Þjóðviljinn - 04.09.1964, Side 8

Þjóðviljinn - 04.09.1964, Side 8
8 SlÐA HÓÐVILIINN Föstudagur 4. september 1964 brigði tuttugustu aldarinnar — xneð arfgenga kvikmyndaeigin- leika. N — Auk alls annars. sagði Jack, gerði hann kraftaverk i dag. — Hvers konar kraftaverk? — Af furðulegasta tagi, sagði Jack. Hann fékk Stiles til að hastta við að drekka með há- degismatnum. — Hvað ertu að segja? Del- aney sneri höfðinu í áttina til hans, steinhissa. Hvemig fór hann að því? — Ofur einfalt, sagði Jack. Hann sá að Stilles hellti í vín- glas handa sér í matstofunni, og svo fór hann til hans án þess að mæla orð og sló glasið úr höndunum á honum. Delaney umlaði eitthvað van- trúaður. Svo ailir sáu? — Að tvöhundruð manns ásjá- andi. — Og barði Stiles hann? spurði Delaney. Stiles var þekkt- ur af slíku. Hann var stór og sterkur maður og hið sjaldgæfa fyrirbæri, að vera fyllibytta *sem bæði fitjaði upp á slagsmál- um og vann þau. I — Nei, hann barði hann ekki, sagði Jack. Hann fölnaði, svo hló hann við og bað fram- reiðslustúlkuna um glas af vatni. — Svei mér þá. sagði Délaney. Og þetta fór ég á mis við. Hann ók sér í rúminu. Heyrðu, Jack — ég verð að tala við þig um dálítið. Holt sendi mér skilaboð í morgun. Um að ég ætti að nefna það við þig að verða með sem framkvæmdastjóri. — Vertu rólegur, sagði Jack. Það má bíða . . — Nú get ég sagt þér frá því, Jack, sagði Delaney og sinnti ekki orðum hans. Ég kom þess- ari hugmynd af stað. þegar við byrjuðum að ræða um félags- skap. Það er raunverulega á- stæðan til þess að ég bað þig að koma til Rómar. Svo að Holt gæti kynnzt þér. Það fór ná- kvæmlega eins og ég ætlaði&t til Hann ér stórhrifinn af þér . . mannstu ekki eftir því. Jack í Oalifomíu á sínum tima. þeg- ar ég sagði viS þig, að viðmynd- um eiga eftir að vinna saman aftur og ég bað þig að skilia eftir heimilisfang svo ég gæti fundið þig . . — Jú, sagði Jack. Ég man ba^ HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu og snyrtistofu STEINU og DÓDÓ Laugavegí 18 III. h. ”(lyfta'j — SÍMI 2 46 16 P E R M A Garðsenda 21. — SlMI: 33 9 68' Hárgreiðslu og snyrtistofa. D 0 M U R I lárgreiðsla við allra hæfi — MARNARSTOFAN, — Tjamar- 'ötu 10 — Vonarstrætismegin — 3ÍMI: 14 RR9 Hann kærði sig ekki um að tala um það núna. Ekki í sjúkra- stofu. ekki við þennan veika og þjáða mann, ekki í þessari viku. Vertu rólegur, Maurice, það er nógur tími. . . Delaney lyfti höfðinu upp af koddanum og einblmdi á Jack. Þú tekur þessu boði, er það ekki Jack? spurði hann. 62 — Ég hugsa málið, sagði Jack, — Hugsar málið? ,sagði Délan- ey hörkulega. Er nokkur þörf á að hugsa það? Þú færð þrisvar sinnum hærra kaup á viku en þú færð núna — i upphafi. Þú hefur ekki þetta bölvað ráðu- neyti yfir þér allan tímann. Þú færð möguleika á að enda sem auðugur maður. Þú verður hundrað sinnum frjálsari, þinn eigin herra. Þú ert eini maður- inn sem ég hef nokkum tíma getað unnið með án þess að enda með þvi að fyrirlíta hann. Það er satt, Jack. Þú veizt að það er satt. Holt ætlar ekki að skipta sér af neinu. 