Þjóðviljinn - 28.08.1964, Side 10

Þjóðviljinn - 28.08.1964, Side 10
20 SlÐA ÞlðÐVELJINN Föstudagur 28. ágúst 1964 — En 'sá dagur, sagði Fogel, þegar þeir gengu útum gler- dyrnar og út í rakt kvöldloftið. — Ég ætla að fá mér eitthvað að borða. Komið þér ekki með? — Nei, þökk fyrir, ég get það ekki. Ég verð að fara í fáeinar heimsóknir, sagði Jack. Hann skimaði gegnum myrkrið eftir Guido og Fíatinum. Allt í einu var kveikt á bílljósum, og bíllinn ók upp að innkeyrslunni. — Jæja, en við höfum gert góða hluti í dag, sagði Fogel ánægður. — Við vorum í út- varpinu allan daginn. Um allan heim. Delaney hefur aldrei fyrr á ævinni verið svo mikið frétta- efni. Það er bara gremjulegt að þetta skyldi endilega þurfa að vera á sunnudegi. Þá eru engin kvöldblöð. Ég er viss um að við hefðum komizt á forsíður í fimmtíu borgum. Jæja, en maöur getur ekki fengið allt. Jack settist upp í bílinn, í framsætið til Guidos. Hann veifaði í kveðjuskyni til Fogels sem tottaði votan vindilinn sinn, hrifinn af starfi sínu og með þær áhyggjur einar á miðri tuttugustu öldinni að engin kvöldblöð komu út á sunnudög- ‘um. Um leið og Guido ók niður brautina, kom annar bíll að sjúkrahúsdyrunum. Tvær mann- eskjur stigu útúr honum. Jack var næstum viss um að annar farþeginn var Stiles, og sem snöggvast fannst honum endi- lega að konan sem með honum var, væri Carlotta. Hann hristi höfuðið, gramur yfir hugarfóstr- um sínum. Þetta hefur verið erfiður dagur, hugsaði hann. Ég sé ofsjónir. Hann hallaði sér aftur á bak í sætinu og hugsaði: Sex vik- ur .... — Er monsieur Delaney enn- þá á lífi? spurði Guido. — Enn á lífi, sagði Jack. Guido stundi. — Veslings maðurinn, sagði hann. — O, hann jafar sig bráðum, sagði Jack. — Aldrei, sagði Guido. — Ég þekki þetta. Hjartað. Maður er aldrei nema hálfur maður eftir svona lagað .... Ekki þótt hann lifi í fimmtíu ár. Bandaríkja- menn, sagði hann, — þeir taka allt of geyst. Þeir geta ekki beðið. Þeir þjóta í baráttunni HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu og snyrtistofu STETNU og DÖDÖ Laugavegi 18. 1X1. h. (lyfta) — SÍMI 23 6 16 P E R M A Garðsenda 21. — SIMI: 33 9 68 Hárgreiðslu og snyrtistofa. D 0 M U R I Hárgreiðsla við allra hæfi — TJARNARSTOFAN - Tjamar götu 10 — Vonarstrætismegin — SÍMl: 14 6 62 HARGREIÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR — fMaria Euðmundsdóttirl Laugavegi 13 — SlMI: 14 6 56 — Nuddstofa á sama stað. að eigin gröf og stökkva niður í hana jafnfætis. 20 Það var dimmt í stiganum og rakur næturvindurinn stóð inn um brotna gluggana og slökkti á eldspýtunum sem Jaek kveikti á til að sjá hvert hann var að fara. Hann mundi ekki á hvaða hæð Bresach átti heima og hann neyddist til að kveikja á eldspýtu fyrir utan hverja einustu íbúð á efstu hæðunum til að geta lesið á nafnspjöldin. Hann gekk fram hjá pari sem stóð í faðmlögum í myrkrinu á einum stigapallinum; hann hras- aði og mjúkur hlátur stúlkunn- ar fylgdi honum eftir. Þegar hann kom loks stynjandi og dæsandi að dyrunum hjá Bres- ach, þekkti hann þær þrátt fyrir allt og hringdi bjöllunni ákaft. Hann heyrði fótatak nálgast og tók fingurinn af bjöllunni um leið og Bresach reif upp dyrnar og stóð eins og