Þjóðviljinn - 25.08.1964, Page 2
SlÐA
HÓDVILJINN
Þríðtadagur 25. ágúst 1ÍK54
FISKIMÁL — Eftir Jóhann J. E. Kúld
BÖNDIH BERASTAD
RCYKJA VÍKURB0R6
Margir haía hringt til mín
út af skrifunum hér í þættin-
um s.l. þriðjudag um lóð Sjó-
mannaskólans og gefið mér
víðtækari upplýsingar. Eg
þakka þessum mönnum hér
með fyrir upphringingarnar.
Einn þeirra manna sem
hringdi var Steindór Árnason
fyrrverandi togaraskipstjóri,
félagi í Skipstjóra- og stýri-
mannafélaginu Öldunni og á-
hugamaður um öll velferðar-
mál sjómanna. Steindór var
Ekki er glæsilegt um að litast, þegar nær er komið. Ljósm. — A.K.
Engu
við að bæta
„Eitthvað meira en lítið
hlýtur að vera bogið við
fjármálavit eða mjármála-
stjórn íslendinga, ef nokk-
uð má marka af íslenzku
fjármálavit eða fjármála-
arfjórðung. Við íslending-
ar vorum ein af örfá-
um þjóðum Evrópu, sem
höfðum beinan fjárhagslegan
hagnað af seinni heimsstyrj-
öld — og okkar hagur var
verulegur. Þó fór srvo strax
eftir styrjöldina, að við lent-
um i flokki með þeim þjóð-
um, sem harðast urðu úti í
stríðinu og þágum árum sam-
an stórar ölmusur, úr sjóðum
Marshalls. Þar við bættust
margvíslegar aðrar gjafir og
styrkir, stórir og smærri, 'auk
stórfelldra erlendra lána, og
hefur þetta gengið glatt fram
á daginn í dag.“ Það er Sig-
urður A. Magnússon sem hef-
ur orðið í Lesbók Morgunbl.
Og hann segir enn að þótt
margt hafi verið gert fyrir
gullstrauminn telji hann „að
framkvæmdirnar standi ekki
í neinu skynsamlegu hlutfalli
við útgjöldin — ekki sízt
þegar þess er einnig gætt að
við munum vera eina sjálf-
stæða ríki veraldar, sem ekki
hefur nein útgjöld af hervörn-
um (við höfum jafnvel er-
lent varnarlið að féþúfu), en
mörg ríki verja allt að helm-
ingi þjóðarteknanna til vig-
búnaðar. Má því ljóst vera,
að við ættum að standa mun
betur að vígi en flestar þjóðir
aðrar að því er snertir lága
skatta og miklar opinberar
framkvæmdir. En það furðu-
lega er að be'3=vi er öfugt far-
ið á fslandi. Óvíða eru skatt-
ar hærri 'en hér, og óviða eru
opinberar framkvæmdir
handahófskenndari, tafsam-
ari' og hlutfallslega jafn dýr-
ar. Klassískt dæmi eru Borg-
arsjúkrahúsið og viðbygging
Landssnítalans.“
Og síðan víkur Sigurður A.
Magnússon að ástæöunum:
„Mér hefur Siu..dum dottið í
hug að hinn skjótfengi og illa
fengni stríðsgróði sé undirrót
hinar heimsfrægu fjármála-
óreiðu íslendinga. Stríðsgróð-
inn veitti ekki einungis
bröskurum og lu,.kuriddur-
um auðfengna f jármuni, held-
ur gróf hann gersamlega
undan siðgæði þjóðarinnar í
peningamálum og skóp hér
samskonar sið]e-',si í ÖIlu, sem
lýtur að fjármálum, eins og
mörg frumstæðustu ríki Suð-
ur Ameríku eiga við að búa.
Þetta siðleysi hefur grafið
um sig og fest æ dýpri og
flóknari rætur í þjóðlífinu og
er nú orðið nær ólæknandi
mein, eins og skattskráin síð-
asta er mælskur vottur um.
Á íslandi er það orðið metn-
aðarmál að svíkja og pretta
eins og lífið lægi við, enda
jaðrar meðferð á fjársvika-
málum við að vera skoþleg
fyrir sakir linkindar og vettl-
ingataka dómsvaldsins ....
