Þjóðviljinn - 08.09.1964, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 08.09.1964, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 8. september 1964 ÞJÚÐVILILNN SÍÐA g VERKEFNAÁLYKTUN Sam taka hernámsandstæðinga Þriðji landsfundur hernáms- andstæðinga, haldinn • við Mý- vatn 5.—6. sept. leggur á það áherzlu, að andstaðan gegn hernámsstefnunni verði áfram skipulögð sem barátta fjöldans. Mikilvægasta verkefni samtak- anna er að hafa stöðugt sam- band við fólkið í landinu og beita öllum ráðum til að hvetja landsmenn til virkrar þátttöku í sókninni fyrir brottför hers- ins og hlutleysi íslands. Með .þetta hlutverk samtakanna að leiðarljósi bendir landsfundur miðnefnd Qg landsnefnd á eft- irfarandi stefnumið: 1 \ Fundurinn telur sjálf- X) sagt að varðveita hið breiða ' og óbundna skipulag samtakanna, en bendir jafn- framt á nauðsyn þess, að hér- aðsnefndir verði endurskipu- lagðar, innbyrðis tengsl verði stórum bætt, héraðsstjórnir stofnaðar í hverri sýslu, og samstarf við miðnefnd sam- takanna mjög aukið. Jafnframt verður að treysta fjárhag sam- takanna, svo að stöðugt sé unnt að starfrækja skrifstofu hernámsandstæðinga og hafa erindreka að störfum. Reynt verði að sameina Li) alla unnendur íslenzkr- ar menningar til baráttu gegn vaxandi erlendri ásælni og skaðlegum áhrifym með því meðal annars að efna til menn- ingarfunda víðsvegar um land. Q \ Fundurinn ályktar að fela 0 / miðnefnd að leggja meiri áherzlu á fræðslu- og upplýs- ingastarf á vegum samtakanna. Gefin verði út dreifiblöð á hverju ári, ef fjárhagur leyfir, og send inn á hvert heimili á landinu. Ella verði lítið og ó- dýrt fréttablað látið gegna þvi nauðsynlega hlutverki að flytja stuðningsmönnum fréttir af starfi samtakann|. 4\ Handbók um hernámsmál X/ verði hið fyrsta gefin út og þannig safnað á einn stað flestum mikilvægum upplýs- ingum um hersetuna, sögu hennar, áhrif og starf her- námsandstæðinga. p\ Efnt verði til mótmæla-^ J / göngu í maímánuði á^' næsta ári i tilefni þess, að þá verðá liðin 25 ár frá þvi að ísland var hernumið í fyrsta sinni. /^\ Miðnefnd er falið að hafa V/ samband við hliðstæð eða skyld samtök í nágranna- löndunum. Miðnefnd Samtaka bernámsandstæðingn Hér fara á eftir nöfn þeirra, sem kjörnir voru í miðnefnd Samtaka hernámsandstæðinga á landsfundinum við Mývatn um helgina. Nöfn landsnefndar- nianna vcrða birt síðar. Mið- nefnd skipa nii: MIÐNEFND: Anna Sigurðardóttir, húsfrú Björn Guðmundsson, fyrrv. forstj. Drifa Viðar, húsfrú Einar Bragi, rithöfundur Eiríkur Pálsson, fulltrúi Guðgeir Jónsson, bókbindari Haraldur Henrysson, lögfr. Jón ívarsson, fyrrv. forstj. Jón S Pétursson, vélstjóri Júníus Kristinsson, stúdent Kristján Jóhannesson, rakari Magnús Kjartansson, ritstjóri Páll Bergþórsson, veðurfr. Rögnvaldur Hanness., stud. jur. Svavar Gestsson, stúdent Tryggvi Emilsson, verkam. Vésteinn Ólason, stud. mag. Ásmundur Kristjánsson, kenn. Björn Þorsteinsson, sagnfr. Einar