Þjóðviljinn - 25.08.1964, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 25.08.1964, Qupperneq 4
4 SIÐA ÞIÖÐVILJINN Þriðjudagur 25, ágúst 19>M Otgcfandi: Ritstjórar; Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — tvar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. . Fréttaritstjóri: Sigurður V Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19. :Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kl- 90,00 á mánuði. Hvert rennur aukningin? i ' . ' \ 1 •' ■ '* fyrra heLmingi þessa árs jókst verðmæti ís- lenzkra útflutningsafurða um 347 miljónir króna frá sama tíma í fyrra, eða um því sem næst 20%. Þessar auknu tekjur stafa að nokkru af því að við höfum flutt út meira magn en í fyrra en þó fyrst og fremst af hinu að verðlag á afurðum okkar hefur hækkað mjög verulega. Meðalverð á ^frystúm fiskflökum hefur þannig hækkað á þessu eina ári um 11,4% og saltfiskur um hvorki meira né minna en 21,3%. Vitað er úm enn frekari hækkanir sem koma munu til framkvæmda á síð- ari hluta ársins, til að mynda á síld. Varningur sá sem við flytjum til landsins hefur hins vegar ekki hækkað neitt í líkingu við þetta, þannig að viðskiptakjörin hafa ba'tnað til mikilla muna; hreinar tekjur þjóðarinnar af viðskiptum við um- heiminn hafa vaxið stórlega. J£n hvert rennur þessi tekjuaukning? Almenning- ur fær það eitt af henni að vita að nú hafa opinber gjöld, sérstaklega í höfuðborginni, verið hækkuð svo stórlega að oft' er uto margföldun áð ræða hjá launþegum. í samanburði við ástandið á fyrra helmingi þessa árs er láunþegum ætlað að búa við mjög tilfinnanlega kjaraskerðingu á síð- ari hluta ársins. Þannig bir'tist stórfelld hækkun á tekjum þjóðarheildarinnar í lækkun á raunveru- legum tekjum launþega. Outspan fyrra helmingi þessa árs fluttu íslendingar inn vörur frá fasistaríkinu Suður-Afríku fyrir á fjórðu miljón króna eða nærri því sjöfalt hærri upphæð en á sama tíma í fyrra. Á sama tíma hefur útflutningur okkar til Suður- Afríku nær sexfaldazt. Þessi stórauknu við- skipti eiga sér stað jafnframt því sem önnur ríki, ekki sízt frændþjóðir okkar á Norðurlöndum, takmarka viðskipti sín við Suðúr-Afríku 'til þess að láta í ljós andúð sína á kynþáttakúgun, ofbeldi og réttarmorðum valdhafanna þar. Frelsishreyf- ing Suður-Afríku hefur sjálf lagt áherzlu á nauð- syn þess að viðskiptabann verði ,sett á fasista- stjórnina; það gæti á skömmum tíma neytt hana 'til algers undanhalds fyrir lágmarkskröfum þegn- anna um frelsi og mannréttindi. gn við íslendingar styðjum kúgunarstjórnina í verki með stórauknum viðskiptum okkar. Þeg- ar viðskipti dragast saman í nágrannalöndunum eru opnaðir markaðir hér;1 íslerizkir kaupsýslu- menn og íslenzk stjórnarvöld syíkja mannrétt- indabaráttu annarra í ábataskyni. Og í verzlunum blasa við auglýsingaspjöldin um Outspan-appel- sínur sem pönrmn þess hversu lítils mannlegt sið- gæði' er metið í þjóðfélagi gróðahyggjunnar. — m. MERKAR UPPG0TVANIR f BLÓDSEGARANNSÓKN Með aðstoS nýrrar mæli- tækni hefur í stofnun þeirri í Noreg-i, sem annast blóðsega- rannsóknír, tekizt að einangra þau efní í fæðunni, .sem stuðla að myndun þlóðsega í manns- líkamanum. (Blóðsegi-trom- bose). Á undanförftum árum hafa orðið breytingar á mataræði í Danmörku. sem því valda að: almenningur fær miklu minna magn af línólensýru í matn- um ,en áður var. Að öllum líkindum mundi oft takast að kcma í veg fyrir þennan sjúk- dóm með því að bæta línólen- sýru í smjörlíki,' matarolíu,, smjör og jafnvel mjólk Það er formaður norsku blóðsegarannsóknarstofnunar- innar. Paul A. Owren, sem birtir þess fregn í tímariti. norska læknafélagsins, og P. From-Hansen yfirlæknir við amtssjúkrahúsið í Glostrup hefur farið mjög lofsamlegum orðum um raftnsóknir þessar, sem enn- eru á döfinni í Nor- egi. Árum saman hefur það ver- ið til gaumgæfilegrar athugun- ar, hvort ómettaðar fitusýrur gætu komið að gagni við að varna blóðsega. Þegar gerð var í þessu skyni tilraun með línólénsýru, fór árangurinn fram úr öilum vonum. Skammtur, sem ekki nam nema tveimur matskeiðum, nægði til að breyta horfunum algerlega til batnaðar á hálf- um sólarhring. og- sami ár- angur náðist með því að gefa fimm millígrömm á dag i viku Það er línólensýran, sem þessu veldur. ' Af henni þarf 1—3 gr. á dag til að draga úr hættunni af blóðs^gamynd- un. Sumir menn þurfa senni- lega meira, aðrir minna, en svo míkið er víst, að skortur á þessu efni eykur verulega á hættun. Á síðustu fimmtíu árum hefur mataræðið breytzt þannig, að nú fá menn ekki nema helming þess sem áður