Þjóðviljinn - 29.08.1964, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 29.08.1964, Qupperneq 7
HÖÐVILJINN siða i Laugardagui' 29 ágúst 1964 Þannig leit þorpið Svermovo (sem þá hét Teigart) út eftir bardagana 1944. Þríggja vikna nám- skeið enskukennara ica í hendur Þjóðverjum eft- ir harða orustu. Þar með var lokið skipulagðri baráttu upp- reisnarsveitanna en skserulið'a- baráttunni var haldið áfram meðan nokkur Þjóðverji var á slóvaskri grund. Enda þótt uppreisn Slóvaka lyki þannig með hernaðarleg- um ósigri, var hún niikilsverð- ur áfangi í hinni löngu þjóð- frelsisbaráttu þeirra, Uppreisn- in sýndi öllum heimi að Sló- vakar áttu enga samleið með hinni fasistísku leppstjórn Tis- os eða yfirboðurum hennar, þýzku nazistunum. En upp- reisnin hafði einnig verulega hemaðarþýðingu. , Hún olli ringulreið að baki þýzka hern- um á austurvígstöðvunumogbatt fjölmennt þýzkt herlið sem mikil þörf var fyrir annars staðar, og það á tima þegar mest reið á. Með uppreisn- inni bjuggu Slóvakar sér heiðurssess' meðal þeirra þjóða sem börðust gegn Þýzkalandi Hitlers í síðari heimsstyrjöld- Uppreisnin hafði einnig heillavænleg áhrif á aðstöðu Slóvaka innan hins tékkósló- vaska ríkis. Hún efldi þjóð- ernisvitund þeirra og sjálfs- traust, í henni myndaðist sú eining hinna frámsæknu afla þjóðarinnar sem varð einn hornsteinninn í hinni sósíalist- ísku þróun í Tékkóslóvakíu eftir stríðið. Eitt af yfirlýstum markmiðum uppreisnarinnar var að endurreisa hið tékkó- slóvaska lýðveldi tveggja bræðraþjóða, með jafnan rétt og skyldur. SÍóvakar höfðu áð- ur orðið að sætta sig við skarðan hlut í sambúðinni við Tékka, en vegna uppreisnar- innar stóðu þeir betur að vigi gagnvart þeim þegar Tékkósló- vakía reis úr rústum stríðs- ins, enda þótt enn eimdi um hríð eftir af fomum væring- um. Þær eru nú úr sögunni. Sló- vakar hafa öðlazt þann sess sem þeim bar. Þannig getur ósigur á vigvelli einatt orðið að sigri í lífi þjóðar. Dagana 8. til 28. sept- ember n.k. verður efnt til námskeiðs fyrir enskukennara á veg- um fræðslumálastjórn- arinnar og Fél. fram- haldsskólakennara í samvinnu við British Council. Námskeið þetta verður haldið í húsi Kennaraskóla Islands í Reykjavík og kennslustundir 6 dag hvem nema laugardaga þrjár. Þarna verða fluttir fyr- irlestrar ■ um kennsluaðferðir, . málno'tkun og val námsefnis, framburð og hljóðfræði (hljóð- myndun, áherzlu, hreimun) og nútímahugmyndir um málfræði og málvísindi. Þá verður þátt- takendum skipt i smáhópa til æfinga í framburði, umræðna um aðferðir og efni fyrirlestr- anna o.s.frv. Sýnd verður kennsla með nútímaaðferðum bæði í byrjendabekk og fram- haldsbekk. Umræður verða á eftir hverri kennslustund, en kennt verður flesta daga nám- skeiðsins, þannig að hægt verður áð sýna hvernig náms- efni er byggt upp. Ennfremur verður kennslustund í erlendu máli, ókunnu þátttakendum, til^ ,þess að þeir geti sett sig í spor byrjenda, sem kennt er eingöngu munnlega með ný- tízku aðferðum. Sýndar verða nýjustu kennslubækur í ensku, handbækur fyrir kennara, bæk- ur um tungumálakennslu. mál- vísindi o.fl. Loks verður efnt til kvikmyndasýninga, sýndar