Eysteinsson, iðnverkam. Einar Laxness, cand mag. Gils Guðmundsson, alþm. Guðni Jónsson, prófessor Hermann Jónsson, fulltrúi Jón B. Hannibalsson, hagfr. Jónas Árnason, rithöfundur Kjartan Ólafsson, framkvst. Kristján Thorlaeius, deildar- stjóri Magnús Torfi Ólafsson, deild- arstjóri Ragnar Arnalds alþm. Sigurjón Þorbergsson, forstj. Sverrir Bergmann, læknir Baldur Óskarsson, rithöfundur Þóroddur Guðmundsson, rit- höfundur. Varamenn i miðnefnd: 1. Ida Ingólfsdóttir forstk. 2. Jón Böðvarsson, kerinari .3. Þorv. Örnólfsson, kennari 4. Ásgeir Höskuldsson, fulltr. 5. Guðrún Guðvarðard. húsfr. 6. Þormóður Pálsson, fulltr. 7. Þorsteinn frá Hamri, skáld 8. Kristj. B. Ólafsson, blaðam. 9. Kristinn Jóhannesson, stud. mag. 10. Svavar Sigmundsson, stud. mag. 11. Loftur Guttormsson, sagnfr. 12. Ásdís Thoroddsen, húsfr. rf\ Um leið og miðnefnd er i / falið að skipuleggja nýja sókn gegn hernámsstefnunni. ber henni jafnframt að standa á verði gegn hverri nýrri til- raun til að auka á hernám landsins og gegn hvers konar erlendri ásælni og kalla al- menning tafarlaust til aðgerða. ef tilefni gefast Jafnframt er miðnefnd falið að vinna að því, að fram fari þjóðarat- kvæðagreiðsla um hernáms- málið. Óeirðir áfram í Singapore SINGAPORE 5/9 — Óeirðir urðu enn í Singapore í dag. Kona ein lézt á spítala af meiðslum sem hún hlaut og hafa þá níu manns beðið bana síðan óeirðirnar hófust á miðvikudag- inn, en um 60 hafa slazast. Lög- reglan hefur handtekið fjölda manns, en hún kennir uppþot- in undirróðri Indónesa. Hér sjáum ivið fjóra ágæta hernámsandstæöing a. Þeir eru, talið frá vinstri: Þorgrímur Starri Björgvinsson í Garði, Arnhciður Sigurðardóttir, Skútustöðum, Guðmundur Böðvarsson, skáld, og Þórarinn Haraldsson, Laufási. Viðskipfaskráin fyrir árið 1964 er nýkomin út Viðskiptaskráin fyrir 1964 er nýlega komin út og er það 26. árgangur bókarinnar. Þetta ev stór og mikil bók, rúmar 700 bls. í svipuðu broti og síma- skráin. Efni hennar er í að- alatriðum sem hér segir: 1. kafli er um æðstu stjórn landsins (forseta, ríkisstjórn og Alþingi), fulltrúa Islands er- lend s og erlendra ríkja á Is- landi og atv:nnulíf á Islandi, og eru þar birtar framleiðslu- töflur í öllum helztu atvinnu- greinum landsmanna. útflutn- ingsskýrslur o.fl. 2. kafli fjallar um Reykjavík; ' þar er ágrlp af sögu Reykja- víkur, skrá yfir um 800 félög og stofnanir og upplýsingar um starfssvið þeirra. tilgang og stjórn og önnur skrá yfir ná- lega 2000 fyrirtæki og e'nstak- linga, sem reka sjálfstæðan atvinnurekstur. 3. kafli er skrá yfir húseign- ir í Reykjavík, Kópavogi, Ak- ureyri, og Hafnarfirði, þar sem tilgreint er lóðastærð, fast- eignamat, eigendur o.fl. 4. kafli er um 62 kaupstaði og kauptún á landinu í svipuðu formi og kaflinn um Reykja- vík. 5 kafli er Vamings og starfs- skrá og er það lengsti kafli bókarinnar. Þar fá fyrirtæki | og einstakl'ngar nöfn sín j skrá undir starfs- og vöru- ! heitum. 