'Við getum gert nákvæmlega þær kvikmyndir sem við viljum . . . Við, hugsaði Jack. Erum það við tveir? Það eru kvikmyndir sem þú vilt og það eru kvik- myndir sem ég vil — ef ég vil þá nokkrar kvikmyndir yfirleitt, og það er alls ekki ráðið enn. — Þetta er ómetanlegt tæki- færi fyrir þig, Jack. Delaney tal- aði næstum í bænarrómi, röddin var hásari en áður og titraðd lítið eitt. Ég hef beðið eftir þessu síðan ég var ungur . . . — Ég veit það. sagði Jack, og ég hef ekki sagt að ég hafni því. Ég sagði bara aö ég væri að hugsa málið. — Heyrðu mig nú, Jack, sagði Delaney og var fljótmæltur. Ég veit alveg hvað ég ætla mér að gera. Handrit Bresachs. Ég hef verið að hugsa um það siðan ég las það. Það getur orðift stór- kostleg kvikmynd. Þú ert búinn að lesa handritið. Heldur þú ekki að það geti orðið stórkost- leg kvikmynd? — Jú, sagði Jack. — Við kaupum það af honum. Við vinnum að því með honum. Þetta er ekki annað en lauslegt uppkast, en ég er búinn að fá þúsund hugmyndir nú þegar. Við gefum henni gömlu Dalen- ey^sveifluna. Það gæti orðið bezta kvikmynd sem ég hef nokkurn tíma gert. Guð minn góður. ég vildi óska að ég gæti komizt héðan út á morgun. Þetta er alveg við mitt hæfi. Jafnvel Olara viðurkenndi það. Ég sendi henni handritið, svo að hún gæti lesið það, þótt hún sé vond útí mig. Það var síðasta sem ég heyrði frá henni, kvöld- ið áður en þetta gerðist. Þetta er einmitt við þitt hæfi. sagði hún. Ég hef ekki komizt í ann- að eins uppnám yfir neinu í síð- ustu tuttugu ár . . . — Talaðu ekki svona mikið. sagði Jack og velti fyrir sér hvers vegna hjúkrunarkonan í hominu leyfði Maurice að láta móðan mása á þennan -hátt. Ég lofaði lækninum að ég skyldi hafa orðið. — Til fjandans með lækninn, sagði Delaney. Ég sagði ööru frá ýmsum af þeim hugmyndum sem ég var búinn af fá í sam- bandi við breytingar. Þú getur pumpað hana og þá skilurðu hvað ég hef í hyggju . . — Er hún búin að koma hing- að? spurði Jack. Clara? Delaney urraði. Nei. Nú, þegar þeir voru hættir að tala um handrit Bresachs varð hann ró- legur aftur. Talaðirðu' við hana? — Já, ég talaði við hana. Eða /réttara sagt. hún talaði við mig. — Nokkuð nýtt? Jack hristi höfuðið. Þetta vanalega, sagði hann. Þegar hún veit með vissu að þú sért hætt- ur við Barzelli — og allar aðr- ar Bazellur — þá kemur hún til þín aftur. — Fjandinn hirði hana, sagði Delaney. Látum hana bara eiga sig, fyrst hún lítur þannig á málið. Delaney var nú búinn að lifa af nóttina og daginn og var sannfærður um að þann myndi hjara og var nú smám saman að taka upp sinn gamla tals- máta. — Hjónaband, sagði hann þungbúinn. — Hún vissi að hverju hún gekk. Fjandinn eigi það — hún var ritarinn minn í fimm ár áður en við giftum okkur. Lífsvenjur mínar komu henni varla sérlega mikið á 6- vart. Hann hreyfði sig til í rúm- inu. — Fórstu til Barzelli? — Já. — Hvað sagði hún? — Hafðu engar áhyggjur, sagði Jack varfærnislega. Hún kemur ekki í heimsókn til þín. — Skildi hún það? spurði Delaney. Gaztu kpmið henni i skilning. um það? — Já. það held ég, sagði Jack. — Hún