Þjóðviljinn - 28.08.1964, Side 5
f
Föstudagur 28. ágúst 19G^
MÓÐVILJINN
SÍÐA 5
Ísíandsmótið 1. deild
Sigurvonir KR minni eftír
jafntefli við Fram 0:0
Það hefði sannarlega mátt búast við líflegri leik og
meiri baráttu þegar KR og Fram mættust á Laugardals-
vellinum í gærkvöld — annað liðið er að berjast fyrir
að halda meistaratitlinum en hitt fyrir áframhaldandi
sæti í 1. deild. KR-ingar mega kallast heppnir að ná þó
öðru stiginu út úr leiknum en þeir verða að taka sig vel
á til að hafa nokkra möguleika til sigurs í mótinu.
Fyrri hálfleikur
Framarar áttu hættulegri
sóknarfæri fyrstu mínúturnar
og hvað eftir annað sendi
Báldur, hægri útherji, boltann
vel fyrir markið, en ekkert
varð úr, einkum vegna þess að
vinstri úth. Ásgeir var ekki "a
sínum stað til að koma á móti
boltanum.
KR-ingar sóttu í sig veðrið
er leið á hálfleikinn og einn-
ig hjá þeim komu beztu mark-
tækifærin upp úr sendingum
hægri útherja. og á 18. mín.
var ekki annað sýnna en þetta
ætlaði að bena árangur. Gunn-
ar Guðmannsson sendi boltann
yfir til Sigurþórs sem hafði
góða aðstöðu til að skjóta og
fast skot frá honum stefndi í
mannlaust markið. Þá gerðist
það sem oft áður í sumar. Sig-
urður Einarsson bakvörður
Fram kom fljúgandi og skall-
aði frá á marklínu. Það er
eins og sérgrein Sigurðar að
bjarga svona marki á sjðustu
stundu en aldrei fyrr eins
glæsilega og í þetta skipti.
Á 30. mín. var marki bjarg-
að á svipaðan hátt en f þetta
sinn við KR-markið. Framar-
ar voru í sókn og áttu fast
skot á mark út við stöng en
Hreiðar stóð þar á marklínu
og bjargaði með skalla.
Stuttu síðar áttu KR-ingar
allgott tækifæri að skora. þeir
höfðu knöttinn innan vítateigs
Fram fyrir miðju marki, en
einhvem veginn tókst þeim að
þvæla knettinum fyrir fótum
sér, svo að vömin gat hreins-
ast frá.
Undir lok hálfleiksins varð
Bjarni Felixson að yfirgefa
völlinn og kom Ársæll Kjart-
ansson í hans stað.
Síðari hálfleikur.
KR-ingar sóttu öllu meira í
byrjun síðari hálfleiks og Geir
markvörður Fram greip tví-
vegis sendingar frá Gunnari
Guðmannssyni, Á 5. mínútu
náði Gunnar Felixson boltan-
um úr einni slikri sendingu
nafna síns. en skaut yfir mark-
ið.
Þama kemur markið, sögðu
áhangendur Fram í stúkunni.
þegar 13 mínútur voru liðnar
af siðari hálfleik. Helgi Núma-
son v. innherji Fram fékk bolt-
ann fyrir miðju marki rétt ut-
an markteigs og enginn úr
vörninni til bjargar, en mark-
vörður sem negldur á mark-
línu En eins og svo oft áður
í likum tilvikum hjá fram-
herjum hér. lagði hann allan
kraft í skotlð, sem fór langt
utan við markið. Og KR-ingar
önduðu léttar.
Næstu 15. mínúturnar voru
Framarar í svo til látlausri
sókn og virtist allur móður
væri úr KR-ingum, og náði
Frám algerum yfirráðum á
miðju vallarins. Þótt þung
pressa væri á KR-ingum allan
þennan tíma komst mark
þeirra samt aldrei í verulega
hættu. X
En KR-ingar áttu eftir að
hrista af sér slenið og það sem
eftir var hálfleiksins var sótt
og varizt svo til jafnt á báða
bóga.