6. kafli er skrá um öll is_ j lenzk skip 12 rúml. og stærri i : ársbyrjun 1964. 7. kafli er ritgerð á ensku: ! Iceland — a Geographical, | Political and Economic Sur- vey, sem hpfur að geyma mik- | inn fróðle k um sögu íslands ! og efnahagslíf, ; 8. kafli er skrá yfir erlend fyrirtæki, sem hafa áhuga á viðskiptum v ð .Island, og aug- lýsingar frá íslenzkum fyrir_ tækjum stílaðar upp á útlend- »Dga.. Loks eru ýmsir uppdrættir í bókinni: af Reykjavík, Islandi og Hafnarfirði og loftmynd af Akureyri, Akranesi og Isa- firði. Utgefandi Viðskiptaskrárinn- ar er Steindórsprent hf., en ritstjóri Gísli Ólafsson. ★ Ástralski sundmaðurinn Murray Rose hefur sett enn eitt heimsmetið, hann synti 880 jarda á 8.55,4 mín. Árekstur á blind hæð við Apavttn Um hádegisbilið í gær varð árekstur á veginum upp í Laug- ardal við Apavatn. Mjólkurbíll frá Selfoessi og bíll með G-núm- eri mættust þar á blindhæð á veginum og varð þar allmikill árekstur. Skemmdir urðu miklar á G-bílnum. Árekstrar hafa ver- ið tiðir þama á hæðinni, en líklega ekki nógu margir enn til að ástæða þyki til að skipta veginum á blindhæðinni. Hæstu vinningar í Yöruhappdrætti f gær var dregið í 9. flokki um 1390 vinninga að fjárhaeð alls kr. 1.940.000,00. Þessi núm- er hlutu hæstu vinningana: 200 þúsund krónur nr. 36669 umboð Vesturver. 100 þúsund krónur 29248 um- boð Vesturver. 50 þúsund krónur 43368 um- boð Grettisgata 26. 10 þúsund krónur hlutu: 5095 15892 18319 18726 20589 26785 33052 41010 55379 58213 i 61345. (Birt án ábyrgðar.f iiiliilllllitkiilillllllilill Konungur lét bera fyrir sér bæði merkin er hann fór ofan þeir ræddu með sér hvort jarl mundi fallinn. En er þeir riðu ofan um skóginn, þá mátti einn ríða jafnfram.. Maður hleypti um þvera götuna og lagði kesju í gegnum þann er bar merki jarls. Hann grípur merkistöngina og hleypti annan veg i skóg- inn með merkið. En er konungi var það sagt þá mælti hann: „Lifir jarl! Fáið mér brynju mína!” Ríður konungur þá um nóttina til skipa sinni. Mæltu margir að jarl hefði hefnt sín. 58. DAGUR. Haraldur konungur hafði áður sagt liði sínu svo: „Þótt við gerum brak og óp um oss, þá göngum vér eigi fyrir bakkann fyrr en þeir koma hér að oss.‘‘ Og gerðu þeir svo. En þegar er herópið kom upp þá lét jarl fram bera merki sitt, en er þeir komu undir bakkann þá steyptist konungsliðið ofan á þá. Féll þá þegar sumt lið jarls, en sumt flýði. Norðmenn ráku flótt- ann eigi langt því að kveld var dags. Þar tóku þeir merki Hákonar jarls og slíkt af vopnum og klæðum sem þeir fengu. Haraldur konungur var þá nótt að skipum sínum, það sem eftir var, en-um morguninn er ljóst var þá var ís lagður allt um skipin svo þykkur að ganga mátti umhverfis skipin. Þá bað konungur sína menn að þeir skyldu höggva (sinn frá skipunum og út í vatnið. Gengu menn þá til og réðu á ís- höggið. Magnús sonur Haralds konungs stýrði skipi því er neðst lá í móðunni og næst út vatninu. h » *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.