Þjóðviljinn - 15.09.1964, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 15.09.1964, Blaðsíða 8
g SlDA ÞIÓÐVILIINN Þriðjudagur 15. september 1964 ar — er bað ekki allt sem hjart- að girnist? Ég hefði átt að koma hingað þegar ég var tuttugu og fimm ára. Með heilbrigt og ó- slitið hjarta. Fyrst hann þurfti að hrökkva uppaf, þá var kann- ski ágætt að það skyldi verða núna, áður en hann lauk við greinina um mig. Delaney brosti. HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu og snyrtistofu STEINIJ og DÓDÓ Laugavegi 18. III. h. (lyfta) — SÍMI 2 46 16. P E R M A Garðsenda 21. — SIMI: 33 9 68. Hárgreiðsloi og snyrtistofa. D O M U R I Rfárgreiðsla við allra haefi — TJARNARSTOFAN. — Tjamar- götu 10 — Vonarstrætismegin — SjMI: 14 6 62. t HARGREIÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR — (Maria Guðmundsdóttir) Laugavegi 13. — SlMI: 14 6 56. — Nuddstofa á sama stað Frakkanum féll ekki við mig. Nei, vinur minn, hann þoldi mig ekki. Þegar hann horfði á mig og hélt að ég vissi ekki af því, var andlitið á honum eins og stórt skilti sem á var letrað: „Mér finnst Maurice Delaney vera erkiþrjótur númer eitt“. Á frönsku. Veiztu hvemig þetta er í franskri þýðingu? — Ekki orði til orðs, sagði Jack. Hann vildi helzt að Del- aney hætti að tala um þetta. Hann reyndi að rifja upp fyrir sér, hvar hann hefði látið hand- ritið að grein Despiéres. — Dásamlegur ís, sagði Del- aney og lagði frá sér skeiðina. Hann hringdi á hjúkrunarkon- una og hallaði sér afturábak í koddana. — Þetta hefur verið mjög uppörvandi dagur, sagði hann. Þeir eru meira að segja búnir að láta setja síma hing- að upp. Hann benti á tækið sem stóð á náttborðinu hjá honum. Læknirinn skammtaði mér tvö samtöl á dag. Ég hef ekki notað nema annað, svo að ég á eitt inni ennþá. Ég sat og horfði á símann í klukkutíma áður en ég ákvað hvem ég ætti að hringja í fyrst. Clöru eða Barzelli. Ég ætlaði að henda upp um það, en ég rafði engan pening á mér. Hann brosti að sjálfum sér. Svo sagði ég við sjálfan mig, fjanda- kornið, ég er gamall maður og hjartveikur, og hvers vegna að vera að kvelja sjálfan sig, því ekki að halda frið innan fjöl- skyldunnar? Það tók ekki nema þrjár mínútur og sigur var unn- inn. Clara kemur hingað eftir klukkutíma. Þeir setja bedda hingað inn, svo að hún geti sof- ið hér og hjúkrunarkonan feng- ið frí. Hún hefði komið strax, en hún var búin að lofa að borða kvöldverð með Hildu. Maður getur ekki. losnað úr klóm kvennanna þegar til lengd- ar lætur. Jack. En rrenni finnst rétt að reyna. Hann stundi feg- insamlega. Mér líður svo vel að ég gæti reykt vindil. Og ég hata vindla. Meðan Delaney hélt áfram að rabba og naut hinnar nýju vel- liðanar, leið Jack ögn betur út af því sem hann var kominn til að segja. Delaney yrði kannski ekki hrifi.nn af því, en hann gæti tekið því. Hnellin, litil hjúkrunarkona sem skrjáfaði í kom inn til að taka bakkann. — Signore, sagði hún við Delaney, það hringdi 70 kona, Signora Lee. Hún spyr hvort það sé leyfilegt að hún komi í heimsókn. Ég lofaði að hringja í frúna á hótelið hennar. — Segið henni, að það sé ekki leyfilegt. Segið henni að ég sé að deyjá, hægfara, seigdrepandi, kvalafullum dauða og ég sé með- vitundarlaus megnið af tíman- um og bekki ekki nokkurn mann. — Signore, sagðí