Þjóðviljinn - 13.09.1964, Blaðsíða 5
Sunnudagur 13. september 1964
ÞJðÐVILjmR
SIÐA g
ÁVARP ÞORSTEINS FRÁ HAMRIÁ LANDSFUNDI
HERNÁMSANDS TÆÐINGA 1964
LIF
Góðir fundarmenn!
Fyrir fáum árum var ekki
mikið talað um sjónvarp á Is-
landi; ég minnist þess varla að
hafa þá heyrt né lesið á prenti
minnsta orð í þá átt að nú
væri orðin brýn þörf Íslendíng-
um að flatmaga frammifyrir
slíkum hlut. En i vitund
margra var sjónvarp eitt af
þessum tvíeggjuðu tólum sem
margan kost hafði sér til ágæt-
is en var jafnframt ein sú
dægradvöl sem kemur til
manns án fyrirhafnar og segir
honum fyrir um skemmtan;
hann þarf ekkert að gera nema
stara á það sem að honum er
rétt. En þetta vakti ekki stór-
an áhuga meðal fólks á íslandi,
unz bandaríska herliðið í
Keflavík fór fram á duggunar-
lítinn greiða við íslenzka ráða-
menn, sem hundhlýðnir játtu
lítilræðinu hollustu og díngl-
uðu rófunum einsog Georg lið-
þj álfi.
Lítilræðið var útvíkkun á
áhrifasvæði sjónvarps, og það
meira að segja sjónvarps sem
ætlað er sannkristnum varð-
sveitum hins bandaríska her-
veldis gegn Rússum og komm-
únistum, svo á jörðu sem á
himni. En þar í landi hefur
R,ússum og kommúnistum um
lángt skeið verið Hkt við ó-
freskjur af öðrum hnöttum,
réttdræpum svínum með horn
og hala, hófa og jafnvel klær,
eins og segir i kvæði. Sam-
tímis þessurn boðskap skyldi
heldur einginn ætla að amerísk
hákristni fari utanveltu í sjón-
varpi dátanna, því þar er fast-
ur liður um guðs kærleiksríka
orð í bland við þær hetjur
fjær og nær — sem skilja svo
vel að rauða hjartað er skot-
mark hvar sem það slær, svo
vitnað sé í annað kvæði.
Enda brá nú svo við að sjón-
varpinu var hleypt einsog skýi
af eingisprettum yfir það svæði
sem fjölbyggðast er á íslandi.
Skyndilega var sjónvarp orðin
lífsnauðsyn í sama mæli og
loft til öndunar. Fyrst ekki var
til íslenzkt sjónvarp, var við-
kvæðið, — þá skyldu amerísk-
ir hermenn seðja þörf lángsolt-
innar alþýðu fyrir sjónvarp!
Fólkið krefst sjónvarps! Þjóðin
sem hefur frá öndverðu byggt
friðsamlega tilvist sína á bók-
um. bóklestri og bókmenníngu
þjóðin sem eftir sex alda ný-
lenduok kunni sem einn maður <?>
að vitna í bækur um forn rétt-
indi sín, þjóðin sem á sínum
tíma mótmælti öll. — grátbið-
ur um sjónvarp, sem að dómi
vísindamanna og sérdeilis sál-
fræðinga er mestur valdur
stórgiæpa um öll Bandarikin.
Enda er hér um stóraukin þæg-
indi að ræða varðandi hugsun
þá og dómgreind sem margir
hafa verið að dragast með hér-
lendis og hafa auðvitað úr bók-
unum. Hér gerist hennar ekki
þörf; hér þarf ekkert að gera
nema glápa stöðugt á þær upp-
stíllingar hnefaleika, morða og
annarra mannrauna sem vest-
ræn hersetumenníng segir fyr-
ir um og t.elur æskilegar.
Leggjast nú allir á eitt, blöð
landsins, útvarp landsins, ráð-
herrar landsins, og básúna
sjónvarpshúngrið á fslandi. En
mér er spurn: Hver hafði beð-
ið um sjónvarp? En nú er
komið sem komið er um þetta
lúmska sefjunarfyrirbæri sem
hægt er að smeygja inná grun-
lausar verur.
