Þjóðviljinn - 15.09.1964, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 15.09.1964, Blaðsíða 5
ÞIÖÐVILI!NN SÍÐA 5 Þriðjudagur 15. septemVer 1964 DÓRA ÞÓRHALLSDÓTTIR forsetafru Um þessa tignarkonu mundi vera vandskrifað, því ævi hennar öll var svo heillarík, að þar bar ekki ann- að en ljóma á ljóma, dýrð á dýrð. Og annaðhvort gerðust ekki slíkar sögur fyrrum hér í þessu sagna- landi, eða þær voru látnar diggja í þagnargildi. Það var trú manna fyrrum að að vöggu nýfæddra barna kæmu hamingjur þess og gæfu þeim gjafir sínar, einnig giftu,, og að úr annarri átt kæmu aðrar og gæfu illgjafir, og spilltu góðu gjöfunum. Að vöggu forsetafrúar vorrar komu þær allar, hamingjur henn- ar og hafði hver þeirra báðar hendur fullar og gáfu ótæpt: sagði ein að hún skyldi vera kölluð fríð, önn- ur að hvað sem hún gerði skyldi það teljast henni til sóma, og því fremur sem meira lægi við, hin þriðja að braut hennar skyldi liggja frá vegsemd til vegsemdar, hin fjórða að hún skyldi fá þann mann, sem hún helzt kysi, ef ekki hinn eina, sem hún kysi, enda skyldi sá maður kjósa hana á móti, þá kom hin fimmta og sagði að á það samband skyldi aldrei bera skugga, hin sjötta sagði að svo dýrt sem mannslíf þetta skyldi metast, skyldi hún ekki þurfa að kaupa það dýrt. Og að endingu, þegar búast hefði mátt við lak- ari gestum, að venju, þá kom hin bjartasta og lagði gleðina í brjóst Dóru litlu, og mælti svo um að það- an skyldi hún ekki víkja- Því hvað gagna ástgjafir heilladísa, ef ólundin býr í brjóstinu. Allt rættist þetta og er þó ótalið það sem líklega var ekki minnst um vert að hnignun ellinnar þurfti hún ekki að reyna, en dó í blóma, og aðdragandann að dauðanum held ég hafa verið hvorki langan né harðan. Faðir hennar var hinn vitri bændavinur Þórhall- ur Bjarnarson, sem þó er þekktari af því að hann gegndi æðsta embætti kirkjunnar, en ekki þótti bænd- um landsins minna vert um ágæta þekkingu hans á flestu sem viðvék starfi þeirra, og fúsleika hans á því að ræða þetta við þá, en því áttu þeir varla að venjast af embættismönnum þess tíma. Sjálfur var hann bóndi, svo furðulegt sem það má þykja, að staður í örskotslengd frá Kvosinni hafi verið bújörð fyrir svona skömmum tíma, og engjarnar þar sem nú er Tjarnargarðurinn og Flugvöllurinn. Systkinahópurinn í húsi biskupsins, yar „jeunesse dorée“ þessa örsmáa höfuðstaðar í þessu landi fríð- leikans, Tryggvi var þýðleiksmaður og höfðingi í einu og fór það vel saman, og sýndist hann k'jörinn til hárra metorða, óg hlaut hann þau, en dó of ungur, og var að honum mikill mannskaði- Svöfu sá ég oft unga, og þóttist ég þá ekki hafa séð fríðari konu. Mig langar til að geta þess, að ég tel afa forsetafrú- arinnar, séra Bjöm í Laufási, hafa verið framarlega í röð góðskálda á öldinni, sem leið. Þess eru dæmi, að f. 23. febrúar 1893. — d. 10. september 1964. Dóra ÞórhaUsdóttir forsetafrú. — Ljósm. Vigfús Sigurgeirsson.' skáld verði stórfrægt af einu kvæði, eða tveimur, og líklega skarar eitt af kvæðum séra Björns fram úr öllum hinum: Dags lít ég deyjandi roða. En ekki veit ég hvort gáfa þessi hefur gengið að erfðum. Og er nú fátt upptalið af því sem mér er kunnugt um ágæti þeirra ætta, sem að forsetáfrúnni stóðu. Það fylgir sumum, sem lánið er ekki hliðhollt, að staðirnir, sem þeir gistu lengur eða skemur, þrífast ekki þaðan af, og brenna sumir, en aðrir fara í eyði, sum- ir gera reyndar hvorugt en hafa þó verstan hlut. En gæfumenn breiða gæfu á alla sína staði, æskuheimili sín, jafnt sem aðra dvalarstaði,- en þó einkum heimili