Þjóðviljinn - 25.08.1964, Page 3

Þjóðviljinn - 25.08.1964, Page 3
Þriðjudagur 25. ágúsí 1<J64 HÖÐVIUINN SlÐA ^ Málaliðar frá Suður-Afríku ráðnir til þjónustu í Kongó Moise Tshombe leitar einnig eftir aðstoð málaliða frá S-Ródesíu í baráttunni gegn uppreisnarmönnum LEOPOLDVILLE 24/8 — Stjórnarherinn í Kongó fer stöð- ugt halloka í viðureignum við uppreisnarmenn og stjórn Moise Tshombe hefur nú tekið það til bragðs að ráða hvíta málaliða í þjónustu sína bæði í Suður-Afríku og Suður-Rócjesíu. Fyrstu málaliðarnir eru sagðir þegar komn- tr til Kongó. .,New York Times” skýrði frá því í dag að 65 hvítir málaliðar hefðu nýlega komið til Kongó með flugvélum frá Jóhannesar- borg. Hefðu þeir farið með mik- illi leynd. Blaðið segir að mála- liðunum hafi verið boðið ' 280 dollara mánaðarkaup auk sér- stakrar „áhættuþóknunar“. Það er fréttaritari blaðsins í Jóhann- esarborg sem skýrir frá þessu. Franska fréttastofan AFP seg- ir að til Leopoldville séu komnir um 100 málaliðar, Suður-Afríku- Kýpurstjórn hafnar tilslökun við Tyrki AÞENU 24/8 — Makarios, for- seti Kýpur, hefur algerlega hafnað hverri þeirri lausn Kýp- urdeiiunnar sem hafi í för með sér nokkra tiislökun við Tyrki. Þetta vitnaðist eftir að Kypri- anú, utanríkisráðherra Kýpur, ræddi í dag við Papandreú for- sætisráðherra og aðra gríska ráðherra. Gríska stjórnin mun fyrir sitt leyti hafa fallizt á þá tiilögu, sem runnin er undan rifjum Bandaríkjamanna, að Kýpur verði sameinuð Grikk- landi, en Tyrkir fái í staðinn eina eða tvær grískar eyjar við strönd Tyrklands og einnig her- stöð á Kýpur. Makarios er í sjálfu sér ekki andvígur sameiningu Grikklands og Kýpur, en aðeins ef slík sameining yrði í samræmi við ályktun á allsherjarþingi SÞ um óskoraðan sjálfsákvörðunarrétt Kýpurbúa, Fréttaritari Reuters segir að Kýpurstjóm sé sannfærð um að hún geti reitt sig á stuðning allsherjarþingsins. Hún hafi að undanförnu reynzt sjálfstæðari en áður gagnvart grísku stjóm- inni og ráðandi aðilar í Nikosíu vilji fremur sjálfstæði Kýpur en sameiningu við Grikkland. Þeir telji að aðstoð Sovétríkjanna sé Kýpurbúum nægileg vörn gegn íhlutun Tyrkja. menn, Bretar. Belgar og Frakk- ar. Þeir hafi aðsetur í einu bezta gistihúsi borgarinnar, sem heit- ir „Memling”. Þeir hafi hins vegar enn ekki undirritað form- legan samning og hafi sjálfir greitt flugfarið. Töluðu á þýzku Fréttaritari Reuters í Jóhann- esarborg segir að margir ungir hvítir Suður-Afríkumenn hafi hringt til blaðsins „The Star”, og spurzt fyrir um hvernig þeir geti ráðizt í þjónustu Tshombes. Sumir þessara manna töluðu á þýzku og sögðust eiga marga vini í Vestur-Þýzkalandi sem hefðu áhuga á að gerast málalið- ar í Kongó. Suðurafrísk blöð hafa að undanfömu birt fréttir um að Tshombe væri að leita eftir málaliðum þar og í Suður- Ródesíu. Þúsund máiaiiðar Suður-Afríkumaður sem á sín- um tíma barðist í málaliðasveit- um Tshombes í Katanga segir að ætlunin sé að ráða nú um þús- und málaliða og eigi þeir að skipa sérstaka áhlaupasveit. Sjálfur eigi hann að vera hátt- settur foringi í sveitinni. Þessar fregnir hafa verið bornar til baka í Leopoldville, en lítið mark er tekið á yfirlýs- ingum stjórnarinnar þar. Sagt er að Bandaríkjastjóm hafi varað Tshombe við að koma upp sveit- um erlendra málaliða, enda myndu stjórnir annarra Afríku- ríka þá verða honum enn