Þjóðviljinn - 25.08.1964, Page 10

Þjóðviljinn - 25.08.1964, Page 10
10 SlÐA ÞJÖÐVILJINN Þriðjudagur 25. ágúst 1904 að er atriðið áhrifamikið — það kemur út á manni tárunum — en þér stöðvið kvikmyndina beinlínis i stundarfjórðung útaf þessu eina andartaki . . . öll á- tök eru horfin. Það er ekki eftir nema fallegt bróderí. . . . Delaney kinkaði aftur kolli, brosti lítið eitt og hélt áfram að horfa á hina reiðmennina. Svo sneri hann sér við og kleip Bresach í kinnina. Þú ert bara duglegur stráklingur ha, sagði hann. Svo stikaði hann til reið- kennarans og hrópaði: Jæja, Commendatore, ég er tilbúinn. Við skulum halda áfram. Jaek og Bresach horfðu þegj- andi á hann nokkra stund. Blóð- ið steig fram í kinnar Bresachs. — Hann spurði mig, var ekki svo? sagði Bresach hörkulega. Til hvers ætlaðist hann eigin- lega? — Hann spurði. sagði Jack. Og þér svöruðuð. Allt í lagi. Bresách þreifaði á kinninni. Ég hefði átt að gefa honum' á hann, sagði hann. — Þá hefði hann drepið yður, sagði Jack góðlátlega. — Jæja, en það er ástæðu- laust að hanga héma lengur, sagði Bresach. Og góna á kúrek- ana. Við skulum koma. — Engan kjánaskap, sagði Jack. Langar yður ekki enn jafnmikið í jobbið? — Það er víst álíka sennilegt að ég fái það og hrossið þama, sagði Bresach bitur. — Þvættingur, sagði Jack, sem var að horfa á' Delaney fara á bak og snúa hausnum á hestinum svo að hann gæti séð hindrunina. Hann er einmitt núna að ákveða sig. Ég þekki hann. Hann er að melta það sem hann álítur móðganir og í- huga hvernig þér getið orðið honum að éagni. I rauninni var þetta það bezta sem þér gátuð gert: að tala svona við hann. — Ég var rétt að byrja. sagði Bresach. Ég hef ótal aðrar • • ■ — Allt á sínum tfma, sagði Jack. Þér megið ekki ganga of ríkt eftir heppninni. Delaney var nú tutugu metra frá hindmninni. Hrossið var hræddara en nokkm sinni fyrr, það hnykkti til höfðinu og rang- hvolfdi augunum og kippti í HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu og snyrtistofu STEINU og DÓDÖ Laugavegi 18. III. h. (lyfta) — SÍMI 23 616. P E R M A Garðsenda 21. — SlMI: 33 9 68. Hárgreiðslu og snyrtistofa. D ö M U R t Hárgreiðsla við allra hæfl — TJARNARSTOFAN, — Tjamar- götu 10 — Vonarstrætismegin — SlMI: 14 6 62. HARGREIÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR — (María Suðmundsdóttir) Laugavegi 13. — SÍMI: 14 6 56. — Nuddstofa á ;ama stað. tauminn. Delaney skellti 1 góm og barði fótastokkinn og hestur- inn rauk af stað, svo að Delaney hentist til i hnakknum. Hrossið nálgaðist hindrunina og sótti til hliðar og á síðustu stundu hætti það við að stökkva. Delaney hentist fram yfir hausinn á hest- inum og hlunkaðist niður með dynk hinum megin við gerðið. Hann lá kyrr andartak, meðan Jack og jreiðkennarinn og hesta- strákurinn þutu til hans. Áður en þeir komust alla leið, reis hann stirðlega á fætur og þurrk- aði óhreinindin framan úr sér. — Mér líður ágætlega, sagði hann. Hvar er þetta djöfuls hross? — Ég held að nú sé nóg kom- ið í dag, signor Delaney, sagði reiðkennarinn vandræðalega. — Þetta var slæmt fall. — Kjaftæði, sagði Delaney. Hann gekk til hestastráksins sem stóð hjá hrossinu og var að reyna að róa það. Hesta- strákurinn leit spyrjandi á reið- kennarann þegar Delaney nálg- aðist. Reiðkennarinn yppti öxl- um og hestastrákurinn hjálpaði Delaney á bak. Delaney sneri hestinum við og reið aftur að brautarendanum. — Hann gleymir því að hann er ekki lengur ungur, sagði reið- kennarinn við Jack. Þeir stóðu báðir tveir hjá hindruninni þegar Delaney reið af stað, náði hindruninni á skrykkjóttu stökki og komst yf- ir. Það var töluvert bil milli Delaney og hnakksins, en í þetta sinn tolldi hann í honum. Hann reið til kennarans, losaði sig úr ístöðunum og stökk fim- lega af baki. — Stórfínt, Signore, sagði