Þjóðviljinn - 11.09.1964, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 11.09.1964, Blaðsíða 4
4 SIÐA Otgelandi: Sameinjngarflokkur aiþýðu — SóslalJstaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust 19, Simi 17-500 (5 linur) Áskriftarverð kl 90.00 á mánuði Tímamót Tillögur þær, sem Sósíalistaflokkurinn hefur sett fram undanfarið um fullvinnslu íslenzkra fiskafurða og þá fyrst og fremst um niðurlagningu síldar í stórum stíl, boða tímamót í íslenzkri iðnþróun. Sakir rangrar stefnu í viðskiptamálum landsins hefur undanfarið verið stöðnun og hnignun í þessari grein. Ein niðursuðuverksmiðja hefur aldrei farið áf stað, önnur, verksmiðja ríkisins á Siglufirði, hefur verið lokuð um langt skeið. Forystumenn Sósíalistaflokksins hafa 4 Alþingi og annars staðar bent á leiðir til að bjarga þessu, en því ekki verið skeytt. Nú hefur með viðræðum þeim, sem fulltrúar Sósíalista- flokksins áttu í Moskvu, verið sýnt og sannað að ör- uggur grundvöllur er fyrir niðurlagningu íslandssíldar sem nýrrar atvinnugreinar með því að semja við Sovét- ríkin um jafnvirðiskaup á vörum þaðan um leið og sam- ið væri um sölu á niðurlagðri síld. Með því að hagnýta þessa möguleika er hœgt að skapa tímamót í íslenzkri hagþróun: koma upp niðurlagningu á síld, í stórum stíl og leggja þannig grundvöll að stöðugri atvinnu á þeim svæðum landsins, sem atvinnuleysið nú þjáir. Er nú um að gera að fljótt og vel sé við brugðið af stjórnarvöldum og áhugamönnum svo þetta tækifæri sé notað til fulls. r Islendingar hafa áður fengið góða reynslu áf þvi hve vel hefur tekizt að koma föstum fótum undir nýja at- vínnugrein með stórsamningum við Sovétríkin. I krafti samninganna við Sovétríkin og önnur sósíalistísk lönd var fxæðfiskframleiðsla vor aukin á nokkrum árum, frá 1952 til 1958, úr 29 þúsund smálestum upp í tæp 80 þúsund smálestir á ári. Fóru þá 2/3 hlutar hins útflutta freðfisks til landa sósíalismans gegn staðgreiðslu, sem gerði samtök- um útflvtjenda fjárhagslega kleift að berjast á markaðin- um í Bandaríkjunum og bvggja þar upp verksmiðjur og , sölukerfi, sem nú er orðið öruggt. | . I Flöpur reynsla hefur nú sýnt að það verður ekki hlaupið irm á markaði auðvaldslandanna með niðurlagða Zs- landssíld, svo ágæt sem sú vara er. Vestur-Evrópa er að heita má lokuð með tollum. Og í Bandarikjunum og víðar þarf að berjast vél og lenni unz árangur fœst. Og til þess skortir niðurlagningariðnaðinn fé, nema til að byrja með sé hægt að selja meginið af framleiðslunni fyrirfram til sósíalistískra landa og hætta há litlum hlnta afurðanna í tvísýnu baráttuna á fallvöltum mörkuðum tuðvalds- landanna. Þess vegna er sú leið, sem Sósíalistaflokkurini} nú sýn- ir fram á að fær sé: stórsamningar við Sovétríkin, eina færa leiðin til að koma upp stórfelldum fullvinnsluiðnaði á íslandssíld með algeru markaðsöryggi. Og reynslan af freðfiskiðnaðinum sýnir hve eðlileg sú leið er og rétt. Sósíalistaflokkurinn bendir nú enn einu sinni á leið, sem íslenzku efnahagslífi er mest þörf að farin sé til fram- fara því og eflingar- Flokkurinn hefur áður gert slíkt með nýsköpun atvinnulífsins, með stækkun fiskveiðilandhelg- innar í 12 mílur, með hinum stórfelldu viðskiptasamning- um við Sovétríkin 1946 og 1956. Og nú er þörf dreif- býlisins á atvinnubyftingu þar svo brýn sem nokkru sinni. Ijetta mun hvert mannsbarn á íslandi, sem einhverja * snertingu hefur við atvinnulíf lands vors, meta og skilja, — nema auðvitað veslings skriffinnar Nato-blað- anna í Reykjavík, sem hvorki hafa tilfinningu fyrir ís- lenzku efnahagslegu s'jálfstæði — því þeir einblína á erlent auðvald sér til frelsunar — né áhuga fyrir hagsmunamálum íslenzks almennings, því þeir eru með allan hugann við gróðahagsmuni aluminíum-einokunarhringsins. Þessir ves- lings Nato-skriffinnar sem sjá allt sitt heimslið á tætingi. geta eðlilega um ekkert hugsað nema sáttafundi: sátta- fundi Tyrkja og Grikkja, sáttafund Johnsons og de Gaulle o.sfrv. — og halda því endilega að fulltrúar Sósíalista- flokksins hljóti að vera á sáttafundi í Moskvu! Þeim getur/ ekki dottið í hug að Sósíalistaflokkurinn sé að stuðla að! því að leysa hin brýnustu efnahagsþróunarmál íslendinga með því að láta ísland njóta markaðsöryggis sósíalismar.'