Þjóðviljinn - 28.08.1964, Blaðsíða 12
I é
Vegimir aldrei verri en nú,
þrátt fyrir benzínskattinn
1 sumar hefur óvenjumikið verið kvartað út af vegun-
um úti um landið- Einkum eru það vegirnir á Suðurlands-
undirlendinu, Vesturlandsvegurinn upp í Borgarfjörð og
vegirnir um Norðurland allt austur að Námaskarði, sem
kvartað er yfir. Margir höfðu búizt við að vegirnir yrðu
skárri í sumar en venjulega vegna hins stórhækkaða benz-
ínskatts, sem samþykktur var á Alþipgi á síðastliðnu
vetri og rennur til vegagerðarinnar.
Þjóðviljinn ræddi í gær við
nokkra aðila sem helzt þekkja
til veganna víðsvegar úti um
landið. Fyrst áttum við tal við
Magnús Valdimarsson hjá Fé-
lagi íslenzkra bifreiðaeigenda.
Magnús sagði. að vegir um
land allt væru meira og minna
ómögulegir. Þó væru vegirnir á
Vestfjörðum og Austfjörðum
hlutfallslega beztir en þar væri
líka mun minni umferð en á
vegunum á Norður og Suður-
landi.
Vantar víða ofaníburð
Til dæmis væri áberandi of-
aníburðarlaust í Hvglfirði og
meðfram Hafnarfjalli. Einnig
væri þar allmikið um holur og
sumar beinlínis hættulegar.
Nefndi Magnús í því sambandi
holur við mót brúar og vegar og
væri t.d. ein mjög varhugaverð
við mót brúarinnar á Leirá í
Leirársveit og vegarins. Og það
væri ekki að þakka Vegamála- j
stjórninni að engin slys hefðu |
af þessu hlotizt.
Magnús sagði að sama sagan
væri á Norðurlandi þar væri of-
aníburðarlaust. víða skortur á
umferðarskiltum og mikil mildi
að ekki skyldi hafa hlotizt slys
af. Auk þess sem holóttur og
illa merktur vegur hefur í för
með sér aukinn kostnað tif við-
halds á bílunum. ,
Merkingum enn
ábótavant
Aðspurður sagði' Magnús að
merkingamar væru raunar
komnar nokkuð vel á veg en
þörf væri enn .frekari merkinga,
því að ökumenn væni nú famir
að treysta á umferðamerkin og
það þýddi að þeir væru ekki
eins varkárir og áður.
Sérstaklega sagði Magnús að
vegi á blindhæðum bæri að
merkja betur og skipta
þeim í tvær akreinar. Til dæm-
is væru á Þingvallaleiðinni frá
Reykjavík einar þrjár blindhæð-
ir ómerktar með aðeins einni ak-
rein.
Magnús tjáði okkur að e.t.v.
mætti bæta ástandið eitthvað
með því að bera ofaní seint á
haustin. Einnig yrði að vanda
betur mölina, sem notuð er til
ofaníburðar. Taldi hann. að hún
væri alltof gróf til þess að for-
svaranlegt mætti teljast að bera
hana í vegina, því að af slíkú
hlýzt oft mikið gi'jótkast.
Magnús sagði, að menn hefðu
bundið nokkrar vonir við að
framkvæmdir yrðu meiri í sum-
ar við vegagerð og viðhald vegna
hins stórhækkaða benzínskatts,
sem samþykktui' var á alþingi
síðastliðinn vetúr..
Vegaþjónusta FfB hefur borið
góðan árangur í sumar og sagði
Magnús að skilningur hefði enn
vaxið á starfi félagsins.
Umsag'nir bifreiðastjóra
Kristján
Jónsson hefur sér-
Framhald á 9. síðu.
A/freð Fióki
íBogasal
Þaft er orðiö alllangt síðan
dfreð Flóki hefur látið til sín
eyra — fyrir fjórum árum
ýndi hann síðast hérlendis og
á í Bogasal, og 1962 kom út bók
»eð teikningum eftir hann.
Hinsvegar sýndi hann ekki
lls fyrir löngu j Kaupmanna-
öfn (á Galleri 13) og gekk það
vo vel. að sýningin sem skyldi
tanda hálfan mánuð, var fram-
mgd um eina viku.
Hann hefur nú fest upp
ýningu á fimmtiu teikningum í
iogasal. og verður .sýningin opn-
ið á morgun kl 14. en kl. 16
yrir almenning. — Nánar verð-
ir sagt frá sýningunni á morg-
Föstudagur 28 ágúst 1964 — 29. árgangur — 193. tölublað.
