Þjóðviljinn - 23.08.1964, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 23.08.1964, Qupperneq 1
Sunnudagur 23. ágúst 1964 — 29. árgangur — 189. tölublað. Yegna sumarleyfa á ritstjóm og í prentsmiðju verður óhjákvæmi- legt að fella SUNNUDAG, fylgirit Þjóðviljans, niður nokkur skipti næstu vikurnar. Þannig fylgir SUNNUDAGUK blaðinu ekki í dag, en kemur hinsvegar næsta sunnudag. Enn aukast verzlunanriðskiptin við Suður- AÐ LOKINNI SÝNINGU Johnson Bandaríkjaforseti ásamt föruneyti sínu, forsætis- ráðherra fslands, ,,Him” og ,,Her” skömmu eftir sýninguna í garði Hvíta hússins. Það eru ,,Him” og „Her” sem sjást fremst á myndinni. Maðurinn í ljósu fötunum við hlið forsætisráðherra íslands er John Puska, en hann hefur að sögn The Néw York Times það sérstaka verkefni að ann- ast rakka forsetans. Myndin er tekin úr því blaði 19. ág. sl. Fimm drengir játa þjófnað úr búðum Rannsóknarlögreglan hefur ný- veríð haft hendur í hári 5 drengja á aldrinum 12—15 ára sem myndað höfðu með sér þjófafélag og stundað um nokk- urt skeið þjófnað í verzlunum. Var það snarráð afgreiðslustúlka í einni af skartgripaverzlunum bæjarins sem gómaði einn drengjanna eftir að þeir höfðu farið þrír saman inn í verzlun- Nauðgunarmálið komið til dómara Samkvæmt upplýsingum rann- sóknarlögreglunnar er nú lokið frumrannsókn nauðgunarmáls- ins og hafa öll gögn í þvl verið send til dómara. Ekkert nýtt hefur komið fram 1 málinu. Stúlkan heldur fast við þá á- kæru sína að maðurinn hafi nauðgað henni en maðurinn neitar beirri ákæru en viður- kennÍT bó að hafa átt mök við hana. ina og einn þeirra stolið gull- hring úr útstillingarglugga henn- ar. r Stúlkan veitti því athygli rétt eftir að drengirnir voru famir út úr verzluninni að hringurinn var horfinn úr glugganum og hringdi hún til lögreglunnar. Rétt á eftir komu drengirnir aft- ur að glugga verzlunarinnar, þar eð þeir höfðu séð þar annan hring er þeim fannst girnilegri til að stela. Snaraðist stúlkan þá út og gómaði einn þeirra og afhenti hann lögreglunni er hún kom á vettvang. Við yfirheyrslu játaði piltur- inn. og leiddi framburður hans til handtöku hinna fjögurra og var gerð húsleit hjá þeim og fannst í fórum þeirra talsvert af skartgripum, ljósmyndavélum og fleiru slíku sem þeim hafði ekki tekizt að kema í verð, þar á meðal var dýrt og vandað tjald. Játuðu piltarnir að hafa stimdað þjófnað úr verzlunum nokkurn tíma. ýmist tveir eða fleiri sam- an. Hefur lögreglan áður haft afskipti af öllum þessum pilt- um. Afríku ■ Þjóðviljinn hefur áður bent á þá miklu breyt- ingu, sem orðið hafi á þessu ári í viðskiptum okk- ar við Suður-Afríku. Samkvæmt nýjustu upplýs- ingum Hagtíðinda heldur þessi þróun áfram. í janúarmánuði s.l. voru fluttar inn vörur frá Suð- ur-Afríku fyrir 1.861 þúsund kónur, en enginn innflutningur átti sér stað frá Suður-Afríku á þessum tíma í fyrra. B Það sem af er þessu ári hef- 4> heíldarinnflutningur frá S- ur Afríku nær sjöfaldazt. Á tíma- bilinu janúar-júní í fyrra voru fluttar inn frá S-Aíríku vörur fyrir 467 þús. kr. en á sama tíma í ár nemur innflutningur- inn 3.121 þúsund kr. og kemur meira en helmingur þeirrar upp- hæðar á júnímánuð. B Hið sama er að segja um útflutninginn. í janúarmánuði í ár er hann nær