Þjóðviljinn - 20.08.1964, Side 12
Togliatti hefur
heldur skáuaS,
líðan Segni söm
RÖM 19/8 — Líðan Togliattis
leiðtoga ítalskra kommúnista,
sem fékk heilablæðingu í síð-
ustu viku og liggur síðan þungt
haldinn á sjúkrahúsi á Krím,
hefur heldur skánað síðasta sól-
arhring.
Líðan Segni. forseta Italíu,
sem einnig fékk heilablæðingu
fyrir nokkrum dögum, er söm.
Hann hefur verið meðvitundar-
laus síðan á laugardag.
Heilsu Tuomioja
hefur enn hrakað
GENF 19/8 — Heilsu hins
finnska sáttasemjara SÞ í Kýp-
urdeilunni, Tuomioja, hrakar
enn, en hann fékk heilablæðingu
á sunnudaginn. Hann hefur nú
fengið snert af lungnabólgu og
er talin ástæða til að óttast um
líf hans.
Herforingi fær
heilablæðingu
NEW YORK 19/8 — Brasilíski
herforinginn Chaves, yfirmaður
gæzluliðs SÞ fyrir botni Mið-
jarðarhafs, fékk í dag heilablæð-
ingu og hefur verið fluttur á
spítala þungt haldinn.
Demókratar móti
Johnson forseta
NEW YORK 19/8 — Þrír af rík-
isstjórum Demókrata í suðurríkj-
unum. Þeir Faubus í Arkansas,
McKeithen í Louisiana og John-
son í Mississippi hafa tilkynnt
kð° þéir muni ekki mætá á
flokksþingi Demókrata sem er um
það bil að hefjast i Atlantic
City. Þeir munu heldur ekki
mæta á fundi ríkisstjóra Demó-
krata sem haldinn verður i Hvita
húsinu á laugardaginn í boði
Johnsons forseta.
Fimmtudagur 20. ágúst 1964 — 29. árgangur — 186. tölublað.
Kuldakast um allt
land og næturf rost
1?
■ Mikið kuldakast gekk yfir landið í fyrradag og
fyrrinótt og snjóaði víða í fjöll norðanlands og hér
á Suðurlandi mun næturfrost hafa valdið tjóni á
kartöfluuppskeru eins og sagt er frá annars stað-
ar í blaðinu.
Séð yfir nokkurn hluta sýningarsvæðisins á kaupstefnunnni í Leipzig.
Kaupstefna í Leipzig
haidin 6. —13. sept
■ Eins og kunni er er Kaupstefnan í Leipzig haldin
tvisvar á ári. Kaupstefna þessi er hin stærsta í heiminum
sinnar tegundar og þangað streyma menn frá öllum ver-
aldarhornum-
Haustkaupstefnan hefst nú 6.
spntember næstkomandi og
lýkur 13. september. Næsta vor
verður svo haldið hátíðlegt átta
alda afmæli Kaupstefnunnar
með mikilli viðhöfn.
A sýningunni í september
munu koma fram 6500 framleið-
endur frá 57 löndum í öllum
heimsálfum. En kaupsýslumenn
frá alls áttatíu löndum munu
koma til ráðstefnunnar.
Stærstj hhiti bátttakenda er
frá bvzka albýðuiýðveldinu. sem
á aðild að ölium sýningardeild-
nm en au.k bess svna barna sóof-
alistísku löndin í Evrópu, 7 lönd
Bjarni í Bandaríkjunum
Ræddi við forseta
og Rusk ráðherra
13 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hafði
viðdvöl í Washington í Bandaríkjunum í fyrra-
dag og ræddi þá m.a. við Johnson forseta og Dean
Rusk utanríkisráðherra.
Um þessa Washingtondvöl ráð-
herrans hafa Þjóffviljanum bor-
izt svofel'ld afrjt af skeytum
frá íslenzka sendiráðinu þar í
borg til utanríkisráðuneytisins:
Johnson forseti tók á móti for-
sætisráðherra Bjama Benedikts-
syni á hádegi í dag. 18. ágúst í
Hvíta húsinu. Forsetinn þakkaði
hlýlegar móttökur á Islandi sið-
astliðið haust. lét í Ijós aðdáun
sína á íslenzku þjóðinni og
kvaðst meta mikils vináttu ís-
lendinga. Forsætisráðherra þakk-
aði hið vinsamlega heimboð og
þann heiður sem Islandi væri
sýndur. Forsetinn og forsætisráð-
herra ræddust við hálfa klukku-
stund og snérust viðræður beirra
um * almenn mál Sendiherra
Thor Thors var í för með for-
sætisráðherra.