systirln ávít- andi. Þetta er ekkert spaug. Ég segi bara að það sé ekki leyfi- legt eins og er. Svo fór hún út með bakkann. — Carlotta, urraði Delaney. Það var einmitt það sem mig vantaði. Ertu búinn að sjá hana? — Já. — Hvernig er hún? — Feit. Delaney hló. — Feita og bústna ekkjan. Kutzer éftirlét henni firn af peningum. Hann hristi höfuðið. Drottinn minn dýri hvernig fer fyrir fólkinu. — Hún sagði mér hvers vegna hún vildi gjaman hitta þig, sagði Jack. — Hvers vegna? — Þú værir sá maður sem hefði veitt henni mestan unað í rúminu af öllum þeim, sem hún hefði haft samneyti við, sagði Jack, og henni fannst við- eigandi að segja þér það áður en þú dæir Delaney hló hranalega. — O- jæja, sagði hann. Allir reyna að finna sér eitthvað til afsökunar pílagrímsferð til Rómar. Þessi tæfa. Að segja svona lagað — Og það jpieira að segja við fyrr- verandi eiginmann. — Nei, hún er engin tæfa, sagði Jack. Hún er bara með þetta á heilanum. Eða öllu held- ur var.. . Nú held ég bara að hún sé með umhugsunina um það á heilanum. — Veiztu hvernig það atvik- aðist? spurði Delaney. — Nei. — Langar þig til að vita það? — Ef þig langar til að segja mér það. — Jæja, fjandakornið, því ekki það? sagði Delaney. Það er svo langt síðan og það er það eina sem ég hef nokkurn tíma haldið leyndu fyrir þér og ár- um saman fannst mér ég vera skepna vegna þess arna. Það var á stríðsárunum, sagði Del- aney. Þú varst í Evrópu, og ég bauð henni í hádegismat til að skamma hana, vegna þess að það gengu sögur um það að hún svæfi hjá hverjum sem væri. Ég sagði henni, að hún ætti að skammast sín og þú værir frá- bær náungi og hún myndi iðr- ast þess og hún myndi eyði- leggja líf sitt, og þá leit hún á mig þvert yfir borðið og sagði: „Ég hef ekki hugsað mér að hætta. Og fyrst ég hef ekki hugsað mér það, hvers vegna notarðu þá ekki tækifærið og hefur dálitla skemmtun af því eins og hinir strákarnir?“ Del- aney andvarpaði og sléttaði lak- ið með hendinni. — Bölvun mín var sú lengi vel, sagði hann, að ég gat ekki afþakkað gott boð. Ég sagði við sjálfan mig, að ég væri ekki að gera þér neitt. Ég vissi að þú myndir fyrr eða síð- ar slíta samvistum við hana þeg- ar þú kæmir heim, hvað svo sem ég gerði eða gerði ekki. Og við stóðum upp frá borðum og SENDISVflNN Duglegur og ábyggilegur sendisveinn óskast. U 'lýsingar á skrifstofu Rafmagnsveitu Reykja- víkur, Hafnarhúsinu, 4. hæð, herbergi nr. 6. Rafmagnsveita Reykjavíkur. BÍLAÞÁTTUR VOLVO 1965 ■ Sænsku Volvo-bílarnir eru svo þekktir hérlendis, að ekki þarf að lýsa þeim fyrir les- endum, en það mun yfirleitt álit áhugamanna um bifreiðir að Volvo standi fyrir sínu og vel það. Nú koma Volvo verksmiðjurnar með 1965 árgerðina og hafa verið gerðar töluverð- ar breytingar á bílnum, einkum þó á Amazon, en P 544 og P 210 haldast þó að mestu óbreytt- ir að ytra útliti. Eitt af því athyglisverðasta sem Volvo kemur nú með í Amazon eru hin ágætu, still- anlegu bök framsætanna. Ef útbúnaður þessi reynist eins vel og til er ætlazt er hér um mikla endurbót að ræða, enda þótt sætin í Volvo hafi verið ágæt hingað til. Þessi nýi útbúnaður virkar þannig, Þarna er þverskurður af hinu stillanlega stólbaki. að hægt er að stilla lögun stólbaksins eftir þörfum þess sem notar sætið að staðaldri. Útbúnaði svipuðum þessum