Þjóðviljinn - 23.08.1964, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 23.08.1964, Qupperneq 10
10 SlÐA H6ÐVILJINN Sunnudagur 23. ágúst 1964 ar aldri hafið þér efni á að taka þannig til orða, sagði hann. — Á hverju ætlarðu að byrja næsta ár? spurði Jack. Fallhlíf- arstökki? — Frönsku, sagði Delaney. Ég ætla að stjóma mynd á frönsku áður en ég verð sextugur. Þeir eiga nokkra leikara í París, sem mig langar til að ná í áður en ég hrekk upp af. Nú var faileg, dökkhærð stúlka á hringnum á háum, ró- legum sótrauðum hesti. Stúlkan ■virtist ekki eldri en sextán ára, hún var lítil, andlitið alvarlegt og hún sat teinrétt og létt í hnakknum. Hún byrjaði á því að fara yfir hinar ýmsu hindr- anir og mennimir þrír horfðu á hana lyfta hestinum fyrir- hafnarlaust yfir hindranimar og svipurinn var einbeittur og eins og uppnuminn. — Lítið framaní hana, sagði Delaney, og röddin var furðu biturleg. Mig langar til að fá þessa sömu tilfinningu áður en ég hætti. — Fyrr hálsbrýturðu þig, sagði Jack. i — Það efast ég um. Delaney virti fyrir sér stúlkuna sem stýrði hrossinu yfir hindrun. Um leið og hesturinn slapp yfir efsta hlutann með afturfæturna hátt í lofti, gaf Delaney frá sér hrifningarstunu. Svo hristi hann höfuðið eins og til að losa sig við vonlausan draum og sneri sér að Bresach og Jack. Jack, sagði hann, Ég talaði við einn af þínum fyrri kunningjum í gærkvöld. — Hver var það? spurði Jaek. — Carlotta. Hann nefndi nafn- ið kæruleysislega en hann horfði á Jack með bliki af forvitni og kátínu í augnaráðinu. — Það var þá lýsing af henni! sagði Jack. Einn af fyrri kunn- ingjum. Þú ætlar þó ekki að segja mér að hún sé í Róm. — Nei, sagði Deleney. Hún er í Englandi. — Það er sjálfsagt allt á fleygiftrð kringum hana, sagði Jack. Sagðirðu henni að ég væri hér? — Já. — Hvað sagði hún? — Hún sagði ekki neitt. Hún stundi, sagði Delaney. Eða það HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu og , snyrtistofu STEINU og DÓDÓ Uaugave^ 18. III. h. Gyfta) — SlMI 23 616. P E R M A Garðsenda 21. — SlMI: 33 9 68. Hárgreiðslu og snyrtistofa. D ö M U R i Hárgreiðsla við allra hæfi — T J ARN ARSTOF AN, — Tjamar- götu 10 — Vonarstrætismegin — SIMI: 14 6 62. HÁRGREIÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR — fMaría Guðmundsdóttir) Laugavegi 13. — SlMI: 14 6 56. — Nuddstofa á sama stað. lét að minnsta kosti i eyrum eins og stuna. Sambandið var lélegt, svo að það er erfitt að segja um það. Hún spurði hvort ég héldi að hún gæti skemmt sér vel í Róm. — Og hvað sagðir þú? — Ég sagði nei. Delaney brosti til Bresachs. Við erum að tala 52 um eina af mörgum konum Jacks, sagði hann. — Það veit ég, sagði Bresach. Ég er búinn að lesa lexíuna. — Líka um mig? spurði Del- aney. — Auðvitað. — Þá hef ég fleiri upplýsing- ar handa yður, sagði Delaney. Konan mín er lfka farin frá mér — í gærkvöld. Hann tók upp stóran, rauðan vasaklút og þurrkaði svitann af enninu. — Er það alvara? spurði Jack. Það hafði aldrei verið alvara í gamla daga. Olara hafði oft og iðulega flutt að heiman 1 mót- mælaskyni við hliðarhopp eig- inmannsins. — Það held ég ekki. Hún flutti bara yfir á Grand. Delaney brosti. Þú getur ekki gert þér í hugarlund hversu friðsælt get- ur verið í íbúð í Rómaborg þeg- ar eiginkonan er á Grand Hóteli. Hann tróð vasaklútnum í vasann á óhreinum, bláum buxunum. Jæja, en yður langar til að verða kvikmyndaleikstjóri, sagði hann hressilega við Bresach. — Já, sagði Bresach. — Af hverju? spurði Delaney. — Þá ræðu flyt ég aðeins þegar ég er fullur, sagði Bresach i stillilega. Ég er þegar búinn að halda hana einu sinni í þessari viku. Yfir Andrus. Spyrjið hann. Delaney horfði íhugandi á Bresach eins og hnefaleikamað- ur sem virðir fyrir sér andstæð- ing sinn í upphafi fyrstu lotu. Þér sáuð kvikmyndina mína, var ekki svo? sagði hann. — Ég hef séð fjölmargar af kvikmyndum yðar, sagði Bres- ach. — Ég á við þá sem ég er að gera núna. — Já, sagði Bresach. — Hvað finnst yður? Bresach hikaði meðan hann horfði á reiðmennina í hringn-, um. dökkhærðu stúlkuna sem strauk háls hestsins og talaði stillilega við snyrtilegan reið- kennarann, á sjö ára dreng með flauelshúfu, sem reið hægt af stað utanvert í hringnum á litl- um móleitum hesti. Finnst yður þetta góður staður til að ræða um kvikmyndir? — Þetta er ágætur staður, sagði Delaney. Það eru engir aðrir sem skilja ensku og hér er hlýr