Frá Hvíta húsinu fór forsæt-
isráðherra með sendiherra í
fvlgd siðameistara bandríska ut-
anríkisráðuneytisins til sendi-
herrabústaðarins og var þar
c’valizt í hálfa klukkustund, en
síðan haldið í utanríkisráðu-
nevtið, þar sem Dean Rusk
hafði hádegisverð +il heiðurs for-
sætisráðherra að viðstöddum
Nitze flotamálaráðherra og
ýmsum æðstu mönnum Evrópu-
deildar ráðuneytisins. Utanrík-
isráðherra og forsætisráðherra
fluttu vinsamleg ávörp. Utan-
ríkisráðherra minntist áhrifa
íslands í alþjóðamálum sem
væru meiri en stærð þjóðar-
innar gæti bent til og væri rödd
íslands ávallt virt á alþjóða-
vettvangi. Forsætisráðherra sagði
að Bandaríkin væru leiðtogi
hins frjá^sa heims. Síðan gengu
forsætisráðherra og Thor Thors
sendiherra til einkafundar með
Dean Rusk, sem skýrði viðhorf-
in í helztu heimsmálunum. Að
fundinum Ioknum var haldið
að leiði Kennedys forseta. For-
sætisráðherra lagði fagran blóm-
sveig með áletrun frá ríkisstjóm
tslands og íslenzku þjóðinni að
leiðinu, en síðan hélt ráðherr-
ann áleiðis til New York með
flugvél Johnsons forseta.
I framhaldi af þessum fré’ta-
skeytum vekjum við athygli les-
enda á þættinum FRÁ DEGI
TIL DAGS á 2. síðu — Austri
trerir heimsókn fslenzka forsæt-
isráðherrans til Hvíta hússins
að umtalsefni í dag.
Asíu, 9 í Afríku og 9 í Ameríku.
Svo og Vestur-Evrópulönd.
Stærstu sýnendur utan Evrópu
eru Indland, Túnis. Brasilía.
fran og Indónesía
fslendingar munu að þessu
sinni ekki hafa þarna sýningar-
deild en ráðgert er að þeir eigi
þátt í sýningunni sem haldin
verður vorið 1965
Sýningarsvæði Kaupstefnunn-
ar er afar glæsilegt og talið
að einn maður komizt ekki yfir
það á göngu þó hann sé að
alla sýningardagana frá morgni
til kvölds. Alls er svæðið 120
þúsund fermetrar.
30 aðalvöruflokkar eru á sýn-
ingunni, bæði tæknilegar vörur
og neyzluvörur.
Lönd f Vestur-Evrópu hafa
aukið þátttöku sína verulega.
T.d. sýna í haust aliir pappírs-
framleiðendur Svíþjóðar.
Þess má og geta að þátttaka
Vestur-Þýzkalands hefur aukizt
um 10% frá Kaupstefnunni í
fyrrahaust og frá Vestur-Berlín
einni er aukningin alls 30%.
Þó fs’land eigi enga sýningar-
deild á ráðstefnunni munu ís-
lenzkir kaupsýslumenn heim-
sækja ráðstefnuna í Leipzig nú
sem endranær.
í þessu sambandi er rétt að
minnast á það að viðskipti fs-
lands og Austur-Þýzkalands hafa
stóraukizt upp á síðkastið. Sem
dæmi má nefna að nú standa
jTir samningaviðræður um kaup
á ýmsum stórvirkum tækjum.
Aðalatriðið í þeim viðskiptum
eru kaupin á fiskiskipum og
verða sex afhent strax f haust
og síðan 10 skip á næstu tveim
árum. Skip þessi eru flest 215
tonn og 30 m. löng. Viðræður
hafa einnig farið fram á milli
Austur-Þýzkalamds og fslands
um kaup á flutningaskipum en
ekki hefur gegnjð saman í þeim
samningaviðræðum þar sem
Austur-Þjóðverjar smíða nú sem
stendur eingöngu ákveðna gerð
6. f. G. í Finnlandi
Framhald af 1. síðu.