Eftirleikurinn hefur boðað
komu sína, sagt minnilega til
sín. Híngað komu, sem skammt
er að minnast, tveir sænskir
menntamenn, sem um lángt
skeið höfðu virt fyrir sér hlut
íslands í fortíð og nútíð og
gerzt þess nánir vinir. Þeir
komu híngað þeirra erinda að
færa þjóðinni gjöf: íslenzk
gullaldarrit í sænskri þýðingu
— Íslendíngasögurnar í heild.
Samtímis undruðust þeir það
einsdæmi á heimsvísu að forn
og virt menningarþjóð skyldi
lúta djöfulsins forsmán á borð
við amerískt dátasjónvarp. For-
sætisráðherra íslands tvinón-
aði ekki í viðbrögðum sínum
gagnvart hinu frábæra menn-
íngarafreki og kastaði skít í
mennina á opinberum vett-
vángi, svo annað eins á sér
varla hliðstæðu — frekar en
ágætisverk Svíanna að sínu
leyti.
Viðbrögð ráðherrans við
þetta tækifæri eru opinskátt
og. nakið dæmi um þann aum-
ingjahátt sem að fordæmi hátt-
settra óþurftarmanna grefur
um sig æ dýpra og víðar með
þjóðinni, læðist í fyrstu en ger-
ist innan tíðar opinber og ó-
i skammfeilinn í sjúklegri van-
vizku sinni, og verður nánast
að hugsjón þeirra afla sem
Þorstcinn frá Ilamri
hvern hlut virða til penínga,
og er raunar blóðugt að nota
hugtakið hugsjón í slíku sam-
bandi.
Halldór Laxness rakti á lista-
hátíð í vor sem kunnugt er,
hve óhugsandi möguleiki það
hefði verið af hálfu fslendínga
á 17. öld sem þá voru þraut-
pínd nýlenduþjéð, að taka við
danskri biblíu. Sá hinn sami
hefur og skrifað þá frásögu
sem mér er ætíð minnisstæðust
þegar rætt er um íslenzkan
menníngararf og ávöxtun hans
í nútíð og framtíð. Hún fjallar
um „þau dýru membrana, —
tslandslíf”. Jón Marteinsson
býst til að borga veitíngar í
Norðurporti með skinnbókar-
ræksni, eftir að Grindvicensis
og Hreggviðsson hafa færzt
undan að láta stígvélin sín.
Veitíngakonunni verður heldur
illa við, „gott ef ekki leynist í
því pest”, en í því bili færa
Jónarnir sig þegjandi úr skón-
um; „sá annar þar kominn
hinn týnda höfuðdýrgrip síns
meistara, en hinn þóttist kenna
þar skinnblöð sinnar sælu móð-
ur frá Rein“.
„fslands líf“, það eru mikil
orð í okkar vitund; og þótt þau
í framangreindum bókarkafla
séu teingd við „þau dýru
membrana", íslenzku handritin,
er okkur Ijós viðari merkíng
þeirra. Megi þjóðfrelsishreyf-
íngu okkar vaxa svo styrkur
að henni auðnist að brjóta á
bak.aftur þau öfl sem nú eru
i táknlegum og raunverulegum
skilníngi reiðubúin að gjalda
fyrir sálufélag við „vestrænt
frelsi” í gervi Goldwaters og
Salazars — með skinnblöðum
okkar sælu móður, — íslands
lífi.
SKAKÞÁTTURINN
Tefldi til jafnteflis en hlaut tap i staðinn
Eftirfarandi skák er tefld á
alþjóðlegu skákmóti er haldið
var í Suður-Afríku nýlega.
Hvítt: Stáh’lberg, Svíþjóð
Svart: Unzicker,. V-Þýzkaland
Gömul indversk vörn.
1. d4 Rf6
2. c4 d6
3. Rf3 Bg4
4. e3
Traustur leikur að vísu en gef-
ur hinsvegar ekki miklar vonir
um frumkvæði, öflugra var
4. Db3.
4. — c6
5. Be2 Rbd7
6. Rc3 e5
7. 0—0 Be7
8. Dc2 0—0
9. Hfdl Dc7
10. b3 He8
11. Ba3 Bf8
12. dxe5
Hvítur er nú kominn í jafn-
teflishugleiðingar og leggur þvi
til uppskipta en þau uppskipti
eru aðeins svörtum í hag.
12. — dxe5
13. Bxf8 Rxf8
14. Rg5?
Slæmur afleikur, mun meiri
jafnteflislíkur hefur hvítur
eftir 14. Re4.
