Þjóðviljinn - 15.09.1964, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 15.09.1964, Blaðsíða 10
Hér er skipshöfnin á Sæfaxa. Skipstjórinn Gunnar Jóhannsson ste ndur lengst til vinstri. Þeir hafa fengið tæp 13 þús. mái það sem af er vertíðinn i. — (Ljósm. H. G.) Saltað í 10000. tunnuna hjá Drífu ÞriSjudagur 15. september 1964 — 29. árgangur — 208. tölublað. Nokkrir síldarbátar hættir Seyffisfirði, 14/9 — Nokkrir | bátar eru nú farnir heim af síldveiðum og er minnsta kosti j vitað um þessa: Jón á Stapa, Eldhorgina, Helgu RE, Sigur- karfa. Halldór Jónsson ÓF, Jón Jónsson ÓF, Steinunni ÓF og eina fimm Akranesbáta. Helga ‘ er á leið til Noregs til viðgerð- ' ar og hafði hún aflað1 25 þús- und mál. Eins og sjá má af þessu eru allir bátar Halldórs Jónssonar í Ólafsvík hættir. Bátarnir fyr- ir austan og norðan eru harðir af sér ennþá og hyggja á síld- veiðar þangað til í október Hagyrðingar gera víðreist NESKAUPSTAÐ 13/9 — Enn er saltað af kappi á söltunar- stöðvum á Austfjörðum, þegar silfurfiskurinn næst á ann- að borð úr sjó, en óblíð veðrátta hefur gert flotanum erfitt fyrir um veiðar langtímum saman síðari hluta sumarsins. Sæmilegur afli fékkst þó seinni hluta vikunnar sem leið, og austur í-Neskaupstað gerðust þau ánægjulegu tíðindi, að þrjár söltunarstöðvar, Drífa, Máni og Sæsilfur, náðu 10 þús. uppsöltuðum tunnum hver. Fulltrúar 4ra þjóðfaöfðingja - við ntförina Þjóðhöfðingjar Svíþjóðar, Norfeþs' og Danmerkur hafa falið ambassadorum sínum hér að vera persónulegir fulltrúar sínir við útför forsetafrúar Dóru Þórhalls- dóttur. Ennfremur hefur forsæt- isráðheiTa Bretlands falið sendifulltrúa Bretlands hér að vera persónulegur full- trúi sinn við útförina. Jafnframt mun brezki sendifulltrúinn mæta sem fulltrúi fyrir utanríkisherra Bretlands. (Frá skrifstofu forseta Islands) Sigurvegari f þessu tvísýna kapphlaupi varð annars söltun- arstöðin DRÍFA og var þar mikið um dýrðir af þessu til- efni. Það var um kl. 11 fyrir hádegi sl, sunnudag og frétta- ritari blaðsins msettur niðrá piani til að ná í mynd af þeim stúlkum, sem höfðu heppnina með sér þennan dag. Fyrir tunnu nr. 10.000 skyldu veitt 1000.— kr. verðlaun og 500.— kr. á tunnu 9999 og 10001, fyrir svo utan ,.kók“ og vindlinga á allan mannskapinn. Annars var þetta óvenju góð- ur dagur hjá Drífu. Guðrún Jónsdóttir IS kom með 280 tunnur, verðlaunatunnan kom upp úr Sæfaxa NK, sem var með 400 t.. og síðar um daginn var von á Björgu NK með 800 t., Þráni NK með 900 og Gull- faxa NK með 500. Sem sagt góður dagur hjá Norðfjarðar- bátum. — 1 fyrra var saltað í 14 þús. tunnur alls hjá Drífu, og lauk söltun með lagaboði 2. sept. En nú er enn mikið ósalt- Iðnþingi íslands slitið 26. Iðnþingi íslendinga var slitið í Sjálfstæðishúsinu á Ak- ureyri laugardaginn 12 sept. sl. Iðnþingið samþykkti að gera þá Sveinbjörn Jónsson forstjóra Ofnasmiðjunnar h.f. í Reykja- vík og Indriða Helgason raf- virkjameistara á Akureyri að heiðursfélögum Landssambands iðnaðarmanna. Ennfremur voru þeir Sveinn Tómasson slökkvi- liðsstjóri á Akureyri. sem ver- ið hefur formaður Iðriaðar- mannafélags Akureyrar í 10 ár og Jóhann Frímann fyrrv. skóla- stjóri Iðnskólans á Akureyri sæmdir gullheiðursmerki iðn- aðarmanna. Or stjóm Landssambands iðn- aðarmanna áttu að ganga þeir Vigfús Sigurðsson húsasmíða- meistari í Hafnarfirði og Gunn- ar Björnsson bifreiðasmiður i Reykjavík. Gunnar Björnsson baðst eindregið undan endur- kosningu en Vigfús Sigurðsson var endurkjörinn, og