Þjóðviljinn - 29.08.1964, Side 3
Laugardagur 29 ágúst 1964
HÓÐVILJINN
SlÐA 3
Tyrkir hafna líka Kýpurtil-
lögum Bandaríkjamanna
Óeirðir við sendiráð Bandaríkjanna í Ankara í gær,
Makarios kominn til Alexandríu að semja við Nasser
Gizenga fordæmir íhlutun
Bandaríkjamanna í Kongó
Tilkynnir stofnun nýs flokks Lúmúmbasinna, ákærir
Tshombe fyrir að semja ekki við uppreisnarmenn
ANKARA 28/8 — Nú hefur tyrkneska stjórnin einnig
hafnað tillögum Bandaríkjastjórnar til lausnar Kýpurdeil-
unni og segist aldrei munu fallast á að Kýpur verði sam-
einað Grikklandi, hvernig sem sameiningunni verði hag-
að. Vaxandi fjandskapur gerir vart við sig í Tyrklandi í
garð Bandaríkjanna og /í dag urðu óeirðir fyrir framan
bandaríska sendiráðið í Ankara.
LEOPOLDVILLE 28/8 — Antoine Gizenga, sem á sínum
tíma var einn nánasti samstarfsmaður Patrice Lúmúmba,
fordæmdi í dag á fundi í Leopoldville íhlutun Bandaríkja-
manna og Belga í málefni Kongó, jafnframt því sem hann
boðaði stofnun nýs stjórnmálaflokks, sem hann nefnir Sam-
einingarflokk Lúmúmbasinna.
— Við munum aldrei fallast
á sameiningu Kýpur og Grikk-
lands. Við höfum sagt það áður
og við höfum ekki skipt um skoð-
un og munum ekki gera {3áð,
sagði Erkin. utanríkisráðherra
Tyrklands, á fundi með blaða-
mönnum í Ankara í dag.
Hann hafði áður rætt við
bandaríska' sendiherrann, Gay-
mond Hare, og haft er eftir góð-
om heimildum að hann hafi af-
hent Hare svar tyrknesku st.ióm-
arinnar við tillögum Bandaríkja-
stjórnar um lausn Kýpurdeil-
unnar. Þær tillögur sem kennd-
ar eru við Acheson, fyrrverandi
utanrikisráðherra, hafa ekki ver-
ið birtar, en vitað er að þær
fela í sér sameiningu Kýpur og
Grikklands, gegn því að Grikk-
ir láti af hendi eina eða tvær
smáeyjar við Tyrki og leyfi
Tyrkjum að koma upp herstöð á
Kýpur, tyrkneskum Kýpurbúum
til öryggis.
Fyrst eftir að tillögumar voru
lagðar fyrir stjórnir Grikkja og
Tyrkja virtist sem þær myndu
tilleiðanlegar að fallast á þær
KENNEDYHÖFÐA 28/8 — Felli-
bylurinn Cleo fór í nótt fram
hjá Kennedyhöfða í Florida, en
allmjög hafði þá dregið úr hon-
um og olli hann minna tjóni en
óttazt hafði verið.
Miðja hvirfilvindsins var góð-
an spöl fyrir vestan Kennedy-
höfða svo að hann slapp við
versta fárviðrið. I veðurathug-
anastöð í nágrenni höfðans
mældist vindhraðinn 107 km'/
klst. en í gær þegar Gleo fór yf-
ir Miami var vindhraðinn allt að
190 km/klst.
Þar olli Gleo geysilegu tjóni
á mannvirkjum, en ekki hefur
frétzt að manntjóni hafi orðið. Á
eyjunum Guadeloupe, Jamaica.
Haiti og Kúbu, sem fellibylurinn
fór yfir, varð hann a.m.k. 70
mönnum að bana og olli víða
miklu tjóni. v
Þótt eieo hafi ekki valdið
teljandi skemmdum á tilrauna-
stöðinni varð hann þó til að
tefja fyrir geimskotum Banda-
ríkjanna. Ein þeirri eldflauga
sem tekin var niður þegar byl-
urinn nálgaðist var Titanflaug
sém astlunin er að nota til að
Frestað fundi
Laosprínsa
PARÍS 28/8 — Súvanna Fúma,
forsætisráðherra Laos, sagði í
Paris í dag að frestað hefði ver.
ið um óákveðinn tíma fundi
hans og leiðtoga vinstri og hægri
manna í Laos, prinsanna Súfanú-
vong og Bún Úm.
Fundinum var fresfað eftir
viðræður Súvanna Fúma og
Súfanúvong, en sá síðarnefndi
hafði lagt á það áherzlu að við-
ræður þeirra þriggja hæfust
ekki fyrrr en eftir vandlegan
undirbúning Súfanúvong ræddi
síðar í dag ■ við Couve de Mur-
ville utanríkisráðherra.
til málamiðlunar. Stjóm Makari-
osar á Kýpur lýsti hins vegar
fullri andstöðu sinni við þær,
sem og hverri þeirri lausn máls-
ins sem runnin væri undan rifj-
um Bandaríkjastjórnar eða Atl-
anzbandalagsins.
