Þjóðviljinn - 25.08.1964, Side 6

Þjóðviljinn - 25.08.1964, Side 6
g SlÐA ÞIÓÐVILIINN I stjórn Þjóðræku- isfélags íslendinga í Vesturhei.mi afmæl- isárið voru: Frá vinstri: Jóhann Th Beck varaféhirðir, Haraldur Bessason varaformaður, Jak- ob F. Kristjánsson skjalavörður, Philip M. Pétursson for- seti, Walter J. Lín- dal vararitari, Grett- ir L. 'Johannson fóhirðir og Guðmann Levy fjármálaritari. Á mynd ina vantar frú Hólmfríði varaf jármá laritara. Daníelsson ritara, og Ólaf Hallsson, Þjóiræknisstarf- ið í Yesturheimi Dr. Richard Beck prófessor segir lesendum Þjóð- viljans frá fyrstu þjóðhátíð íslendinga vestan hafs, upphafi félagsstarfsemi þeirra, Þjóðræknisfélaginu, íslenzkukunnáttu vestra og fleiru í þessu stutta spjalli Séra Jón Bjarnason. Prófessor Richard Beck segir okkur fyrst frá þjóðhátíðinni í Vesturheimi 2. ágúst 1874. — Um þetta leyti, segir hann, voru aðalbækistöðvar Islend- inga vestan hafs í Milwaukee í Wisconsin-ríki. Þeir voru ekki margir landamir þama þá, aðeins um 70 talsins, en þótt margmenninu væri ekki til að dreifa var mannval gott í Is- lendingahópnum. Vil ég nefna þá séra Jón Bjarnason og Jón Ólafsson ritstjóra, að ótöldum öðrum sem síðar urðu hinir mestu áhrifamenn í félags- málum og andlegu lífi íslend- inga vestra, Þjóðhátíðin í Milwaukee 1874 Þessir Islendingar í Mil- waukee vildu ekki vera eft- irbátar landa sinna heima á þúsund ára afmæli Islands byggðar og efndu því til sér- staks hátíðahalds þar í borg 2. ágúst 1874. sama dag og þjóðhátíðin var haldin á Is- landi. Hátíðin vestan hafs hófst, eins og hér heima, með guðs- þjónustu. Fór hún fram í norskri kirkju þar í borginni og messaði séra Jón Bjarna- son sem áður var nefndur. Hafði hann komið vestur ár- ið áður og var kennari við menntaskóla Norðmanna í Decorah i Iowa. en dvaldist í Milwaukee um sumarið. á- samt konu sinni frú Láru Bjarnason, sem var ein áf dætrum Péturs Guðjohnsen organista. Flutti séra Jón sterka raeðu í kirkjunni, andríka þjóðræknishvöt sem oft er og hefur verið vitnað til síðan, enda þótti ræðumaður túlka vel í prédikun sinni þær þjóð- ræknistilfinningar og þann hlýja hug til gamla Fróns sem löngum hefur búið með hinum beztu Islendingum vestan hafs. Að messu lokinni fór fram skrúðganga í skemmtigarð, einn. þar sem útisamkoma var sett, ræður haldnar og sungið. Séra Jón Bjamason sendi séra Matt- híasi Jochumssyni. þáverandi ritstjóra Þjóðólfs, fréttabréf um þjóðhátíðina í Milwaukee og lýsti þá skrúðgöngunni m.a. á þessa leið: ,,Eftir messu söfnuðust land- ar saman fyrir kirkjudyrum og gengu þaðan í prósessíu, tveir og tveir samsíða, út fyrir bæ æðilangan veg, þar til staðar var numið í grasgarði miklum með skógarrunnum í og lund- um á milli. Þeir tveir karl- menn. er í broddi fylkingar gengu, báru hvor sitt merki, annar stjörnufána Bandaríkj- anna, hinn fálka íslenzkan á bláum feldi; þeir voru báðir í þjóðbúningi vorum hinum forna. er Sigurður mál- ari Guðmundsson hefur vakið til lífs meðal stúdenta heima á Fróni. Kvenfólkið gekk sér á eftir karlmönnunum og voru nokkrar þeirra i s.kaut- búningi og nokkrar í peysu- og húufötum, svo hinn litli fs- lenzki hópur hafði einkenni- iegan þjóðlegan blæ á sér. Á eftir fylgdi fjölmennur skari af fólki því, er verið hafði ) kirkju-nni og nam ásamt oss staðar í Iundi einum milli trjánna f garðinum. Þar voru fánamir reistir upp beggja megin við ræðustól. er vér höfðum gjörá látið skömmu áður“. — Þetta birtist í Þjóð- ólfi í nóvember 1874. Á samkomunni þarna í garð- inum flutti Jón Ólafsson minni Islands, langt mál, Ólafur Ól- afsson frá Espihóli mælti fyr- ir minni Islendinga í Vestur- heimi og séra Páll Þorláksson mihntist Vesturheims. Milli ræðna voru sungin íslenzk ætt- jarðarlög, m.a „Lóan í flokk- um flýgur" og ..Eldgamla Isa- fold“. Ætla má að síðarnefnda lagið hafi þá verið sungið í fyrsta sinn