sín á fullorðinsárunum. Ég kom að Bessastöðum fyrir löngu, og var þá Bessa- staðastofa og kirkjan í mestu niðurníðslu, og ekki af minjum í kirkjunni annað en steinmynd sú grá af þeim valdsmanni, Páli Stígssyni, sem skæðastur hef- ur orðið saklausum sveinum og meyjum á íslandi. og kertastjakar gefnir af þeirri frú danskri. sem aldrei var sýknuð af grun um morð á elju dóttur sinnar, og í húsinu ekki annað en rúmbálkar sem skólapiltar höfðu legið í kaldir og svangir, svo latínan gekk illa í þá, en einn þeirra orti svo vel, að ég fór að gá hvort nokkuð bjarmaði yfir nokkrum bálkinum, ef mér hefði sýnzt svo, hefði ég haldið hann hafa sofið bar. Var þá sá maður nærstaddur. sem heilladísin hét Dóru Þór- hallsdóttur, en hann var álíka óskyggn og ég. Fyrir utan þá gerbreytingu sem orðin er á staðn- um, og augljós er hverjum manni. vil ég geta þess, að einu sinni í góðu blámóskuveðri kom ég þangað svo sem enginn kæmi og varla í fyled með öðru en hul- iðshjálmi nafnleysis míns. Húsráðendur höfðu farið afbæ’jar, en þó fannst mér þau vera þar og hafa skilið eftir á hlaðinu og um hvert húshorn, einnig i fjarskanum einhverskonar viðfelldna og friðsæla góð- vild af allt að því huldufólkslegu tagi. Annað ekki. enda þurfti ekki annað, og hef ég ekki oft fengið betri viðtökur. Sá siður, að hafa þjóðhöfðingja, er nýr hér á landi. og ekki nema tuttugu ár síðan hann var tekinn upp. Konungar töldust hér að vísu vera Danakonungar, og drottningar þeirra drottningar íslands. en ég tel það ekki hafa verið, og komu beir sumir fram sem væru þeir óvinir landsins og getur þó veríð að bænd- urnir í landi þeirra hafi ekki haft af þeim neitt betra. Af fornkonum okkar, svo mærðum í lióði oe sögu, að af þeim stafar óvisnandi liómi, komst engin nær þessari tign' en svo, að ein ’húsfreyja keypti það ' af ambátt sinni, að hún þiónaði tengdadóttur húsfrevju þessarar sem drottningu. Að vísu kom hingað ein kon- ungsdóttir (auk Þóru Mágriúsdóttur berfætts), en hún var hertekin og síðan seld mansali. Síðar urðum við sem herteknar konur flestar öldum saman, enda dóum við flestar út, og skuggar hins liðna hafa fallið á okk- ur fram að þessu. Dóra Þórhailsdóttir var hin fyrsta af íslenzkum konum sem hafði þá tignarstöðu að vera frú þjóðhöfðingja, og það svipar ekki yfir minningu hennar af öðru en sæmd. Málfríður Einarsdóttir. ^AGA HARDRAÐA ,K'SíG“8í6"“on 64. DAGUR. Tósti jarl spýr þá íerðinni og kom hann fram í Noregi og fór á fund Haralds konungs; hann var í Víkinni. En er þeir finnast ber jarl upp fyrir konung erindi sitt, segir honum allt um ferð sína, síðan er hann fór af Englandi, biður konung fá sér styrk að sækja ríki sitt í Englandi. Konungur segir svo, að Norðmenn munu þess ekki fýsa að fara tii Englands og herja og hafa þar enska höfðingja yfir sér. ,,Mæla menn það“, segir hann, „að þeir hinir ensku séu ekki alltrúir”. Jarl svarar: „Hvort er það með sannindum er ég hef heyrt menn segja í Englandi, að Magnús konungur, frændi þinn sendi menn til Játvaröar konungs, og var það í orðsending að Magnús konungur átti England, slíkt sem Danmörk, arftek- ið eftir Hörðaknút, svo sem svardagar þeirra höfðu til staðið“. Konungur segir: „Hví hafði hann þáð þá eigi, ef hann átti það?” Jarl segir: „Hví hefir þú eigi Danmörk svo sem Magn- ús konungur hafði fyrir þér?” Konungur segir: „Ekki þurfa Danir að hælast við oss Norðmenn; marga díla höfum vér brennt þeim frændum þínum.” Þá mælti jarl: „Viltu eigi mér segja, þá mun ég þér segja”.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.