Mennirnir sem stæra sig af því
að hafa svikið undan skatti,
gabbað „það opinbera",
hafa í rauninni ekki gert
annað en kasta hluta af sín-
um eigin byrðum yfir á aðra
og venjulega miklu fátækari
menn. Þess vegna eru skatt-
svikarar og hjálparkokkar
þeirra úr röðum lögfræðinga,
endurskoðenda og annarra
„sérfræðinga“ ekki annað en
auvirðilegustu þjófar — þó
svo þeir stýri stórfyrirtækj-
um, rekí hótel eða danshús.
reisi stórhýsi við stærstu göt-
ur borgarinnar eða byggi
fjölbýlishús með miljóna-
gróða.“
Við ( þessa nærfærnu lýs-
ingu er því einu að bæta að
ölmusuþegarnir, braskararnir,
lukkuriddararnir, siðleysingj-
arnir og hinir „auvirðilegustu
þjófar — þó svo þeir stýri
std ~ rirtr.kinm" oí'rq stiórn-
málaflokk á íslandi. Og sá
stjórnmálafiokkur gefur út
dagblað____Austrl.
fróður í þessu lóðarmáli, enda
var hann á sínum tíma'kosjnn
í lóðarnefnd Sjómannaskólans
frá Öldunni. Hér á eftir byggi
ég því á þeim upplýsingum
sem mér hafa borizt og var
Steindór þar manna fróðastur.
Þegar sjómannaskólinn var
byggður þá var Ólafur Thórs
sjávarútvegs- og siglingamála-
ráðherra. Ólafur var sjálfur á-
hugamaður um byggingu þessa
skólahúss, og hafði um þetta
mál samvihnu og samráð við
forustumenn. Farmanna- og
fiskimannasambandsins, og þá
sérstaklega forseta þess Ásgeir
heitinn Sigurðsson skipstjóra.
Tveir staðir undir skólahúsið
komu til greina. sá staður þar
sem húsið var byggt, og hins-
vegar Valhúsahæð á Seltjarn-
arnesi.
Forustumenn sjómanna sem
að málinu unnu settu strax
það skilyrði að skólanum yrði
fengin ca. 18000 fermetra lóð
til umráða, og var ráðherra
því samþykkur. Það er því
fullyrt að bréf ráðherra til
bæjarstjórnar Reykjaivíkur um
lóðarbeiðnina hafi hljóðað á
þennan fermetrafiölda. Enda
segir Steindór Árnason að
strax hafi verið talað um 18000
fermetra lóð og annað hafi
aldrei komið til tals eða
greina. Var þá gert ráð fyrir
að lóðin afmarkaðist af Há-
teigsvegi að sunnan og Nóatúni
sem nú er að vestan, og opið
að Laugavegi. En um austur-
mörk lóðarinnar var ekki fast
ákveðið. En 18000 fermetrar
átti lóðin að vera og ekki
minni. Þegar því bæjarstjórn
Reykjavíkur veitti lóðina, þá
gengnu forustumenn farmanna-
samtakanna út frá því sem
gefnu, að þetta yrði stærð lóð-
arinnar, og það án allra refja
frá hendi Reykjavíkurbæjar.
Hinsvegar drógst það á lang-
in hjá Reykjavíkurbæ að af-
henda lóðina formlega, og mun
það vera nær einsdæmi, þegar
um svo þýðingarmikla lóð var
að ræða.
Og enn þann dag í dag hefur
lóðin ekki verið afhent, svo ó-
trúlega sem það hljóðar. En
það er búið að taka ca. 5000
fermetra af norðvesturhorni
lóðarinnar, og á suðvesturhorni
lóðarinnar er búið að byggja
kirkju fyrir Háteigssókn. Þessu
til viðbótar skal það upplýst
að á eintaki af lóðaruppdrætt-
inum sem var ekki alls fyrir
löngu búið að teikna svokallað
safnaðarhús fyrir Háteigs-
sókn.
En við skulum vona, að sú
innáteikning á lóðaruppdrátt
Sjómannaskólans hafi ekki
verið í alvöru gerð, því að
nóg er að unnið þó ekki komi
það til.
Á s.l. Alþingi beindi Gils
Guðmundsson alþingismaður
þeirri spurningu til mennta-
málaráðherra Gylfa Þ. Gísla-
sonar hvað liði aðgerðum á
lóð Sjómannaskólans. Ef ég
man ré^t, þá taldi ráðherra í
svari sínu, að vonir stæðu til,
að bæjaryfirvöld Reykjavíkur
myndu þá fljótlega afhenda
formlega skólalóðina, en fyrr
en það hefur verið gert, er að
sjálfsögðu ekki hægt að skipu-
leggja lóðina og hefja aðgerð-
ir. Eftir þær upplýsingar sem
fram hafa komið í þessu máli,
þá verður að lýsa stærstu
sökinni á ófremdarástandi Sjó-
mannaskólalóðarinnar á hendur
Reykjavíkurborg eða réttara
sagt á hendur þeim fulltrúum
sem hafa farið með meirihluta
umboð almennings á undan-
gengnum árum, og haft það í
hendi sinni, að staðið væri við
upphaflega gefin loforð um
Séð austur yfir skólalóðina. — Ljósm. Þjóðv. A.K.
stærð og afhendingu lóðarinn-
ar.
