Þjóðviljinn - 13.09.1964, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.09.1964, Blaðsíða 3
Sunnudagur 13. september 1964 ÞIÖÐVIEJINN SfiíA 3 Samband byggingamanna víil sameina alla launþega i byggingariðnaðinum Frá stofnþingi SBM. — í ræðustól formaður sam- bandsins, BOLLI ÓLAFSSON. ö í viðtalinu sem hér er birt kemur skýrt fram að verkalýðshreyfingin á íslandi er að leita að nýjum skipulagsformum, en það varð raunar einnig ljóst af viðtalinu um Málmiðnaðar- og skipasmiðasamband íslands sem birt var sl. sunnudag. □ Jón Snorri Þorleifsson, formaður Trésmiða- félags Reykjavíkur, er varaformaður hins nýja starfsgreinasambands — Sambands bygginga- manna — en í þessu Þjóðviljaviðtali skýrir hann frá stofnun sambandsins í vor sem leið, lýsir helztu dráttunum í skipulagi Sambands bygginga- manna og ræðir brýnustu verkefni þess. Viðtal við Jón Snorra Þorleifsson vara- formann Sambands byggingamanna — Hver vorú tildrögin a'ð stofnun Sambands bygginga- manna? — Segja má að tildrögin séu þær umræöur sem fram hafa ffarið innan verkalýðshreyfing- arinnar og þær samþykktir sem gerðar hafa verið á Al- þýðusambandsþingum um ger- breytt skipulag verkalýðshreyf- ingarinnar. 1 framhaldi af því komu fulltrúar félaganna sem stofnuðu Samband bygginga- manna saman til funda og tóku að ræða skipulagsmálin skömmu eftir Alþýðusambands- þingið síðasta. Eftir að formenn þessara fé- laga höfðu haldið nokkra fundi um málið var boðað til sam- eiginlegs fundar félagsstjórna allra félaganna, 22. október 1963, og samþykkti sá fund- ur með samhljóða atkvæðum þessa ályktun * „Sameiginlegur stjómarfund- ur Trésmiðafélags Reykjavíkur, Múrarafélags Reykjavíkur, Mál- arafélags Reykjavíkur, Sveina- félags húsgagnasmiða, Sveina- félags húsgagnabólstrara og Félags byggingariðnaðarmanna, Ámesssýslu, haldinn í Reykja- vík þriðjudaginn 22. október 1963 lítur svo á að með hverju ári sem líður komi æ betur í ijós vankantar núverandi skipulags launþegasamtakanna. En til þess að verkalýðshreyf- ingin fái sem bezt gegnt hlut- verki sínu sé henni nauðsyn- legt að haga skipulagi sínu þannig að það henti s,em bezt breyttum þjóðfélagsháttum. Þörf á góðri samstöðu laun- þega innan sömu starfsgreinar, um hagsmuna- og réttindamál sín, ætti að vera hverjum hugsandi manni augljós, en með núverandi skipulagi eru margir vankantar þar á. Því samþykkir fundurinn að leggja til við viðkomandi félög að þau hafi samstöðu um að beita sér fyrir stofnun lands- sambands launþega í bygging- ariðnaði og húsgagnagerð innan A.S.Í. Félögin verði þó áfram, sem hingað til, beinir aðilar að A'l- þýðusambandi íslands og samn- ingsréttur um kaup og kjör verði áfram hjá hverju félagi fyrir sig. Fundurinn samþykk- ;,r að kjósa þriggja manna nefnd til að semja drög að lög- um og gera lauslega kostnaðar- áætlun fyrir samband laun- þega í byggingariðnaði og hús- gagnagerð og hafi sú nefnd lok- ið störfum fyr'r 10. nóvember næst komandi". í nefndina voru kjömir Jón Snorri Þorleifsson, formaður Trésmiðafélags Reykjavíkur, Einar Jónsson, formaður Múr- arafélags Reykjavíkur, og Sig- ursveinn Jóhannesson, formað- ur Málarafélags Reykjavíkur. # Þessi ályktun var síðan rædd á félagsfundum í öllum félög- unum, og tóku flest þeirra þeg- ar þá afstöðu að ganga til stofnunar sambands bygginga- manna, já, það mun hafa ver- ið samþykkt í öllum félögun- um nema Múrarafélagi Reykja- víkur, en þar var afgreiðslu málsins frestað. JÓN SNORRI ÞORLEIFSSON A sameiginlegum