Þjóðviljinn - 12.09.1964, Qupperneq 8
2 SlÐA
ÞJðÐVILIINN
Laugardagur 12. september 1964
ég séð þessa konu gera þessa
hversdagslegu, venjulegu, hégóm-
legu, átakanlegu, kvenlegu at-
höfn. Hversu margar ferðir,
lengri eða skemmri, sælar eða
vansælar, hafa byrjað með þessu
lága, þurra, skrjáfa.ndi hljóði.
— Jack, byrjaði hún; svo
þagnaði hún.
— Já?
— Veiztu hvers vegna ég kom
eiginlega til Rómar?
— Ef þú ætlar að segja að þú
hafir eiginlega komið til að hitta
mig, sagði Jack, þá trúi ég þér
ekki.
— Nei, ekki ætlaði ég að
segja það. Ég kom til að hitta
Maurice Delaney. Eins og ég
var búin að segja þér. Hún
yppti öxlum óþolinmóðlega. Ef
þeir hleypa mér þá nokkurn
tíma inn til hams. Veiztu af
hverju ég er komin til að heim-
sækja Maurice? Hún beið and-
artak, en Jack sagði ekkert. Ég
er komin til að heimsækja hann,
vegna þess að hann er sá karl-
maður af öllum þeim sem ég
hef sofið hjá, sem hefur veitt
mér mesta fullnægingu. Og mér
datt í hug að honum þætti
kannski vænt um að heyra það
núna, þegar hann væri að deyja.
— Það er ég viss um að hon-
um þykir, sagði Jack þurrlega.
— Þú veizt hve ást var mér
mikils virði.. . Kynlíf, ef þú
vilt það heldur... ■
— Var?
— Var. Ég uppgötvaði að það
var þýðingarmest af öllu. Mið-
depill lífs mins. Og ef karlmað-
ur gefur svo ...
■ — Ég þarf engin smáatriði,
sagði Jack.
— Þú ert ekki reiður yfir því
að ég skyldi segja þér þetta,
eða hvað?
— Nei, sagði Jack. Það var
næstum satt.
— Nú finnst mér einhvern
veginn sem ég geti sagt allt við
þig, sagði hún. Og sagt þér frá
öllu.
— Skilnaður okkar, sagði Jack
léttum'rómi, vegna þess að hann
vildi ekki að hún segði meira,
hefur ekki verið til einskis.
— Láttu þér þvkja vænt um
mig, Jack, hvislaði hún. Höfuð
hennar var alveg niðri í krag-
HÁRGREIÐSLAN
Hárgreiðslu og
snyrtistofu STEINU og DÓDÓ
Laugavegi 18. III. h (lyftaj —
SfMI 2 46 16
P E R M A Oarðsenda 21. —
SlMIr 33 9 68 Hárgreiðshj og
snyrtistofa..
D ö M U R !
Hárgreiðsla við allra hæfi —
TJARNARSTOFAN. — Tjamar-
götu 10 — V on ar stræti sm egin —
SÍMI: 14 6 62
HARGREIÐSLUSTOFA
AUSTURBÆJAR — (Maria
Guðmundsdóttir) Laugavegi 13.
— StMI: 14656 — Nuddstofa á
sama stað.
anum og röddin var mjóróma
og biðjandi. — Gerðu það fyrir
mig að láta þér þykja væint um
mig. ’
Hann þagði.
— Við sjáumst aftur, er það
ekki Jack? sagði hún. — Áður
en ég fer frá Rómarborg.
— Auðvitað, sagði hann og
laug.
24
f litla, ruslaralega herberginu
á fjórðu hæð unnu Bresach og
Jack allan daginn, gengu frá
öllum þeim breytingum og við-
bótum og úrfellingum, sem þeir
höfðu tekið ákvðrðun um á
veitingahúsinu kvöldið áður í
kvikmynd Delaneys. Þeir unnu
saman með hraða og góðum
árangri, skildu hvor annan án
margra orða óg það var engu
líkara en þeir hefðu ótal sinn-
um áður unnið að sams konar
verkefnum. Hilda, ritari Delan-
eys, sem Jack hafði kallað á
til aðstoðar, hafði hraðritað allt
niður, og þegar klukkan var
orðin sex og þreytan neyddi þá
til að taka sér smáhvíld, var
hún komin með stóran hlaða af
blöðum sem hún fór með heim
til að hreinrita.