Mývalnsfundurinn
□ Allir þeir hernámsandstæðingar í Reykja-
vík sem hafa hug á að koma á landsfundinn
við Mývatn verða tafarlaust að hafa samband
við skrifstofuna í Mjóstfaeti 3, sími 24701.
□ Einnig er mjög áríðandi að menn styrki
samtökin fjárhagslega með því að kaupa
happdrættismiða strax í dag því mikill kostn-
aður er við undirbúning fundarins.
Starfsfólk Leitarstöðvarinnar, talið frá vinstri: Helga Þórarinsdóttir, Alma Þórarinsson, Iæknir,
Ólafur Jensson læknir, Valgerður Bergsdóttir, H crtha V. Jónsdóttir og Guðrún Broddadóttir.
Á ANNAÐ ÞÚSUND KONUR
HAFA LÁTIÐ SK09A SIG
Blaðamem semja um
hámarks vmautíma
■ íslenzkir blaðamenn hafa nú í fyrsta skipti fengið inn
í kaup- og kjarasamninga sína ákvæði um ákveðinn
vinnutíma.
■ í vor tók Leitarstöð Krabbameinsfélagsins til starfa
í húsi félagsins að Suðurgötu 22 og er ætluriin að fram-
kvæma í stöðinni skoðun á öllum konum á landinu á aldr-
inum 25—60 ára í leit að legkrabba. Eru miklar vonir
bundnar við þessa starfsemi og virðist hún ætla að gefa
góða raun.
Þjóðviljinn snéri sér í gær til ( Skýrði Alma svo frá að starf-
frú Ölmu Þórarinsson læknis semin hefði gengið ágætlega til
og spurðist fyrir um það hvem- þessa og góð samvinna tekizt
ig starfsemi Leitarstöðvarinnar við konurnar. Hafa nú þegar á
gengi. I annað þúsund konur komið til
ÆSÍ sendir W menn
til V-Þýzkaiands
Hínn 13. septcmber næstkom-
Iands senda utan á ráðstefnu í
Landes- Jiigendring í Nordrhein
Duisburg í Vestur-Þýzkalandi 10
ungmenni á aldrinum 18 — 25
ára.
Fyrsta ráðstefnan af þessu
tagi var haldin í Róm í ágúst
1962 og var þar fjallað um
Rómaborg. sögu hennar og starf
í nútíð og fortíð. 1 ár er ráð-
stefnan haldin í Vestur-Þýzka-
landi og munu þar koma sam-
an yfir 300 ungmenni frá 18
Friðrik með efstu
mönnum í Höfn
Friðrik Ólafsson vann sína
skák í síðustu umferð skákmóts
þess er nú fer fram í Kaup-
mannahöfn. Er hann nú í efsta
sæti ásamt þrem dönskum skák-
mönnum og hafa þessir forustu-
menn fimm vinninga hver.
löndum í Evrópu. Æskulýðsmót
þetta er haldið í hinu glæsilega
íþróttahúsi Duisburg-Wedau.
Landes- Jiigendring í Nordrhein
— Westfalen mun sjá um mótið
að öllu leyti.
Aðalumræðuefni mótsins verð-
ur nútímaiðnaður og er móts-
staðurinn einkar vel fallinn til
slíks, en hann er í hjarta Ruhr-
béraðsins.
Mikil áherzla er lögð á það
af framkvæmdastjórum mótsins
að þátttakendur séu úr sem
flestum hinna fjölmörgu at-
vinnugreina hvers þjóðfélags.
Hinir íslenzku þátttakendur
eru:
Jóhann Larsson BlÚT, Hauk-
ur ísfeld SBS. Georg Tryggva-
son SUJ, Ásgeir Thoroddsen
SUS, Svavar Gestsson ÆF.
Hannes Þ. Sigurðsson, farar-
stjóri, iSf. Gylfi Guðjónsson
, INSÍ, Ragnar Tómasson SHÍ,
Jónas Gestsson SUF. Hilda
Torfadóttir BfF.
skoðunar í stöðinni.
Stöðin hagar starfsemi sinni
þannig að' hún sendir út bréf
til allra kvenna á aldrinum 25
til 60 ára hér í Reykjavík og fer
hún þar eftir Þjóðskránni og
byrjar framan á stafrófinu. Eru
konur sem sinna vilja kalli
stöðvarinnar beðnar að hringja
til hennar og panta tíma. Hafa
konumar yfirleitt brugðizt mjög
vel við þessum tilmælum. Getur
stöðin tekið 37 konur til skoð-
unar á dag.