dökk skuggamynd með dauft gang- Ijósið í bakið. Bresach bauð honum ekki strax inn. Hann stóð þarna í slitinni peýsu' "með 'gígarettu milli varanna og horfði tor- tryggnislega á Jack, — Hvað er nú? spurði hann. Jack gekk framhjá honum án þess að svara og inn ganginn að herberginu fyrir endanum, en þaðan sást Ijósbjarmi. Max sat uppi í rúminu og las við ljósið frá litlum messinglampa með hinn venjulega trefil vafinn um hálsinn í kuldanum. Þótt hann væri í rúminu, var hann klædd- ur í peysu. — Gott kvöld, herra Andrus, sagði Max og lagði frá sér bók- ina og gerði sig líklegan til að fara fram úr rúminu. — Nú klæði ég mig .... Jack bandaði óþolinmóðlega frá sér b°ndinni. — Nei, verið ekki að því. Ég stanza aðeins andartak. Hann sneri sér að Bresach sem hallaði sér upp að veggnum hiá dyrunum og horfði á hann með undrun í augnaráð- inu. — Hvað er að, Jack? sourði Bresach. — Er búið að fleygja yður út af hótelinu? Við höfum nóg húsrými hér eins og þér sjáið .... Hann glötti illkvitn- islega og naut fátæktar sinnar, fannst Jack, og fannst hann vera heilagur og upphafinn. — Getið þér mætt í kvik- myndaverinu klukkan níu? sagði Jack. — Til hvers? spurði Bresach tortryggnislega. — Þér eruð búinn að fá at- vinnu. — Hiá hverjum? — Hjá mér, sagði Jack. — Ég á að ljúka við myndina fyrir Delaney. Þér eigið að verða að- stoðarmaður minn. Bresach var orðinn önugur á svip og gekk eirðarlaus fram og aftur um litla herbergið. — Hvern fjandann vitið þér um sviðsetningu, .... -.purði hann. — AUt sem ég kann ekki, get- ið þér kennt mér, sagði Jack hæðnislega. — Það er lóc.ð. __ Hvað þá? srv’rði Brecnch. — Á betta að ve,u fyndni’ Er Delaney reiður yfir því sem ég sagði við hann í morgun? — Það var ást við fyrstu sýn í morgun, sagði Jack. — Þér minntuð hann á sjálfan hann á sama aldri. Alveg /óbolándi. Bresach urraði. — Það er meira varið í þetta gamla fífl en ég hélt, sagði hann. — Hann sagði að ég ætti að nota á yður heilann, sagði Jack. — Og þér skuluð spýta útúr yður öllum þeim hugmyndum um leik og sviðsetningu og hvað sem er. — Hafið engar áhyggjur, sagði Bresach. — Ég fæ nóg af hugmyndum. Hæ, — hann gekk alveg að Jack — ég hélt að þér ætluðuð heim til yðar eftir nokkra daga. — Það stóð líka til, sagði Jack, — en bað lítur út fyrir að ekkert geti orðið af því. — Getið þér þolað að hafa mig í návist yðar hvíslandi í eyrað á yður dag .ftir dag? sagði' Bresach. — Ég er ekki að þessu til að skemmta mér, sagði Jack. — Ég er að því til að gera mitt til að bjarga lífi Delaneys. Hann sagði ekki Bresach, að aðeins með því að uppfylla hverja einustu ósk Delaneys, hlýða hverri skipun út í æsar, fyndist honum hann geta bætt fyrir margra ára van- rækslu, Þ'rir þá vináttu sem hann hafði látið renna út í sandinn, fyrir þá eyðileggingu sem hann hafði ekkert gert til að koma i veg fyrir. '— Jæja, en ég hef nóg að gera, sagði hann. — Komið þér í fyrramá!