Þá sneri gríska stjórnin við
blaðinu og nú hefur sú tyrkn-
eska einnig gert það. í orðsend-
ingunni sem Erkin afhenti sendi-
herranum í dag mun sa’gt að
tillögur Achesons séu óaðgengi-
legar þar sem slík lausn Kýpur-
málsins tryggi hvorki öryggi
Tyrklands né líf Tyrkja á Kýp-
ur.
Fjandskapur við Bandaríkin
Enn í dag urðu róstur í Ank-
ara fyrir framan sendiráð Grikk-
lands og Bandarikjanna. Grjóti
var kastað í rúður grísku sendi-
ráðsbyggingarinnar og margar
rúður brotnar. Fjölmennt lög-
reglulið var á verði um banda-
ríska sendiráðið, en múgurinn
ruddist samt að húsinu. Bomir
voru tyrkneskir fánar og spjöld
með áletrunum eins og þessari:
skjóta á loft fyrsta Gemini-far-
inu. Það skot átti að verða fyrir
áramót, en nú eru litlar líkur
til að það takist.
Forseti Tékkóslóvakíu, Antonin
Novtony, varð samferða Krúst-
off í flugvél til Banska Bystr-
ica, en fyrir réttum tuttugu ár-
um, 29. ágúst 1944. kunngerði út-
varpsstöðin þar að uppreisn
væri hafin gegn þýzku nazist-
unum og hinum slóvösku lepp-
um þeirra. i
Þúsundir manna hylltu Krúst-
joff þegar hann ók frá flugvell-
inum til borgarinnar. Þar lagði
hann blómsveig við minnisvarða
um sovézka hermenn sem féllu
í baráttunni fyrir að leysa Slóv-
aka undan oki nazismans.
Á morgun verða mikil hátíða-
höld í Banska Bystrica og um
alla Slóvakíu til að minnast
uppreisnarinnar. Krústjoff mun
bá tala á útifundi sem búizt er
við að 150.000 manns muni
sækja, þ.á.m. margir fyrrverandi
skæruliðar. Krústjoff stjórnaði á
stríðsárunum skæruhernaði í
Úkraínu og hafði þá náið sam-
band við uppreisnarmenn í Sló-
vakíu.
Við héldum að þið væruð vin-
ir okkar, en þið emð fjandmenn
okkár.
Maltarios í Alexandríu
Makarios forseti var væntan-
legur seint í kvöld til Alexand-
ríu í Egyptalandi til viðræðna
við Nasser forseta. Haft er eftir
embættismönnum stjórnarinnar í
Nikosíu að þeir muni fyrst og
fremst fjalla um pólitískar hlið-
ar Kýpurdeilunnar, þó að einn-
ig kunni að verða rætt um hem-
aðaraðstoð Egypta við Kýpur-
búa.
ATLANTIC CITY 28/8 — Sig-
urvissa einkenndi ræðu sem
Johnson forseti hélt á fundi í
landsnefnd Demókrata í Atlantie
City í dag, en þar voru lögð á
ráðin um kosningabaráttu
flokksins.
Johnson sagði að flokkurinn
stæði andspænis tveimur vanda-
málum. Annars vegar hvemig
hann ætti að halda fylgi sínu
meðal hvítra manna, einkum f
suðurríkjunum, sem eru andvíg-
ir stefnu flokksins 1 kynþátta-
málum. Hins vegar hvernig hann
ætti að vinna fylgi frjálslyndra
Repúblikana, sem eru andvígir
ofstæki Goldwaters.
Hann taldi að flokknum myndi
ganga þétta vel. Hann benti á
niðurstöður skoðanakannana sem
leitt hefðu f ljós' að vegna kyn-
þáttamálsins myndu Demókrat-
ar missa 13 prósent atkvæða sem
þeir hefðu jafnan haft, en Gold-
Hann mun dveljast tíu daga
i Tékkóslóvakíu og fer aftur til
Prag á sunnudag.
S-Ródesía lýsl
siálfstætt ríki?
LÚSAKA 28/8 — Forsætisráð-
herra Norður-Ródesíu, Kenneth
Kaunda, sagði í dag að hann
hefði í fórum sínum leyniskjöl
sem sönnuðu að evrópskir land-
nemar í Suður-Ródesiu hefðu á-
kveðið að segja sig úr lögum
við Breta og stofna sjálfstætt
ríki og njóta til þess stuðnings
Portúgala.
MOSKVU 28/8 — I dag kom til
Moskvu landvamaráðherra Ind-
lands, Chavan. Hann sagði við
brottförina frá Nýju Delhi að
Indverjar gerðu sér vonir um að
fá frá Sovétríkjunum kafbáta,
tundurspilla, freigátur, skrið-
dreka og orustuþotur.
Gizenga hefur dvalizt í
Leopoldville síðan hann var lát-
inn laus úr fangelsi Í7. júlí s.l.
eftir að hafa verið fangelsaður
í hálft þriðja ár. Hann hefur
haft hljótt um sig, en tilkynn-
ing hans í dag um flokksstofn-
unina bendir til þess að hann
water hins vegar tapa um 30
prósentum atkvæða sem áður
hefðu fallið á Repúblikana.