var. Það er minna borðað af brauði og megnið af því er úr fínna mjöli. og þær ómett- uðu fitusýrur. sem línólensýrán er í, eru m a. í hrati korns. Efnin, sem höfð eru í smjör- líki, eru öðruvísi samsett en áður var. Það fer eftir þvi, á hverju fóðrað er, hve mikið af linólensýru er í kjöti og fleski. Mikið kapp hefur ver- ið lagt á að auka geymslu- þol þessara matvæla. en það verður því meira sem minna ; er af línólensýru í kjötinu. ■ Langmest er af línólensýru í hrossakjöti, og það svo, að allt að því 14% af fitunni er línólensýra. Próf. Owren og samstarfs- menn hans hafa fundið að hættan á blóðsegamyndun er háð ástandi blóðkornanna, og það hefur gert þeim unnt að framkvæma þessar rannsóknir, að auðvelt er að sjá hvernig mismunandi efni orka k sega- myndanir blóðkornanna. Auk þess hefur tekizt að einangra efni nokkurt í blóð- inu, sem stuðlar að blóðsega- myndun, óg með því að flytja efni þetta milli manna. hefur tekizt að sanna að svo sé. Þannig hafa menn fundið að til eru efni sem beinlínis valda þessum sjúkdómi. og getað sagt til um hver þau eru. Ekki ber að skilja þetta svo. að búið sé að finna orsakir til æðakölkunar. Próf. Owren ætlar nú að reyna línólensýr- una við ýmsa sjúkdóma, sem aukin hætta á blóðsegamynd- un fylgir. Hann ætlar að reyna aukið magn af línólen- sýru í fæðu sjúklinga, vegna þess að blóðsegarnir gera æðo,- kölkunina miklu hættulegri en annars væri. hvort sem hún er í hjarta. heila eða fótum (Cr Politiken). Aer Lingus og Sabena bæta við sig ■ Á fáum sviðum viðskiptalífsins er auglýsinga- tæknin jafn vel skipulögð og kynningarstarfið meira en hjá flugfélögunum um heim allan, ekki hvað sízt hjá hinum stærri félögum sem halda uppi reglubundnum ferðum á alþjóðlegum flug- leiðum. Samkeppni félaganna er hörð og miklu fé varið af þeirra hálfu til auglýsinga- og kynn- ingarstarfsins. ■ Þjöðviljinn fær til dæmis reglulega fréttátil kynningar og upplýsingapésa frá mörgum af kunnustu flugfélögum heims, efni sem dreift er til fjölmargra blaða og fréttastofnana víðsvegar um heim. Við höfum farið í bunkann sem nýj- astur er og rákumst þá á það sem hér fer á eftir. Fréttir frá írlandi herma að þessu ári á flutníngum Aer mikil aukning hafi orðið á Lingus. írska flugfélagsins. bæði farþega. og vöruflutning- um. Farþegaflutningar félagsins til Bretlands og meginlands Evrópu jukust t.d. á fyrsta fjórðungi þessa árs um 12 af hundraðf, og tíl bess að mæta áætlaðri aukningu farþega- fjöldans um aðalferðatímann jók félagið mjög flugvélakost sinn, bæði með nýjum eigin vélum og leiguvélum. Mest hefur aukningin orðið á þessu ári í farþegaflutningum Aer Lingus á flugleiðum yfir Atlanzhafið, en þar jókst far- þegafjöldinn um 64 af hundr- aði, en jafnframt hefur orðið aukning á, vöruflutningum sem nemur 58% 1 maí-mánuði var sætanýtingin í flugvélum írska félagsins á flugleiðinni austur yfir Atlanzhafið 77% og hin hæsta hjá þeim félögum sem halda uppi áætlunarferðum á þessari leið og eru innan Al- þjóðasamtaka flugfélaga, IATA. Telja forráðamenn Aer Lingus þessa aukningu að þakka mik- illi og vandlega skiplagðri auglýsingaherferð um gjörvöll Bandaríkin og Kanada fyrr á þessu ári. f þessari auglýsinga- herferð var. lögð áherzla á að kynna Irland sem ferðamanna- land og jafnframt boðið upp á lægri fargjöld fyrir túrista. Tilkynnt hefur verið að ,tvær nýjar þotur af gerðinni Cara- velle VI bætist á næsta ári í flota belgíska flugfélagsins SABENA. en átta slíkar þotur átti félagið fyrir. Fyrri þot- una fær félagið afhenta í jan- úar n.k. en þá síðari í apríl- mánuði. Sabena tók fyrstu þotuna af gerðinni Caravelle VI í notkun fyrir þremur árum á flugleið- um í Evrópu og til hinn ná- lægari austurlanda. @niinental hjólbarðarnir eru sterkir og endingurgóðir Útsölusta ir- Ólafsvík: Bíldudal: fsafirði: Blönduósi: Akureyri: Húsavík: Raufarhöfn: Breiðdalsvík: HomaörðS: Vestmannaeyjum: Þykkvabæ: Seyðisfirði: Hreðavatni: Keflavík: Hafnarfirði: Sauðárkróki: Búðardal: Marteinn Karlsson Gunnar Valdimarsson Bjöm Guðmundsson, Brunng. 14 Zóphónías Zóphóníasson Stefnir hf. flutningadeild Jón Þorgrímsson, bifreiðaverkst. Friðgeir Steingrímsson Elías P. Sigurðsson Kristján Imsland kaupmaður Guðmundur Kristjánsson Faxa- stíg 27, hjólbarðaverkstæði. Friðrik Friðriksson Gunnar Skúlason, Oddagötu 6 Leopold Jóhannesson Hjólbarðaverkstæði Ármanns Björnssonar Vörubílastöð Hafnarfjarðar Verzl. Haraldar Júlíussonar Jóhann Guðlaugsson. GÚMMÍ V/NNUS TOFAN Skipholti 35. — Sími 18955 » 4

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.