Þjóðviljinn - 11.09.1964, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.09.1964, Blaðsíða 2
2 SlÐA ÞJÓÐVILIINN Föstudagur 11. september 1964 HLUTI MINNIS TOGLIATTIS Jalta, ágúst 1964. / - . Boðsbréf Kommúnistaflokks - Sovétríkjanna um undir- búningsfund að alþjóðaráð- stefnu barst til Rómar nokkr- um dögum áður en ég fór þaðan. Okkur gafst þess vegna ekki faeri á að fjalla um það saman á stjórnarfundi, ennig vegna þess að margir félagar voru fjarverandi. Við nokkrir ■ félagar í framkvæmdastjórn flokksins gátum aðeins ' rætt það stuttlega. Bréfið verður lagt fyrir miðstjóm flokksins þegar hún kemur saman um miðjan september. Það er samt fastákveðið að við munum taka virkan þátt í undirbún- ingsfundinum. En við efumst þó enn um að heppilegt sé að halda alþjóðaráðstefnu, einkum þar sem nú er augljóst að ófáir eru þeir flokkar. aufe hins kínverska, sem ekki munu taka þátt í henni. Á undirbún- ingsfundinum mun okkur vafa- laust gefast tæk'færi til að leggja fram og skýra sjónar- mið okkar, einnig vegna þess að þau varða fjölmörg vanda- mál sem hin alþjóðlega verk- lýðshreyfing og kommúnista- flokkamir hafa við að glíma. Ég aetla að stikla hér á þess- um vandamálum, m.a. til að auðvelda frekari viðræður okkar um þau, þegar tækifæri gefst til þeirra Bezta aðferðin til að hrekja kenningar Kínverja Það hefur verið hafður annar háttur á baráttunni gegn röngum stjórnmálaviðhorfum og sundrungarstarfsemi kín- verskra kommúnista en sá sem við lögðum til að hafður væri Okkar tillögur vom þessar i meginatriðum: — að ekkert lát væri gert á rökstuddri gagnrýni á grund- vallarviðhorf og stefnu Kín- verja; — hagá þessum rökdeilum, öðruvísi en Kínverjar gera. svo að komizt væri hjá stór- yrðum og almennum fordæm- ingum, en fjallað um ákveðín atriði á hlutlægan og sannfær- andi hátt og ævinlega með vissri virðingu fyrir andstæð- ingnum; — samtímis yrðu haldnir fundir flokkahópa til gagn- gerðrar rannsóknar og ljósari skilgreiningar á þeim vanda- málum sem blasa við hinum ýmsu þáttum okkar hreyfing- ar (í Vestiir-Evrópu, rómönsku vAmeríku, löndum „þriðja heimsins" og varðandi tengsl þeirra við kommúnistahreyf- inguna í auðvaldsríkjunum, al- þýðulýðveldunum o.s.frv.). í þessu starfi ætti jafnan að hafa í huga að ástandið í öllum þessum hlutum heims hefur gerbreytzt síðan á ár- unum 1957 og 1960 og að ó- hugsandi er að við getum gert okkur rétta grein fyrir sam- eiginlegum viðfangsefnum hreyfingar okkar ef við vinn- um ekki saman að gagngerðri rannsókn þeirra; — Það væri aðeins eftir slík- an undirbúning. sem gæti tek- ið heilt ár eða enn lengur, að hægt myndi vera að taka til athugunar, hvort halda ætti alþjóðaráðstefnu, sem gæti þá í raun og sannleika mark- að tímamót i sögu hreyfingar okkar, orðið henni til eflingar á erundvelli nýrra og réttra viðhorfa. Með þessu móti hefð- um við einnig getað einangr- að kínversku kommúnistana betur staðið gegn beim í bétt ari fylkingu. sem væri eksi aðe'ns einhuga um sameiginlegt álit á afstöðu beirra. heldur sameinuð um dýpri skilning á sameiginlegum viðfangsefnum allrar hreyfingarinnar og um leið beim sem bver einstakur þáttur bnnnar v'ð að glima. P" auk Hpsc pr rétt að gæta að því, að þegar við- fangsefni hinna ýmsu þátta hreyfingarinnar og pólitisk stefnumið hefðu verið skilgreind, hefði verið hægt að komast hjá að halda alþjóðaráðstefnu, sem annars kynni að hafa virzt nauðsynleg til að forðast formlegan klofning. Annar