Á 33. mín. fékk Gunnar Fel-
ixson boltann innan vítateigs og
sneri sér laglega með boltann
Á "X‘''
Gísli Þorkelsson markvörður
KR stóð sig vel i leiknum í
gærkvöld.
um öleið öog hann skaut yfir,
eins og í fyrra sinnið. Fjórum
mín. síðar small boltinn í stöng
KR-marksins úr skoti frá Ás-
geir, v. útherja. Er fjórar mín.
voru til leiksloka tókst Gunn-
ari Felixsyni að hlaupa af sér
vöm Fram, en Geir kastaði sér
fyrir fætur honum og boltinn
hrökk til Jóhannesar bakvarð-
ar. Á síðustu mín. leiksins var
svo homspyrna á KR, en Gísli
markvörður náði að grípa
knöttinn beint úr hornspym-
unni.
Liðin:
Fram var heldur betra liðið
í þessum leik. það er skipað
ungum mönnum og eftir þenn-
an leik virðist nokkuð ömggt
að þeir leiki í 1. deild aftur
næsta ár. Vörnin er orðin all-
traust með Sigurð og Þorgeir
sem beztu menn. Hrannar er
byrjaður að leika með liðinu
aftur og var því talsverður
styrkur. Baldvin lék ekki með
liðinu að þessu sinni og vant-
aði þar mikið í framlínuna, en
Baidur var bar einna beztur.
Tvo menn vantaði í KR-liðið.
þá Heimi og Ellert. Heimir
hefur ekki náð sér enn eftir
meiðslin sem hann hlaut í
leiknum gegn Bermuda og Ell-
ert mun hafa tognað í nára í
leiknum gegn Finnum. En fjar-
vera þessara manna er ekki
næg skýring á hinni lélegu
frammistöðu liðs sem berst um
efsta sæti í 1. deild. Gísli Þor-
kelsson lék í marki og sannaði
enn einu sinni ágæti sitt sem
markvörður. Hreiðar var einna
skástur í vörninni. Hörður er
þungur og virtist f lítilli æf-
ingu. Framverjamir náðu illa
saman og þau tækifæri sem
KR fékk f leiknum komu öll
upp úr sendingum Gunnars
Guðmannssonar fyrir markið.
f 131*01111*
Verður Brundage felldur
úr forsæti OL-nefndar?
íþrótfamót
í Kópavogi
Um næstu helgi verður meist-
aramót Kópavogs í frjálsum
íþróttum haldið á íþróttavell-
inum við Smárahvammsveg.
Mótið hefst kl. 2 á laugardag
og sunnudag. Keppt verður í
karla- kvenna- og sveinagrein-
um. Hver Kópavogsmeistari
fær áprentaðan verðlaunapen-
ing.
Alþjóða Olympíunefndin
CIO heldur aðalfund sinn í
Tokio í haust meðan Olymp-
íuleikarnir standa, þar verð-
ur m.a. kosinn forseti nefnd-
arinnar. Núverandi forseti er
Bandaríkjamaðurinn Avery
Brundage sem er kominn hátt
á áttræðisaldur, hann hefur
gegnt þessari virðingarstöðu
síðan 1952.
Nú hefur Brundage fengið
skæðan keppinaut um for-
setatignina, Englendinginn
Lord Burghley, sem er tals-
vert yngri, og sagt er, að hann
njóti stuðnings Austur-Evr-
ópuþjóðanna og þeirra sem
nýjar eru í samtökunum.
Nefndarmönnum ber að
senda skriflega fyrir fundinn
hvort þeir kjósa Brundage
eða Burghley. Síðast er frétt-
ist höfðu 34 nefndarmenn i
CIO sent at.kvæði sín í lok-
uðu umslagi til fyrri aðal-
ritara Otto Mayer. i
Það er að sjálfsögðu mik-
il tíðindi ef Bnundage verð-
ur feildur frá formennsku
í Alþjóðu Olympíunefndinni,
því að hún er mjög mikils
ráðandi um íþróttamál um
hcim allan Mörg verkefni
sem koma til hennar kasta
varða sambúð þjóða, þar sem
af öðrum ástæðum eru ýms-
ar hindranir í vegi. Nefndin
verður því oft að taka á-
kvarðanir sem í rauninni eru
stórpólitískar.
sitt af hverju
★ Á íþróttamóti i Leipzig
setti Austur-Þjóðverjinn Man-
fred Preussger nýtt Evrópu-
met í stangarstökki, 5,15 m.
Eldra metið átti Vestur-Þjóð-
verjinn Wolfgang Reinhardt.
