Þjóðviljinn - 04.09.1964, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 04.09.1964, Blaðsíða 1
DIMUINN Föstudagur 4. september [1964 — 29. árgangur — [199. tölublað. Sjómaður gerir að veiðarfœrum ■)lr Ljósmyndarinií okkar átti lcið •ir, nýverið niður á verbúðar- +1 bryggju og rekst þá á þenn- ■Jci an sjómann sem var að bæta •jp netin sín fyrir utan verbúð •jc nr. 26. Því miður vitum við ■jc ekki nafn á manninum en ■jc látum myndina ,,bara ★ flakka“ fyrir því. — (Ljósm. ★ Þjóðv. A. K.). Ráðizt á mann á götu í Reykjavík Búið að salta 60 þús. tunnur á Raufarhöfn Tlfl Saltað var á flestum plönum á Raufarhöfn I gærd-ag og leiðindaþoku- súld var á staðnum. Síldin var mjög blönduð og mik- ið af smásíld og þannig erfið viðureignar til sölt- unar. jn Þau plön, sem hafa flokkunarvélar hrósuðu nú happi, þar sem skortur er nú á söltunarstúlkum á Raufarhöfn. Hafa þó síld- arsaltendur smalað saman kvenfólki meðal annars frá Þórshöfn og innan úr Ax- arfirði og Kelduhverfi. * Þessi síldarplön hafa flokkunarvélar á Raufar- höfn. Norðursíld h.f., Björg s.f., Söltunarstöð Gunnars Halldórssonar og Síldin h.f. *! Búið er að salta 65 þúsund tunnur á Raufar- höfn og skiptist tunnu- fjöldinn þannig niður á stöðvamar. jfi Óðinn h.f. 11607, Hafeilfur h.f. 11020, Borg- ir h.f. 10199, Norðursíld h.f. 10012, Óskarsstöð h.f. 7033, Björg s.f. 4553, Síld- in' h.f. 4149, ©unnar Hall- dórsson h.f. 3591, Skor 1433, Möl s.f. 262 og Hólm- steinn Helgason 114. Um kl. II í fyrrakvöld var ráðist á mann er var á gangi eftir Stórholti. Sló árásarmað- urinn hann í höfuðið og hrifs- aði af honum tösku er hann hélt á í hcndinni og hljóp síð- an á brott. Lítil verðmæti voru í töskxmni sem rænt var cn hins vegar var maðurinn með aðra tösku imdir hendinni og voru I henni 15—20 þúsund krónur i peningum. Maðurinn sem fyrir árásinni var heitir Hjörtur Jóhannsson og er afgreiðslumaður á benzín- stöð Þróttar við Skúlatorg og var hann að koma frá vinnu sinni er árásin var gerð. Var hann á bíl en þegar hann var nýlagður af stað fór loftið úr hjólbarða hægra megin svo hann varð að skilja eftir bíl- inn og halda áfram gangandi. Segist Hjörtur hafa veitt því athygli er hann kom upp í Stórholt að maður veitti hon- um eftirför. Allt í einu kom annar maður út úr húsasundi og gekk í veg fyrir Hjört en um leið réðist sá sem veitti honum eftirförina á hann. sló hann og hrifsaði af honum tösku sem hann hélt á. Veitti Hjörtur þjófnum eftirför en missti af honum. Þrír bílaárekstrar á Akureyri í gær Þrír bílaárekstrar urðu á Ak- ureyri í gær, og lentu fimm fólksbílar og einn vörubíll i þeim, að því er lögreglan á Ak- ureyri skýrði Þjóðviljanum frá í gærkvöld. Slys urðu ekki á mönnum en bílarnir skemmdust töluvert. Tveir árekstranna urðu eftir kl. 7, en þoka lagðist að með kvöldinú. Bílum fjölgar stöðugt á Akur- eyri og líka bílaárekstrum. Þar er ííka að staðaldxi á ferð fjöldi utanbæjarbila, einkium að sum- arlagl- I töskunni sem stolið var voru kaffibrúsi og silfurskeið merkt HJ en ekki annað verð- mæti. Árásarmaðurinn var þrekinn, meðalmaður á hæð, dökkhærður og klæddur í stutta ljósmóleita, upplitaða úlpu. L0NDUNARST0ÐVUN A RAUFARHÖFN í GÆRDAG □ Gúð síldveiði var í fyrrinótt á miðunum norðaustur af Langanesi