14. — Bxe2
15. Dxe2?
%
Og enn leikur hvítur af 'sér og
er honum vart viðbjargandi
úr þessu, nauðsynlegt var 15.
Rxe2.
15. — e4!
Hótar 16. — De5 með manns-
vinningi og verður nú riddar-
inn á g5 alveg út úr spilinu.
16. Rh3 De5
17. Hacl Re6
18. g3
í von um að geta komið ridd-
aranum í gagnið með 19. Rf4,
en svartur gefur þess engan
kost. í
18. — E5!
19. Ra4
Skárra var 19. Kg2.
19. — Df5
20. Kg2
Ef hvítur leikur hér 20. Db2
þá b5!, 21. cxb5 - cxb5 og þar
sem 22. Rc3 strandar á Dxh3
yrði hvítur að leika 22. Rc5 -
Rxc5, 23. Hxc5 — Dxc5, 24.
Dxf6 og er hann þá skiptamun
undir.
20. — Df3t!
Afgerandi!
21. Dxf3
Eftir 21. Kfl vinnur 21. - Dhlf
og 22. Dxh2.
21. —
exf3t
22. Kxf3
Jafn vonlaust væri 22. Kfl
vegna þess hve illa riddarinn
er staðsettur á h3, t.d. 22. -
Had8, 23. Rg3 - g4, hvítur
afræður því að láta riddarann
af hendi strax.
22. — g4t
23. Kg2 gxh3t
24. Kxh3 Re4
Eftir mannsvinninginn er skák-
in auðunnin og þarfnast ekki
skýringa.
25. Kg2 Had8
26. f3 R4c5
27. Rb2 a5
28. Kf2 a4
29. bxa4 Hxdl
30. Hxdl Ha8
31. Hd2 Rxa4
32. Rdl Rb6
Hvítur gafst upp.
63. DAGUR.
En er Haraldur varð þess var, að Tósti, bróðir hans, vildi
hafa hann af konungdóminum, þá trúði hann honum illa því
að Tósti var maður forvitri og maður mikill og átti vel vin-
gott við landshöfðingja. Tók þá Haraldur konungur af Tósta
jarli herstjómina og allt það vald er hann hafði áður haft
framar en aðrir jarlar þar í landi. Tósti jarl vildi fyrir engan
mun þola að vera þjónustumaður bróður síns samborins. Fór
hann þá í brott með liði sínu suður um sjó til Flandurs,
dvaldist þar litla-hríð, fór þá til Frislands og svo þaðan til
Danmerkur á fund Sveins konungs, frænda síns. Þau voru
systkin, ÚJfur jarl, faðir Sveins konungs og Gyða móðir
Tósta jarls.
Jarl biður Svein konung fulltingis og liðveizlu. Sveinn kon-
ungur bauð honum til.sín og segir, að hann skuli fá jarls-
ríki í Danmörku, það er hann megi vera þar sæmilegur höfð-
ingi. Jarl segir svo: „Þess girnir mig að fara til Englands
aftur til óðala minna. En ef ég fæ engan styrk til þess að
yður konungur þá vil ég heldur það til leggja við yður, að
veita yður allan styrk þann, er ég á kost á í Englandi, ef þér
viljið fara með Danaher til Englands að vinna land svo sem
Knútur, móðurbróðir yðar.“ Konungur segir: „Svo miklu er
ég minni maður en frændi minn Knútur konungur að varla
fæ ég haldið Danaveldi fyrir Norðmönnum. Hinn gamli Knút-
ur eignaðist að erfðum Danaríki, en með hernaði og orrustu
England, og var það um hrið þó eigi óvænna, að hann mundi
þar eftir leggja líf sitt.
Noreg fékk hann orrustulaust. Nú kann ég ætla mér hóf
meira eftir mínu lítilræði en eftir framkvæmd Knúts konungs,
frænda rníns." Þá mælti jarl: „Minna verður mitt erindi
hingað en ég hugði, að þú mundir vera láta, svo göfugur
maður, í nauðsyn mina, frænda þíns. Kann nú vera að ég
leiti þangað vináttunnar er miklu er ómaklegra, en þó má
vera, að ég finni þann höfðingja, er miður vaxi fyrir augum
að ráða mjög stórt heldur en þér, konungur.” Síðan skildust
þeir konungur og jarl og ekki mjög sáttir.