Þjóðviljinn - 11.09.1964, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 11.09.1964, Blaðsíða 3
í’ðstudagur 11. setrtember 1964 - laganna til að leggja fyrir þá tillögu okkar um einingu og samstarf í baráttunni við hinn sameiginlega óvin og leita með þeim að leiðum og að- ferðum slíks samstarfs. Það verður auk þess að hafa í huga að eigi allt viðnám okk- ar við sjónarmiðum Kínverja HÖÐVILIINN StDA að vera samtímis barátta fyrir einingu — eins og við álít- um nauðsynlegt — þá verða allar ályktanir sem kunna að verða gerðar að mótast af þessu viðhorfi; forðast verður al- menna áfellisdóma, en leggja megináherzlu á það sem er jákvætt og sameinar. 1 Um þróan okkar hreyfingar Við höfum ævinlega talið að ekki væri rétt að láta bjartsýni ríkja í lýsingum á verklýðshreyfingu og kommún- istaflokkum vesturlanda. Enda þótt miðað hafi fram á við hér og þar í þessum hluta heims, er afl okkar og styrk- ur þar enn í dag hvergi nærri nógur til að ráða við þau við- fangsefni sem okkar bíða. Að undanskildum nokkrum flokk- um (í Frakklandi, á ítalíu, Spáni o.s.frv.) hefur kommún- istum enn ekki tekizt að fram- kvæma raunhæfar pólitískar aðgerðir, sem tengi þá traust- um böndum við hinn vinn- andi fjölda. starf þeirra er takmarkað við fræðslu og á- róður og þeir hafa ekki látið að ráði til sín taka í stjórn- málalífi landa sinna. Það verð- ur með öllu móti að binda enda á þetta skeið, svo að kommúnistar losni úr einangr- uninni, taki virkan og sam- felldan þátt i stjómmálum og félagslegri baráttu landa sinna, fái pólitískt frumkvæði í sín- ar Siendur og verði raunveru- legar fjöldahreyfingar. Það er einnig af þessari á- stæðu að við höfum jafnan verið og erum enn mjög van- trúaðir á gagnsemi alþjóðaráð- stefnu, enda þótt við höfum ævinlega talið sjónarmið Kín- verja röng og hættuleg, ef slík ráðstefna væri eingöngu eða aðallega haldin til að fordæma þessi sjónarmið eða berjast gegn þeim, og það einmitt vegna þess að við höfum óttazt og óttumst enn að á þennan hátt verði kommúnistaflokkar auð- valdslandanna hraktir í öfuga átt við þá sem við teljum nauðsynlega. svo að þeir lam- ist af innbyrðis deilum, sem eru í eðli sínu einvörðungu hugmyndafræðilegar, fjarri öll- um raunveruleika. Hættan yrði sérlega mikil ef afleiðingin yrði yfirlýstur klofningur hreyfing- arinnar með myndun alþjóð- legrar miðstöðvar í Kína sem myndi stofna sínar „deildir" i öllum löndum. Allir flokk- arnir og þó einkum þeir sem veikastir eru myndu verða að eyða miklum hluta starfs síns í deilur og baráttu gegn þess- um svonefndu ,,deildum“ í nýju „Alþjóðasambandi". Þetta myndi draga úr baráttukjarki fjöldans og torvelda mjög alla framþróun hreyfingar okkar. Það er rétt, að klofningstilr^una Kínverja gætir þegar mjög í nærri öllum löndum, en nauð- synlegt er að koma í veg fyr- ir að fjöldi þessara tilrauna hafi í för með sér eðlisbreyt- ingu, að megind verði að eig- ind, þ.e. að klofningurinn verði alger. Hinar hlutlægu aðstæður eru okkur mjög hagkvæmar, bæði innan verklýðsstéttarinnar, meðal hins vinnandi fjölda og í þjóðfélagslífinu almennt. En það verður að gera sér grein fyrir þessum aðstæðum og kunna að notfæra sér þær. Til þess verða kommúnistar að hafa pólitíska dirfsku, sigrast á hvers konar kreddutrú, tak- ast á við og leysa ný vanda- mál með nýjum hætti. Það verður að beita starfsaðferðum sem eru í samræmi við póli- tískt og félagslegt umhverfi þar sem eiga sér stað stöðug- ar og skjótar breytingar. Ég nefni hér í mjög stuttu máli nokkur dæmi. Borgarastéttin á við ákaflega erfið efnahagsvandamál að glíma. í ríkiskapítalisma auð- hringavaldsins koma stöðugt upp ný vandamál. sem valda- stéttirnar geta ekki lengur leyst með gamalreyndum aðferðum. I stóru löndunum er hér