allt að sjötíu mílur út í hafi. Fengu þannig 66 skip samtals 71400 mál. Nokkur skip voru að kasta á þessuni slóðum í gærdag og var þá þoku- súld og austankaldi þar. Hlöðubruni í Breiðdal í fyrradag kom upp eldur í hlöðu að Fellsási í Breiðdals- hreppi og brunnu þar hundrað hestar af töðu. Heyið var óvá- tryggt. Slökkviliðsbill frá Fá- skrúðsfirði kom á vettvang og á síðustu stundu tókst að bjarga út úr hlöðunni um' sex hundruð hestum af töðu. Er þetta mikið tjón, segir bóndinn að Fellsási. Hann heitir Erlendur Björgvinsson. | | Langbeztan. afla fékk Jörundur III. með 2600 tunn- ur og losaði hann afla sinn á Seyðisfirði í bræðslu og salt. n Skipin dreifðust á hafnimar aðallega á Norð- austurlandi og skall þannig löndunarstöðvun á Raufar- höfn á í gærkvöld. | | Einnig fóru þau mörg á Austfjarðahafnir og norð- ur fyrir allt til Siglufjarðar. | [ Verkafólksskorts gæt- ir hinsvegar víða fyrir norð- an og austan í síldarpláss- unum. RAUFARHÖFN Búizt var við að löndunar- stöðvun skylli á um átta leytið í gærkvöld hjá S.R. á Raufar- höfn og biðu þá tólf skip í höfninni með tæp níu þúsund mál. Margrét SI 1000. Runólfur SH 1000, Akurey SF 500, Skipaskagi AK 250, Svanur IS 700, Stíg- andi OF 850, Jón Jónsson SH 650, Sigurður SI 1000, Baldvin Þorvaldsson 620, Sæfari BA 600, Ingvar Guðjónsson SK 400. Þróarrými hjá verksmiðjunni i er nú aðeins fyrir 40 þúsund! mál. Tveir tankar af þremur I hafa verið teknir undir lýsi og ! (1 taka þeir hvor tólf þúsund mál. ' Verksmiðjan hefúr nú tekið á móti 350 þúsund málum og hefur hún aldrei tekið á móti öðru eins magni í sögu sinni allar götur frá 1940. Við spurðum einn verksmiðju- mann af handahófi, hvað hann væri búinn að þéna mikið í sumar. Hann hóf vinnu um mánaðarmótin maí og júní í verksmiðjunni og hafði fram til dagsins í dag unnið sér inn 67 þúsund krónur. Þessi skip náðu að landa hjá verksmiðjunni frá miðnætti í fyrrakvöld fram að löndunar- stöðvun. Faxi GK 1200. Smári 350, Þorleifur Rögnvaldsson 520, Guðbjartur Kristján 900, Bjarmi II 1860, Gunnhildur 750, Gylfi II 350, Súlan EA 1600, Æskan SI 950, Kristján Valgeir 950, Særún. GK 950. Akraborg EA 900. SEYÐISFJÖRÐUR Bræðsla gengur vel hjá síld- arverksmiðjunni á Seyðisfirði og er þar nú brætt með full- um afköstum. Þessir bátar lönduðu hjá verk- smiðjunni síðan klukkan sex í gærmorgun til klukkan sex um eftirmiðdaginn. Bára KE 650 mál, Héðinn ÞH 450, Hannes Hafstein 1500, Grótta 1150, Fákur GK 1200, Dalaröst 450, Jörundur III 1200. Guðmundur Péturs 1300, Pétur Sigurðsson 700. Hilmir KE 650, Hugrún IS 1600, Hafþór 650 og Reykjanesið með 50 mál. í þróm eru núna 10 þúsund mál af 22 þúsund mála þróar- rými. Einnig eru hér fimm flutn. ingaskip við bryggjumar með pláss fyrir 24 þúsund mál. Síldarverksmiðjan hefur nú brætt 240 þúsund mál í sumar og 80 þúsund mál hafa verið flutt héðan með flutningaskip- um til ar. Siglufjarðar og Hjalteyr- HOSAVlK Tveir bátar voru væntanlegir með söltunarsíld til Húsavíkur í gærdag af austursvæðinu. Það voru Nátfari og Engey með ná- lægt fullfermi. Var þannig ætlunin að salta á kaupfélagsplaninu og hjá Barða h.f. Síldarverksmiðjan á staðnum var að bræða. — H.J. VOPNAFJÖRÐUR Samkvæmt viðtali við síldarw leitina á Vopnafirði komu þang- að