m.a. myndir um tungamála- kennslu. Forstöðumaður námskeiðs þessa verður dr. William R. Uee, ritstjóri English Language Teachíng, sem er helzta timarit í Bretlandi um enskukennslu fyrir útlendinga og er gefið út sameiginlega af Oxford Uni- versity Press og British Coun- cil. Dr. Lee hefur tvívegis áður staðið fyrir námskeiðum fyrir íslenzka enskukennara á veg- um fræðslumálastjómarinnar og British Council, það var í Reykjavík haustið 1959 og í Aberdeen og Reykjavík haust- ið 1961. Hann hefur skrifað fjölda greina, ritgerða og bóka um enska tungu og ensku- kennslu og haldið námskeið fyrir enskukennara víða ura heim. Aðstoðarmaður dr. Lees og fulltrúi fræðslumálastjóra á námskeiðinu verður Heimir Áskelsson MA. dósent í ensky við Háskóla Islands og aðal- enskukennari við Gagnfræða- skóla Vesturbæjar í Reykjavík, Var Heimir fulltrúi fraeðslu- málastjóra á námskeiðunura 1959 og 1961 sem áður var getið. ^ Aðrir kennarar verða Don- ald M. Brander MA, sendi- kennari British Council við Há. skólann og Paul Beekman Taylor prófessor i ensku við Brown University Rhode Is- land, Bandaríkjunum. Ful. ■ bright-sendikennari við Há- skóla Islands. Þess er loks að geta að skil- yrði til þátttöku í námskeið. inu eru þau að viðkomandi séu kennarar í ensku við ís. lenzkan skóla. Einnig er stúd- entum við Háskóla íslands, sem leggja stund á ensku tij BA-prófs og hafa lokið a.m.k, einu stigi í þeirri grein, hehn- il þátttaka meðan húsrúm leyf- ir. Þátttaka í námskeiðinu er ókeypis. Leiðrétting ó Æskulýðssiðu Slæmur misgáningur átti séí stað við umbrot Æskulýðssíða Þjóðv. í fyrrad. Framhöldin ai greinunum um WAY-þing o* Aðstoðina við þróunarlöndin á bls. 8 og 9 brengluðust Síðasts hiutanum af WAY-þinggreininni var skeýtt 'aftan við hina á bls 9. Sá hluti byrjaði ,,Eitt af þv merkasta”... .” og átti aí koma aftan við framhaldið á & síðu sem endaði ”.. . var kos, inn Svíinn Karl Axel Valén”. Þjóðviljinn biður lesendur af, sökunar á þessum mistökum. ii.'iiiYri'1'iVM-ii.iwi.i.i.-Mr. 50. DAGUR. Haraldur kqnungur og hans lið rak skammt flóttann, réru síðan aftur t.il skipanna, þeirra er auð voru. Þá rannsökuðu þeir valinn, Fannst á konungsskipinu fjöldl dauðra manna, en eigi fannst lík konungs, en - þó þóttust þeir vita að hann var fallinn. Lét þá Haraldur konungur veita umbunað lík- um manna sinna, en binda sár þeirra er þe^ss þurftu. Siðan lét hann flytja til lands lík Sveins manna og sendi boð bændum að þeir skyldu jarða líkin. Síðan lét hann skipta herfangi. Hann dvaldist þar nokkra hríð. Þá spurði hann þau tíðindi að Sveinn konungur var kom- inn til Sjálands og þá var kominn til hans her sá allur er flúið hafði úr orrustu og mikið lið annað og hafði hann ógrynni hers fengið. Finnur jarl Árnason var handtekinn í orrustu sem fyrr var ritað. Hann var leiddur til konungsins. Haraldur kon- ungur var þá allkátur og mælti; „Hér fundumst við nú Finnur, en næst í Noregi. Hefur hirðin sú hin danska eigi staðið allfast fyrir þér og hafa Norðmenn illt að verki, draga þig blindan eftir sér og vinna það til lífs þér”.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.