frá- hverfari en þær eru nú þegar. Flokksþing Demókrata hafið, Humphrey varaforsetaefni? Horfur á að til harðra deilna geti komið á þinginu út af mannréttindalöggjöfinni, suðurríkjamenn af þingi? ATLANTIC CITY 24/8 — Horfur eru nú á að hörð átök verði á flokksþingi Demókrata sem hófst í hinni miklu Þinghöll í Atlantic City í dag Það eru hin nýju mann- réttindalög sem ágreiningnum valda og er jafnvel búizt við að svo kunni að fara að sumum fulltrúum frá suður- ríkjunum verði kastað á dyr. Þingið mun velja varafor- setaefni Demókrata og er talið líklegast að Humphrey öldungadeildarmaður frá Minnesota verði fyrir valinu. Skömmu áður en þingið hófst samþykktu fulltrúamir frá Aia- bama með 33 atkvæðum gegn þremur að þeir myndu ekki fylgja stefnu flokksins í mann- réttindamálinu, en samkvæmt þingsköpum flokksins hafa þeir þá ekki rétt til setu á þinginu. Hins vegar hafa kjörbréf þeirra þegar verið viðurkennd og þeir hafa fengið gilda aðgöngumiða að þinginu. Einn þeirra sagði við fréttamann Reuters að þeir myndu mæta á þinginu. Það kunna einnig að verða á- tök um þingsæti fulltrúanna frá Mississippi. Kjörbréfanefnd þingsins sat enn á firndi þegar síðast fréttist til að fjalla um kjörbréf þeirra. Fulltrúar blökku- manna telja að kosning hinna hvítu fulltrúa frá Mississippi sé ólögmæt. Varaforsetaefnið. Flokksþingið á að samþykkja stefnuskrá fyrir forsetakosning- amar í haust og velja forseta- og varaforsetaefni flokksins. Johnson forseti mun aftur verða í framboði. og mun sjálfur til- nefna varaforsetaefnið. Skömmu áður en þingið hófst var ehn ekki vitað með vissu hver yrði fyrir valinu, en allar líkur voru taldar á því að Johnson myndi tilnefna Hubert Humphrey, öld- ungadeildarmann frá Minne- sota, en Eugene McGarthy, sem einnig er öldungadeildarmaður frá Minnesota, var einnig tal- inn koma til greina. Myndin er tckin í Saigon fyrir helgina þegar uppþotin hófust þar og er af nokkrum forystu- mönnum búddhatrúarmanna scm nú eins og fy rir einu ári, þegar stjórn Ngo Dinh Diem var steypt, standa fyrir uppþotunum í Suður-Vietnam. Uppþotin gegn stjórn Khanhs Deilan um þingsetu fulltrú- anna frá Mississippi getur orð- ið örlagarík. Ákveði kjörbréfa- nefndin að hinir hvítu fulltrú- ar séu ekki löglega kjömir og veiti fulltrúum blökkumanna þingsetu í staðinn. kann svo að fara að fulltrúar frá öðrum suðurríkjum gangi af þinginu. Fái blökkumenn ekki setu á þinginu. getur það orðið til að veikja aðstöðu Johnsons forseta í norðurríkjunum. Formaður blökkumapna frá Mississippi, Aaron Henry, hefur þverneitað að fallast á þá mála- miðlun. að báðar nefndimar þaðan fái setu á þinginu. iramhald af 1. síðu. hafa borizt * frá bæjunum Hué, Dahang og Qui Nhon, sem eru í norðurhluta landsins. Ráðizt á kaþólska Það var í bænum Dahang sem tveir menn féllu þegar um 1500 manna hópur réðst á byggingu kaþólskra þar og kveikti i henni Einnig var ráðizt með grjótkasti á bækistöð Bandaríkjamanna skammt fyrir utan bæinn. 