eink- um um að ræða vandamál heildarstjórnar á þjóðarbú- skapnum, sem leitazt er við að leysa með áætlunargerð að ofan, í þágu auðhringanna og fyrir tilstyrk ríkisvaldsins. Þetta mál er á dagskrá alls staðar á vesturlöndum. og það er jafnvel þegar farið að tala um alþjóðlega áætlunargerð og stofnanir Efnahagsbanda- lagsins vinna að undirbúningi hennar. Það er augljóst að verklýðshreyfingin og önnur lýðræðissamtök hljóta að láta þetta mál til sín taka. Við verðum einnig að berjast á þessum vettvangi. Til þess þarf að samræma kjarabóta- kröfur verklýðsins og tillögur hans um endurbætur á efna- hagskerfinu (þjóðnýtingu, ný- skipan í landbúnaði o.s.frv.) i almennri áætlun um efnahags- þróunina sem beint væri gegn áætlunargerðum auðvaldsins. Slík áætlun myndi vissulega ekki vera sósíalistísk, þar sem aðstæður væru ekki fyrir hendi, heldur væri hér urn að ræða nýtt form baráttunnar, nýja baráttuaðferð á leiðinni til sósíalismans. Það eru í dag náin tengsl milli þess hvort hægt verður að fara þá leið með friðsamlegu móti og hins hvort tekst að leysa þetta vandamál. Pólitiskt frumkvæði í þessa átt getur auðveldað okkur að vinna okkur nýtt og mikið fylgi í öllum þeim þjóð- félagshópum sem enn hafa ekki gengið til liðs við sósíalismann. en leita nýrra leiða. Baráttan fyrir lýðræðinu fær við þessar aðstæður nýtt inni- hald, áþreifanlegra. í nánari tengslum við raunveruleika efnahagslífsins. Samfara áætl- unargerð auðvaldsins era nefnilega alltaf andlýðræðis- legar og einræðiskenndar til- hneigingar og þeim verður að mæta með kröfum um að beitt sé lýðræðisaðferðum einnig við stjórn atvinnulífsins. Eftir því sem áætlunargerð og heildarstjórn auðvaldsins á atvinnulífinu færist í vöxt versnar aðstaða verklýðsfé- laganna. Verulegur þáttur í heildarstjórninni er nefnilega hin svonefnda „tekjupólitík", sem felur í sér margþættar aðgerðir í því skyni að hindra frjálsa - kaupgjaldsbaráttu; kaupgjaldinu er haldið í skefj- um með eftirliti að ofan og bannaðar allar kauphækkanir sem fara fram úr vissu marki. Þetta er pólitík sem er dæmd til að mistakast (í því sam- bandi er athyglisvert dæmið frá Hollandi), en því aðeins mistekst hún að /verklýðsfé- lögin kunni að haga baráttu sinni af einbeittni og klókind- um og tengi kjarabótakröfur sínar kröfunni um efnahags- legar umbætur og áætlun um efnahagsþróun sem sé í sam- ræmi við hagsmuni verka- manna og millistéttarinnar. En verklýðsfélögin geta ekki lengur, eins og nú er ástatt á vesturlöndum. háð baráttd sína einvörðungu í hverju landi fyrir sig. Baráttuna verður einnig að heyja á fleiri þjóða vettvangi, með sameig- inlegum kröfum og aðgerðum. Og hér er ein alvarlegasta veil- an í hreyfingu okkar. Hin al- þjóðlegu verklýðssamtök okk- ar (WFTU) láta sér nægja al- menna áróðursstarfsemi. Allt til þessarar stundar hafa þau ekki tekið neitt fiumkvæði til einingarbaráttu gegn pólitík hinna stóru auðhringa. Fram að þessu hefur einnig vantað öll frumkvæði af okkar hálfu til samstarfs við hin alþjóða- samtök verklýðsins. Þetta eru alvarleg mistök vegna þess að í þessum samtökum heyrast þegar raddir sem gagnrýna og hvetja til andstöðu gegn fyr- irætlunum og aðgerðum auð- hringavaldsins. Kínverjar neita ásökunum Banda DAR ES SALAAM 10/9 — Tals- maður kínverskra sendiráðsins í Dar es Salaam í Tanganíku sagði í dag, að ákæra Hastings Banda forsætisráðherra Malawí um það, að sendiráðið væri flækt í samsærið gegn honum væri stórlygi og furðulegur þvættingur. Það var á þriðjudag sem Hast- ings Banda ákærði fyrrverandi samráðherra sína um samsæri gegn sér. sem þeir hefðu undir- búið með aðstoð kínverska sendi- ráðsins. Banda sagði að ráðherrarnir sem ,hafa verið reknir úr stöðum sínum hafi viljað fá hann til þess að