á meiriháttar sam- komu vestan hafs. Það var frú Lára Bjarnason sem stjómaði söngnum, en hún átti elcki langt að sækja góðar sönggáf- ur og tónlistaráhuga. eins og fyrr var drepið á. Á samkomunni þama í garð- inum voru ekki einungis Is- lendingar heldur og allmargt Norðurlandabúa. einkum Norð- menn. Þrefalt sögulegt gildi Þannig lýsir Richard Beck fyrir okkur þessari þjóðhátíð vestan hafs — og hann bætir síðan við: — Ég vil leggja áherzlu á að þessi þjóðhátíð hefur þre- falt söguiegt gildi og markar um leið merkileg spor í trúar- legri, þjóðræknislegri og félags- legri starfsemi Islendinga í Vesturheimi. 1 fyrsta lagi var messan í upphafi^ hátíðarinnar fyrsta ís- lenzka guðsþjónustan vestan hafs. 1 annan stað var þetta fyrsta þjóðhátíð lslendinga vestra sem fyrr var sagt, með öðrum orð- um fyrsti Islendingadagurinn þar í álfu. 1 þriðja lagi stofnuðu Is- lendingar á þessari sögulegu hátíð með sér hinn fyrsta fé- lagsskap í Vesturheimi. Nefndu þeir félagið .,ls.lendingafélag f Ameríku" og voru félagslög- in samþykkt á fundi 1 Mil- waukee sjálfan þjóðhátíðardag- inn. I þeim er aðaltilgangi fé- lagsins lýst þannig: „Sá er tilgangur félagsins að varðveita og efla íslenzkt þjóð- erni meðal Islendinga í heims- álfu þessari og hinn frjálsa framfara- og menningaranda er á öllum öldurn Islandssögu hefur verið þjóð vorri til svo mikils sóma. en sporna við Öllu því í andlegum og ver- aldlegum efnum, er leiðir til ins gagnstæða. Sér í lagi er það tilgangur félagsins að vera sambandslið- ur milli Islendinga á ýmsum stöðum í álfu þessari og á milli Islendinga hér vestra og landa vorra heima á Islandi eða í öðnjm löndum". Séra Jón Bjamason var kos- inn formaður félagsins, en nafni hans Jón Ólafsson rit- ari. Upphaf þjóðræknis- starfsins — Til þessarar félagsstofn- •unar verður þá upphaf þjóð- ræknisstarfsins vestan hafs rakið? spyr blaðamaður. — Já. svarar Richard Beck. Með sanni má segja að vagga íslenzkrar þjóðræknisstarfsemi í Vesturheimi hafi staðið i Milwaukee-borg fyrir níu ára- tugum. Islendingafélag í Amer- íku varð þó ekki langlíft. en áhrifanna frá Milwaukee g-ætti víða í hinum ýmsu byggðarlögum íslendinga vest- an hafs og mörg félög hafa verið stofnuð síða'n í anda laga, hins fyrsta félags,1 sum átt sér stuttan aldur ep önnur orðið langlífari eins og gengur. Merk- ast þessara félaga er Þjóðrækn- isfélag Islendinga í Vestur- heimi. en það varð 45 ára á liðnum vetri og var afmælis- ins minnzt á ársþingi félags- ins sem haldið var i Winnipeg í febrúarmánuði sl. Félags- deildimar eru nú 9 talsins, auk tveggja sambandsfélaga. Sex af deildur.um eru í Manitoba- fylki f Kanada, en þar býr langstærsti hópur þéirra manna sem af íslenzku bergi eru brotnir, á að gizka 15 til 20 þúsund mannj;, Tvær fé- lagsdeildir cru á Kyrrahafs- strönd Ameríku. önnur í Van- couver, hin í Blaine í Was- hington-ríki í Bandaríkjunum Ein félagsdeildin, sú níunda er svo í Norður-Dakota. Sambandsfélögin tvö sem áð- ur var drepið á eru „Vestri" í Seattle og Islendingafélagið í New York, Þessar félagsdeildir .eiga að sjálfsögðu við mjög misjafnar í ræðu sinni á þjóðhátíðinni í Vestmanna- eyjum minntist dr. Richard Beck prófessor þess m.a. að þá voru liðin rétt 90 ár síðan fyrsta þjóðhátíð íslendinga í Vesturheimi var haldin í Milwaukée í Wisconsinríki í Banda- ríkjunum. Þegar fréttamaður Þjóðviljans hitti prófessorinn að máli á dögunum barst talið að þessum merkisa’tburði í sögu Vestur-íslend- inga og jafnframt að þjóðræknisstarfinu al- mennt þar vestra og félagslífi í hópi þeirra sem af íslenzku bergi eru brotnir. Þessum málum munu vafalaust engir kunnugri en Richard Beck; hann hefur alla tíð síðan hann fluttist vestur um haf 1921 verið tengdur starfi Þjóð- ræknisfélags íslendinga á einn eða ánnan hátt og að meira eða minna leyti, verið forseti þess um árabil og setið öll 