1 bænum Qui Nhon var lýst yfir hernaðarástandi eftir á- rekstra milli búddhamanna og kaþólskra. Útgöngubann var einnig sett í bænum. Þar brunnu mörg hús til kaldra kola og öll- um bandarískum hermönnum var fyrirskipað að halda kyrru fyrir í búðum sínum. Herlið til taks Haft er eftir talsmönnum Khanhs að fjölmennt herlið sé haft til taks rétt fyrir utan Saigon og sé hægt að kalla það á vettvang með stuttum fyrir- vara. Fréttamenn segja að ýmsir herforingjar láti í ljós óánægju með linkind Khanhs við að bæla niður rósturnar. Svo virðist sem hann hafi fyrirskipað her og lögreglu að /'beita ekki valdi nema í sjálfsvörn. Frestur til morguns Stúdentar hafa gefið Khanh hershöfðingja frest til morguns, þriðjudags, að verða við kröfum þeirra um umbætur á stjómar- farinu, og er búizt við að þeir muni efna til mikilla útifunda í Saigon og víðar í landinu á morgun, en þá er liðið eitt ár síðan uppreisnin var gerð gegn stjóm Ngo Dinh Diem. Talið er að ekki verði reynt að hleypa upp fundinum á morgun en öll frekari uppþot verði bæld niður með harðri hendi. Einn helzti leiðtogi búddhatrú- armanna í Suður-Vietnam, Tan Chau, sem í fyrra stjómaði upp- reisn þeirra gegn Ngo Dinh Di- em, birti í gær bréf þar sem hann sakar stjóm Khanhs um að halda áfram ofsóknum gegn búddhamönnum. Hann segir að 24 saklausir menn hafi verið drepnir, en þúsundir búddha- manna verið handteknar oglátn- ar sæta misþyrmingum og pynd- ingum. Bandaríska utanríkisráðuneyt- ið ítrekaði í kvöld algeran stuðn- ing Bandaríkjamanna við stjóm Khanhs, sem væri bezt til þess fallin að eyða flokkadráttum í Suður-Vietnam. Fréttaritari Reuters í Saigon símaði í kvöld að bandarísku hersveitunum þar hefði verið fyrirskipað að vera á verði. Bandarískum hermönnum hefur verið bannað að vera á ferli á göbum borgarinnar. Sovétríkin hyllt á þjóðhátíð Rúmena Mikojan forseti var eini erlendi gesturinn sem ávarpaði hátíðarfund í Búkarest á sunnudaginn BÚKAREST 24/8 — Rúmenar fögnuðu því í gær að tutt- ugu ár voru liðin síðan þeir losnuðu úr herbandalagi við Þýzkaland og sömdu vopnahlé við Sovétríkin. Geysilegur mannfjöldi tók þátt í hátíðahöldunum í Búkarest. Mikoj- an, forseti Sovétríkjanna, var eini erlendi gesturinn sem flutti þar ávarp. Mikil hersýning fór fram í borginni og um hálf miljón manns tók þátt í skrúðgöngu fram hjá heiðurspalli þar sem rúmenskir ráðamenn og erlendir gestir tóku við hyllingú fólks- ins. Gheorghiu-Dej forseti hyllti Sovétríkin fyrir þátt þeirra í frelsisbaráttu Rúmena fyrir tutt- ugu ámm þegar hann hélt ræðu á hátíðarfundi í rúmenska þing- inu. Hann bauð hina erlendu gesti velkomna, en þeir voru frá öllum hinum sósíalistísku löndum, nefndi fyrst Mikojan forseta, síðan kínverska fulltrú- ann og þá hina þrettán. Mikojan minntist einnig bar- áttunnar gegn þýzku nazistunum og flutti Rúmenum sérstaka kveðju Krústjoffs forsætisráð- herra. Enginn annar eriendur gestur tók til máls á hátíða- fundinum. Málgagn kínversku stjómar- innar, „Alþýðudagblaðið” í Pek- ing, minntist þjóðhátíðar Rúm- ena í gær og hyllti þá fyrir sleitulaust starf þeirra í því skyni að varðveita eininguna innan alþjóðahreyfingar komm- únista. Lögð var áherzla á að bæði Rúmenar og Kínverjar hefðu jafnan virt meginreglur jafnréttis og sjálfstæðis allra kommúnistaflokka og forðast í- hlutun í málefni annarra. T g PPB % selur allt fyrir gluggana l Hinar margeftirspurðu tilbúnu terrylene eldhúsgardínur í mjög glæsilegu úrvali. Einnig mjög fallegar sænskar og finnskar dralon gardínur. ■ Komið og kynnið ykkur glæsilegasta og fjölbreyttasta gardínuúrval borgarinnar. allt fyrir gluggana í T E P P ! hf. Austurstræti 22. — Sími 14190. ♦

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.