Þjóðviljinn - 08.09.1964, Blaðsíða 10
260 þúsund
króna sekt
Klukkan hálf scx í gærdagvar
kveðinn upp dómur í máli
breska togarans Ross Rodney
hjá bæjarfógetaembættinu á ísa-
firöi.
Skipstjórinn hlaut 260 þúsund
krónur í sekt og afli og veiðar-
færi gerð upptæk. Einnig var
honum gert að greiða málskostn-
að.
Varðskipið Öðinn tók togarann
að veiðum innan landhelgislínu
út frá Geirólfsgnúpi á Strönd-
um á laugardagsmorgun.
Skipshöfnin á varðskipinu
hafði bæzt óvenjulegur liðsauki,
þar sem var sjálfur dómsmála-
ráðherra og kona hans ásamt
Sigurði Bjamasynið ritstjóra
Mbl. um borð.
Segir lítt af framgöngu þeirra
í orustunni.
Framhald af 1. síðu.
þreytandi að vinna málstað her-
námsandstæðinga allt það lið,
er hann mátti. Þóroddur kvaðst,
áður hafa ætlað það að draga
sig nú í hlé, en hætt við það
á þessum fundi. svo hefði hrif-
ið sig einhugur og sókndirfð
fundarmanna.
Fundarlok
Og lauk svo þriðja landsfundi
hemámsandstæðinga. Eins og
fyrr segir, sótti • hann fjöldi
manns, fulltrúar voru tæplega
200, auk gesta og var samkomu-
salurinn að Skjólbrekku jafnan
yfirfullur út úr dyrum. Fund-
armenn rómuðu - mjög allar við-
tökur Mývetninga, og er á eng-
an hallað þótt fullyrt sé, að for-
maður undirbúningsnefndar,
Þorgrímur Starri Björgvinsson,
bóndi í Garði. hafi unnið frá-
bært starf við að gera þingið
allt sem glæsilegast.
Eki0 ó konu
Eyjjum
Það slys varð í Vestmannaeyj-
um skömmu fyrir miðnætti á
föstudagskvöld, að Guðbjörg
Jónsdóttir, Reykjavíkurveg 22
Hafnarfirði varð fyrir bifreið og
slasaðist illa.
Guðbjörg kom til Eyja með
m.s. Heklu og var að ganga suð-
ur Básakersbryggju með manni
sínum og annarri konu, þegar
bifreið kom akandi aftan að
þeim og lenti Guðbjörg fyrir
henni og féll í götuna. Var hún
þegar flutt á sjúkrahús og var
þá meðvitundarlaus.
Bifreiðarstjórinn blindaðist af
ljósi frá annarri bifreið og gat
þannig ekki forðað slysinu.
Nokkrír fulltrúanna á landsfundinum
B
I
Þriðjudagur
1964 —
argangur
tölublað.
Auka þarf styrkí
•■■■ ■.■■■ . -II ■y .
og lán til stúdenta
Fulltrúaráðsfundur Sambands
íslenzkra stúdenta erlendis var
haldinn þriðjudaginn 18. ágúst
sl. í Iþöku félagsheimili
Menntaskólans í Reykjavík. 4
fundinum voru fulltrúar frá
tuttugu og einni borg í ellefa
löndum. Hófst fundurinn á inn-
töku nýrra sambandsaðila, en
þeir voru: Liverpool, Cambridge,
Minneapols og Þrándheimur.
Á fundinum voru rædd ýmis
hagsmunamál stúdenta erlendis,
einkum styrkja- og lánamál.
Sæii úr mórauðum
hrútum fíutt út?
Búast má við að innan skamms hefjist nýr útflutningur
héðan af Islandi. Finnskir fjárbændup hafa hug á að fá
héðan sæði úr mórauðum hrútum til kynbóta. En mórauði
sauðarliturinn íslenzki er mjög fágætur og í háu verði.
Sauðfjárræktarráðunautar af
Norðurlöndum héldu mót í
Danmörku 16.—21. ágúst s. !.
Ámi G. Pétursson var fulltrúi
Islands á mótinu.
Sauðfé fer fjölgandi á Norð-
urlöndum. annars staðar en á
Islandi. enda eru sauðfjárrækt-
arafurðir í mun lægra verði
hér. Samt sem áður er fjár-
fjöldi hér hinn næstmesti á
Norðurlöndum, og hvergi nema
hér eru sauðkindur fleiri í land-
inu en mannfólkið. I Noregi eru
um 900.000 vetrarfóðraðar ær, á
Islandi um 730 þús. og í Finn-
landi um 200 þús. ær, í Svíþjóð
um 200.000 ær og lömb og í
Danmörku 61 þúsund ær og
lömb.