háttur héfur verið hafður á og afleiðingamar eru að mínu áliti ekki góðar. Nokkrir (og 1 jafnvel margir) flokkar væntu þess að ráð- stefna yrði haldin alveg á næsta leiti í því skyni að kveða upp tvímælalausan og hátíðlegan áfellisdóm, sem allri hreyfingunni bæri að beygja sig fyrir. Biðin kann einnig að hafa gert þá tví- ráða. En á meðan hafa Kínverjar magnað árás sína og um leið v'ðleitni sína til að koma upp litlum klofningshópum og þeim hefur tekizt að fá á sitt band einstaka flokk. Árás þeirra hefur yfirleitt verið svarað með hugmyndafræðilegum og áróðurslegum rökdeilum, en ekki með breytingu á stefnu okkar, samhæfðri baráttunni gegn hinum kínversku sjónar- miðum. Nokkur verk hafa verið unn- in af Sovétríkjunum sem miða í þá átt sem síðar var nefnd (undirritun Moskvusáttmálans gegn kjamorkusprengingum, ferðalag félaga Krústjoffs til Egyptalands o.s.frv.) og þau hafa verið mikilvægir ávinn- ;ngar gagnvart Kínverjum. En kommúnistahreyfingu annarra landa hefur ekki orðið neitt ágengt af þessu tagi. Ég get nefnt til frekari skýringar hve mikilvægt hefði til dæmis ver- ið að halda alþjóðaráðstefnu. sem nokkrir kommúnistaflokk- ar vesturlanda hefðu boðað til. en með almennri þátttöku frá lýðræðislöndum ..briðja heims- ins“ og framfaraöflum þeirra. i bví skyni að leggia á ráðin um raunhæfa samvinnu og að- stoð við bessi öfl. Þann-'g hefði Kínverium verið svarað i verki, en ekki aðeins með orð- um. 1 bessu sambandi bykir mér athyglisverð reynsla okkar flokks við höfum í flokknum og útjöðrum hans nokkra fé- iagp og fylsi»ndur sem hall- ast að skoðunum Kínveria og halda uppi vömum fyrir þá. Við höfum orðið að víkja ein- í 'cUí* & zk*m ÍU (*. C- wA. •» ■«/ r*4""s* • dfcitioutJi *wj ^*'*'*^ * & Uév' +*m**uU•***£%. •*-» * • . v V-« tMM *<*»*y«2‘* JL***mU •O'v-f** yW Uxym • u t <« Aívtit *•» vvfk' • trzxx. *, m «.& mmtff, f f gí'* XtUUf *•**£“mt /w*í , . *** oHOa* yi «•*£»’,.-* («• t. A/jtjffat. yw •. • >vuv« , 6» >««*É1U fMlÁlC* . -CVUU .Íavífífc %****£ y*é£l***~, %mJ3 ta»' **a!p***U ^ vwatawMUtf wNíA / «WU. <X-í£o t*cUt CftH. Fyrsta síðan af minnisblöðum Togliattis með hans eigin henði. staka félaga úr flokknum sem gerzt hafði sekur um klofn- ingsstarfsemi og brotið gegn fiokksaganum En meginstefn- an hefur verið sú að halda uppi stöðugum umræðum í öllum deildum flokksins um öll þau atriði sem ágreining- ur er um við Kínverja. Bezt- ur árangur hefur jafnan feng- izt. þegar við höfum látið hin almennu atriði liggja milli hluta (eðli heimsvaldastefn- unnar og ríkisvaldsins, hreyfi- öfl byltingarinnar o.s.frv.) en höfum tekið fyrir ákveðin mál sem snerta daglega baráttu okkar ( andstöðuna gegn stjóm- inni, gagnrýni á sósíalis.a- flokkinn, eininguna í verk- lý<' shreyfingunni, verkföll o.s.frv.). Gagnvart þessum atriðum eru rökdeilur Kín- verja gersamlega máttlausar oe út i hött. Af þessu leiðir að enda þótt áfram sé unnið að undirbún- ingi alþjóðaráðstefnu má ekki vanr?ekja pólitísk frumkvæði sem eru til þess fallin að veikja aðstöðu Kínverja og að heppilegasti vettvangurinn til' þess er fólginn í mati á þeim raunverulegu aðstæðum sem við okkur ' blasa og í starfi að lausn þeirra vandamála sem okkar bíða, bæði einstakra þátta hreyfingarinnar. ein- stakra flokka og hreyfingarinn- ar í heild. Um útlitið eins og nú horfir Við lítum með vissri svart- sýni á horfumar eins og nú stendur á, bæði á alþjóðavett- vangi og í okkar eigin landi Ástandiö er verra nú en