Þjóðviljinn - 15.09.1964, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.09.1964, Blaðsíða 4
£ Slba '.amemingarfiolíkui alþyðu — Sósialistaflokk- unnn — Ritstjórar: tvar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Biamason Préttaritstjóri: Sigurður V PYiðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla. auglysingar. prentsmiðja, Skólavörðust 19. Siml 17-500 (5 linuri Áskriftarverð kl 90.00 á mánuði T Skattarnir Ekki leikur það á tveim tungum, að skattarán' rík- isstjórnarinnar nú á þessu ári, er einhver harkal^gasta árásin sem gerð hefur verið á kjör launþega nú um allangt skeið, og var þó ekki úr háum sessi að detta hvað það varðar hjá ríkis- stjórninni. Þannig kom það t.d. fram nýlega á fé- lagsfundi hjá Starfsstúlknafélaginu Sókn, að öll opinber útgjöld þeirra, sem þar eru í hæsta launa- flokki nema um 10 þúsund krónum. Sjálfsagt finnst mörgum það ekki há upphæð, en þegar þess er gætt að árstekjur þeirra, sem eru í hæsta launa- skala Sóknar eru einungis 60 þúsund krónur, mun hjá flestum vakna sú spurning, hvernig fara eigi að því að láta þær 50 þúsund krónur, sem eftir eru hrökkva fyrir nauðsynjum, þótt ekki sé annað nefnt en fæði, klæði og húsnæði allan ársins hring. Það er staðreynd sem ekki verður í móti mælt, að tekjur launþéga fyrir venjulegan vinnu- dag, eru yfirleitt langt fyrir neðan lágmark þess, sem talizt geta þurftartekjur. Er þetta raunar við- urkennt í , skattalöggjöfinni með verulegum per- SQpufrádrætti við álagningu tekjuskatts. yið álagningu útsvara gilda hins vegar miklu lægri skalar varðandi persónufrádrátt, enda þótt öllum megi ljóst vera, að gjöldin verða jafn þungbær fyrir launþega, þótt það séu bæjar- og sveiturfélögin sem leggja þau á en ekki ríkið. Per- sónufrádráttur við álagningu tekjuskatts, sýnir hvað talið er af stjórnarvöldunum lágmarksþurft- artekjur og nú er almennt viðurkennt, að það mark ætti að vera hærra. En öllum ætti jafnframt að skiljast réttmæti þeirrar kröfu, að sami persónu- frádráttur gildi við álagningu útsVara og tekju- skattr,. Því er venjulega svarað til, að bæjar- og sveitarfélögin hafi aðra aðstöðu til tekjuöflunar en ríkið og hér sé um þeirra aðaltekjustofn að ræða og því megi ekki skerða hann. En í þeirri efnum eru vissulega til aðrar leiðir. Það tíðkast t.d. víða með öðrum þjóðum, að eignaskattar eru aðaluppistaðan í tekjuöflun bæjarfélaganna, en hér á landi má nánast segja, að þess hát'tar gæti ekkert í skattlagningunni. gjálf skattalöggjöfin og framkvæmd hennar veld- ur mestu um ofurþunga hinna opinberu gjalda á almenningi. Byrðunum hefur 1 sívaxandi mæli verið velt yfir á almenna launþega, en peninga- mönnum og gróðabröllurum verið hyglað óspart. Þess munu ófá dæmi,-að skattayfirvöld hafi — lög- um samkvæmt — hækkað opinber gjöld almennra launþega svo og svo mikið, ef fundizt hefur smá- vegis misfella á framtali þeirra, en ekki er blakað hendi við stórgróðamönnum og bröskurum, sem allir vita — og skattayfirvöld ekki síður en aðr- ir — að stinga meginhlutanum af tekjum sínum undan eftir ýmsum leiðum. Þannig er framkvæmd skattalaganna einnig