Þjóðviljinn - 11.09.1964, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 11.09.1964, Blaðsíða 1
Fóstudagur 11. september 1964 — 29. árgangur — 205. tölublað. Full vissa um að hœgt er að gera stóran ný/an viSskiptasammng v7ð Sovétrikin skapar grundvöll fyrir GERBYLTINGUISILDARIÐNAÐI ■ í viðræðum þeim sem fram fóru í Moskvu 2. þ.m. milli fulltrúanefndar Sósíalistaflokksins og forystumanna í Kommúnistaflokki Sovétríkjanna var að frumkvæði íslenzku fulltrúanna ræ'tt um möguleika á auknum viðskiptum íslands og Sov- étríkjanna og þá fyrst og fremst um sölu á unn- um síldarafurðum til Sovétríkjanna. ■ í Ijós kom að möguleikar eru á að gera stóran samning við Sovétríkin um sölu á niðurlagðri síld þangað en slíkur samningur myndi skapá grund- völl fyrir gerbyltingu í íslenzkum síldariðnaði, gera okkur fært að fullvinna síldina í stað þess að setja hana í bræðslu eða selja hana hálfunna úr landi, auka útflutningsverðmæti hennar og skapa atvinnuöryggi í síldarbæjunum þar sem nú blasir aðeins við atvinnuleysi og fólksflótti. ■ Nató-blöðin hafa rekið upp mikið ramakvein vegna þessara viðræðna og stimplað þær sem Moskvuþjónustu en eru þögul um þann skerf sem Sósíalistaflokkurinn hef- ur lagt til uppbyggingar' íslenzks atvinnulífs og efnahags- sjálfstæðis með þessu frumkvæði sínu. Þjóðviljinn sneri sér því í gær til Einars Olgeirssonar, formanns Sósíalista- flokksins og lagði fyrir hann nokkrar spurningar var.ð- andi þetta mál og fer viðtalið við hann hér á eftir. — Sósíalistaflokkurinn hefur undanfarið markað stefnu um " fullvinnslu íslenzkra fiskaf- urða. Hvað leggur hann höf- uðáherzlu á í því sambandi? — Sósíalistaflokkurinn telur að það þurfi að leggja á það höfuðáherzlu í framtíðinni að koma á fullnýtingu á íslenzk- um síldarafurðum með því að koma hér upp afkastamiklum niðurlagningaverksmiðjum og jafnframt að tryggja sölu er- lendis á framleiðslu verksmiðj- anna. Tækifæri til að gera byltingu í síldariðnað- inum — Af hverju álítur Sósíal- istaflokkurinn að markaðir í Sovétríkjunum geti sérstaklega tryggt framkvæmd þessarar stefnu? — Þar kemur einkum tvennt til. I fyrsta lagi eru Sovét- ríkin stærsta og sterkasta sósíalistíska þjóðfélagið sem nú er uppi og í þjóðfélagi sósíalismans eru ekki til mark- aðsvandræði eins og þau sem við höfum þráfaldlega fengið að kenna á í hinum kapítal- íska heimi. I sósíalistísku þjóðfélagi er markaðsöryggi og spurningin um sölu afurða er aðeins spurning um verka- skiptingu og skipulagningu. Sósíalistaflokkurinn hefur alltaf álitið að íslendingar ættu fyrst og fremst að einbeita sér að fullvinnslu fiskafurða sinna. Á sviði fiskveiða eru afköst íslenzks verkafólks meiri en dæmi eru til um með öðrum þjóðum og það er þjóðhags- lega bezt fyrir íslenzka alþýðu ---------------------------------í> Leiðari blaðsins í dag nefnist Tímamót, og fjallar um hinar nýju markaðshorfúr. — Sjá 4. síðu. að einbeita sér að þessari framleiðslugrein. Á hinn bóg- inn eru Sovétríkin fær um að láta okkur í té í staðinn fyr- ir útflutningsafurðir okkar hvers konar vélar og vörur auk olíu og timburs sem við höfum einkum keypt af þeim. f öðru lagi hafa Islending- ar þá reynslu að fyrir for- göngu Sósíalistaflokksins í markaðsmálum sl. 20 ár hafa Sovétríkin einmitt reynst verá reiðubúin til að gera stóra viðskiptasamninga við okkur. Má þar minna á þá miklu byltingu sem orðið hefur í freðfiskiðnaðinum á sl. 20 ár- um fyrst og fremst vegna við- skiptanna við Sovétríkin og þess trygga markaðar sem við höfum átt þar. Nú er tæki- færi til þess að gera sams- konar byltingu í síldariðnað- inum og koma upp traustum iðnaði á því sviði einmitt á þeim stöðum á landinu þar sem atvinnuleysið nú herjar. Forsetafrúin lézt í gærkvöld Harmafregii sem varðar'íslenzku þjóðina alla barst um Reykjavík seint í gærkvöld. For- setafrúin Dóra Þórhallsdóttir lézt um kl. 11 í gærkvöld að Landspítalanum, en þangað var hún flutt sl. sunnudag. Banamein hennar var hvítblæði. Forsetafrúin var fædd 23. febrúar 1893, og var dóttir Þórhalls biskups Bjamarsonar. Hún giftist Ásgeiri Ásgeirssyni núverandi forseta Íslands, árið 1917, og hefur átt ríkan þátt í þvf að móta forsetaheimilið að Bessastöðum. Þjóðviljinn vottar forsetanum og