Demókratar ættu þannig að
vinna nálega þrjú atkvæði fyrir
hvert eitt sem þeir misstu.
Málgagn sovézka kommúnista-
flokksins, ,,Pravda”. sagði í dag
um varaforsetaefni Demókrata,
Hubert Humphrey. að hann
hefði iðulega rætt um utanrík-
isstefnu Bandaríkjanna af hóf-
semi og yfirvegun.
hafi ekki setið auðum höndum.
Hann sagði að í hinum ný-
stofnaða flokki myndu verða
kongóskir þjóðernissinnar sem
berjasf fyrir algeru sjálfstæði
landsins og gegn hvers > konar
itökum nýlenduvelda og heims-
valdasinna. Gizenga var vel
fagnað þegar hann réðst á
Bandaríkjamenn og Belga, sem
hann sagði að undirbyggju nú
árásaraðgerðir í Kongó.
Fordæming
Hann beindi þeim tilmælum
til allra frelsisunnandi manna
að þeir fordæmdu ofbeldi og
yfirgang Belga og Bandaríkja-
manna. Hann réðst á Tshombe
forsætisráðherra fyrir að virða
að vettugi allar tillögur sem
miðuðu að lausn á vandamál-
um Kongó. Hann lýsti sig and-
vígan hvers konar valdbeitingu
í viðureign við uppreisnarnnenn
og skoraði á allar þjóðir Afríku
að gera sitt til að hægt verði
að binda enda á borgarastríð-
ið.
En hann tók fram að fara yrði
að öllu með gát til að fyrir-
byggja að Bandalag Afríkuríkj-
anna yrði verkfæri í höndum
hinna bandarísku heimsvalda-
'sinna á sama háft og SÞ hefðu
áður orðið það í Kongó.
Franska fréttastofan AFP
segir að Gizenga hafi ekki feng-
ið stuðning Þjóðfylkingar Kongó
sem Lúmúmba stofnaði.
Fleiri málaliðar
AFP segir í frétt frá Jóhann-
esarborg að í dag hafi 60 mála-
iiðar farið þaðan með flugvél
til Leopoldville. Flestir þeirra
séu frá Suður-Ródesíu. Fjöldi
þeirra málaliða, sem kominn er
til Leopoldville til þjónustu hjá
Sshombe er nú hátt á annað
hundrað.
Nýtt Nimbustung!
fór á loft í gær
SAN FRANCISCO 28/8 —
Bandaríkjamenn skutu í dag á
loft nýju veður athugan atun gii
af gerðinni Nimbus og tókst
skotið vel að öllu leyti nema
því að tunglið fór á sporlaga en
ekki hringlaga braut. Þetta er
ekki talið munu ^oma að veru-
legri sök. Nimbustunglið á að
taka myndir af skýjamyndunum
yfir allri jörðinni á hverjum
sólarhring og mun senda dag-
lega um 2000 myndir til mót-
tökustöðva í 21 landi.
Aðalútflytjandi pólskrar vefnaðarvöru til fatnaðar.
.C0NFEXIM'
Sienkiewicza 3/5, Lódz, Pólland
Sími: 285-33 — Símnefni: CONFEXIM, Lódz
hefur á boðstólum:
☆ Léttan sem þykkan fatnað fyrir konur,
karla og börn.
☆ Prjónavörur úr ull, bómull, siiki og gerfi-
þráðum.
☆ Sokka, ailar gerðir.
☆ Bómullar- og ullarábreiður.
☆ Handklæði „frotte“.
☆ Rúmfatnað
ýr Hatta fyrir konur og karla.
☆ Fiskinet af öllum gerðum.
☆ Gólfteppi.
☆ Gluggatjöld.
Gæði þessara vara byggist á löngu starfi
þúsunda þjálfaðra sérfræðinga og að
sjálfsögðu fullkomnum nýtízku vélakosti.
Vér bjóðum viðskiptavinum vorum hina hag-
kvæmustu sölu- og afgreiðsluskilmála.
Sundurliðaðar, greinilegar ‘ upplýsingar geta
menn fengið hjá umboðsmönnum vorum:
ÍSLENZK ERLENDA
VERZLUNARFÉLAGINU H.F.
Tjamargöty 18, Reykjavik eða á skrifstofu
verzlunarfulltrúa Póllands, Grenimel 7, Rvík.
C/eo fór fram hjá Kennedy-
höfSa, en olli litlu tjóni
Krústjoff ákaft
fagnað í Slóvakíu
Kominn þangað til að minnast 20
ára afmælis uppreisnar Slóvaka
PRAG 28/8 — Krústjoff, forsætisráðherra Sovétríkjanna,
var ákaft fagnað í dag þegar. hann kom til bæjarins
Banska Bystrica, sem var miðstöð uppreisnar Slóvaka
gegn þýzku nazistunum fyrir tuttugu árum.
Johnson sigurviss í
forsetakosningunum
i
i