Norðmenn vilja gjarnan fá
sauðfé frá Islandi til kynbóta,
en hafa enn ekki fengið leyfi
dýraiækna til þess innflutnings.
Þá hefur landsráðunautur Finna
1—u,:T,-n vmr> oð fá • að flvtja
inn sæði úr mórauðum hrúturn
íslenzkum til Finnlands, þvi að
mórauði sauðarliturinn íslenzki
er einn hinn fágætasti á allri
jarðkringlunni. Islenzkir fjár-
bændur sem eiga gott mórautt
fé ættu að reyna að viðhalda
stofni sínum því að ullariðnaður
hér á landi mun nú borga mó-
rauða ull sama verði og hvíta.
Norðmenn, Svíar og Danir
leitast við að bæta bæði ullar-
og kjötsöfnunarhæfileika fjárins
eins og Islendingar. en Finnar
leggja nú mesta áherzlu á hið
síðamefnda, en þeir hafa um
langt árahil ræktað með tiHiti
til ullar- og gærufntmleiðsiu, á-
samt aufcinni frjósemi fjárins,
svo að þaar mun nú vera frjó-
samasta fjárkyn jarðarirmar. 1
Sviþjóð fjolga® fjáreigendum, og
færist þa@ í vöxt að eidra fóík
sem hætt er opinberum störfum
komi sér upp fjárbúi. f Dan-
Framhald á 7. síðu.
Samþykktu fundarmenn að
beina eftirfarandi tilmælum til
ríkisstjómar og Alþingis:
.1 Sami aðili úthlutar lánum
og styrkjum til námsmanna,
heima og erlendis.
2. Styrkir og lán verði aukin
og haldið svo háum, að náms--
mönnum sé kleyft að vinna fyrir
því, sem vantar á fulla náms-
framfærslu allan námstímann
með eðlilegri sumarvinnu. hvert
sem námslandið er.
3. Ekki verði krafizt endur-
greiðslu á lánum námsmanna,
sem látast, örkumlast eða missa
tekjuöflunarhœfni. — Fundur—
inn varar við að rýra styrkina,
enda gerist skuldabyrði náms-
manna uggvænleg. Fundurinn
vill minna á, að ríkissjóður losn-
ar við mi'kinn kostnað við hald
háskóladeilda í þeim greinum,
sem leitað er til náms í erlendis
— Ennfremur vill fundurinn
minna á þann óæskilega drátt.
sem oft hefur orðið á úthlutun
lána og styrkja, námsmönnum til
mikils baga, og væntir þess
fastlega að bót verði ráðin á.
Þá var rætt um hinar árlegu
kynnihgar Sambands ísL stúd-
enta erlendis á námi við er-
lenda háskóla, en þær hafa
jafnan verið fjölsóttar og tekizt
vel. Þó kom fundarmönnum
saman um, að þær þyrfti enn
að auka og efla.
Þessu næst var rætt um hús-
næðisvandamál Sambands ísl.
stúdenta erlendis svo og stúd-
entahandbókina, sem unnin er
í samráði við Stúdentaráð Há-
skóla Islands. Mun þessi nýja
Stúdentahandbók, sem kemur út
á næstunni gefa staðgóðar upp-
lýsingar um háskólanám heima
og erlendis. — Að lokum fór
fram kjör nýrrar stjórnar og
voru þessir menn kjömir: For-
maður, Markús Einarsson (Osló),
stjómarmeðlimir: Gunnar Bene-
diktsson, (Stökkhólmi), Sigurð-
ur St. Helgason (Paris), Ökfur
Pétursson (Köln), Jón R. Stef-
ánsson (Árósuml.
EFRI MYND: Nokkrir full-
trúanna af Vesturlandi á
Landsfundi hernámsandstæð-
inga. Þeir eru, frá vinstri:
Jónas Einarsson, Guðmundur
Ingi Kristjánsson, nafn á
þriðjá manninum vitum við
því miður ekki, þá er Ás-
geir Svanbergsson, séra Bald-
ur Vilhelmsson, Guðbjörg
Haraidsdóttir, Halldór Ólafs-
son, Steingrímur Pálsson. (bak
við Halldór), Þórir Stein-
grímsson og Lára Heigadóttir.
NEÖRI MYND; Nokkrir full-
trúanna af Austurlandi. —
Lengst til vinstri sjáum við
Guðmund Sigurjónsson frá
Neskaupstað og við hlið hon-
nm Hrafn Sveinbjarnarson.