reiðkennarinn og tók við taum- unum fegins hendi. — Það var vesældarlegt, sagði Delaney. Hann tók upp vasa- klútinn og þurrkaði saman svita og óhreinindum i andlitinu. — En mér tókst það. Á sunnudag- inn kemur skal það verða fint. — Hvað ætlarðu þér með þessu, Maurire? spurði Jack, þegar þeir gengu af stað til Bresachs. — Ég? Delaney virtist undr- andi. — Ekki neitt. Bara að fá dálitla hreyfingu og ferskt loft. En hann var dálítið haltur, og þegar hann kom að gerðinu, rétti hann út titrandi höndina og studdi sig við það. — Og nú, ungi vinur, sagði hann við Bresach, — er ég búinn að í- huga allt hið athyglisverða sem þér sögðuð. Við mikil átök, sögðuð þér, var ekki svo? — Jú, sagði Bresach. — Haldið þér að þér gætuð hjálpað mér að koma miklum átökum, inn í síðustu kvikmynd- ina mína? Og skera, bróderíið út? Delaney var reiðilegur, eins og hann væri að því kominn að berja Bresach. — Já, sagði Bresach. — Það gæti ég. — Ágætt. Þá eruð þér búinn að fá stöðuna. Þér getið byrjað í fyrramálið. Delaney burstaði dálítið af moldinni af hnjánum á óhreinu. bláu buxunum, — Og nú langar mig í bjór. Komið þið .... Hann klifraði yfir gerð- ið og stökk niður með miklum bægslagangi. Jack brosti til Bresachs, en Bresachs stóð og horfði ólundarlegur á Delaney eins og hann ætti von á móðg- unum. Um leið og Jack smeygði sér á milli tveggja efstu riml- anna í gerðinu, stanzaði Delan- ey. Hann stóð grafkyrr, svo snerist hann hægt á hæli, svo að hann stóð andspænis þeim. Varir hans voru hvítar. — Guð minn góður, Jack, sagði hann og rödd hans var allt öðru vísi en vanalega. — Ó, guð minn góður, hvað þétta er sárt. Svo féll hann beint á andlit- ið niður í mölina. í allri ringulreiðinni sem nú varð, þegar fólk kom hlaupandi að magnlausa, útataða líkaman- um í mölinni og hver talaði upp í annan á ítölsku, þegar þeir flýttu sér að bílnum og Jack hélt undir axlirnar á Delaney og höfuð Delaneys dinglaði við handleggi hans, hugsaði Jack aðeins eina skýra hugsun: Það var þetta sem fyrirboðinn tákn- aði — dauðinn sem mig dreymdi fyrir, var dauði Delaneys. 19. Þeir gáfu Delaney súrefni og lyf gegn blóðs|o>'knun og köll- uðu á prest. Þegar bílinn ók upp að nýtízkulega, hvíta sjúkrahúsinu, sem stóð í brekk- unni innanum grasflatir og pálmatré (Californía og Róm í ringulreið gagnkvæmra áhrifa, 53 stælinga og lána). og meðan D^.c.ey Var færður varlega yfir á börurnar hafði nunnan spurt Jack hverrar trúar sjúklingur- inn væri. Jack hafði hikað and- artak, svo sagði hann „Ka- þólskur" til hægðarauka. En Jack var sannfærður um að nunnan myndi ekki eiga neitt á hættu þegar maður eins og Delaney var annars vegar. Nunnan var lítil, hressileg kona um fertugt, rjóð í kinnum og dugnaðarleg, og hún talaði dá- lítið írskuskotna ensku með mjúka ítalska hreimnum, eins og til áréttingar áhrifum írsku kirkjunnar í Róm. Fyrst kom læknirinn, glæsi- legur, Öruggur maður sem dvaldist lengi fyrir innan lukt- ar dyrnar og svaraði engum spurningum þegar hann kom út. Þá kom presturinn, ungur og fölur og prestlegur, og' bjó Del- aney undir eilífðina, vonandi án óhagstæðra áhrifa A blóðþrýst- ipg eða hiartslátt. Þegar prest- urinn kom út frá Delaney, var svipur hans óræðui og Jack var viss um að það hefði ekki gefizt tóm til neinna skrifta. Hversu lífsreyndur og hertu. sem prest- urinn var gagn\. vt syndum heimsins. hefði hann aldrei ver- ið svona stillilegu á svip, ef Delaney hefði haft þrek til að þylja upp allt sitt syndaregist- ur._ Á eftir prestinum kom blaða- fulltrúi kvikmyndarinnar, sem var kallaður burt af golfvellin- um fyrir undur, eða kannski eðlisávísun, til að tryggja sér að dauði Delaneys — eða . lif yrði notað kvikmyndafélaginu til framdráttar í blöðunum, tímaritunum og útvarpinu um allan heim. Blaðafulltrúinn var stór, þunglamulegur