ættmennum frú Dóru Þórhallsdóttur dýpstu samúð við andlát hinnar mikilhæfu konu. Eina færa leiðin til að tryggja atvinnu — Hvemig hefur reynslan verið af þeim síldariðnaði, er komið hefur verið á fót hér á landi til þessa? — Það má segja að hann hafi gengið ákaflega illa. Ein nið- urlagningarverksmiðjan hefur aldrei tekið til starfa og nið- urlagningarverksmiðja ríkisins á Siglufirði hefur nú verið stopp í eitt ár en aðrar slík- ar verksmiðjur berjast í bökk- um. Á sama tíma er síldin sett í bræðslu eða flutt út hálfunnin til vinnslu í öðrum löndum. Orsakimar fyrir þessu eru þær að við höfum ekki haft vit á að fara inn á sömu leið í þessum efnum eins og við gerðum í sambandi við freðfiskiðnaðinn. Við þurfum að gera samninga strax við Sovétríkin á jafnvirðisgrund- velli um sölu á unnum síld- arafurðum til þess að tryggja grundvöllinn undir stórfelld- um iðnaði á niðurlagningu á síld. T krafti bessarar markaðs- Framhald á 5. síðu. 17 ára gömul stúlka barin og rænd á götu í fyrrinótt ■ Skömmu eftir miðnætti í fyrrinótt réðust tveir ungir menn á sautján ára stúlku á götu fyrir framan Borgar- þvottahúsið- Barði annar stúlkuna með flösku í höfuðið og hinn lagði til hennar með járnstöng í andlitið og léku þeir hana illa. ■ Síðan hrifsuðu þeir tösku hennar og höfðu hundrað og sextíu krónur upp úr krafsinu og lögðu svo á flótta út í náttmyrkrið. Stúlkan hafði verið í heim- sókn hjá kunningjafólki sínu í Hátúni og kvaddi þar um mið- nætti. Qekk hún ein síns liðs vestur Borgartúnið á leið heim til sín. Þegar hún kemur á móts við Borgarþvottahúsið, þá hlaupa allt í einu tveir piltar út úr porti þar rétt hjá og skipti það engum togum, að þeir réðust þegar á stúlkuna og barði ann- ar með flösku í höfuð hennar og á sama tíma lagði hinn með járni í andlit rennar. Hlaut hún marga áverka og þð sérstaklega í andliti og meðal annars blóð- nasir. Tóku þeir síðan af henni tösku hennar og hreinsuðu hana af peningum og reyndist það Ógna Kínverjar Mongólíu? MOSKVA OG BELGRAD 1079 — Fréttaritari júgóslavnesku fréttastofunnar Tanjug í Moskvu skýrir frá því í dag, að mikið kínverskt lið sé nú dregið sam- an við landamæri Mongólíu og Framhald á 7. síðu. vera hundrað og sextiu krónur. Maður nokkur var á gangi þama skammt frá og hrópaði stúlkan til hans og bað hann hjálpar. Maðurinn hélt hins veg- ar áfram göngu sinni og sinnti ekki ópum stúlkunnar og er talið sennilegt, að hann hafi ekki heyrt til hennar. Eru það vinsamleg tilmæli rannsóknarlögreglunnar að þessi maður gefi sig fram við hana sem fyrst. Þegar stúlkan var laus frá árásarmönnunum hélt hún nið- ur á Laugaveg og þannig illa til reika og alblóðug reikaði hún niður Laugaveginn og rakst leigubílstjóri á hana á móts við Laugaveg 24 og ók henni niður á lögreglustöð. Þaðan var henni ekið á Slysa- varðstofuna og gert að sárum hennar, en hún er illa leikin í andliti eins og áður er skýrt frá. Varð fyrir bifreið og fót- brotnaði ó bóðum fótum 1 fyrrinótt varð alvarlegt umferðaslys á Suðurlandsbraut á móts við Múla. Varð fullorðin kona þar fyrir lcigubifreið með þeim afleiðingum, að hún fótbrotnaði á báðum fótum auk ann- arra meiðsla. Leigubílstjórinn ók nokkuð greitt austur Suðurlandsbraut. Þeg- ar hann var rétt kominn á móts við Múla kvaðst hann hafa séð konuna á götunni fyrir framan sig og var hún nær miðju á brautinni. Náði hann ekki að hemla i tæka tíð, svo að kon- an skall á hægri framhluta bílsins og féll í götuna. Höggið var það mikill, að bifreiðin dældaðist, þar sem konan lenti á henni. □ Skömmu áður en Palmiro Togliatti, leiðtogi ítalskra kommúnista, tók sjúkdóm þann sem leiddi hann til dauða í síðasta mánuði hafði hann ritað niður minnis- blöð um þau vandamál sem nú blasa við hinni alþjóðlegu verklýðshreyfingu- Þessi minnisblöð hafa vakið verðskuldaða athygli og þótt tíðindum sæta Togliatti drep- ur á flest þau mál sem sósíalistum og verklýðssinnum eru hugstæðust um þessar mundir, vekur athygli á ýmsum mikilsverðum atriðum, bendir á ný viðfangsefni og nýjar leiðir til lau.nar þeim. Óhætt mun að telja minnisblöð þessi meðal þeirra plagga sem sagan geymir. — Þjóðviljinn birtir fyrri hluta þeirra á 2.-3 síðu í dag. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.