflsstöð (fyrir stórt veitu- svæði) með 50,000 kw. upp- settu afli. Heildarkostn. laus- lega áætlaður um 627 milj. kr. og verð á uppsett kw. um 8.200.00 kr. Verð á hverja kw- st við stöðvarhúsvegg yrði með 8% árlegum kostnaði um 8,1 eyrir og á Akureyri um 12,3 aurar. Rannsóknir á Snæfellsjökli Orkuverð á Akureyri sam- kvæmt tilhögun 2 yrði með 8% árlegum kostnaði um 18 aur7 kwst. og samkvæmt tilhögun 3 og sömu forsendum um 17,5 aur’/kwst. Verðið samkvæmt til- högun 4 yrði aftur á móti um 16 aurTkwst Það er álit Sig- urðar Thoroddsens, að ef iitflt-g >■' SO QQO / Þetta kort teiknaði Carol Jex ein leiðangurskven nanna, og sýnir það isröndina að nprðvestanverðu og svæðið sem komið hefur undan jöklinum á síðustu þrjátíu árum. Þessi mynd átti að fyylgja greininni um jarðfræðirannsóknir á Snæfellsnesi, sem birtist á 5. síðu blaðsins í gær. Vegna mis- taka varð teik ningin útundan.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.