tvöfalt meiri en í fyrra, og það sem af er árinu er aukning andvirðis útfluttra vara til S-Afríku nær sexfalt á við það sem var í fyrra, eða 1.572 þús. kr. á móti 275 þús. kr. í fyrra. fl Þessi þróun í viðskiptamál- um er fslendingum til harla lít- ils sóma, eins og Þjóðviljinn hefur áður drepið á, og getur það engan veginn talizt vansa- laust af íslenzkum stjómarvöld- um að láta slikt afskiptalaust. Með því er verið að lýsa í verki stuðningi við kúgunarbæli Ver- woerds í S-Afríku. Ef íslenzkir fésýslumenn sjá ekki sóma sinn í að hætta þessum viðskiptum, er full ástæða fyrir ríkisstjóm- ina að gera ráðstafanir til þess. Ólafur Þorláks- son sakadámari Nýverið hefur Ólafur Þor- láksson fulltrúi sakadómara ver- ið skipaður sakadómari frá 1. ágúst sl. að télja. Tekur Ólafur við því embætti af Þórði Bjömssyni er skipaður var yfir- sakadómari frá sama tíma að telja. Ólafur Þorláksson er Akureyr- ingur, 35 ára að aldri. Hann tók stúdentspróf frá Menntaskólan- •um í Reykjavík 1950 og lög- fræðipróf frá Háskóla íslands vorið 1957. Varð hann sama ár fulltrúi sakadómara og hefur gegnt því embætti síðan. Ólafur er kvæntur Erlu Magnúsdóttur. Slökkviliðið kvait út þrívegis á 15 minútum A tímabilinu frá kl. 14.10 til kl. 14.25 í gaar var slökkviliðið kvatt út þrisvar sinnum en sem betur fer reyndist í öllum til- féllum um mjög smávægilegar í- kviknanir að ræða. Ikviknanir þesear voru í húsi í Goðheimum. rusli við hús við Þrastagötu og í slippnum en engar skemmdir urðu á neinum þessara staða. Slyddubylur ú ísafirði ÍSAFIRÐI, 22/8. — I gærmorg- un var slyddubylur á ísafirði, allt niður í bæ, en breyttist 1 rigningu og rigndi allan daginn. Á Breiðdalsheiði lokaðist veg- urinn vegna fannfergi, en þó komst rútubíll til önundarfjarð- ar með aðstoð ýtu og jeppabill komst að vestan þegar búið var að moka. Fagranesið átti að fara í gær- morgun áætlunarferð inn í Djúp og hafði bíla á þilfari. Veðurofsinn var svo mikill að skipið lagði ekki af stað fyrr en um hádegi' og voru bílarnir látnir verða eftir, því ekki var treystandi að þeir kæmust í land á áfangastað. I dag, laugardag. er mun betra veður á Isafirði, enn rigning en lygnara. rtrtrtrnJ'Jmn^ynJ jSi'r t/mt/rJlJýryJj/rlJ r^**r^rtrYlrlrr—rJ'j/j*TrTp/j. /Lrfr rtJtftr^ rrVnrr/lr^rlrt J^+A^/J ÆTLUÐU DANIR AÐ BJÓÐ/ ÍSLAND SEM „SKIPTI- MYNT" 18. ÁG. 1864? ★ Við vekjum scrstaka athygli lesenda á grein Sverris Kristjáns- ★ sonar sagnfræðings í opnu blaðsins í dag, en þar segir hann ★ frá heimildum þeim sem hann hefur fundið þess efnis að ríkis- ★ stjórn Dana kom til hugar árið 1864 að afhenda Island ★ Prússlandi og Austurríki i skiptum fyrir Norður-Slésvík. Ger- ★ ir Sverrir ýtarlega grein fyrir þessu máli og birtir efni frum- ★ heimilda þeirra sem hann fann í dönskum skjalasöfnum. Laxeldisstúðin í Koilafírði Myndin hér að ofan er af laxeldisstöðinnl i Ko IlafiríU. SFaesi 5 myndittni sjSst nokkrar byggingar sem notaðar eru við starfrækslu stöðvarinnar, m. a. gömul hlaða sem breytt hefur verið í klakhús en fjær sjást nokkrar tjamir sem gerðar hafa v erið fyrir laxaseiðin. — Sjá viðtal við \ 'imála- stjóra um laxeldisstöðina á 12. síðu Maðsins í dag. (Ljósm. I»ó. Guöjó.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.