fjórtán skip með 13 þúsund mál síðastliðinn sólarhring. e Framhald á 7. síðu. Landsfundur hernámsand- stæðinga við Mývatn □ i dag klukkan 2 fer fyrsti hópurinn af stað í langferðabifreið áleiðis til Mývatns á landsfund Samtaka hemámsandstæðinga. Sá bíll verður í Borgamesi klukkan 17 en á Blönduósi klukkan 20. Seint í kvöld verður svo lagt af stað kl. - 23 og er það næturferð. Báðar ferðirnar eru famar frá BSÍ. □ Áríðandi er, að allir hafi með sér svefnpoka, en samtökin útvega svefnpokapláss í Skjól- brekku. Ennfremur verður í Skjólbrekku ávallt unnt að fá kaffi, smurt brauð, heitar súpur, kökur, gosdrykki og fleira við mjög vægu verði. I I Á morgun kl. 14 hefst landsfundurinn með setningarávarpi Steingríms Baldvinssonar, Nesi, Aðaldal. Þann dag verða einnig kosnar nefndir og starfsmenn, flutt skýrsla miðnefndar og svo ávörp þeirra Magnúsar Torfa Ólafssonar, Guð- mundar Inga Krisijánssonar frá Kirkjubóli, Þor- ■ steins Haraldssonar, Laufási og Þorsteins frá Hamri. [~~1 Á sunnudaginn munu nefndir skila áliti, og kjörin verður landsnefnd samtakanna. Síðan verður fundi slitið klukkan 17 af Þóroddi við sameiginlegt borðhald í Reynihlíð- □ Skrifstofa Samtaka hernámsandstœðinga veit- ir allar frekari upplýsingar um ferðir og fund- inn sjálfan, simi 24701. Athugið að hafa sam- band við skrifstofuna í tíma. Afgreiðslutími verzlana enn á dagskrá í borgarstjórn: Kvöldsala óframkvæmanleg nema brotn- ir verði kjarasamningar milli KÍ og VR? □ Á fuiidi borgarstjórnar Reykjavíkur í gær lýstu þeir tveir af borgarfulltrúum sem mesf af- skipti hafa haft a'f félagsmálum kaupmanna og verzlunarmanna því yfir, að þeir teldu að fram- kvæmd þeirrar heimildar borgaryfirvalda til handa einstökum verzlunum að ha'fa opnar sölu- búðir til kl. 10 á kvöldin yrði óframkvæmanleg nema viðkomandi aðilar brytu gildandi kjara- samning milli kaupmannasamtakanna og Verzl- unarmannafélags Reykjavíkur. Það voru þeir Sigurður Magn- ússon, borgarfulltrúi Sjálfetæð- isflokksins, og Böövar Péturs- son, borgarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins, sem lýstu þessari skoðun sinni, en Sigurður sr sem kunnúgt er formaður Kaup- mannasamtaka íslands og Böðv- ar hefur um langt árabil lát- ið mjög að sér kveða í sam- tökum verzlunarfólks og setið í stjóm heildarsamtaka þeirra. Umræðumar spunnust, er staðfestingar borgarráðs frá í borgarstjórn til umræðu og kom samþykkt 17. ágúst sl. og 1. sept. um að veita tilgreind- um aðilum leyfi til fyrrnefndr- ar sölustarfsemi samkvæmt bráðabirgðaákvæðum samþykkt- arinnar um afgreiðslutíma verzl- ana o.fl. Eögðu þeir báðir, Sig- urður og Böðvar, áherzlu á að ósæmilegt væri af borgar- stjóm að etja saman samtök- um kaupmanna og verzlunar- fólks eða stofna til hverskon- ar úlfúðar með þeim, og lögðu það til að samþykkt borgar- ráðs yrði felld. Að nokkrum umræðum loknum var borgar- ráðssamþykktin þó staðfest með 11 atkvæðum gegn 4. Á móti greiddu atkvæði þrír borgar- fulltrúar Alþýðubandalagsins og Sigurður Magnússon. -r Greiðsla útsvara og aðstöðu- gjalda. einkum fyrir árið 1963, kom til umræðu á fund; borg- arstjórnar Reykjavíkur i gær- kvöld, vegna fyrirspurnar Bjöms Guðmundssonar um þetta mál. t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.