var lýst í Hreyfilsblaðinu ný- lega og mælt með honum þar. Volvo-umboðið gefur þessa lýsingu á hinum nýju sætum: „Til þess að auka þægindin ennþá meira hefur Volvo komið með útbúnað sem er einstakur í sinni röð: Breyti- legur stuðningur við mjó- hrygginn. Þetta er útbúið með tveimur öflugum Járéttum gúmmíborðum, sem festir eru í neðri hluta sætisbaksins. Fjöðrun borðanna má breyta með skrúfum á hliðum sætis- baksins. Með skrúfjámi get- ur maður þannig mjög auð- veldlega stillt neðri hluta sætisbaksins, sem gen.'ur fram á við, svo maður fái líkamlega rétta og þar með þægilega stelingu. Við gerð hinna nýju sæta, sem annars hefur einnig ver- ið gerð í samráði við lækna, hefur það verið takmark Volvo að auka öryggi og þæg- indi farþeganha. Vandamálið með „bílabök" hefur að öll- um líkindum verið leyst með stillanlega mjóhryggsstuðn- ingnum. Við ökum ávallt oft- ar og lengur með bifreið og setuþægindin eru þess vegna talsvert atriði til að taka með í reikninginn — hvíldur öku- maður ekur öruggar og ánægjan og líðanin á ferða- lagi verður meiri og betri“. Nýtt hitunarkerfi og fleira Nú er einnig komið fyrir rúðuhitara á afturrúðu Volvo og jafnar það óneitanlega mikið hitann í bílnum og á að geta orðið þægilegur hiti í aftursæti bifreiðarinnar jafnframt því að afísing á afturrúðu er mikill og góður kostur. Eins og áður segir er um margar nýjungar að Þarna er hann, Volvo Amazon, stílhreinn og lítið breyttur útliti og alveg eins og við viJjum hafa hann. Þarna sjáum við inn í Amazon. Takið eftir lögun og áklæði stólanna og armpúðanum sem skiptir aftursætinu. ræða, á Amazon þó sérstak- lega, og má til dæmis nefna að gólfið er nú klætt með nýrri gerð af gúmmímottum og að á mælaborðið farþega- megin hefur verið sett hand- fang úr hörðum svampi og getur það komið sér vel ef farþegi á erfitt með að kom- ast inn í eða út úr bifreið. Einnig er gott að grípa í þetta handfang ef hratt er ekið. Nú eru komnir diska- hemlar á framhjólin og einn- ig er hægt að fá soglofts- hjálp við hemlunina til þess að gera hana léttari. Ryðvörn á Volvo hefur enn verið fullkomnuð og er til að mynda galvaniserað stál í sílsum' og hjólaskálum að aftan. AUur botn bílsins er þakinn sérstökum botnmassa, en miðhlutinn umhverfis drif- skaftshrygginn er nú ryðvar- inn með ryðvarnarolíu. Felgunum á öllum gerðum Volvo hefur verið breytt og þær byggðar þannig að betri kæling fæst á hemlum. Hjól- kopparnir eru úr ryðfríu stáli og eru þar að auki krómað- ir, einnig má minnast á sterk- ari flautu, þ.e.a.s. tvöfalt horn sem gefur þægilegri en þó sterkari tón en áður. Kæling af nýrri gerð Áklæðið innan á þakinu er af nýrri gerð og einnig er nýtt áklæði á sætum í öll- um gerðum Volvo. Áklæði þetta er taustyrkt vinyl, á- ferðarfallegt og þægilegt og er einstaklega gott að þrífa það og þar að auki er vinyl mjög sterkt og heldur útliti sínu óbreyttu mjög lengi, enda á "vandað áklæði hvergi betur heima en í vönduðum vagni. Breyting hefur verið gerð á kælishlíf og einnig merkj- um eða „glingri“ eins og sumir kalla það. Ýmislegt fleira væri hægt að nefna, en við skulum láta þetta nægja að sinni, en veita Volvo 1965 þvi meiri at- hygli þegar við förum að sjá þá fleiri á götunum hvað úr hverju. — L. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.