(
ir Ungverski knattspyrnu-
maðurinn Puskas, sem nú
leikur með Real Madrid, var
rekinn af leikvelli þegar
þetta fræga spánska knatt-
spyrnulið lék við Boca Juni-
ors frá Argentínu á sunnu-
daginn. Puskas mótmælti svo
ákaft, þegar Boca skoraði
sigurmarkið (2:1), að dómarinn
rak hann út af.
+ Forseti Olympíunefndar
Austur-Þýzkalands. Heinz
Schoebel. hefur tilkynnt for-
seta Alþjóða Olympíunefndar-
innar, Avery Brundage, að
ekki hafi náðst samkomulag
milli austur- og ve&turþýzku
olympíunefndanna um sam-
eiginlegt lið á OL í Tokio í
haust. Nefndirnar hafi síðast
rætt málið i 10 klst. á sam-
eiginlegum fundi i Köln
Schoebel leggur nú til, að
Brundage stjórni sjálfur
næsta fundi nefndanna.
+ Spánska knattspyrnuliðið
Esuqel frá Barcelona keppti
nýlega við landslið Austur-
ríkis i Vín, jafntefli varð 3-3
★ Hjólreiðar eru með vin-
sælustu íþróttum víða um
heim og sem kunnugt er
eru Austur-Þjóðvérjar með
fremstu þjóðum á því sviði.
Nú verður þeim í þriðja sinn
meinað að taka þátt i heims-
meistarakeppninni i hjólreið-
um, af þvi að úún fer fram
í Nato-landi.
Samkvæmt fréttum frá
DPA hafa yfirvöld í Vestur-
Berlín sett óaðgéngileg skil-
yrði fyrir veitingu vegabréfs-
áritunar, m.a. að bannað væri
að leika þjóðsöng Austur-
þýzka lýðveldisins við verð-
launaafhendingu.
Tveim íþróttaleiðtogum
sem áttu að taka þátt í al-
þjóðlegum fundi í sambandi
við heimsmeistaramótið hef-
ur alveg verið neitað um
vegabréfsáritun. Þýzka hjól-
reiðasambandið hefur sent
mótmæli vegna þessa til al-
þjóðasambandsins og franska
hjólreiðasambandsins, en mót-
ið verður haldið í Frakklandi
■k Danska frjálsíþróttakonan
Nina Hansen hefur nýlega
bætt Norðurlandametið í
fimmtarþraut um 41 stig,
hún náði 4658 stigum Irina
Press hefur náð langbestum
árangri i heiminum i þessari
grein. 4959 st„ en Nina er í
11 sæti og verður hún lík-
tega meðal keppenda i Tokio
í haust
utan úr heimi
SMÍÐI ÍÞRÓTTAHÚSS HAFIN I
NESKAUPSTAÐ NÚ í HAUST
í vikublaðinu Austurlandi var nýlega skýrt frá
því að hafin verði á þessu hausti smíði 7700 rúm-
metra íþróttahúss í Neskaupstað. Er gert ráð fyr-
ir að smíði hússins taki nokkur ár, en bygging-
arkostnaðurinn er áætlaður 8,9 miljónir króna,
sem skiptist jafnt milli bæjar og ríkis.
Frásögn Austurlands fer hér
á eftir (millifyrirsagnir Þjóð-
viljans):
U ndirbúningsstar f
í þrjú ár
Haustið 1961 kaus bæjar-
stjórn Neskaupstaðar þriggja
manna nefnd. er undirbúa
skyldi byggingu íþróttahúss í
Neskaupstað. I nefndina voru
kosnir Stefán Þorleifsson. Ei-
ríkur Karlsson og Steingrím-
ur Guðnason.
Upphaflega var svo fyrir
mælt, að nefndin skyldi ljúka
störfum það snemma, að bygg-
ing íþróttahúss gæti hafizt
haustið 1962. En verkið tók
lengri tíma en gert var ráð
fyrir, og olli það einkum töf-
um. að hugmyndir manna um
íþróttahús voru mjög að breyt-
ast og svo er þess að gæta.
að ekki er heimilit að hefja
framkvæmdir fyrr en fé hefur
verið veitt til þeirra á fjár-
iögum. Og það er fyrst i ár
sem fjárveiting til byggingar
íþróttahúss í Neskaupstað er
tekin á fjárlög ríkisins.