Síðan var haldið til Turku (Abo)
i fylgd með Letho forsætisi'áð-
herra, sem komið hafði til Gull-
randa úr sumarleyfi. í Turku
voru skoðaðir merkustu staðir,
en í gærkvöld sátu utanríkis-
ráðherrahjónin samsæti Norræna
félagsins í Finnlandi.
Heimsóknar utanríkisráðherra
hefur verið ýtarlega getið í
finnskum blöðum og útvarpi og
atriði úr henni sýnd í sjón-
varpi.
af flutningaskipum, sem eru of
stór fyrir fslendinga.
Samningaviðræður um drátt-
arbrautir hafa og átt sér stað
og kom sendinefnd hingað ný-
verið til að athuga möguleika
á þeim viðskiptum.
Þá má nefna hinar lands-
kunnu Trabant-bifreiðir, sem nú
hafa verið til sölu á landinu um
hríð og var þessi bílategund
hæst allra í júlílok 1964. en
þá voru komnar til landsjns alls
250 bifreiðar beint til eiganda
en nú er þegar búið að panta
hingað 100 bíla í viðbót af Tra-
bantgerð.
Ráðsfundur UMFÍ
14. Sambandsfundur UMFÍ
verður haldinn í Haukadal 5.—
6. sept. og hefst kl. 4 e.h. Helztu
mál fundarins verða: 40. Lands-
mótið 1965, Þrastaskógur, Fé-
lagsmál, Næsta Sambandsþing.
Á sunnudag verða skoðuð
mannvirki, sem unnið er að að
Laugarvatni og tekin verða í
notkun á landsmótinu. Einnig
verða skoðaðar framkvæmdir í
Þrastaskógi, leikvangur og veit-
ingaskáli. Fundinn sitja héraðs-
stjórnir allra héraðssamband-
anna, auk stjómar og gesta.
Samkvæmt upplýsingum frétta-
ritara Þjóðviljans á Siglufirði
lokaðist Siglufjarðarskarð í
fyrrinótt vegna snjóa og í gær
var rigning og slydda á Siglu-
firði og grátt niður undir byggð.
Var ætlunin að reyna að hjálpa
rútunni yfir skarðið í gærkvöld.
Veðurstofan skýrði Þjóðvilj-
anum svo frá i gær að í fyrri-
nótt hefði mælzt næturfrost á
tveim stöðum á landinu: Á
Grímsstöðum á Fjöllum og Hellu
á Rangárvöllum. Mældist frost-
ið 1 stig á Hellu. Á Hæli var
hitinn einnig um eða undir frost-
marki, sömuleiðis á Nautabúi í
Skagafirði og víða á landinu
svoi sem á Síðumúla og Egils-
stöðum var aðeins eins stigs hiti.
Og að sjálfsögðu hefur verið
kaldara niðri við jörð en þess-
ar mælingar sýna.
Samkvæmt upplýsingum veð-
urstofunnar voru í gærkvöld
litlar horfur á breytingum á
veðurfarinu og allt útlit fyrir að
í nótt yrði sízt hlýrra en { fyrri-
nótt. Kl. 6 síðdegis í gær var
hitinn norðanlands víða aðeins
2—3 stig en þar var skýjað og
því minni hætta á næturfrosti
en hér sunnanlands.
Makaríos þakkar Krústjoff
stuðninginn við Kýpurbúa
Framhald af 1. síðu. /
^prengjunj ,á, Kýpur, gran<ja f-
búum eyjarinnar, einnig börnum,
konum og gamalmennum. Geri
einhver öðrum illt,, aetti hann
að hafa í huga að það sem hann
gerir öðrum getur komið yfir
hann sjálfan".
Skip á leiðinni?
Tyrknesk blöð skýrðu í dag
frá því að sovézkt skip hefði
farið um Bosporus-sund, hlað-
ið vopnum og skotfærum. á leið
til' Kýpur. Erkin utanríkisráð-
herra vildi ekkj staðfesta þetta
þegar blaðamenn ræddu við
hann í dag, en sagði að ef það
kæmi á daginn að Sovétríkin
sendu hergögn til Kýpur myndi
tyrkneska stjómin gera allar við-
eigandj ráðstafanir. Hann bætti
við að ef ófriður kæmi kynnu
Tyrkir að neyðast til að loka
Bosporus-sundi.