- ið klukkan níu eða ekki? Bres'ach neri báða vnn >a sína 56 með höndunum svo að urgaði í skeggbroddunum meðan hann tók ákvörðun,. Max beygði sig yfir rúmið o.e tók bókina sem hann hafði verið a* lesa Qg braut upn á blað og iagoi bók- ina cnvrtilega á gólfið. Jack 1. it á titilinn. Það var ..Hinir and- setnu“. Max tók eftir þvi að Jack horfði á bókina. — Þetta er ekjcert tungumáj fyrir Dosto- jevski. sa"ði T x afsakandi. — En það er gott fyrir ítölsku- kunnáttuna mína. — Það er eitt sem mér er bölVanlega við í sambandi við þetta allt, sagði Bro,!ar|i. — Hvað er bað? Jack sneri sér aft.ur að honum.. * — Það endar með því, að yður fínnist ég ætti að vera þakklátur fvri- ' - r • . iconi- uð t;1 RÓmar. — Ég lofa yður því, að ég mun aldrei ætlast til að þér verðið þakklátur fyrir að ég kom til Rómar, sagði Jack þreytulega. — Verið þér fljótur að ákveða yður. Ég verð að fara. — Allt í lagiv sagði Bresach ólundarlega. — Ég skal koma. — Ágætt. Jack lagði af stað út. — Bíðið hægur, sagði Bres- ach. — Ég þyrfti helzt að kom- ast yfir kvikmyndahandritið strax .... Það hafði Jack ekki athugað. Hann hugsaði sig um andartak. — Þér þurfið að hafa upp á hefti Delaneys. Hérna ... Hann tók gamalt umslag uppúr vasan- um og skrifaði á það heimilis- fang og símanúmer Hildu. — Þetta er einkaritari hans. Hringið til hennar og segið að ég hafi sagt áð þér ættuð að fá handrit Delaneys í kvöld. Takið svo leigubíl og náið í það. Hún á heima á Via della Croce. — Nei. Bresach hristi höfuðið. — Það get ég ekki. — Af hverju í fjandanum get- ið þér það ekkf? Jaek hækkaði röddina í uppgjöf. — Ég á ekki fyrir leigubíl. Bresach brosti til hans eins og hann hefði verið að segja snjall- an brandara. Jack tók nokkra seðla uppúr vasanum og fékk Bresach. — Ég skulda yður þrjú þús- und lírur, sagði Bresach. — Ég skal borga yður ,í vikulokin. Þegar ég er orðinn ríkur og frægur. Jack sneri sér við og gekk útúr herberginu án þess að svara. Ástfangna parið stóð enn á stisapallinum. Alla lciðira nið- ur heyrði Jack stynjandi and- ardrátt þeirra. — Nei, sagðí Clara hárri röddu. — Ég fer ekki til hans. Mér stendur alveg á sama þótt hann deyi. Hún sat á rúm- stokknum í herbergi sínu á Grand. Það var lítið herbergi aftast í hótelinu. Clara bjó í óvistlegu herbergi, svo að hún gæti setið og hugsað um eigin- mann sinn í lúxusíbúðinni hjá Circus Maximus og haft enn eina ástæðu- til að vorkenna sjálfri sér. Hörund hennar var gulleitara en nokkru sinni fyrr. Hárið var undið upp í bréfvafn- inga og hún hafði vafið um sig Ijósrauðu ullarteppi eins og stúlkur á myndum frá skóla- heimavistum. Hún hafði sparkað af sér inniskónum og Jack sá glitta i rautt lakk á tánöglum hennar. 1 — Og ég trúi því alls ekki að hann sé að deyja, hélt Clara á- fram og fitlaði vð pappírsvafn- ing yfir enninu. — Það væri eft- ir honum að gera þetta viljandi, leika þetta .... — Heyrðu mig nú, Clara .... andmælti Jack. — Þú þekkir hann ekki eins vel og ég. Svona fer hann að því að láta mig krjúpa á kné. Enn einu sinni. Hún reis á fæt- ur og gekk að kommóðunni og berir fæturnir surguðu við tepp- ið. Hún opnaði skúffu og tók upp hálftóma whiskýflösku, sem hafði verið falin undir hlaða af nærfatnaði. — Viltu drykk? Mér veitti ekki af, sagði hún herská. — Þökk fyrir, Clara. Hún fór inn í baðherbergið að sækja glös og vatn. Hún hélt áfram að talá með tilbreytinga- lausri kvartandi rödd meðan vatnið rann og það glamraði í glösunum. — Það er meira, sem skrifast á