Þjóðviljinn - 12.09.1964, Side 1

Þjóðviljinn - 12.09.1964, Side 1
Laugardagur 12. september 1964 — 29. árgangur — 206. tölublað. GERIÐ SKIL ★I i gær lukum viö viö að senda út 3. flokk happ- drættis - Þjóðviljans og strax erum við farin að fá skil frá þó nokkrum fjölda manna, er fengið hafa senda miða; er það aðallega úr Reykjavík og er það að vonum því tæp- lega er hægt að búast við að miðamir séu komnir til allra enn úti á landi, en við vonum að þeir bregði einnig fljótt við og sendi okkur skil við fyrsta tækifæri. ★ I dag höfum við opið milli kl. 9—12 f.h. að Týsgötu 3 og eru það vinsamleg tilmæli að sem allra flestir líti inn til okkar og geri upp andvirði þeirra miða sem þeir hafa feng- ið senda. Einnig er hægt að póstsenda okkur and- virði þeirra. Utanáskrift okkar er Happdrætti Þjóð- Týsgata 3. <• viljans Týs i*1 Við viljum viljum vekja athygli allra þátttakenda á því að þetta happdrætti okk- ar er nokkurskonar skyndihappdrætti því að- eins 24 dagar eru þar til dregið verður þannig að ailt verður að gerast í miklu skyndi. Léttið und- ir með okkur og hjálpið til að Ijúka við hæðina á Skólavörðustíg 19. \ Opið kl. 9-12 70 skip með nær 36 þás. mái og tunnur í fyrrinótt var allgóð síldveiði um 70 mílur austsuð- austur af Dalatanga og fengu 70 skip þar samtals 35.830 mál og tunnur. Var síldin allmisjöfn. Sum skipin voru með ágæta síld en önnur lélega en allt var sett í söltun sem hægt var. <$> Þegar Þjóðviljinn átti tal við síldarleitina á Dalatanga um kl. 10.30 í gærkvöld voru skipin að veiðum á þessum sömu slóðum en engar fréttir höfðu borízt um afla. Gott veður var á miðun- um en talsverð kvika. Aðeins sex skip fengu 1000 tunnur og þar yfir í fyrrinótt en hin voru með frá 250 og upp í 500 til 600 mál og tunnur. Þau skip sem fengu 1000 tunnur og þar yfir voru: Sæhrímnir 1600 tunnur, Ámi Magnússon 1400, Jón Kjartansson 1200, Elliði 1000 og Hrafn Sveinbjamarson 1000 tunnur. Ægir er nú að leita síldar á miðunum út af Langanesi en sú leit ,hefur engan árangur borið til þessa. Annars virðist næg síld vera á miðunum en hins vegar hefur veður hamlað veiði það sem af er þessari viku að bessum eina sólarhring undan- skildum. Enn halda skipin þó áfram að bíða eftir síldínni og sýna efcki á sér neitt fararsnið. Banaslys á Akureyri Klukkan sjö í gærkvöld varð eldri kona fyrir strætisvagni á götu á Akureyri. Féll hún í göt- una og hlaut slæmt höfuðkúpu- brot. Hún var þegar flutt á sjúkra- hús og lézt þar skömmu síðar. Slysið varð á gatnamótum Strandgötu og Norðurgötu. Lögreglan á Akureyri vildi ekki gefa upp nafn konunnar þar sem hún á marga aðstand- endur búsetta víða á landinu. Þessi mynd er tekin suður í Kópavogi í gær við lokun kjörbúðarvagnsins og var hann þá stadd- ur í Iloltagerði. Hér eru þrír lögregluþjónar úr Kópavogi að ræða við Sigurð Baldursson, lögfræð- ing KRON og Ingólf Ólafsson, kaupfélagsstjóra. (Ljósm. Þjóðv. G.M.) Sverfur til stáls í Kópavogi: <s^- Kjörbúðarvagni KRON lokað með fógetavaldi ® Klukkan þrjú í gærdag var kjörbúðarvagni KRON. í Kópavogi lokað með fógetavaldi og framkvæmdu hana þrír lögregluþjónar í fullum emb- ættisskrúða með skjal upp á vasann frá bæjarfógeta. B8 Sala var í fullum gangi og var vagninn staðsettur þá stundina í Holtagerði. Var bílnum síðan ekið að Kronbúðinni við Álfhólsvég 32 og hurðum skellt í lás. ■ Þessi kjörbúðarvagn er þar með hættur starfsemi sinni. ■ Hinsvegar vekur það furðu, að kjörbúðarvagnar í Silfurtúni fá eftir sem áður að halda áfram starfsemi sinni. Fréttustofu Ríkis- átvurpsins vítt B Landsfundur Samtaka hemámsandstæðinga sem hald- inn var í Skjólbrekku í Mývatnssveit 5.