Þjóðviljinn - 13.09.1964, Qupperneq 1
DIOÐVIUINN
Sunnudagur 113. september Í1964 — 23. árgangur — 207. tölublað.
VerkalýSsfélögin á SíglufírSi efna til:
Ráðstehu um at-
vinnumá! bœjaríns
□ Verkalýðsfélögln I»róitur og Brynja á Sigtufirði hafa boðað til ráð-
stefnu um atvinnumál Siglfirðinga dagana 19.—20. þ.m. og verður rætt
þar um atvinnuástandið á Siglufirði nú í vetur og um uppbyggingu þess í
framtíðinni. Hafa félögin boðið fjölmörgum aðilum sem þessi mál varða
að sitja ráðstefnuna, þar á meðal þingmönnum kjördæmisins, fulltrúum
þingflokkanna og ríkisstjómarinnar, bæjarstjómar Siglufjarðar, atvinnu-
rekenda Síldarverksmiðjanna og Alþýðusambands íslands.
Fréttatilkynning verkalýðsfé-
laganna á Siglufirði er svohljóð-
andi:
„Verkalýðsfélógin í Siglufirði,
Þróttur og Brynja, hafa boðað
til ráðstefnu um atvinnumál í
samrsemi við einróma samþykkt
almenns borgarafundar í Siglu-
firði hinn 31. ágúst sl.
Til ráðstefnunnar er boðið
þingmönnum úr Norðurlands-
kjördæmi vestra, fulltrúum
þingflokkanna, fulltrúa ríkis-
stjórnarinnar, formanni milli-
þinganefndar í atvinnumálum,
fulltrúum bæjarstjórnar Siglu-
fjarðar, bæjarstjóra Siglufjarðar,
fulltrúa frá atvinnuveitendafé-
lagi Siglufjarðar, furlltrúa frá
Síldarverksmiðjum ríkisins,
fulltrúa frá ASf svo og stjórn-
um og atvinnumálanefnd verka-
lýðsfélaganna, sem að ráðstefn-
unni standa.
GUÐMUNDUR í. TÍUNDAR
ERLENDIS AFREK SÍN
★ Eins og kunnugt er orðið af skrifum erlendra og íslenzkra
blaða reyndi Guðmundur f. Guðmundsson að telja Norðmönn-
um trú um, að á íslandi væri öll andstaða gegn þátttöku fs-
lendinga í Atlanzhafsbandalaginu og gegn bandarískum her-
stöðvum á fslandi búin að vera.
★ En íslenzki utanríkisráðherrann (sem sjálfsagt hefur viljað
þakka sér þann ímyndaða árangur í baráttunni geg.n íslenzkri
sjálfstæðishugsun) fannst sem hann þyrfti að telja fram fleiri
afrek, svo sem að dregið hefði ríflega úr útflutningi feiands
til Sovétríkjanna. Þetta var líka vel þegið, og setti eitt norskt
íhaldsbláð að minnsta kosti í fyrirsögn á viðtal við Guðmund
f. að útflutningur íslands til Sovétríkjanna hefði minnkað um
helming á fáum árum!
★ En hvort skyldu það vera íslenzkir hagsmunir og alþýðuhags-
munir sem birtast i slíku hugarfari íslenzka utanríkisráðherr-
ans og orðum, eða hagsmunir einhverra annarra? Því munu
íslenzk alþýða og íslenzkir útgerðarmenn og íslenzkir fiskiðn-
rekendur svara Og tæpast munu ailir í Alþýðuílokknum telja
það rétt að halda þannig á málum.
Ráðstefnan verður haldinn í
Siglufirði dagana 19.—20. þ.m.
og hefst kl. 2 laugardaginn 19.
Dagskrá fundarins verður tví-
skipt og verður fyrri daginn
rætt um atvinnuástandið í
Siglufirði nú í veíur undir eft-
irfarandi dagskrárliðum:
1. Niðurlagningarverksmiðjan.
2. Tunnuverksmiðjan.
3. Útgerð og hraðfrystihús.
4. Vinna við Strákaveg.
5. Önnur úrræði.