viðurkenna Pekingstjói’n- ina. Hann skýrði frá því að sendi- ráðið hefði boðið Malawí rúm- lega tveggja miljarða lán (ísl. kr.) ef ríkisstjómin vildi viður- kenna kínverska alþýðulýðveld- ið. Hastings Banda forsætisráð- herra fékk einróma traustsyfir- lýsingu í þinginu í dag. Hann lýsti því yfir að hann hefði ekkert á móti kínverska alþýðu- lýðveldinu, en það gæti ekki farið sínu fram með mútum. Aðeins sterk þjóð varðveitir friðinn SEATTLE 10/9 — Forsetaefni Repúblikana, Barry Gold- water hélt fyrstu ræðu sína um utanríkismál síðan hann hóf kosningabaráttuna í Seattle í gærkvöld. Hann skoraði á bandarísku bjóðina að víkja þeim mönnum sem blaðri um frið, en skorti afl til þess að varðveita hann. Hann skoraði á bandaríska k'jósendur að kjósa þá, sem skildu, að aðeins sterk þjóð geti varðveitt frið. Goldwater, sem er nú lagður í langa ferð um vesturströndina minntist í ræðu sinni á flest ut- anríkisvandamál Bandaríkjanna til þess að leiða í ljós hvemig núverandi ríkisstjórn hafi hvar- vetna um víða veröld látið und- an síga fyrir kommúnismanum. Hann svaraði þeim. sem gagn- rýna hann fyrir ‘ að æsa til kjamorkustríðs með neikvæðri afstöðu til kommúnismans, með spakmæli að venju sinni: „Ves- aldómur og tvístígandi freistar í stríð, upphefur stríð og hefur ævinlega leitt til stríðs. Kúba Um Kúbuvandann sagði Gold- water. að harðstjómin á eynni væri enn við völd og svo virtist sem núverandi ríkisstjóm Bandaríkjanna fagni hverju til- efni sem gefist til þess að um- bera hana. Bandaríkin hafa aldrei fengið að fara til eftirlits um Kúbu, — sem var þó yfirlýst meginmarkmið þegar Kúbudeil- an stóð sem hæst, og ekki eru Er sambandið milli þýzku ríkjanna tveggja að batna Er ríkísstjórn Austur-Þýzkalands að takast að koma á nýjum samskiptum milli ríkjanna tveggja? Stöðugt fleiri fréttir benda til þess að stefna alþýðulýðveldisins að draga úr spennu milli ríkjanna verði æ árangursríkari og ný þróun eigi sér stað í kaldasta hluta kalda stríðsins: Berlín. BERLIN 10/9 — Willy Stoph sem gegnir störfum forsætisráð- herra í Austur-Þýzkalandi, sagði í gærkvöld, að yrði samningur um vegabréf undirskrifaður, væri innan tveggja vikna hægt að opna vegabréfaskrifstofu fyr- ir Vestur-Berlínarbúa sem vildu heimsækja Austur-Berlín. Stoph sagði að nauðsynlegum undirbúningi væri þegar lokið og samningur tilbúinn til undir- skrifta. Hin tæknilega hlið máls- ins var leyst á auðveldari máta en áður, því hægt var að draga lærdóma af reynslunni í sam- bandi við jólaheimsóknirnar. Hann sagði, að það væri slæmt fyrir íbúa Vestur-Berlín- ar að yfirvöldin í Bonn reyndu að blanda sér inn í samningana á ólöglegan hátt. Þess vegna er það, sagði Stoph, að stjórnmála- menn í Vestur-Beriín segja nú að það séu mörg vandamál sem þurfi að leysa áður en gengið er endanlega frá samningum. Eftir fund ríkisstjórnarinnar í Bonn í gær tilkynnti Ludwig Erhard forsætisráðherra Willy Brandt borgarstjóra Vestur-Ber- línar að hann myndi taka vega- bréfasamningana til nýrrar um- ræðu á fundi sem hann mun halda með fulltrúum stjórnmála- flokkanna í Vestur-Þýzkalandi á föstudag. Biskup með Ulbricht f fyrradag birti austur-þýzka fréttastofan ADN viðtal við Mitzenheim biskup í Thúringen. f viðtalinu skýrir biskupinn frá því að hann hafi í ágúst átt viðræður við Ulbricht forsætis- ráðherra um ýmis „mannleg og kirkjuleg málefni" og nú hefði hann fengið bréf frá forsætis- ráðherranum, þar sem hann skýrir frá því, að ríkisstjórn Austur-Þýzkalands hefði að til- lögum biskups fyrirskipað inn- anríkisráðuneytinu að gera eft- irlaunafólki í Austur-Þýzkalandi kleift að heimsækja ættingja sína í Vestur-Berlín og Vestur- Þýzkalandi. Mitzenheim biskup kveður þessa ákvörðun „nýja sönnun þess að ríkisstjórn