miðuð við hagsmuni gróða- stéttanna oe verður slíkt með engu móti þolað lengur. — b. HÓÐVILJINN Þriðjudagur 15. september 1964 Þróttur—Fram slitaleikurinn 2:1—annar úr- um fallsætið *■ \ hann Sl. laugardag mættust þau félög sem neðst eru í 1. dehd íslandsmótsins, Þróttur og Fram. Þróttur var greini- lega betra, liðið og ef dæma á eftir þessum leik eru allar líkur á því, að Fram, sem er Reykjavíkurmeistari í ár falli niður í 2- deild, þegar þessi félög mætast aftur næst- komandi laugardag í úrslitaleik um fallsætið. Fram hafði tveggja stiga for- skot sem Þróttur varð að vinna upp til að haldast í 1 deiid næsta ár. Bar leikurinn þesr- nokkur merki að Þróttur hafð allt að vinna, og var engu líkara en Framarar bsettust hafa efni á að tapa bessum leik. þeir gætu bjargað sér í næsta s:nn, sérstaklega voru framherjar liðsins daufir og jafnvel áhugalausir um að skora. Fyrstu 10 mínúturnar var leikurinn nokkuð jafn en úr því tóku próttarar að sækja meira og voru mun líflegri en Fram. Fyrsta markið og hið eina i fyrri hálfleik kom er 22. min. voru liðnar af le'k. Haukur Þorvaldsson skor- aði með skalla að marki og tókst varnarmönnum Frám ekki að koma i veg fyrir að boltinn færi í netið. en Geír markvörður hafði hlaupið úr markinu en ekki náð til knatt- arins. Á 28. mín. varði Geir iarðarskot frá Hauki, en þrem min síðar voru Framarar nærri því að skora en Þórður bjargaði vei. Strax i byrjun ’seinni hálf- leiks komst mark Fram i hættu, Haukur skaut frá vinstri og rúllaði boltinn eftir mark- línu, en Framara tókst að bægja honum frá svo að úr varð hornspyrna. Er 25 mín. voru liðnar af seinni hálfleik skor- aði Þróttur svo annað mark, Haukur skoraði úr vítaspymu. sem dæmd var á Fram, vegna ólöglegrar hrindingar innan vítateigs. Stuttu seinna tókst Axel að brjótast í gegnum vörn Fram en Geir bjargaði með réttu úthlaupi Á 32. mín. var svo dæmd vítaspyrna á Þrótt, vegna þess að boltinn hrökk í hönd Jóns Björgvinssonar þar sem hann var innan vítateigs. Guðjón skoraði örugglega úr víta- spyrnunni. Var nú hart bar- izt það sem eftir var leiksins ' en Fram tókst ekki að skora markið sem hefði dugað til að bjarga þeim frá falli úr 1. deild. og verða þessi fé- lög því að keppa á ný eins og áður segir. Sá le:kur verð- ur á Laugardalsvelli næsta laugardag og hefst kl. 4. Þórður Ásgeirsson markvörður Þróttar stóð sig mjög vel í leiknum gegn Fram grípa knöttinn, en Ásgeir úth. Fram sækir að. Guðjón Jónsson sést á miðri mynd. (Ljm. Bj. Bj.) * astass.... sést hér Unglingakeppnin sem FRÍ efndi til nú um helgina tókst mjög vel. Flestir þeirra sem unnið höfðu sér rétt til þátttöku voru mættir til keppni og varð árangur all- góður í flestum greinum. Hér fara á eftir úrslit í nokkr- um greinum en afgangurinn birtist á morgun. Kúluvarp drengja: Erlendur Valdimarsson IR 15,65 Arnar Guðmundsson KR 13,85 Sigurður Hjörleifsson HSÞ 13,22 Ölafur Guðmundsson KR 12,73 Kúluvarp unglinga: Kjartan Guðjónsson ÍR 14,45 Guðm. Guðmundsson KR 12,61 Gunnar Marmundsson HSK 11,22 Kúluvarp kvenna: Ólöf Halldórsdóttir HSK 8,50 m. Hanna Stefánsd. HSÞ 8,45 m. Berghildur