Þjóðviljinn - 29.08.1964, Blaðsíða 6
g StÐA
HðÐVIUINN
Laugardagur 29. ágúst 1964
'
■ ■
'S , ,
r m
S’ííSíí;
Uppreisn Slóvaka
fyrirtuttugu árum
arsveitanna sendi 30. ágúst
1944 til landvarnaráðuneytis
tékkóslóvönsku útlagastjómar-
innar í London, var uppreisn-
in í Slóvakíu í algleymingi. Frá
því um kvöldið áður höfðu'
slóvaskir skaeruliðar og her-
menn stöðvað sókn þýzku naz-
istanna við Zilina. Og víðar
var barizt. Allmargir baeir og
þorp höfðu fengið nýja stjórn
— Þjóðnefndimar. Þúsundir
verkamanna og baenda brugð-
ust skjótt við herkvaðning-
unni og dag hvern fjölgaði
þeim sem tóku til vopna gegn
Þjóðverjum og leppstjóm
þeirra í Slóvakíu, sem við
hemám Tékóslóvakíu hafði
verið veitt ,,sjálfstæði“ undir
þýzkri ..vemd“.
Frá útvarpsstöðinni í bæn-
um Banska Bystrica, miðstöð
uppreisnarinnar bárust þau boð
út um allan heim að hin sló-
vaska þjóð hefði risið ~upp gegn
kúgurunum og leppum þeirra
og berðist nú hetjulegri bar-
áttu gegn hinum þýzku her-
sveitum sem sendar höfðu ver-
ið til að hernemá land henn-
ar.
Uppreisn Slóvaka var ein
mesta viðureign sem and-
spymuhreyfingin í hinni her-
numdu Evrópu háði 'við þýzka
herveldið. Hún stóð í tvo mán-
uði og allan þann tíma geisuðu
harðir bardagar milli upp-
reisnarmanna sem í upphafi
tókst að ná á sitt vald vald
um það bil helming landsins,
flestum mikilvægum iðnaðar-
miðstöðvum og samgönguæð-
um. Hinu þýzka ofurefli tókst
að lokum að bæla niður upp-
reisnina og ná á sitt vald aft-
ur því landi sem leyst hafði
verið undan okinu, en skæru-
liðabaráttan hélt áfram í
fjöllunum óslitið allt til þess
tíma að sovézki herinn hrakti
Þjóðverja úr Slóvakíu fyrir
fullt og allt.
Þegár upþreisnin hófst var
sovézki herinn að nálgast
landamæri Slóvakíu úr austri
og undirbúningur var hafinn
að voldugri sókn hans um
Karpatafjöll og úr suðri um
Ungverjaland. Hersveitir naz-
ista áttu það á hættu að und-
anhaldsleiðum þeirra væri
lokað og þær því lenda í her-
kví. Það reið því á miklu fyr-
ir þær að hafa traust hald
á Slóvakíu. Andíjpyrnuhreyf-
ingin þar var þá í þann veg-
inn að hefja skiplagða skæru-
liðabafáttu. Nazistar ákváðu
því að hernáma landið; fram
að þessu höfðu þeir látið lepp-
stjóm sína undir forystu
klerksins dr. Tiso um að halda
landsmönnum í skefjum.
Þegar Ijós varð hættan á
því að grímulaust hernám
landsins stæði fyrir dyrum.
hófst andspymuhreyfingin
handa. Kommúnistaflokkurinn
sem hafði átt frumkvæðið að
andspyrnunni gegn nazistum
í samvinnu við Þjóðarráð Sló-
vaka lagði nú síðustu hönd
á undirbúning uppreisnarinnar,
sem unnið hafði verið að lengi.
25. ágúst 1944 tóku skæru-
liðar bæinn Banska Bystrica
og þar gekk allt setulið stjóm-
ar Titos í lið með þeim. Þjóð-
nefndir uppreisnarinnar tóku
völd í Turec-héraði. Hver at-
burðurinn rak annan. Skæru-
liðum fjölgaði stöðugt. Tékkar
sem leitað höfðu hælis í fjöll-
um og skógum Slóvakíu til
að komast undan nauðungar-
vinnu gengu í skæruliðasveit-
imar. sama máli gegndi um
Frakka. sem sloppið höfðu úr
þýzkum þrælabúðum, Búlgara.