reikning herra Maur- ioe Delaneys, sagði hún úr aug- sýn inni í baðherberginu, og rödd- in bergmálaði milli gömlu mármaraveggjanna. — Hann gerir mig að drykkjusjúklingi. Það var þögn andartak, ekkert heyrðist nema vatnið sem rann úr krananum. Svo byrjaði Clara aftur og rödd hennar var orðin hörkulegri: — Hann blekkir mig ekki. Hann deyr ekki. Hann er sterkur eins og naut. Jafnvel á hans aldri — hann getur unnið tólf tíma á dag í átta mánuði og setið tímunum saman á bör- um og talað við allar tæfur sem hann rekst á og heimsótt konur sem eiga heima uppi á fimmtu hæð í lyftulausum húsum og .... Hún birtist aftur með tvö glös hálffull af vatni, Medúsa með bréfvafninga, sem lék barstúlku með gulleitar fellingar í and- litinu og þrjózku og hefnigirni. Hún hellti whiskýinu með natni, en ekki eins og drykkjusjúkling- ur, heldur eins og húsmóðir. — Er það nóg? sagði hún og rétti glasið að Jack. — Yfirdrifið, sagði hann. Hún fékk honum glasið og settist aftur á rúmstokkinn. Hún setti glasið sitt á náttborðið án þess að dreypa á því. — í þetta skipti skal ég láta hann finna fyrir því, sagði hún æst. — Ég vil ekki sjá hann aftur upp á gömlu skilyrðin. Ef hann vill fá mig aftur, þá verð það ég sem set skilyrðin. — Clara, sagði Jack mildum rómi. — Heldurðu að það væri ekki betra að bíða með að á- kveða þetta þangað til seinna, þegar honum Hður betur? — Nei, sagði hún. — Vegna þess að hann vill það ekki þeg- ar honum líður betur. Manni verður aldrei neitt ágengt hjá Maurice Delaney nema þegar hann er særður og hefur áhyggj- ur af sjálfum sér. Þú þekkir hann ekki eins vel og ég. Mis- tökin eru það eina sem gerir hann mannlegan. Jafnvel áður en allt þetta gerðist — ef mig langaði í nýja kápu eða eitt- hvað nýtt í húsið eða ferð til New York, þá var ég vön að bíða þangað til honum var illt í hálsinum eða hann fékk í mag- ann, svo að hann hélt að hann væri með krabba, eða þá að hann hafði fengið skammir í blöðunum. Þegar honum líður vel, er hann með steinhjarta. ,— Hann á eftir að vera veik- ur mjög lengi, sagði Jack. — Gott, sagði hún. — Kannski er það allra bezt. Nú er þetta fjórtán ára helvíti rnitt kannski um garð gengið. — Hvað er það sem þú vilt, Clara? spurði Jack forvitnisiega. — Viltu skilnað? SKOTTA ,,Hvers vegna þurfa þær alltaf þegar þær tala um aðrar stúlkur að láta eins og þær sitji í hæstarótti" FERÐIZT MEÐ LANDSÝN ® Selfum farseðla með flugvélum og skipum Greiðsluskilmálar Loftleiða: • FLOGIÐ STRAX - FARGJALD GREITT SÍÐAR ® Skipuleggjum hópferðir og ein- staklingsferðir REYNIÐ VIÐSKIPTIN FERÐASKRIFSTOFAN L£\ N O S V N TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — REYKJAVÍK. UMBCÆ) LOFTLEIÐA. Flugsýn h.1. simi 18823 í'LUGSKÖLl Kennsla fyTir einkaflugpróf — atvinnuflugpróí. Kennsla I NÆTURFLUGI N ÍFIRLANDSFLUGl BLINDFLUGI. Bókleg kenn=i- fvrlr atvinmiflugpróf byrjar f nóvember og er dagskóli — Bókleg námskeið fyrir einkaflugpróf. vor og haust FLUGSYN h.f. sími 18823. Ritarastörf Tvær ritarastöður við Borgarspítalann eru lausar +il umsóknar strax. ^rekari upplýsingar gefur yfirlæknirinn. Beyk’javík, 27. ágúst 1964. ^iúkrahúsnefnd Reykjavíkur.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.