Síðari daginn verður fyrst og
fremst rætt um atvinnuupp-
bygginguna í Siglufirði í fram-
tíðinni undir eftirfarandi liðum:
1. Aðstaða til Þorskútgerðar
(innri höfnin).
2. Skipasmíðastöð og dráttar-
braut.
3. Lýsisherzla.
4. Smáiðnaður.
5. Önnur mál.
Banaslys
Banaslys varð á Akureyri í
fyrrakvöld er eldri kona varð
fyrir strætisvagni á Strandgöt-
unni eins og skýrt var frá í
blaðinu í gærdag. Hún hét Sig-
urlaug Sigvaldadóttir og var til
heimilis að Norðurgötu 13 á
Akureyri. Sigurlaug var ættuð
úr Eyjafirði og hafði búið lengi
á Akureyri og ein síns liðs sein-
ustu árin.
Hún var 64 ára. og átti upp-
komin börn.
Skylda ríkisstjórnarinnar að
nota markaðsmöguleikana
★ Morgunlaðið reynir í gær að gera tor-
tryggilegar þær upplýsingar sem fram hafa
komið hér I Þjóðviljanum um það að okkur
íslendingum standi opnir möguleikar á
samningum við Sovétríkin um sölu þangað
á niðurlagðri síld.
★ Þessum tilgangi sínum hyggst Morgun-
blaðið ná með því að birta íslenzka þýðingu
á enskri þýðingu á fréttatilkynningu þeirri
sem birtist í Pravda um viðræður fulltrúa-
nefndar miðstjómar Sósíalistaflokksins og
fulltrúa Kommúnistaflokks Sovétríkjanna.
Ber það síðan saman þessa tvíþýddu frétta-
tilkynningu í Pravda og fréttatilkynninguna
um sama efni sem Þjóðviljinn birtir og finn-
ur smávægilegan orðalagsmismun sem sízt
er furða og reynir að hengja hatt sinn á það.
★ Að sjálfsögðu segir fréttatilkynning sú
sem Þjóðviljinn og Pravda birtu ekki annað
um þessar viðræður en það að rætt var um
möguleika á auknum viðskiptum íslands og
Sovétríkjanna og að þær leiddu í ljós að
góðar horfur eru á að svo megi verða. Hins
vegar kom það fram í viðtali sem Þjóðvilj-
inn átti við einn af fulltrúum Sósíalista-
flokksins sem þátt tók í viðræðunum, Einar
Olgeirsson, að nefndarmönnum varð það
ljóst á þessum fundi að Sovétríkin hafa á-
huga á að kaupa af okkur niðurlagða eíld
og vissa er fyrir því að við getum náð samn-
ingi við þau um stórkaup á fullunnum síld-
arafurðum.
★ Þessum upplýsingum hafa nefndarmenn
nú komíð á framfæri við íslenzk stjórnar-
völd með frásögnum sínum af viðræðunum
og nú er þaö hlutverk ríkisstjórnarinnar og
skylda hennar að hagnýta sér þessa mögu-
leika með því að taka upp samninga við
Sovétríkin um þessi viðskipti sem eru mikið
þjóöhagslegt hagsmunamál fyrir okkur ís-
lendinga og gætu bjargað vissum landshlut-
um frá atvinnuleysi og fólksflótta.
★ Ef Morgunblaðið í alvöru efast um sann-
leiksgildi þeirra upplýsinga sem Þjóðviljinn
hefur birt um þetta mál þá ætti það að
hvetja íslenzk stjómarvöld til þess að kanna
málið til hlýtar með viðræðum við sovézk
yfirvöld til þess að taka af allan vafa í stað
þess að velta vöngum yfir lítilfjörlegum
orðalagsmismun á þýðingum fréttatilkynn-
inga. Það ættu að vera hæg heimatökin
fyrir Morgunblaðið að hafa áhríf á ríkis-
stjórnina í þessu efni. Þar mun vera innan
gengt á milli. En kannski hefur Mogginn
engan áhuga á að afla íslenzkum útflutn-
ingsvörum markaða — í Sovétríkjunum?