—6. þ.m. sam- þykkti samhljóða eftirfarandi vítur á fréttastofu Ríkis- útvarpsins fyrir brot á starfsreglum hennar er hún neit- aði að birta samþykkt samtakanna í sumar: Landsfundur hemámsandstæð- inga haldinn í Skjólbrekku í Mývatnssveit, dagana 5. og 6. september 1964. samþykkir eft- irfarandi. Fundurinn telur, að frétta- stofa Ríkisútvarpsins hafi brotið starfsreglur þess, er hún synj- aSi á þessu sumri um frásögn af samþykkt hernámsandstæð- inga um þá auknu hættu af hemáminu, sem stafar af alvar- legri stjórnmálaþróun í Banda- ríkjunum. Er þetta brot bví augljósara sem um sama leyti var lýst í fréttum nýgeVðum Minnisblöð Togliattis, síðari hluti — Sjá 2. síðu. samþykktum tveggja stjórn- málaflokka um skattamál. Urskurður dómsmálaráðuneyt- isins um lokun vagnsins féll í fyrradag og er þar fallist á túlk- un bæjarfógetans í Kópavogi á þrettándu grein lögregtusam- þykktar, en samkvæmt þeirri grein heimilar bæjarfógeti ekki rekstur kjörbúðarvagna í Kópa- vogi. Þrír lögreglumenn héldu síð- an á vettvang í gærdag og hremmdu bílinn við sölu í Holta- gerði og tóku hann úr umferð. Þeir höföu skjal meðferðis upp á vasann með nákvæmum leið- beiningum frá bæjarfógetá um töku vagnsins. Þannig var einn lögregluþjón- anna vopnaður myndavél og tók myndir af vagninum á sölustað bæði innan og utan. Síðan var salan í vagninum stöðvuð með þessum hætti. Verzlunarstjóra gefinn kostur á Enn var ráðist á konu í fyrrakvöld Laust fyrir miðnætti í fyrri- nótt kom kona á lögreglustöðina og kærði yfir því að maður sem hún tilnefndi hefði ráðist á sig. Átti það sér stað í íbúð hennar við Laugaveg en hún slapp frá honum. Er Þjóðviljinn átti tal við’ rannsóknarlögregluna s.d. í gær varðist hún allra frétta af þessu máli en rannsókn stóð yfir. því að láta viðskiptamenn fara út úr bifreiðinni eftir að þeir höfðu gert upp viðskipti sín við kassann og nýjum viðskipta- mönnum ekki hleypt inn. Ef verzlunarstjórinn yrði með eitthvert múður eða húsmæður gengu eftir sem áður inn í vagn- inn til viðskipta, þá skyldi samkvæmt þessum fyrirmælum hindra slíkt með valdi. Síðan skyldi flytja bifreiðina með valdi á lóð kaupfélagsins að Álfhólsvegi 32. AUt gekk þetta snurðulaust, samkvæmt þessum fyrirmælum. Blaðburður Enn vantar fólk til blað- burðar í eftirtalin hverfi: TEIGAR MELA SKJÓL HJARÐARHAGA KVISTHAGA GRUNNA BRtJNIR SOGAMÝRI SKÚLAGATA Talið við afgreiðsluna HOMMI sími 17-560. Á 10. síðu eru stutt viðtöl við málsaðila í tilefni af lokun vagnsins. -r Utför forsetafrúarinnar verour gero frá dómkirkjunni kl. 14 á þriðjudag ■ í gær barst Þjóðviljanum eftirfarandi fréttatilkynning frá forsætisráðuneytinu um út- för Dóru Þórhallsdóttur forsetafrúar sem