Reynisd. HSK 8,42 m. Guðrún Öskarsd. HSK 7,74 m. Kúluvarp sveina: Þórður Ólafsson USVH 13,99 m. Valgarð H. Valg.s, UMSS 13.86 Birgir Guðjónsson KR 13,62 m. Gcstir: Jón Stefánsson ÍBÍ 13,24 m. Ingvar Einarsson IBf 12,98 m. 3000 m. hl. unglinga: Þórarinn Ragnarss. KR 9.48,3 Jón H. Sigurðsson HSK 9.48,7 800 m. hlaup unglinga: Þórarinn Ragnarsson KR 2.04 5 Baldvin Þóroddsson ÍBA 2.06,5 Jón H. Sigurðsson HSK 2.11,9 800 m. hl. drengja: Marinó Eggertsson UNÞ 2.10,2 800 m. hl. sveina: Jón Magnússon KR 2.10,2 mín. Bjami Reynarss. KR 2.15,4 mín. Þórður Ólafss. USVH 2.18.6 mín. Eyþór Gunnþórss. UMSE 2.22,6 400 m. hl. unglinga: Skafti Þorgrímsson ÍR 51,1 sek. Þórarinn Ragnarss. KR 51,8 sek. j Kjart. Guðjónsson ÍR 58,2 sek. 400 m. hl. drengja: Ólafur Guðmundsson KR 51,3 400 m. hlaup sveina: ÞórðUr Þórðarson KR 58.4 sek. Jóhann Friðgeirss. UMSE 59,3. Jón Benónýsson, HSÞ 64,7 sek. Bikarkeppni KSl Framhald á 7. siðu. Heimsmet I o§ 400 m erindahlaupi ÍBA sigraði Fram-b s vstaspyrnukeppsii Síðasti leikur fyrri, hluta bikarkeppni KSf fór fram á Akureyri sl. sunnudag og átt- ust þar við Fram-b og ÍBA. Er venjulegur lejktími var liðinn voru leikar jafnir 1:1, þá var framlengt i 30 mín. og enn skoraði hvort lið eitt mark Samkvæmt reglugerð mótsins var þá vítaspyrnukeppni látin skera úr um úrslit leiksins og er það í fyrsta sinn sem grípa hefur þurft til þess. þótt keppt hafi verið eftir þessari reglu- gerð nú í tvö sumur. Vítasþymukeppnin er þannig framkvæmd að hvort lið fær að taka fimm vítaspyrnur og má sami maður aðcins spyma einu Sinni. Akureyringar reyndust skotvissari og skor- uðu úr öllum vítaspyrnunum, en tveim leikmönnum Fram místókst spyman. Akureyring- ar sigruðu þannig í leiknum, skoruðu alls 7 mörk gegn 5, og halda því áfram í keppninni ásamt KRb og 1. deildarliðun- um sex. A úrtökumóti bandarískra frjálsíþróttamanna sem haldið var í Los Angeles nú um helg- ina voru sett tvö ný heimsmet og eitt jafnað. Ralph Boston stökk 8.34 m i langstökki og bætti heimsmet- ið. sem Ter-Ovanesijan frá Sovétríkjunum átti, um 3 cm. Rex Cawley hljóp 400 m grindahlaup á 49.1 sek. og bættl heimsmet landa slns Glenn Davls um 1/10 sek. 30 ára gamall skólakennari frá Kaliforniu jafnaði heimsmetið í 400 m hlanpi 44.9 sek.. Helztu úrslit í öðrum grein- um urðu þessi: 800 m hlaup: Morgan Groth 147,1 ‘ mín.. Tom Farrel 1.48.0. J. Siebert 1.48,3. Kringlukast: Silvester 60.55 m, A1 Oerter 58.95, D. Weill 58.28. 5000 m hlaup: Bob Schul og Bill Delinger báðir á 13.55.6 mín. Hástökk: E. Carruthers '2.08 m, John Thomas 2.08, John Rambo 2 03 m. 1500 m hlaup: D. Burleson 3.41,2 mín., Tóm O’Hara 3.41.3, Jim Ryan 3.41.9. Þrístökk: Ira Davis 16.18 m. B. Sharpe 16.18 K Floerke 15.56 Spjótkast: F. Covelli 77.05 m, L. Tipton 74.08. N Rad 74.05. Langstökk: R. Boston 8.34 m, C. Hekins 8.04 m, P. Shinnik 8.01 m. Kúluvarp: Dallas Long 19 74 m. R, Matson 19.45 m P. O’Bri- en 19.25. 10 000 m hlaup: G. Lindgren 29.02.0 mín. B. Mills 29.10.4, R. Larriev 29.20,4 Stangarstökk: F. Hansen 5.03 m. J. Pennel 5.03, B. Penelton 4.87 m.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.