Austur-Þýzka- lands leggur sig fram um að koma á eðlilegum samskiptum þýzku ríkjanna. Þessi ákvörðun er framúrskarandi sönnun um traust og góðvilja ríkisstjómar okkar“. Hallstein-kenningin fyrir róða Á blaðamannafundi í Leipzig í fyrradag lét Stoph í það skína að Austur- og Vestur-Þýzkaland ættú sér ýmisleg sameiginleg leyndarmál. Af fréttum vestur- þýzkra blaða undanfarnar vik- ur má sjá sitt af hverju sem rennir stoðum undir orð Stophs. T.d. hefur blaðið Frankfurter Rundschau nýlega birt nákvæm- ar fréttir af því, að hundruð pólitískra fanga hafi verið látin laus upp á síðkastið í Aust- ur-Þýzkalandi, en meðal þeirra sem blöð í Vestur-Þýzkalandi kalla pólitíska fanga er fjöldi vestrænna útsendara, skemmdar- verkamanna og njósnara. Frankfurter Rundschau tel- ur óhugsandi, að þeim sé skilað vestur yfir án þess að víðtækir samningar hafi áður verið gerðir milli Sámbándslýðvéldisins ög Þýzka' alþýðulýðveldisins. Ef til vill er þetta enn ‘eitt þeirra fjölmörgu merkja síðustu daga, sem benda til þess að þíðan í kalda stríðinu sé nú að ná til þess sem kaldast hefur verið: Þýzkalands. Að fleira leynist bak við orð Willi Stoph á blaðamannafundinum i Leipzig en hingað til hefur verið opin- bertega látið uppi, þegar hann sagði: „Við vonum og erum þess full- viss;r, að Hallstein-kenningin verður nú endanlega lögð fyrir róða og tilraunir okkar til þess að koma eðlilegu sambandi á milli þýzku ríkjanna tveggja muni reynast árangursríkar". Hallstein-kenningin bannar ekki aðeins Vestur-Þýzkalandi hgldur og öðrum ríkjum að taka upp stjórnmálasamskipti við Þýzka alþýðulýðveldið. neinar klárar sannanir fyrir því að sovézku eldflaugarnar hafi verið fluttar til baka. Suður-V í etnam Um þróunina í Suður-Víetnam sagði hann, að á sama tíma og bandarískir borgarar létu dag- lega lífið í orustum í landinu, neitaði ríkisstjóm Bandaríkj- anna að játa að hún heyi styrj- öld við kommúnista þarlendis. Goldwater sagði að stefna John- son forseta í Suður-Víetnam væri mörkuð hringlanda og dug- leysi. En hann sleppti því að setja fram sín eigin sjónarmið um það, hvernig taka beri á málefn- um Suður-Víetnam. Hann sagði að núverandi rík- isstjórn hefði fengið Laos f hendumar á samsteypustjóm, þar sem kommúnistavinir réðu lögum og lofum og væri landið nú á glötunarvegi. Berlín Múrinn í Berlín er enn ögnun við frelsið og fólkið lætur enn lífið í tilraunum til að komast yfir hann, samtímis talar ríkis- stjómin um nýja og sveigjan- legri stefnu gagnvart kommún- istum, sagði Goldwater og bætö við að ríkisstjómin hefði átt að krefjast þess, að múrinn yrði rifirin áður en hún tók í mál að selja hveiti til Sovétríkjanna. Þá lýsti Goldwater því yfir að hann vildi endurskipuleggja Nato með tilliti til þess að tvö meðlimaríkjanna væru nú góðri leið í hóp kjamorkuvelda. Hann sagði. að Bandaríkin ættu að koma fram við félaga sína í Nato á grundvelli gagnkvæms trausts. Ræðulok , s» i!J . /1* Goldwater forsetaefni lauk máli sínu: „. . . á kosningadaginn eigið þið að minnast þeirra, sem með villu sinni komu á þvi vand- ræðaástandi, sem nú ríkir í Kongó. Þið verðið að minnast þeirra, sem í Panama em fóm- arlömb fólks, sem Castro hefur æst upp. Þið verðið að hugsa til ræðismanns okkar í Zanzibar, sem var hent út af fólki, sem var þjálfað í Moskvu. Hugsið til andbandarískra kröfugangna og óeirða um viða veröld, hugsið um það hvernig þjóðfáni okkar er rifinn niður, trampaður nið- ur og útspýttur og þið munuð kjósa stjórn, sem skilur, að að- eins sterk þjóð getur varðveitt friðinn-'. BÚTASALA - BÚTASALA Seljum í dag og næstu daga TAUBÚTA ÚR ULLAREFNUM Hentugir í drengjabuxur og kvenpils. VerSið mjög lógt Andersen & Lamth h.f. Vesturgötu 17. í t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.