Talsvert hefur verið um það
að konur utan af, landi sem
staddar eru hér í Reykjavík
hringi til stöðvarinnar og panti
skoðun og hefur því verið sinnt
til þessa. Ætlunin er hins vegar
að breyta til og einskorða skoð-
unina eingöngu við konur í
Reykjavík og reyna að ljúka
skoðun á tveim árum og taka
þá fyrir konur úti á landi.
Var samningur Blaðamanna-
félags íslands við útgefendur
dagblaðanna í Reykjavík með
ákvæði um að vinnutími blaða-
manna skuli vera 43 klukku-
stundir á viku hverri staðfest-
ur’ á félagsfundi í gær, en áður
höfðu samninganefndir blaða-
manna og útgefenda undirritað
samninginn, sem gildir frá 1.
júlí sl. til jafnlengdar næsta ár.
Gainalt baráttumál
Blaðamenn hafa löngum haft
áhuga á að fá inn í kjarasamn-
inga sína ákvæði um vinnutíma
og gert um það kröfur við
samningagerðir á undanfömum
árum. f verkfallinu í fyrrasum-
ar — fyrstu vinnustöðvuninni
sem Blaðamannafélag íslands
varð að leggja út í til að knýja
á um samningsgerð — var sér-
stök áherzla lögð á kröfuna um
ákveðinn hámarksvinnutíma fé-
lagsmanna. Að loknu, hálfsmán-
aðar verkfalli var samið um
30% kauphækkun og að sett
yrði á fót nefnd skipuð fulltrú-
um útgefenda og blaðamanna
Sæsímastrengur
slitnaði
Það óhapp vildi til í gær, að
sæsímastrengurinn yfir Oddeyr-
arál slitnaði. Strengur þessi
tengir Akureyri m.a. við síma-
kerfi Norð-Austurlands, og auk
þess eru í honum línur frá flug-
málaþjónustunni.
Þegar er byrjað að gera við
strenginn og er talið að takast
muni að ljúka viðgerðinni í
kvöld.
til athugunar á vinnutímanum.
Þessi nefnd vann síðan í vetur
að athugun á vinnutímamálinu
og skilaði í vor áliti sem' lagt
var til grundvallar við samn-
ingsgerðina í sumar.
í hinum nýju kjarasamning-
um blaðamanna eru ekki ný
ákvæði um breytingar á beinu
kaupi, en hinsvegar um leng-
ingu orlofs og launagreiðslur
vegna veikinda, auk vinnutím-
ans sem áður var getið.
Prestastefnu
slitið í gær
Biskupinn yfir fslandi, Sig-
urbjöm Einarsson. sleit presta-
stefnu íslands í gær.
Prestastefnan gerði ýmsar á-
lyktanir, og fer þar einna mest
fyrir ályktun um fermingu og
feiTningarfræðslu. Meðal þeirra
sem ávörp fluttu, var þeldökk-
ur biskup frá Suður-Afríku, og
hafa menn, svo langt að komnir
ekki heimsótt ráðstefnur ís-
lenzkra guðsmanna fyrr.
Margir prestanna munu dvelja
í borginni fram yfir helgi, en
þá prédíka í ýmsum kirkjum
höfuðstaðarins ýmsir erlendir
fulltrúar, serri nú eru að koma
til landsins á stjómarfund
Heimssambands lútherskra
kirkna, en sá fundur verður
síðan settur í Neskirkju
á mánudag. Allmargir fúlltrú-
anna eru þegar komnir til lands-
ins og nefndastörf til undirbún-
ings sjálfum fundinum eru þeg-
ar hafin. >
Orisending frá Þjóiviljanum
Þar sem skólarnir hefjast 1 næsía mánuði og fyrirsjáanlegar eru
miklar breytingar á útburðarliði blaðsins eru þeir sem gætu tekið að
sér útburð á blaðinu 1 september vinsamlega beðnir að hafa sam-
band við afgreiðsluna hið fyrsta.
Þjóðviljinn. Sími 17.500.
LAUS HVERFI UM MÁNAÐAMÓTIN:
Blönduhlíð — Höfðahverfi — Seltjarnarnes (ytra) — Heiðargerði
— Skjól — Kleppsvegur — Safamýri — Ásgarður — Grundargerði.
Þjóðviljinn. Sími 17.500.
4