ennfremur var kjörinn í stjómina Ingólfur Finnbogason húsasmíðameistari i Réykjavík, að upp í samninga og ætla stöðvamar að halda söltun á- fram jafnlengi og bátaflotinn heldur það út á miðunum. — Fyrir utan þessar þrjár sölt- unarstöðvar með 10 þús. tunn- ur er Ás með um 7.177 og Nípa um 1400 tunnur, þannig að heildarsöltun hér er nú 38.600 uppsaltaðar tunnur. Þá hefur SÚN fryst 5200 tunnur. Síldarverksmiðjan hef- ur nú brætt 270 þúsund mál og hefur þar með náð bræðslu- magninu í fyrrasumar, en þá lauk bræðslu í öndverðum októ- ber. — H.G. Samúðarkveðjur tíl forseta íslands Forseta Islands hefur borizt mikill fjöldi samúðarkveðja vegna andláts forsctafrúar Dóru Þórhallsdóttur. Auk kveðja frá fulltrúum erlendra ríkja á Is- landi, sendiherrum og ræðis- mönnum Islands erlendis. bæj- arstjórnum og hreppsnefndum, eiristaklingum og félagssamtök- um utan lands og innan hafa borizt samúðarkvcðjur frá eft- irtöldum þjóðhöfðingjum: Konungshjónum Svíþjóðar, Oiav V. Noregskonungi, Urho Kekkonen. forseta Finn- lands, Knud erfðaprins, ríkisstjóra Danmerkur, Elizabeth II.. drottningu Bret- lands, Lyndon B. Johnson, forseta Bandaríkjanna, Anastas Mikoyan, forseta Ráð- stjórnarríkjanna, Cesare Merzagora varaforseta Italíu, Istvan Dobi, forseta Ungverja- lands. Americo Thomas, forseta Portúgal, Zalman Shazar, forseta ísrael. Georg Diederichs, forseta sam- bandsráðs Sambandslýðveldisins Þýzkalands. fyrir hönd forseta -Sambandslýðveldisins, Georges P. Vonier, landsstjóra Kanada. Ennfremtrr hafa borizt sam- BLAÐBURÐUR Þjóðviljann vantar nú þegar fólk til blaðburðar í þessi hverfi. SKJÖL — KVISTHAGA — LÖNGUHLÍÐ — SKULA- GÖTU — TEIGA — BRÚNIR. ÞJÖÐVILJINN KÓPAVOGUR - KÓPAVOGUR Laus útburðarhverfi í vesturbænum. Hringið í síma 40319. ÞJÖÐVILJINN úðarkveðjur frá forsætisráðherr- um Danmerkur. Noregs, Svíþjóð- ar og Bretlands og frá utan- ríkisráðherra Noregs. Loks hafa nær tvö þúsund manns komið á skrifstofu for- seta íslands og vottað hluttekn- ingu sína með því að rita nöfn sín þar. Skrifstofa forseta íslands mun verðá opin kl. 9—12 f.h. og eft- ir kl. 14 þriðjudaginn 15. sept- ember fyrir þá, sem óska að votta hluttekningu sína með því að rita nöfn sín þar. (Frá skrifstofu forséta íslands). Búðardal. 11/9 — Haustlitir eru nú að færast yfir foldu enda hefur brugðið til heiðríkju með næfcurfrostum. Sólskrn og góð- viðri er á daginn. Heyskapur bænda er orðinn mikill að magni en tæplega eins að gæðum. Heygeymslur eru allar fullar og víða má sjá heyfúlgur við úti- hús. Nýlega er afstaðin bændasam- kcma í Saurbænum. Þar var samankomið allt að fjögur hundruð manns enda veður á- kjósanlegt. Hefur ekki áður komið sam- an svo margt fólk á bænda- samkomu hér. Guðsþjónusta vai' í Staðarhólskirkju og prédikáði sóknarpresturinn sr. Ingiberg Hannesson. Að henni lokinni var samkoma sett í Tjamar- lundi af Bjarna F. Finnboga- syni, héraðsráðunaut. Ræður fluttu Ásgeir Bjama- son, alþingismaður og Gunnar Guðbjartsson, formaður Stéttar- sambands bænda. Þá flutti prest- urinn minni kvenna og frú Kristín Tómasdóttir minni karla. Haggaðist þar ekki hlutur kynj- anna. Norðan úr Þingeyjarsýslu komu ljóðsnillingar til þess að skemmta. Það voru þeir Baldur Baldvinsson á Ófeigsstöðum. Eg- ill Jónasson á Húsavík, Karl Sigtryggsson á Húsavik og Stein- grímur Baldvinsson í Nesi. Kváðust þeir á um hríð og veitti ýmsum betur. Stefán Yngvi Finnbogason, tannlæknir á Húsavík stjómaði þessum þætti skáldmæringanna Að lok- um