Steindór Árnason fullyrti að
ríkisstjórnin hefði beðið borg-
arstjórn um afhendingu á lóð-
inni, en staðreyndin virðist
bara vera sú, að þessi afhend-
ing hefur ekki farið fram hvað
svo sem veldur því. Og í þessu
sambandi segi ég það sem
mína skoðun, að lin hafi verið
tök ráðherra Alþýðuflokksins í
samskiptum við Reykjavíkur-
borg, í þessu lóðarmáli, en þeir
hafa um langt árabil farið með
málefni sjómannaskólans. Og sé
það tilfellið áð forystumenn
Reykjavíkurborgar hafi í öll
þessi ár þrjózkazt við að af-
henda Sjómannaskólanum lóð-
ina, þrátt fyrir upphaflega gef-
in loforð þar um, frá borgar-<^
innar hendi. Þegar skólinn var
byggður, var ekki kominn tími
til að leggja þetta mál fyrir
Alþingi til fyrirgreiðslu?
Að gleyma
uppruna sínum
Það hefur hverjum einstakl-
ingi á íslandi verið lagt út til
lasts ef hann hefur gleymt
uppruna sínum, og þeim skyld-
um sem við hann eru jafnan
tengdar. Sömu lögmál eru
þarna í gildi um heildir svo
sem bæi og borgir sem ein-
staklinginn. Því segi ég þetta,
að í lóðarmáli Sjómannaskól-
ans hefur komið fram svo víta-
verður trassaháttur frá hendi
Reykjavíkurborgar, að ekkert
sýnist líklegra en borgin sé á
góðri leið með að gleyma upp-
runa sínum og þeim skyldum,
sem við hann eru tengdar.
Hornsteinar þessarar borgar
voru í öndverðu látnir hvíla á
herðum sjómannastéttarinnar,
með atorku sinni og dugnaði
sótti þá fjármuni í djúp hafs-
ins, sem til þarf svo að borg
verði byggð. Sjósóknin var
upphafið og undirstaðan. í
öðru sæti kom svo verzlunin
sem átti alla sína velgengni
undir þeim afla sem fluttur
var á land af sjómannastétt-
inni. Og þannig er þetta enn
þann dag í dag.
í lok síðustu heimsstyrjald-
ar þar sem íslenzk sjómanna-
stétt beið meira afhroð í
mannfalli miðað við fólks-
fjölda heldur en margar styrj-
aldarþjóðir á vígvellinum, þá
þótti það sjálfsagt af öllum,
að byggja þessari stétt glæsi-
légt skólahús sem þakklætis-
vott fyrir unnin afrek. Þá þótti
það líka sjálfsagt frá hendi
Reykjavíkurborgar að lofa
mikilli og glæsilegri lóð undir
þetta hús og til að skapa því
umhverfi sem var við þess
hæfi. En borgaryfirvöld
Reykjavíkur virðast vera und-
arlega fljót að gleyma, ef
marka skal efndirnar á loforð-
um um lóð Sjómannaskólans.
Hverjir vilja ganga fram
fyrir skjöldu og taka á sínar
herðar þær vanefndir sem hér
hafa á orðið. Já, hverjir spyr
ég, því það væri óneitanlega
gott ef þeir gæfu sig fram sem
þessu hafa ráðið öðrum frem-
ur, því að sjálfsögðu eru hér
ekki allir jafn sekir. Þær van-
efndir sem á hafa orðið um af-
Framhald á 9. síðu.
Byggingarlóðir í
Arnarnesi
til sölu. Upplýsingar á skrifstofu minni í Iðnaðar-
bankahusinu við Lækjargötu, símar 24 og 16307.
Vilhjálmur Árnason, hrl.
4>-
Haustútsalan á kvenskóm
heídur áfram
Seljum á meðan birgðir endast
nokkurt magn af
ENSKUM KVENSKÓM fyrir
kr. 298.-
Ennfremur ýmsar tegundir af
útlendum kvenskdfatnaði
á stórlækkuðu verði.
Notið þetta einstæða
tækifæri.
AÐEINS FAIR DAGAR.
SKÓVAL
Austurstræti 18, Eymundssonarkjallara.
I