er dásamlegur kven- maður. Þú getur ekki ímyndað þér hversu öásamleg hún er. — Ég verð að segja þér frá einu sem hún sagði mér, sagði Jack og nú talaði hann ekki vegna Delaneys, heldur vegna sjálfs sín og tii þess að fræðast dálítið. — Hvað er það? Delaney var þreytulegur. — Hún sagði að þú hefðir aldrel sofið hjá henni. — Sagði hún það? — Já. Hún sagði að ég mætti gjaman segja Glöru það, ef ég vildi. — Sagðirðu Clöru það? — Nei. Yiltu að ég geri það? Delaney lyfti hendinni þreytu- lega. Svo lét hann hana falla niður á lakið. Hann hristi höf- uðið og lokaði augunum og lá þama án þess að hreyfa sig og ekkert hljóð heyrðist i herberg- inu nema andardráttur hans gegnum slönguna. Hjúkrunar- konan sat róleg úti í homi. Jaek fannst hún sitja þar í hálf- gerðu móki, áhugalaus um það sem fram fór á milli þeirra. Hún hafði trúlega setið við svo Skrífstofustúlkur Opinber stofnun óskar að ráða stúlkur til skrif- stofustarfa. Umsóknir með upplýsingum um ald- ur, menntun og fyrri störf, sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 15. þ.m. merktar „Opinber stofnun“. Frú Tónlisturskólunum í Reykjuvik Umsóknir um skólaúist fyrir skólaárið 1964—’65 verða að berast fyrir 20. september. Umsóknar- eyðublöð afhent í Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar. Skólastjóri. Suumukonur Nokkrar saumakonur geta fengið vinnu strax. BELGJAGERÐIN, Bolholti 6. Auglýsið í Þjóðviljunum FERÐABÍLAR H til 17 tarþega Mercedes-Benz hópferðabflar af nýjustu gerð, til leigu í lengri og skemmri ferðir. — Afgreiðsla aila virka daga. kvöld og um helear 1 síma 20969. HARALDUR EGGERTSSON, Grettisgötn 52. Hvers vegna kaupa bíl fyrir 130-40 þúsund krónur þegar hœgt er að fá nýjan Trabant #6S módel fyrir 80 búsund kr. TRABANT ’65 módel er nú fyrirliggjandi með FJÖLMÖRGUM endurbótum og GERBREYTTU útliti. HARGREIÐSLUSTOFA ' AUSTURBÆJAR — (Maria Guðmundsdóttir) LpugavegJ 13 — SÍMI: 14 6 56. — Nuddstofa á sama stað. Bíllinn er til sölu og sýnis hjá Bílavali, Laugavegi 90. Sími 19092. — Leitið upplýsinga. Einkaumboð: Ingvar Haígason, Tryggvagötu 4 — Reykjavík. Umboðsmenn úti á landi eru: Bifreiðaþjónustan Akranesi, — Gunnar Ámason Akureyri — EIís H. Guðnason Eskifirði — Tryggvi Guðmundsson Vestmannaeyjum. Meðal helztu endurbóta má telja: 1. 26% stærri rúður. 2. 50% betri hitagjöf frá miðstöð, 3. Rúðusprautur. 4. Hljóðeinangrun með trefjamottum. 5. Gerbreytt útlit, þak lárétt með skyggni að aftan. 6. Nýir glæsilegir litir. 7. Stuðari að aftan. 8. Tvö sólskyggni. 9. Fatasnagar og þrír öskubakkar. 10. 2 útispeglar og einn tvöfaldur innispegill. 11. Afturhluti bílsins lengdur, afturljós innibyggð. 12. Upphalarar á stórum hliðarrúðum. 13. Þægilegri sæti, og rúmbetra aftursæti. 14. Kistulok læst með lykli. 15. Húnar á hurðum gerbreyttir. 16. Stærri rafgeymir. 17. Miklu þýðari á vondum vegi. 18. Auk óteljandi annarra breytinga og endurbóta. 19. Hefur einnig alla kosti Trabant 600, á vél, brems- um og gírkassa, sem reynzt hefur afburða vel hér

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.