og góður þefur af hrossa- taði. — Ágætt, sagði Bresach. Hvort viljið þér heldur — að ég skjalli yður, eða viljið þér að að ég segi sannleikann? Delaney brosti. Þér getið skjallað mig fyrst, sagði hann, og sagt sannleikann á eftir. Það er alltaf góð aðferð. — Gott. sagði Bresach. Eng- inn kann betur að beita mynda- véinni en þé*. — Þetta er ágæt byrjun. sagði Delaney. — Hvert atriðí sem þér gerið, hélt Bresach áfram, er uppfullt af efniviði. — Hvað eigið þér við með því? Delaney horfði rannsakandi á Bresach, dálítið vantrúaður, en forvitinn. — Ég á við, að þér hafið ekki aðeins áhuga á frásögninni og persónunum í forgrunninum, hélt Bresach áfram í skyndi, fræðilegur eins og prófessor. Það gerist alltaf eitthvað á hin- um ýmsu stöðum í sama atriði. Þér reynið alltaf að segja eitt- hvað um hina, fólkið í bak- grunninum um leið, koma að einhverj um umhverfið og veðr- ið og hvaða tími sólarhringsins er og undirbyggja það hugar- ástand sem þér viljið koma okkur í. — Já, þetta hafið þér skilið? Delaney virtist undrandi og á- nægður. — Já, sagði Bresach. Þetta skil ég. Það eru ekki margir leikstjórar sem geta beitt þessu í samræmi, en þér eruð einn hinna fáu. Og þér leiðið okkur snoturlega og frumlega með myndavélinni frá einu atriði frá- sagnarinnar til annars, svo að það virðist alltaf vera hreyfing og samhengi í kvikmyndum yð- ar. Auðvitað er þetta yfirbragð í þessari kvikmynd eiris og í öllum kvikmyndum sem þér hafið gert síðustu tíu árin, hrein blekking . . . Hann þagnaði til að athuga hvemig Delaney tæki ' þessu. Delaney starði á stúlkuna sem var nú aftur komin á bak, og hann kinkaði aðeins kolli og sagði: Haldið áfram. Þetta var alltaf raunverulegt áður, fyrr, sagði Bresach rólega. Atriðin runnu hvert yfir í ann- að, vegna þess að maður fann að þannig átti það að vera. Nú er þetta ekki annað en fimlegt bróderí. Á yfirborðinu. Undir niðri er það ringulreið, tilvilj- unarbenda . . . Kærið þér yður um að hlusta á allt þetta? :— Ég er himinlifandi, sagði Dealney. Haldið endilega áfram. — Nú skal ég segja yður hvað mér finnst um gömlu myndim- ar yðar, hélt Bresach áfram. Mér finnst þær gerðar af manni, sem var altekinn þeirri hugsun að tíminn væri að hlaupa frá honum, manni sem hefði svo mikið að segja að hann yrði í skyndi og með miklum átökum að taka allt með. Meira að segja sum skítahandritin sem þér tók- uð. . . — Og nú? sagði Delaney mild- um rómi. Jach varð undrandi þegar hann sá að Delaney brosti rólega. — Nú virðast kvikmyndir yðar gerðar af hégómlegum og veik- geðja manni sem hafnar heilli persónu til að fá inn ómerkileg sýndaráhrif eða héraskap, sagði Bresach. Hann virtist reiður. Það var eins og þessi gagnrýni hans opinberaði honum enn frekar tilefnið til hennar, og þetta særði hann. Ef Jack hefði ekki lesið handrit Bresachs, hefði honum fundizt það ósvífni af unga manninum að tala' svona. En nú fannst Jack sem Bresach væri sanngjarn og ætti það skilið að fá að segja það sem honum lá á hjarta. Og hann sagði einmitt það sem Jack hefði gajman viljað segja og hefði getað sagt við Delaney á fyrstu árum vináttu þeirra og Delaney þoldi honum ekki lengur. Það er nú til dæmis í síðustu kvik- myndinni yðar. hélt Bresach á- fram, þetta afkáralega bak- stökk aftur í stríðið, aðeins vegna þess að þér vilduð endi- lega koma að tilfinningaseminni í rústunum milli hetjunnar og litla, ítalska drengsins. Auðvit- NÝR SAA11965 GLÆSILEG ÚTLITSBREYTING Aukin hestorka * Fullkomnara kæli- kerfi * Hljóðminna útblásturskerfi ^ Nýir stuðarar * Vökvakúpling * Nýjar afturlugtir * Minni beyjuradíus * Nýtt litaval * Endurbætt miðstöðvarkerfi * Ný gerð eldsneytisdælu, auk margra annarra nýjunga. VERÐ: KR. 162.050,oo Kynnið yður SAAB 1965 hjú umboðinu SVEINN BJÖRNSSON &Co Garðastræti 35 SKOTTA ,,Ég veit ekki hvort haxm varð svona vondur vegna þess að við keyptum ekki plötuna eða vegna þess að við spiluðum hana tuttugu sinnum“ Haustútsala á kjólum hefst á morguiu Einstæð tækifæriskaup. Verð frá kr. 295. MARKADURINN Laugavegi 89. Norspotex plastlagðar spónplötur Útvegum innréttingar. Teiknum og látum smíða alls konar innréttingar úr Norspo.tex plastlögðum spónplötum. Höfum fyrirliggjandi birgðir af ýms- um þykktum og úrval af litum. Páll Guðmundsson húsg.arkitekt. Sími 21370 Sigurður Sigfússon byggingam. Sími 14174. i l

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.