stjómar- fundi félaganna 24. nóv- ember 1963, var samþykkt að fela þriggja manna nefnd að undirbúa og boða til stofnþings sambands launþega í bygging- ariðnaði og húsgagnagerð fyrir lok jan. 1964. Skyldu fúlltrúar hvers félags vera, auk for- manns, einn fulltrúi úr hópi fullgildra félaga fyrir hverja 50 félagsmenn. Ekki var þó hægt að halda stofnþingið þá eins og til stóð, vegna þess að félögin áttu i harðvítugri kjaradeilu og va’’ talið útilokað að fært væri að stofna sambandið á meðan. Boðsbréf tíl stofnþingsins sendi undirbúningsnefndin svo út 19. mak-z 1964» og var þingið boð- að í Reykjavík dagana 18. og 19. apríl 1964. í boðsbréfinu er tekið fram að þau félög sem boðið er að gerast stofn- endur og senda fulltrúa til þingsins séu þessi: Trésmiðafé- lag Reykjavíktu-, 12 fulltrúa; Múrarafélag Reykjavíkur 5 full- trúa; Málarafélag Reykjavíkur, 2 fulltrúa; Sveinafélag hús- gagnasmiða, 2 fulltrúa; Sveina- félag húsgagnabólstrara, Sveinafélag pípulagningar- manna og Félag byggingariðn- aðarmanna Ámesssýslu einn fulltrúa hvert. Félögin sendu öll fulltrúa til stofnþingsins 18. og 19. apríl. en það var haldið hér í Reykjavík. En vegna þess að fulltrúar tveggja félaganna, Múrarafélags Reykjavíkur og Sveinafélags pípulagningar- manna, voru ekki með skuld- bindandi samþykkt um aðild sinna félaga, var þingi frestað til 30. maí 1964. Þar var end- anlega gengið frá stofnun Sam- bands byggingamanna, samþ. lög sambandsins og fjárhagsá- ætlun, Gerðust öll félögin sem að undirbúningnum höfðu unn- ið stofnfélagar, nema þessi tvö sem nefnd voru. önnur launþegafélög í byggingariðnaði eru ekki til. nema að sjálf- sögðu grípa verkamannafélögin þar inn á. * — Er gert ráð fyrir því í lögum og skipulagi Sambands byggingamanna að ófaglærðir verkamenn i byggingariðnaði verði innan sambandsins? — Já, ég vil leggja áherzlu á að Samband byggingamanna er ekki hliðstætt sveinasam- bandinu sem til var í bygg- ingaiðnaðinum, sem eingöngu var ætlað að hafa faglærða menn innan sinna vébanda. Okkar sambandi er ætlað að sameina alla launþega sem vinna í byggingaiðnaðinum. burtséð frá því hvort þeir eru iðniærðir eða ekki, en það þýðir að sjáífsögðu að verka- menn verða í framtíðinni einn- ið aðilar að þessu sambandi. í 4. grein sambandslaganna segir svo um þetta atriði: Rétt til inngöngu í sambandið hafa þau launþegafélög í starfsgrein- inni er nú starfa og félög eða félagadeildir launþega er stofn- uð kunna að verða í starfs- greininni“. Ég vil fullyrða að þetta falli inn í ,þær samþykktir um skipulagsmál verkalýðshreyf- ingarinnar sem Alþýðusam- bandsþing hafa markað, þó skrefið sé ekki stigið til fulls með sambandi byggingamanna eins og það er nú. Hitt er fjarri lagi sem haldið hefur verið fram í blöðum af van- þekkingu að stofnun sambands- ins og skipulag gangi í ber- högg við hugmyndirnar um framtíðarskipulag hreyfingar- innar. Þær hugmyndir byggja á þeirri meginreglu, að vinnu- staðurinn sé undirstaða félags- skaparins. að allir sem vinna á sama vinnustað séu í sama félagi. Þau félög úr sömu starfsgrein stofni siðan með sér starfsgreinasambönd. Með því sem við gerum má heita að þetta skref sé stigið til hálfs, en þó er skipulag sam- bandsins svo rúmgott að ætl- azt er til að allir launþegar innan byggingariðnaðarins geti rúmast innan þess. En þó all- ir væru sammála um nauð- syn hugsaðrar skipulagsbreyt- ingar, er hún svo altæk að sjálfsagt þyrfti mörg ár til að koma henni á. En félögin voru öll sammála um að ekki