Stormahlé
Á Kýpur sjálfri er armars
heldur friðvænlegar í\ dag en
undanfarið. Kýpurstjóm heimil-
aði aðdrætti Tyrkja í Ktimahér-
aði á suðvesturströndinni sem
hafa verið bannaðar flestar
bjargir síðustu daga. Samkomu-
lag um þetta hafði verið gert f
gækvöld milli Makariosar, full-
trúa SÞ og Alþjöða rauðakross-
ins.
Ví'ðræffur
Allt er óvist um viðræður
stjórna Grikklands og Tyrklands
um Kýpur eftir veikindi Tuomi-
oja, sáttasemjara SÞ. Stjómim-
ar hafa báðar afturkallað fyrri
ákvarðanir sínar að taka hluta af
herliði sínu undan herstjóm At-
lanzhafsbandalagsins.
6. skiptiheimsóknin á vegum
Skógræktarfélags íslands
■ í gær var boðað til blaðamannafundar að Sig-
túni í Reykjavík. Þar voru samankomnir 74 Norð-
menn, sem hingað eru komnir í skiptiheimsókn
á vegum Skógræktarfélags íslands. Norðmennirn-
ir komu hinn 5. áeúst en 'fara aftur kl. 2 í dag. Þá
koma hingað í dag 71 íslendingur sem dvalizt
hafa í Noreeri á veeum norska skóeræktarfélagsins.
Norðmennimir hafa nú ferðazt
um landið og gróðursett u.þ.b.
100.000 plöntur aðallega á fimiti
stöðum á landinu. 26 þeirra fóru
1 Haukadal, 10 í Rangárvalla-
sýslu. 10 í Norðtunguskóg í
Borgarfirði. 15 í Vaglaskóg og
10 í Hallormsstaðaskóg.
Eins og áður segir komu þeir
hingað 5. ágúst en fengust síð-
an við gróðursetningu á hirum
ýmsu stöðum þar tjl mánudag-
inn 17. ágúst er þeir komu til
Reykjavíkur. Síðan fóru þeir !
fyrradag á Þingvöll og upp í
Borgarfjörð að Reykholti en
dvöldust aö öðru leyti í Reykja-
vík.
Þetta er í sjötta skipti, sem
slíkar skiptiheimsóknir eiga sér
stað, hin fyrsta 1949 en síðan
á þriggja ára fresti og má ætla
að alls hafi tekið þátt í þessum
skiptiheimsóknum 300 manns
frá hvoru landinu.
Skiptiheimsóknirnar hafa not-
ið mikilla vinsælda meðal beggja
þjóðanna. sem má marka af því
að fjórum sinnum fleiri leituðu
eftir að koma hingað til lands
en komust. Hér á landi hefur sá
háttur verið hafður á að Skóg-
ræktarfélag Islands hefur sent
út erindisbréf til deilda sinna
og hefur aldrei skort þátttöku
héðan. Enda eru kjörin til ferð-
anna afar hagstæð, allur kostn-
aður utan 65% ferðakostnaðar
er greiddur eða kannski öllu
heldur þeir vinna fyrir sér með
gróðui-setningu, grisjun o.þ.h.
Flestir þátttakendanna eru
ungir, frá aldrinum 17—30 ára,
Allir virtust þeir afar ánægðír
með árangurinn af ferðinnj og
dásömuðu náttúrufegurð lands-
ins. Fararstjóramir þeir Einar
Ueland frá Förde í Sunnfjord
og Fröystein Ringseth frá Sunn-
maeri, luku einnig lofsorði á
móttökur allar. náttúrufegurð og
höfðu orð á því að Island hefði
mikla möguleika sem ferða-
mannaland.
Hákon Bjamason skógræktar-
stjóri lýsti ánægju sinni með
komu Norðmannanna og sagði
að slíkar heimsóknir hefðu mikla
þýðingu fyrir starfsemi skóg-
ræktarinnar því flestir þeir er
tækju þátt í heimsóknunum yrðu
síðan virkir í starfi hjá skóg-
ræktinni.
I gærkvöld var svo samsæti
fyrir Norðmennina f Sigtúni og
bar komu norsku stúlkumar úr
hópnum fram í þjóðbúningum
þjóðar Ginnar.
;