Rúmena og síðast en ekki sízt
sovézka hermenn sem sendir
voru úr flugvélum í fallhlíf-
um til að aðstoða við undir-
búning uppreisnarinnar.
29. ágúst héldu þýzku her-
sveitimar yfir landamæri Sló-
vakíu. Um kvöldið flutti Cat-
los, landavarnaráöherra í lepp-
stjóminni, útvarpsávarp til
slóvösku þjóðarinnar og bað
hana að taka vel á móti inn-
rásarliðinu. En svarið við
þeim tilmælum var annað en
hann hafði ætlazt til.
Enda þótt Slóvakar ættu við
ofurefli að etja. — Þjóðverjar
öttu fram þremur herdeildum,
sem allar voru búnar þunga-
vopnum, skriðdrekum og bryn-
vögnum og höfðu stuðning
flughers — höfðu þeir í fyrstu
í fullu tré við andstæðinginn.
Sókn hans var stöðvuð um
stundarsakir í hörðum og
mannskæðum bardögum við
Strecno, Telgart og á Ostrov
na Cervene Skale. En hinn
mikil liðsmunur hlaut að segja
til sín og í seinni hluta októ-
bermánuði féll Banksa Bystr-
„Astandið 29. ágúst. Her-
nám Slóvakíu. Cadca féll,
harðir bardagar í Zilina,
Povazska Bystrica. Barizt
við Trencin. Styrkur þýzku
hersveitanna — ein her-
deild. Áætlun: Talsky mun
berjast til að ná sambandi
við Rússana, — Gama mun
halda vamarlínunni með
hinum hersveitunum og
skæruliðum. Sendið fall-
hlífasveitir strar. Lendið á
flugvellinum Tri Duby og
Hjíokrad. Sendið hjálp undir
eins, við bíðum eftir aðstoð.
horfur annars ískyggilegar“.
Þegar verið var að ráða dul-
málið á þessu útvarps-
skeyti sem yfirmaður uppreisn-
Tveir fulltrúar í Fimmtu lcynilegu miðstjórn Kommúnistaflokks
Slóvakíu (leppstjórn nazista hafði látið handtaka hinar fjórar)
sem lagði á ráðin um uppreisnina sjást hér á myndinni, dr. G.
Husak og rithöfundurinn L. Novomesky (standandi.) Á milli
þeirra Milan Polak ofursti, fulltrúi Þjóðarráðsins.
Nýung í landbúnaði
Áburði dreift með
aðstoð sprenginga
Á stilltum sumardegi í júlí
síðastliðnum blés skyndilegur
stormsveipur yfir stórt lands-.
svæði í Tsjapaéfríkisbúinu í
Moskvuhéraði í Sovétríkjun-
um. Það er eins og þessi hviða
kæmi einhversstaðar neðan úr
jörðinni, og hún varði í um
tuttugu sekúndur. En akurinn,
sem hún hafði farið yfir hafði
breytt yfirbragði sínu — hrúg-
ur af áburði sem hafði verið
dreift um hann voru horfnar
og höfðu lagzt í jafnt lag
á tíu hektara svæði.
Nokkrum klukkustundum
síðar gerðist sama sagan .)
öðru búi þar í grennd.
Þetta fyrirbæri gerðist ekki
af náttúrunnar völdum, heldur
var því stjómað af mönnum,
sem voru að gera nýja tilraun
— tilraun til að dreifa ólíf-
rænum áburði með aðstoð
sprenginga.
Árangur tilraunanna hefui
farið fram úr vonum. Það
tók tveggja og hálfrar klukku-
stundar starf að undirbúa
dreifingu 300 tonna af á-
burði á tíu hektara lands. Þrír
menn komu sprengiefninu fyr-
ir. íburðinum var skipt í hundr-
að hrúgur og hver hrúga hlað-
in með þrem kg. af sprengi-
efni — síðan var hleypt af . . .
og áburðurinn lagðist jafnt og
snyrtilega yfir akrana, Og
allt var verkið betur gert en
maður og vél hefðu getað,
Það var reiknað út. að áburð-
ardreifarar hefðu verið sjö
daga að leysa þetta verk af
hendi og kostnaðurinn hefði
orðið helmingi meiri. Hagnað-
urinn af þessari aðferð er aug-
ljós.
\ Aðferð þes.si var fyrst notuð
af búfræðingum í Úralfjöllum,
Framhald á 9. síðu.