var stiginn dans. Fór samkoman hið bezta fram og góður rómur gerður að öll- um skemmtiatriðum. — B.F.F. Kartöfluuppskeran rýr 21 þúsund krón- um stolið Aðfaranótt sunnudagsjns var brotist inn í Goðaborg og Hljóð- færahúsið að Hafnarstræti 1 hér í bæ. Tekið var þama ófrjálsri hendi 20 þúsund krónur í Ss- lenzkum og erlendum peningum. Þarna var áður til húsa veið- færaverzlun Geysis, þar til Níels Jörgensen hóf verzlunarrekstur þarna, fyrir skömmu. " Þjófnaðurinn á Eyrarbakka upplýstur Lögreglan á Selfossi hefur nú upplýst þjófnaðinn á hrepps- skrifstofunni á Eyrai'bakka, en þar var stolið 20 til 30 þúsund krónum um fyrri helgi.' Þrír ungir piltar voru hér að verki og er sá yngsti þeirra tæpra sextán ára. Þeir höfðu sóað miklu af fénu í skemmtanir og bílferðir, áttu þó eftir sjö þúsund krónur af þýfinu. Við yfirheyrslu játuðu piltarn- ir á sig þjófnaðinn. Kváðust hafa fundið lykil að skrifstofu hreppsins og fóru svo inn að nóttu til og hirtu peningana. Játning piltanna lá Ijós fyrir og var þeim sleppt iir cæzlu- varðhaldi. Selfossi, 14/9 — Nú líður að kartöfluuppskeru í 'Árnesssýslú og er búist við lélegri uppskeru viðast hvar. Nokkrar frostnætur komu kringum tuttugasta ágúst og féll kartöflugras víðast hvar i görð- unum. Þannig er búist við nær engri uppskeru í ofanverðum héruðum, en nær sjávarsiðunni, þar sem beztar horfur eru á uppskeru. má búast við sextíu prósent af því sem fengizt hefði, ef grösin hefðu staðið fram um miðjan september. Er þetta mikið tjón í sýsl- unni. Þeir bræða ennþá á Bakkafirði Bakkafirði, 14/9 — Síldarverk- smiðjan á Bakkafirði hefur nú brætt 22 þúsund mál í sumar og hefur bræðsla yfirleitt geng- ið með ágætum. Þeir taka enn- þá á móti síld. Þá hefur verið saltað í 800 tunnur og þykir það heldur lé- leg útkomav Þó er ekki öll von úti ennþá. Aðkomufóik við sölt- un er þó farið af staðnum. 1 haust ljúka þeir við að smíða þrær við verksmiðjuna f túni hreppstjórans og verður þá þróarpláss fyrir 6 þúsund mál. Þar er reiknað með lýsis- tanknum. \ Heyskapur hefur gengið vel. Seinni sláttur þó ver. — M.J. Nestisskrínur teknar fram Selfossi, 14/9 — Skeiðarréttir verða átjánda þessa mánaðar. Er nú farið að taka fram nestis- skrínur. Fimmtíu manns verða sendir í fyrstu leit, átján manns i eftirsafn og fjórir menn í eftir- leit. Skeiðamenn fara allt að Arn- arfelli undir Hofsjökli. 1 Önnur Iöng leitarferð er svo- kölluð Norðurleit. Er þá farið um svæðið milli Kisu og Dals- ár vcstur af Kerlingarfjöllum. Þrettán þúsund lógað Þórshöfn, 14/7 — Slátrun hefst hér næsta mánudag og verður 13 þúsund fjár slátrað. Unnið er að undirbúningi af fullum krafti. Jafnframt verður hægt að hafa fiskmóttöku og vinna úr fiskinum um Ieið. Gæftir hafa hinsvegar verið afleitar undanfarið Þrír róðrar "voru fyrir helgi og aflaðist þá sæmi- lesa, Stutt er á miðin. Nýr kaupfélagsstjóri í Vík Selfossi, 14/9 — Kaupfélags- stjóraskipti hafa orðið við Kaup- félag Skaftfellinga í Vík. Odd- ur Sigurbergsson lætur nú af störfum eftir sextán ára þjón- ustu og tckur við forstöðn k-ag- deildar StS, en starfssvíð hag— deildarinnar vcrður aukið og er henni ætlað að hafa eftirlit með rekstri aúra kaupfélaga í. lond- inu. Við kaupfélagsstjórastöðunni f Vík tekur Guðmundur A. Böðv- arsson. en hann hefur verið forstöðumaóur fyrir bílaverk- stæðum K.Á. á Se!f<v=“: 1 mtt- ugu og fimm ár Við starfi Guömundar tekur Magnús Hallfreðsson, tækni- fræðingur. >

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.