- Framhald á 7. síðu. ÞJ6ÐVILJINN Föstudagur 11. septembjr 1964 Ludvik Danck. íþróttab/aðið nýkomið út Iþróttablaðið, 6. tbl. 1964, er nýkomið út. Grein er í blað- inu um þátttöku íslendinga í Olympíuleikunum, þá er frá- sögn með myndum af Norð- urlandamóti kvenna í hand- knattleik, sem haldið var hér í sumar, og viðtal við fyrirliða íslenzka liðsins, Sigríði Sig- urðardóttur,- Umsögn er um tv.o landsleiki íslendinga í knattspyrnu í sumar, gegn Skotlandi og Bennuda. Sagt er frá Norðurlandaför íslenzks sundfólks. landskeppni í frjáls- um íþróttum við Vestur-Nor- eg og sigri Islendinga í tug- þrautarkeppni við Norðmenn og Svía. Einnig er í blaðinu íþróttaannáll í stuttu máli og sagt frá fimmtugsafmæli Gísla Halldórssonar, forseta ÍSI. Japanska kfiattspyrnusam- indið hefur sent Alþjóða lattspymusambandinu IFA) tilmæli um að það nnsaki sem fyrst hvað eft sé í orðrómi um, i fimm atvinnumenn séu í lattspyrnuliðinu sem ítalir ;la að senda á Olympíu- ikana. Ef þetta reynist rétt rður liðið útilokað frá þátt- -k Indverjar senda 57 kepp- endur á Olympfuleikana í Tokio. utan úr heimi BUXUR FYRIR ALLA ÁRSTÍMA SUXURNAR ÞARF EKKI AÐ PRESSA 3EFJUN - IÐUNN KIRKJUSTRÆTI ÖRKUMLA FYRIR 7ÁRUM-NÚ HFIMSMFTHAFI KR-ÍBK keppa um aðra helgi Vegna þátttöku KH í Evr- ópukeppni meistaraliða varð að fresta tveim leikjum í 1. deild. Mótanefnd KSl hefur nú á- kveðið, að leiki^r þessir fari fram sem hér segir: ÍBK-KR á Njarðvíkurvelli sunnudaginn 20. sept, og ÍA-KR sunnudaginn 27. sept. á Laugardalsvelli. \ rHlirraTTTi Hinn 1. ágúst í sumar setti Tékkinn Ludvik Danek nýtt heimsmet í kringlukasti 64.55 m og bætti fyrra metið, sem Bandaríkjamaðurinn Al Oerter átti, um 1.61 m, og hefur heimsmet ð aldrei verið bætt svo stórkostlega fyrr. Oerter sigraði í kringlukasti á tvenn- um síðustu Olympíuleikum, i Melboume 1956 og í Róm 1960, en trúlegt er að hann hitr.i fyrir ofjarl sinn í Tokio þar sem Danek er. Hér á myndinni sjáum við Danek í hringnum. Hann er 27 ára gamall. 193 cm á hæð og 103 kg að þyngd. Að baki þess afreks, sem Danek vann í sumar er merkileg saga og enn eitt dæmi um hverju sterkur vilji fær áorkað þótt illa horfi. Fyrir sjö árum lenti Danek í bílslysi og lemstrað- ist illa, meiddist í baki og nýrun sködduðust. 1 þrjá mán- uði var hann nær dauða en Hfi og iæknar töldu vonlaust með öllu. að hann gæti nokkru sinni keppt í íþróttum. Samt sem áður var ekki liðið ár er hann var kominn í kast- hringinn aftur. Hann átti þá heima í borginni Balsko og stundaði þar vaktarvinnu. Svo að hann átti ekki svo auð- velt með að stunda íþróttir einkum þar sem hann vildi keppa fyrir félag í borg þar nokkuð fjarri. Hann var að því kominn að leggja árar i bát, þegar hann komst í kynni við hinn heimskunna þjálfara Jan Vra- bel. Undir hans leiðsögu fór hann að' taka stórstígum fram- förum i iþrótt sinni. Á Evr- ópumeistaramótinu fyrir tveim árum var hann í níunda sæti, en í fyrra sumar kastaði hann yfir 60 m, í vor setti hann svo Evrópumet 62.45 m. og í byrjun ágúst bætti hann svo heimsmetið um 1,61 m eins og fyrr segir. Brúða handa dótturinni Þessar fjórar Valsstúlkur eru að koma úr kepp-nisferð um Norð- urlönd. Talið frá vinstri: Ragnheiður Lárusdóttir, Anna Birna Jóhannesdóttir, Sigríður Sigurðardóttir og Katrín Hermannsdóttir. Litla dóttir hennar Sigríðar hefur vafalaust fagnað móður sinni vel þegar hún kóm héitn méð þessa stóru brúðu sem'húíi'vann f happdrætti í skemmtigarði í Gautaborg. — (Ljósm. Bj. Bj.).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.