Þegar hún var farin, þáði
Jack kaffibolla sem Max hafði
búið til í kyrrþey meðan hann
beið álengdar. Jack dreypti
þakksamlega á kaffinu, hallaði
sér afturábak i stólnum og hugs-
aði með ánægju um það sem
þeir höfðu verið að gera. — Ég
er ofurölvi eða þjáist af losti,
sagði hann, en ég held að þetta
endi með því að þetta verði
Ijðmandi kvikmynd.
Bresach var líka að drekka
kaffi úr hinum bollanum á
heimilinu og hann umlaði:
— Gættu þín Andrus. Varaðu
þig á óskhyggjunni.
■ — Þetta er ekki óskhyggja,
sagði Jack. — Ég er eins eld-
klár í kollinum og ég get frek-
ast verið. Ég endurtek það — ég
held að þetta verði ljómandi
kvikmynd.
— Manni verður ekki flökurt
af henni — svo langt get ég
gengið.
Jack lagði frá sér bollann og
reis á fætur og teygði sig.
— Ágætt. Ljómandi kvikmynd
sem manni verður ekki flökurt
af.
— Hvemig heldurðu að Delan-
ey taki þessu? spurði Bresach.
— Hann þakkar okkur fyrir
að hafa bjargað Mfi sínu.
— Ertu nú ekki svolitið barna-
legur?
— Nú skal ég segja þér hvað
ég held, sagði Jack. — Ef hann
væri á frískum fótum, myndi
hann kannski mótmæla tölu-
verðu af því sem við erum að
gera. Ekki öllu saman, en tölu-
verðu. En á þennan hátt fær
hann að sjá þetta þegar allt er
tilbúið. Hvað svo sem þú heldyr
um hann, þá er hann enginn
asni, og þótt hann striki kannski
eitthvað út og taki upp eitt-
hvað af því gamla, þá mun hann
áreiðanlega geta séð að kvik-
myndin er miklu betri.
— Tja, sagði Bresach. Þú
þekkir hann auðvitað betur en
ég. i
— Já, það geri ég, sagði Jack.
Eigum við að halda áfram í
kvöld? Ég get komið aftur um
níuleytið.
— Tja. Það varð undarlega
hljótt í herberginu og Bresach
og Max litu hvor á annan.
— Hvað er að? spurði Jack.
— Það er ekkert að, sagði
Bresaeh. Það er bara það, að
Holt er búinn að bjóða mér að
borða. Hann bað mig að bjóða
þér líka. Og Max lika. Ég held
hann fái samvizkubit ef hann
borgar ekki matinn fyrir tuttugu
manns að minnsta kosti á hverju
kvöldi.
— Hvenær hittirðu Holt?
spurði Jack. Hann hafði forðazt
að minnast á fyTirhuguð við-
skipti Holts og Bresach og verið
feginn því að Bresach minntist
ekki á neitt heldur. Einhvem
tíma yrði hann að taka ákvörð-
utn, en harm vildi helzt bíða eins
lengi og nnnt væri, þangað til
68
önnur vandamál hefðu verið
leyst.
— Ég hitti hann í morgun,
sagði Bresach. í morgunkaffi.
— Hvað sagði hann?
—* Hann kom með mjög höfð-
inglegt boð, sagði Max í skyndi.
— Hann er mikill höfðingi,
sagði Jack. Hvað sagði hann?
— Svona nokkurn veginn það
sama og hann sagði við þig í
gærkvöldi, sagði Bresach. X doll-
arar fyrir söguna og vikukaup
fyrir að vinna með Delaney
þegar hann kemur út af spítal-
anum og verður nógu hress til
að ganga frá handritinu og kvik-
mynda það.
— X dollarar, sagði Max.
Hann baðaði út höndunum í
æsingi. Af hverju segirðu hon-
um það ekki? Fimmtán þúsund
dollarar? Það er stórfé.
— Þú gleymir því, Max, sagði
Bresach og brosti dálítið spotzk-
ur til vinarins, að ég er sonur
ríks foður og hef fyrirlitningu á
peningum.
— Ég veit ekki hvað faðir
þlnn er ríkur, hrópaði Max. En
þú hefur ekki peninga til að
borða þrisvar á dag, og það
veiztu vel.
— Vertu rólegur, Max, bara
rólegur, Bresach klappaði Max
hughreystandi á herðarnar. Það
er enginn að segja að ég af-
þakki þessa peninga.
— Hvað- sagðirðu við Holt?
spurði Jack.
— Ég sagðist fyrst ætla að
tala við þig, sagði Bresach. Ég
sagðist treysta þér. Ekki gagn-
vart kvenfólki... Hann brosti
kaldhæðnislega. En í svona mál-
um. Hann sagði að þú gengir í
félagsskap við hann Oig Delaney
sem framkvæmdastjóri...