og unglegur bandaríkjamaður, örlítið sköll- óttur og með gleraugu, og hann settist eins og fjall fjrrir framan hvítu hurðina við endann á marmaraganginum með úttroðna skjalatösku við fætur sér. Jack komst að því seinna að í tösk- unni voru samhljóða eintök af eftirmælum um Delaney, sem fulltrúinn hafði samið strax og hann var ráðinn í starfið. Jack sá myndirnar og las æviatriðin. Myndirnar voru teknar fyrir tíu árum. Delaney sýndist ungur, á- kafur og baráttuglaður á þeim Aðeins var minnst á síðustu eig- inkonu hans og ekki ymprað á mistökum hans. Sá sem las þau hlaut að álíta að líf Delaneys hefði verið sigurganga dyggða og velgengni. — Hvað finnst yður um þetta? spurði fulltrúinn Jack, sem las eftirmælin við gluggann í enda gangsins. — Þér verðið að minna mig á, sagði Jack, — að ég þarf að fá yður til að skrifa um mig eftir- mæli þegar ég dey. Maðurinn hló góðlátlega. — Þér borgið mér fyrir að láta ekki sverta yður, sagði hanrj. Hann hét Fogel. Brjóstvasinn á jakkanum hans var- fullur af vindlum. Öðru hverju tók hann einn þeirra og stakk honum í munninn. Svo minntist hann þess að hann var í návist dauð- ans og yrði bráðum í návist blaðamanna, og þá stakk hann vindlinum aftur í vasann, dapur á svip, af háttvísi og sómatil- finningu. > Fogel talaði stutta stund við Bresach sem stóð hjá gluggan- um og reykti hverja sígarettuna af annarri meðan hann starði niður í garðinn. Svo kom Fogel yfir til Jacks og hvíslaði: — Reynið að koma þessum unga manni burt. — Af hverju? spurði Jack. — Ég vil ekki að pressan nái í hann, sagði Fogel. — Hann hefur alröng viðhorf gagnvart hetjunni. Fogel bandaði í átt að lokuðu dyrunum. — Og ég er viss um að hann talar. Jack skildi vel að Fogel hafði nokkuð til síns máls. Frásögn Bresachs af því sem gerðist um morguninn og hans eigin túlkun á því kæmi ekki vel heim við lofgjörð Fogels. Þess vegna fór Jack til Bresachs og sagði hon- um að það væri ástæðulaust að han biði þarna lengur. Bresach kinkaði kolli. Hann virtist kúg- aður og hálflamaður, gat ekki skilið hin skyndilegu óhöpp sem dundu yfir gamalt fólk. — Ég get ekki trúað þe?su, sagði Bresach. — Hann var svo lifandi og fullur af fjöri á hestinum. Maður hefði haldið að hann gæti lifað að eilífu. Ef þér fáið að fara inn til hans, viljið þér þá segja honum, að ég taki ekk- ert aftur af því sem ég sagði^ í morgun, en mér þyki leitt að ég skyldi segja það. SKOTT Tilsöluí Mosfe/lssveit 1126 rúmmetra hús, á tveim hæðum, í húsinu eru tvær íbúðir og stór bílskúr, að öðru leyti er húsið óinnréttað. Tilvalið fyrir iðnað eða geymslu. Upplýsingar gefa, Hreinn Þorvaldsson, Markholti 6, sveitarstjóri Mosfellshrepps, sími um Brúar- land- Tilboðum sé skilað til sveitarstjóra Mos- fellshrepps, Hlégarði, fyrir 1. september n.k. Starfsstúlkur óskast Starfsstúlkur vantar í Flókadeildina, Flókagötu 31. — Upplýsingar gefur matráðskonan í síma 24580. Skrifstofa ríkisspítalanna. „Þeir settu svo rnikið fyrir, að ég hef varla tíma til þess að koma við á Hressó og fara í Þórskaffi í kvöld.” Kópavogur blaðburður Tvö útburðarhverfi laus í Vesturbænum. Hringið í síma 40319. ÞJÖÐVILJINN. FERDIZT MEÐ LANDSÝN • Selium farseðla með flugvélum og skipum Greiðsluskilmálar Loftleiða: • FLOGIÐ STRAX — FARGJALD GREITT SÍÐAR ® Skipuleggjum hópferðir og ein- staklingsferðir REYNIÐ YIÐSKIPTIN FERÐASKRIFSTOFAN L/V N □ SVN TÝSGÖTU 3. SÍMI 22899. — P.O. BOX 465 — KEYKJAVÍK. UMBOÐ LOFTLEIÐA. Auglýsið í Þjóðviljanum Flugsýn h.f. simi 18S23 FLUGSKÖLI Kennsla fyrir einkaflugpróf — atvinnuflugpröf. Kennsla i NÆTURFLUGl > ÝFntLANDSFLUGl \ BLINDFLUGI. Bókleg kennsla fyrir atvinnuflugpróf byrjar í nóvember og er dagskóli. — Bókleg námskeið fyrir einkaflugpróf, vor og haust. FLUGSYN h.f. sími 18823. b v

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.