mætti dragast að auka samstarfið. * —1 Hvert er hlutverk sam- bandsins að lögum þess? — Um. tilgang sambandsins segir svo í sambandslögunum: „Sambandið er samtök laun- þega í byggingariðnaði og hús- gagnagerð. Hlutverk þess er að beita sér fyrir bættum kjör- um meðlima sinna og aukinni samvinnu þeirra um hagsmuna- mál sín.” Með þessu almenna orðalagi meinum við að Sam- bandi byggingamanna sé ekk- ert það óviðkomandi sem snertir hagsmuni meðlima sam- bandsins og láti þau mál öll til sín taka, að svo miklu leyti sem það er fært um. — Er sambandinu ætlað að semja heildarsamninga? — Nei, sambandinu er ekki ætlað að fara með samninga- umboð félaganna, nema því aðeins að þau feli henni það hverju sinni. Samningsréttur- inn er áfram í höndum fé- laganna sjálfra. Ég vildi þó nefna einmitt í sambandi við samningamál- in atriði sem sýnir augljóslega nauðsynina á stofntm slíks sambands. Þegar þessi félög hér í Reykjavík og í Ámes- sýslu eru að semja fyrir sína meðlimi, eru þeir í raun og veru að semja fyrir starfsbræð- ur sína um land allt, án þess að vera þó í neinum tengsl- um við þá. Ekkert þessara iðnsveinafélaga eru landsfélög og eitt fyrsta verk sambands okkar hlýtur að verða að að- stoða félaga okkar úti á landi við stofnun félaga og félags- deilda sem geta gerzt aðilar að sambandinu. Vitað er um menn á ýmsum stöðum á landinu sem hafa mikinn á- huga á slíkum tengslum og segja má að beðið hafi eftir því að samband sem þetta yrði tU. — Geta einstaklingar orðið s imbandsfélagar ? — Nei, í sambandslögunum er ekki gert ráð fyrir ein- staklingsmeðlimum, heldur fé- lögum eða félagsdeildum. Og æskilegt er talið að slík fá- lög nái yfir ekki minna svæði en heilt bæjarfélag eða sýslu, svo einingamar verði ekki of litlar. Það snertir málið sem ég minntist á áðan, að í raun semja Reykjavíkurfélögin fyrir starfsbræður okkar um allt land, vegna þess að þar hafa ekki verið til félög sem hafa samninga við atvinnurekendur. í gömlu iðnaðarmannafélögun- um eru launþegar og atvinnu- rekendur, sveinar og meistarar í sama félagi. Og þeir bíða gjama eftir þvf að við semj- um og taka siðan upp ákvæði þeirra samninga sem hér nást sem sín kjör. * — Hverjir eru aðaldrættirn- ir í byggingu sambandsins? — Sambandið er samtök launþega í byggingariðnaði og húsgagnagerð. Félögin í því eru þó eftir sem áður beint aðilar að Alþýðusambandinu og kjósa sjálf fulltrúa á Al- þýðusambandsþing eins og hingað til. Samband byggingamanna heldur þing annað hvert ár. í fulltrúavali á þing sambands- ins er það nýmæli lögfest að formaður félagsins er sjálf- kjörinn fulltrúi á þingið. En auk formanns senda félögin einn fulltrúa fyrir allt að 50 félagsmenn. Þingið fer með æðsta vald í málefnum sambandsins, auk þess sem það tekur til með- ferðar þau mál sem efst eru á baugi á hverjum tíma. Það afgreiðir reikninga sambands- ins sL tvö ár, gengur frá fjár- hagsáætlun fyrir önnur tvö ár, ákveöur skatt sambandsfélaga, og kýs síðan framkvæmda- stjórn skipaða fimm mönnum og sambandsstjórn. en í henni eiga sæti auk framkvæmda- stjómar, einn fu'lltrúi frá hverjum sambandsaðila. * — í sambandi við þinghald- ið og þingboöun erum við með nýmæli, sem mér er ekki kunnugt að verið hafi í lcg- um verkalýðssambanda hér á landi fyrr er. þá ef það er » líka í lögum hinna starfsgrein- sambandanna sem stofnuð voru i sumar. Framkvæmdastjórn ber um le'ð og hún sendúr þingboð að senda félögunum Framhald á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.