— Það er ekki afráðið enn,
sagði Jack.
— I gærkvöldi, sagði Bresach,
sagðirðu, að þú vildir að svo
stöddu ekki ræða þetta. Hvað
segirðu um það núna?
Jack gekk að glugganum og
sneri baki inn í herbergið og
horfði á skökk þökin á bygging-
unum sem sneru að portinu og
upplýsta eldhúsglugga þar sem
sást í konur að matbýa. Hann
hugsaði um Delaney sem lá í
sjúkrastofu sinni og var einmitt
nú að ráðgera hvemig hann ætl-
aði að gera kvikmyndina eftir
handriti Bresachs. Hann mundi
eftir spenningi og bjartsýni Del-
aneys og hann mundi hve hann
átti Delaney mikið að þakka.
En hann vissi líka að hann
þurfti nú að gera upp við sig
hversu mikið hann átti Bresach
að þakka. Þrátt fyrir allan ofsa
sinn og sína miklu hæfileika,
var Bresach líka mjög viðkvæm-
ur og gæti hæglega orðið fyrir
hnjaski. Kannski brotnað. Ef
þetta fyrsta tækifæri færi for-
görðum, ef Delaney tileinkaði
sér verk hans, umbreytti því,
fyllti það , fídusum og krum-
sprangi og allri þeirri tilfinn-
ingavellu sem hafði þrúgað
myndir hans síðustu . tíu árin,
var ekki gott að vita hvernig
það færi með Bresach. Eða
hvernig það færi með söguna
sjálfa, sem var byggð upp á
fallegan og látlausan hátt og
myndi spillast og eyðileggjast ef
hún yrði tekin skökkum tökum.
Þriðja skyldan. Gagnvart tvö
hundruð síðum af illa vélrituð-
um blöðum. Og Sam Holt —
hvað skuldaði hann Sam Holt?
— Herra Andrus, heyrði hann
Max segja.
— Uss, sagði Bresach, Leyfðu
manninum að hugsa í friði.
Þótt undarlegt væri minnti
rödd unga mannsins hann á sinn
eigin son og bréfið í flugvél-
inni og bréfið frá Chicaco. Hann
starði yfir port'ö og á upplýsta
glugga og fann kuldaleg, ung
augu hvíla á sér — augu Bres-
achs, Stevens, sín eigin augu
þegar hann var á sama aldri,
augu Delaneys, þegar Delanev
kom í fyrsta sinn í búnings-
herbergið í Philadelphiu. Tveir
ættliðir ungra manna, hugsaði
hann, synir og feður í einni
bendu, bíða þess að ég svíki þá.
— Leyfðu manninum að hugsa
í friði...
FERÐIZT
MED
LANDSÝN
• Sefjum farseðla með flugvélum og
skipum
Greiðsluskilmálar Loftleiða:
• FLOGIÐ STRAX - FARGJALD
GREITT SÍÐAR
• Skipuleggium hópferðir og ein-
staklingsferðir
REYNIÐ VIÐSKIPTIN
FERÐASKRIFSTOFAN
l/\ n a s v isi ^
TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — REYKJAVÍK.
UMBOÐ LOFTLEIÐA.
Brunaíryggingar
Aisyroðar
Vöru
Helmilis
Innbús
Afla
Glerfryggingar
Heimisfrygging
j) hentar yður
ITRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIRf
LINDARGATA 9 REYK3AVÍK SÍMI 2 1 260 SlMNEFNl t SU-RETY
TilboB óskast
i
í nokkrar fólksbifreiðar er verða sýndar í Rauðar-
árporti, mánudaginn 14. sept. kl. 1 til 3. Tilboðin
verða opnuð á skrifstofu vorri kl. 5 sama dag.
Sölunefnd varnarliðseigna.
Vélar til sö/a
Tilboð óskast í nokkrar diesel- og benzínrafstöðv-
ar, tvo háþrýstiloftkúta og nokkra riðstraums- og
jafnstraumsrafala af ýmsum stærðum.
Vélar og rafalar eru í misjöfnu ástandi.
Vélarnar verða til sýnis og sölu í birgðageymslu
Rafveitna ríkisins, Elliðaárvogi 113, kl. 14—19
dagana 14., 15. og 16. september.
Rafipagnsveitur ríkisins.
Sendisveinn óskast
strax, bæði fyrir og eftir hádegi.