Undirbúningsnefndin hefur
alveg nýlega sent bæjarstjóm
greinargerð um störf sin ásamt
tillögum og teikningu af húsi,
sem hún leggur til að byggt
verði. Liggur þetta álit fyrir
bæjarstjórnarfundi í dag, á-
samt tillögu um að hefjast
handa eins fljótt og unnt er.
Þá er lagt til, að kosin verði
- 5 manna byggingarstjórn, er
annast skal framkvæmdir.
33x18 metra íþrótta-
salur
Lagt er til. að íþróttahúsið
verði reist á svonefndum Júd-
asarbala, áfast við gagnfræða-
skólann. Rúmmál þess verður
um 7700 m3. Húsið tejknaði
Þorvaldur Kristmundsson. arki-
tekt. sá sami sem teiknaði
barnaheimilið. sem nýlega er
byrjað að byggja.
Nefndin bendir á, að mikil
breyting hafi að undanförnu
orðið á iðkun inniíþrótta. Áður
voru fimleikar næstum eina
íþróttin, sem stunduð var inn-
anhúss. en nú, hafi fjölmarg-
ar aðrar fþróttagreinar færzt
af. útileikvanginum inn i
íþróttahúsin, s.s. allskonar
knattleikir.
I samræmi við þetta leggur
nefndin til. að byggt verði stórt
iþróttahús. Iþróttasalurinn yrði
33x18 m að flatarmáli, bún-
ingsklefar yrðu 4 og baðklefar
2. Þá yrði í húsinu gufubað-
stofa með tilheyrandi klefum,
s.s. steypibaðklefa, hvíldarher-
bergi og búningsherbergi. Bent
er á, að þá aðstöðu gæti fólk.
sem stundar iþróttir á íþrótta-
vellinum, notfært sér. því
skammt yrði milli íþróttahúss
og íþróttavallar
Þá yrði þama áhorfenda-
svæði, rúmgóðar forstofur o.fl
I þremur áföngum
byggingin
Lausleg áætlun hefur verið
gerð um kostnað við byggingu
þessa húss. Er hún upp á kr.
8.910.000.00. Kostnaðurinn
skiptist jafnt milli bæjar og
ríkis.
Þar sem húsið verður svona
dýrt og því líklega lengi í
byggingu. leggur undirbúnings-
nefndin til, að það verði bygnt
í áföngum. Fyrsti áfanginn verð-
ur stærstur og dýrastur. Er
áætlað, að hann kosti kr.
5.340.000.00. — I þeim áfanga
yrði lokið við 20x18 m íþrótta-
sal, tvo búningsklefa. gufu-
baðstofu með tilheyrandi klef-
um og áhorfendasvæði fyrir 150
manns. Þegar þessum áfanga
er lokið, verður hægt að taka
húsið í notkun.
A-nnar áfangi á að kosta kr.
2.670.000.00. Yrði þá lokið við
salinn. bað og búningsklefa.
svo og áhorfendasvæðið.
Þriðji og síðasti ^áfangi er
minnstur, kostar aðeins kr.
900.000.00. Þá yrði lokið við
forstofu. fatageymslur og
snyrtiherbergi.
600 búsund krónur
tiltækar
Ætlazt er til þess. að bygg-
ingaframkvæmdir hefjist i
haust. Á fjárlögum 1964 eru
kr. 300.000.00 veittar til verks-
ins og jafnhá upphæð á fjár-
hagsáætlun bæjarsjóðs. — Það
er því hægt að verja 600 þús.
kr. til þess nú þegar. Það er
lítíl upphæð, en nægir þó til
að ljúka grunni. Og svo skipt-
ir alltaf miklu máli fyrir hvert
verk. að sem fyrst sé byrjað
á þvi.
Bygging íþróttahúss er einn
liðurinn í viðleitni bæjar-
stjórnar til að búa sem bezt
að æskulýðnum í bænum. Því
hefur verið valinn heppileg-
ur staður, í næsta nágrenni
beggja skólanna og íþrótta-
vallarins, sundlaugin. er í 4Ó0
—500 m fjarlægð frá fyrir-'
huguðu íþróttahúsi.
Engu skal um það spáð
?ramhald á 9. siðu.
X