við okkur blasti fyrir tveimur- þremur árum. Mesta hættan stafar í dag frá Bandaríkjunum. Þar eiga sér nú stað mikil félagsleg átök. Kynþáttadeilur hvítra manna og svartra eru aðeins einn þáttur þessara átaka. Morðið á Kennedy sýndi hve langt afturhaldsöflin geta geng- ið. Það er engan veginn hægt að fortaka að frambjóðandi Repúblikana (Goldwater) sigri í forsetakosningunum en hann hefur strið á stefnuskrá sinni og tungutak fasista. Meinið er að í Tókn hans þokar öll- um bandarískum stjórnmálum í hægriátt, magnar þá tilhnoig- ingu að leita lausnar á and- stæðunum heimafyrir í harð- vítugari framkomu gagnvart öðrum þjóðum með samkomu- lagi við afturhaldsöflin í 'Vest- ur-Evrópu. Þess vegna er hið almenna ástand heldur ískyggi- legt. 1 Vestur-Evrópu er ástandið miklu margþættara, en sam- eiginlegt einkenni þess er stöðug efling auðhringavalds- ins innan Efnahagsbandalags- ins og fyrir tilverknað þess. Síaukin og harðnandi sam- keppni af hálfu Bandaríkjanna flýtir enn fyrir þessari þró- un. Á þennan hátt styrkist hinn hlutlægi grundvöllur fyr- ir afturhaldsstefnu, sem mið- ar áð því að afnema eða tak- marka lýðræðisréttindi, halda við lýði fasistísku stjómarfari. setja á laggirnar alræðisstjóm- ir. koma í veg fyrir hvers konar ávinninga verkalýðsins og skerða svo um munar lífs- kjör hans. Á alþjóðavettvangi er hver höndin upp á móti ann- arri. Atlanzbandalagið, sem komið er til ára sinna, er í augljósum og erfiðum krögg- um, ekki sízt vegna afstöðu de Gaulle. En menn skyldu ekki gera sér neinar tálvonir. Það eiga sér vissulega stað átök milli andstæðra afla sem við getum notfært okkur út í æsar; en fram að þessu hefur ekki gert vart við sig meðal ráða- manna á meginlandinu nein tilhneiging til að vinna af sjálfsdáðum og einbeittni að því að draga úr viðsjám í alþjóðamálum. Allir hafa þessir ráðamenn þannig hasl- að sér völl á einn eða annan hátt og að meira eða minna leyti innan vébanda hinnar endurbættu nýlendustefnu (neokóloníalismans) í því skyni að hindra efnahagslegar og pólitískar framfarir í hinum nýfrjálsu ríkjum Afríku. Atburðimir í Víetnam, at- burðimir á Kýpur sýna að við kunnum allt í einu, og þó einkum ef hægriöflin fá enn meiri byr undir vængi, að standa frammi fyrir hin- um erfiðasta vanda sem öll hin kommúnistíska hreyfing. allur verkalýður og sósíalistar Evrópu og heimsins alls yrðu > að láta til sín taka. Við teljum, að við verðum að haga allri okkar afstöðu gagn- vart Kínverjum með þetta á- stand í huga Hvað svo sem líður hugmyndafræðilegum á- greiningi, er eining allra sósíaL istískra afla í sameiginlegum að- gerðum gegn verstu afturhalds- öflum heimsvaldastefnunnar ó- umflýjanleg nauðsyn. Um slíka einingu er ekki að ræða. ef hugsanlegt er að útiloka Kína ög kínverska kommúnista. Við verðufn því frá bessari stundu að haga okkur svo að vi3 tor- veldum okkur ekki leiðina að þessu marki. heldur gerum hana greiðfærari. Við eigum alls ekki að láta rökræðumar niður falla, en við verðum að miða þær allar við að sýna fram á að eining alls hins sósí- alistíska heims, verklýðshreyf- ’ngarinnar og kommúnista- flokkanna er nauðsynleg, eins og nú horfir í heiminum. og að hægt er að koma henni á. í sambandi við fui^d undir- búnjngsnefndarinnar 15. des- ember eru hugsanleg einhver skréf í þessa átt. Það væri bannig hægt að senda nefnd. skipaða fulltníum nokkurra flokka, á fund kínversku fé- I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.