Annar maðurinn frá hægri er
séra Sverrir Haraldsson á
Desjamýri.
Piltur slasast
á skellinöðru
Skömmu fýrir hádegi á laug-
ardag ók fimmtán ára piltur á
skellinöðm utan í bifreið á
gatnamótum Skagabrautar og
Jaðarsbrautar á Akranesi og féU
í götuna og missti meðvitund.
Var hann þegar fluttur á sjúkra-
hús og liggur þar rúmfastur,
ennþá. ,
BARN DRUKKNAR
Á GRiMIV/K
★ Svipiegt slys varð norður í Grenivík síðastliðinn föstudag er
tveggja ára svednbam drukknaði í flæðarmálinu skamman spöl
frá helmili þess.
★ Drengurinn hét Jón Heiðar Daðason til heimilis að Ægissíðu.
Jón Heiðar hafði verið að leik með fleiri börnum í fjörunni og
varð viðskila við jpau og var slysið uppgötvað um þrjúleytið af
litlum dreng, er sá hann á floti og kallaði þá samstundis fullorð-
inn mann til athugunar.
★ Reyndist þá drengurinn drukknaður.
★ Foreldrar drengsins eru Valgerður Jónsdóttir og Daði Eiðsson,
skipstjóri.
Hvenær hefst stereófón-
ískt útvarp hér á landi?
Fyrrihluta þessa árs kom á
markað í Bandaríkjunum fyrsta
sterofóníska hljómplatan , sem
hljóðrituð hefur verið á íslandi
en á plötunni eru söngvar frá
Norðurlöndum sungnir af
Karlakór Reykjavíkur undir
stjóm Sigurðar Þórðarsonar.
Plata þessi var hljóðrituð hjá
Ríkisútvarpinu í desember 1962
og hefur hún síðan komið út
víða um heim. Platan er gefin
út af Monitor í Bandaríkjunum
en Fálkinn hefur umboð hér á
landi. Á plötunni eru 15 lög
þar af 10 íslenzk. Er þetta síð-
asta platan sem kórinn söng
inn á undir stjóm Sigurðar
Þórðarsonar, en hann lét af
stjóm kórsins í desember 1962.
Blatan hefur einnig verið gef-
in út í venjulegri hljóðritun.
Það voru tæknistarfsmenn CTt-
varpsins Haraldur Guðmundsson
og Sigurður Einarsson sem sáu
um uppsetningu og breytingar á
tækjum Útvarpsins fyrir þessa
fyrstu sterófónísku hljóðritun
hér en hún hefur hlotið ágæta
dóma sérmenntaðra manna er-
lendis. Athugaður hefur verið
kostnaður við að hefja sterófón-
ískt útvarp hér á landi um FM-
stöðvar en hann yrði allmikill.
Ekki er hægt að segja um að
svo stöddu hvenær slíkt útvarp
gæti hafizt hér en sterófónískt
útvarp er nú á tilraunastigi á
Norðurlöndum en er þegar hafið
í Þýzkalandi, Hollandi og Bret-
landi og fleiri lönd’um. Bendir
margt til þess að það verði
framtíðarútvarp-
Virolainen
falið að
mynda stfórn
HELSINGFORS 7/9 — Kekkon-
en Finnlandsforseti fól' á mánu-
dagskvöld Jóhannesi Virolainen,
formanni Bændaflokksins og
fyrrum utanríkisráðherra, að
reyna að mynda meirihluta-
stjórn í Finnlandi. Tilraunir til
stjórnarmyndunar fóru út um
þúfur fyrr í sumar, og hafa
Finnar nú búið við embættis-
mannastjórn í þráðum ár.
Fjórír keppendur héðan á
0L / Tokio
Hrafnhildur Guðmundsdóttir
| | Olympíunefnd íslands
ákvað á fundi sínum í gær
að senda fjóra keppendur
á Olympíuleikana í Tokio,
sem hefjast í næsta mán-
uði. í frjálsum íþróttum
keppa: Valbjörn Þorláks-
son í tugþraut og Jón Þ.
Ólafsson í hástökki.
| | í sundi keppa: Hrafn-
hildur Guðmundsdóttir í
100 m. skriðsundi og Guð-
mundur Gíslason í 4x100
m. einstaklingssundi. Far-
arstjóri hópsins verður
Ingi Þorsteinsson form-
Frjálsíþróttasamb. íslands.
Guðmundur Gíslason
Valbjörn Þorláksson
I