Sókn krefst bættra kjara
o§ mótmælir skattaráninu
Starfsstúlknafélagið Sókn hélt vel sóttan félagsfund á
fimmtudagskvöld í Aðalstræti 12 og voru þar til umræðu
kjaramálin og skattamir. Var einróma samþykkt að leita
eftir breytingum á samningum félagsins. Formaður fé-
lagsins, Margrét Auðunsdóttir, reifaði málið og ræddu fé-
lagskonur það fram og aftur og voru mjög á einu máli
að ekki væri unandi þeim kjörum sem launþegum væru
nú búin með dýrtíð og skattaráni og hlyti verkalýðshreyf-
ingin að beita mætti sínum til að knýja þar fram b'reyt-
ingar á.
Samþykktu fundarkonur einróma eftirfarandi tillögu:
„Fundur haldinn í Starfs-
stúlknafélaginu Sókn 10. sept-
ember 1964 beinir þeim tilmæl-
um til verkalýðsfélaganna, nú
þegar fulltrúaval hefst á 29.
þing Alþýðusamhands íslands,
að þau marki sér skýra stefnu
í launamálum og sé það Iág-
mark að allt verkafólk geti lif-
að af átta stunda vinnudcgi, en
til þess að það sé hægt vantar
nú samkvæmt framfærsluvísi-
tölu um 40 þúsund krónur á
venjuleg verkamannalaun, og
vita allir að hún er of lág auk
þess sem húsaleigukostnaður er
margfalt meiri en þar er sagt.
Um þetta hlýtur baráttan á
næsta þingi Alþýðusambandsins
að snúast og er því nauðsyn-
legt að verkalýðshreyfingin geri
sér grein fyrir þvi, að ekki sé
hægt að sætta sig við það á-
stand sem nú ríkir - í þessum
málum.
Fundurinn samþykkir einnig
að beina því til miðstjórnar Al-
þýðusambands íslands að hún
leggi ríka áherzlu á lækkun út-
svara á þurftarlaun og telur að
þar eigi að gilda sami persónu-
frádráttur og við álagningu
tekjuskatts.“
Framhald á 10. síðu.
Talsverðar brunaskemmdir á
bílaverkstæði á Sauðárkróki
SAUÐÁRKRÓKI 12/9 — Laust fyrir kl. 1 í nótt kom upp
eldur í bifreiðaverkstæðinu Áka hér á Sauðárkróki. Varð
10 ára drengur í nálægu húsi eldsins var af tilviljun og
varð það til þess að forða stórbruna.
ÞRÍHESLAGT Á SKÓLAVÖRÐUHOLTINU
Það eru miklar byggingaframkvææmdir á Skólavörðuholtinu í sumar. Á miðju holtinu rís Hall-
grímskirkja þumlung eftir þumlung upp í loftið guði til dýrðar en Pctri Ben. til ergelsis. Þá er
byrjað á mikilli viðbyggingu við Iðnskólann og loks er ný templaraliöll að rísa þar af grunni
eins og myndin sýnir. — (Ljósm. Þjóúv. A.K.).
Eldurinn kom upp í stórum
fólksbíl sem var til viðgerðar á
verkstæðinu og höfðu menn ver-
ið að vinna við bílinn með log-
suðutækjum um það bil klukku-
tíma áður en eldsins varð vart.
Eyðilagðist bíllinn alveg og tals-
verðar skemmdir urðu á verk-
stæðinu, m.a. læsti eldurinn sig
upp í þak þess og olli talsverð-
um skemmdum á því.
Slökkviliðinu tókst fljótlega
að ráða niðurlögum eldsins og
var það lán í óláni að hans
skyldi verða vart svona fljótt
því að mikil verðmæti voru
þarna í húfi, m.a. voru 7 eða 8
bílar inni á verkstæðinu auk
ýmis konar tækja.
Eigandi bílsins sem brann
heitir Kristján Pálsson og er
þetta annar bíllinn sem hann á
er eyðileggst í eldi en hann
átti bílinn sem brann uppi á
Vatnsskarði ekki alls fyrir
löngu. — H.S.
f gærdag ók Færeyingur í
hægðum sínum á bílaleigubíl
eftir Hringbrautinni hér í bæ
og ók út . af á gatnamótum
Njarðargötu og Hringbrautar og
hvolfdi bifreiðinni.
Hann slapp lítt meiddur á
mjöðm.
Á
■I