30 síðusfu þing félags- ins í Winnipeg. Þriðjudagur 25. ágúst 19G4 Þau hjónin dr. Richard Bcclt og Margrét kona hans voru á gönguferð í Tjarnargarðínum í Rcykjavík, þegar Ijósmyndarinn hitti þau lijónin og tók af þeim þessa mynd við styttu Þorfinns karisefnis, víkingsins sem forðum daga lagði Icið sína til Vestur- heims. Frú Margrét er fædd vestan hafs, í Victoria B.C. í Van- eouvereyju við vesturströnd Kanada og voru foreldrar hennar þau Einar Brandsson á Reynishjálcigu og Sigríður Einarsdóttir frá Hvoli í Mýrdal, cn þau fluttust vcstur um haf árið 1886. Frú Margrét cr fjölmenntuð kona, stundaði m.a. nám við Iistaháskól- ann í San Francisco og hefur löngum kennt sem aukafög ensku og hússtjórnarfræði. Veturinn 1953—54 var hún við nám við Há- skóla fslands, það var hcnnar fyrsta fslandsferð, cn síðar kom hún með rfianpi sínum" hingað haustið 1961, er dr. Richard Beck var gcstur Háskóians á 50 ára afmælishátíðinni. Frú Margrét Brandsson Beck hefur tekið virkan þátt í fclagsstarfsemi íslend- inga í San Francisco og gegnt forsetastörfum í samtökum norrænna manna þar, Leífs Eiríkssonar fclaginu. — Ljósm. Þjóðv. A.K. aðstæður að búa, en yfírleitt er starf þeirra gróskumikið og þær halda vel í horfinu. Þjóðræknisfélag íslendinga Ekki er unnt að rekja ýtar- lega margþætt störf ÞjóSrækn- isfélags íslendinga í Vestur- heimi á hálfum fimmta ára- tug og hefur þó dr. Richard Beclý frá ýmsu að segja, því að hann- er gagnkunnugur fé- lagsstarfinu frá upphafi svo sem áður var greint frá. Fyrst eftir að haryi fluttist vestur um hafa dvaldist hann árlangt í Winnipeg og tengdist þá þeg- ar starfi félagsins, því að hann var ráðinn til að, kenna íslenzku á vegum þess. öll þing Þjóðræknisfélagsins sem haldin hafa verið síðan 1934 hefur Richard Beck setið. en þau eru nú haldin árlega i Winnipeg. Varaforseti félagsins v,ar hann kjörinn 1934 og síðan jafnan endurkjörinn, þaf til hann varð forseti félagsins 1940 og tþk við af dr. Rögnvaldi Péturssyni. Var Richard Beck síðan félagsforseti til ársins 1946 og aftur á árunum 1957 til 1963. Margskonar trúnaðar- störfum öðrum hefur hann gegnt fyrir Þjóðræknisféiagið fyrr og síðar. Núverandi forseti Þjóðrækn- r séra Philip M prestur Unitara- Winnipeg. bróður- ögnvaldar Péturc- forseta félagsins. Hafa þeir séra Philip og dr. Richard. ásamt dr. Valdimai isfélagsins ei Petursson, kirkjunnar í sonut; dr. R sonar, fyrsta J. Eylands skipzt á að gegna forsetastörfum í Þjóðræknsfé- laginu undanfarin ár og ára- tugi. Núverandi varaforseti félagsins er Haraldur Bessason prófessor, en ritstjórar tima- rits félagsins þeir Gísli Jóns- son skáld og próf. Haraldur. Megintilgangur Þjóðræknis- félagsins hefur frá upphafi verið sá að styðja og styrkja íslenzka tungu og bókvísi í Vesturheimi, 'efla samúð og samvinnu meðal Islendinga austan hafs og vestan og jafn- framt ,,að stuðla að því að fremsta megni að íslendingar megi verða sem beztir borg- arar í hérlendu þjóðlífi", eins og segir í upphafsmálsgrein stefnuskrá Þjóðræknisfélagsins. 1 anda þessarar þríþættu stefnuskrár félagsins hefur starf þess verið unnið í hálfan fimmta áratug.' Á fáeina starfsþætti skal drepið. Útbreiðslu- og fræðslustarf hefur að sjálfsögðu verið snar þáttur í gerðum félagsstjómar frá upphafi og meginuppistaða fræðslustarfseminnar hefur verið blaða- eða bókaútgáfa, því að öll þau rit. sem Þjóð- ræknisfélagið hefur sjálft gef- ið út eða átt 'einhverja hlut- deild að, hafa priiðað í þá átt að fræða lesendur um íslenzk- ar menningarþrfðir. Um 6 ára skeið gaf félagið út barna- blaðið Baldursbrá. það átti hlut að þýðingu og útgáfu bókar- innar „Þjóðréttarstaða Islands'* eftir sænska þjqðréttarfræðing- inn dr. Ragnar Lundborg, veitti fjárstyrk til úgáfu Is- lardssögu eftif norsk-amer- Framhald á 9. síðu. <. ’ * i I

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.