andaðist sl. fimmtudag í Landsspítalanum: B Útför forsetafrúarinnar fer fram á vegum ríkisins. í samráði við herra for- setann og aðra vandamenn Dóru Þórhallsdóttur, forsetafrúar, hefur verið ákveð- ið að útförin fari fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 15. septem- ber, kl. 14. Minningarathöfn fer fram í Bessastaðakirkju kl. 10 árdegis sama dag. B Útvarpað verður frá athöfninni í Dómkirkjunni. Forsætisráðherra- hjánin boðin til fsrael í nóvember í gær barst Þjóðviljanum eft- irfarandi f réttati 1 kynning frá forsætisráðuneytinu: Þegar forsætisráðherra Israels, David Ben-Gurion. og frú hans voru í opinberri heimsókn á Is- landi árið 1962, bauð hann for- sætisráðherra Islands Ölafi Thors og frú hans í opinbera heim- sókn til Israels. Forsætisráð- herrahjónin höfðu þegið boðið, en eigi gat orðið af förinni. Nú hefur forsætisráðherra Is- raels, Levi Eshkol, endurnýjað boðið til forsætisráðherra Is- lands dr. Bjama Benediktssonar og frúar hans um að koma í op- inbera heimsókn til ísrael dag- ana 1.—9. nóvember n.k. og hafa þau þegið boðið. 13. GREININ Mönnum til fróðleiks birtum við hér á eftir hina umdeildu 13. grein lög- reglusamþykktarinnar í Kópavogi sem stuðst var við í banninu á rekstri kjörbúðarvagns KRON: ,.Enga atvinnu má reka á almannafæri, þar sem það tálmar umferðinni. Ut- an sölubuða er sala á hvers konar varningi bönnuð, með þeim undanþágum, sem taldar eru í þessari grein. Islenzkar afurðir, aðrar en kjöt, fisk. mjólk og mjólkurafurðir, getur bæj- arráð, að fengnu áliti heil- brigðisnefndar, heimilað að selja á torgúm og öðrum stöðum, enda séu fyrirmæli um verzlunarleyfi og önn- ur ákvæði laga ekki því til fyrirstöðu, að slík leyfi séu veitt. Skal leyfi bæjarráðs bundið við ákveðnar teg- undir afurða. og er því heimilt, að setja fyrir leyf- inu þau skilyrði, er það telur nauðsynleg vegna hreinlætis og annars. Um sölu á kjöti og fiski, og mjólkurafurðum, eru sérstakar reglur í heilbrigð- issamþykkt. Blöð og bæklinga er heimilt að selja á almanna- færi. Mcð leyfi lögreglu- stjóra má selja á almanna- færi aðgöngumiða að úti- samkomum, dagskrár, merki og annað þessu skylt að dómi lögreglustjóra. * Bannað er sölumönnum að gera vart við sig með ópum, köllum eða söng frá náttmálum til dagmála. (Sbr. 3. grein).” USTASAFN ASÍ KAUPIR B LÍDÓ I gær birtist í Alþýðublað- inu óstaðfest frétt þess efn- is að Listasafn Alþýðusam- bands íslands hefði hug á að festa kaup á samkomuhús- inu Lido í Reykjavík, sem safnhúci. Gamkvæmt upp- lýsingum sem Þ'jóðviljinn aflaði sér í gær mun ekkert hæft í þessari flugufregn Alþýðublaðsins. Listasafn ASl er sem kunnugt er sjálfseignarstofnun, og er Hannibal Valdimarsson forseti ÁSÍ formaður stjómar safnsins. Hann var ekki í bænum í gær, en Þjóðviljinn hafði tal af ein- um meðlimi stjórnarinnar og bar hann þá frétt eindregið til baka, aC komið hefði til mála að kaupa Lido sem listasafhshús. Eins og kunnugt er, var á sínum tíma nokkuð um það rætt að reisa listasafnshús fyrir safn- ið í Kópavogi, en endanleg á- kvörðun hefur þó ekki verið tek- in þar að lútandi ennþá. 4 i

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.