Þjóðviljinn - 17.09.1964, Page 10
Sóttu alþjóðasýningu í Moskvu á
húsbygginga- og vegagerðavélum
I | Fyrsta alþjóðlega vöru-^
sýningin í Sovétríkjunum
stóð yfir í Moskvu dagana
24. ágúst til 7. sept. s.l. Var
þetta sýning á vélum og
tækjum til húsbygginga og
vegagerðar og tóku þátt í
henni fyrirtæki frá 19 lönd-
um, bæði sósíalískum lönd-
um og auðvaldslöndum. Tveir
íslendingar sóttu vörusýn-
ingu þessa á vegum Húsnæð-
ismálastofnunar ríkisins, þeir
Guðmundur Vigfússon borg-
arfulltrúi og Hannes Pálsson
frá Undirfelli, en þeir eiga
sem kunnugt er báðir sæti
í Húsnæðismálastjórn.
Þjó'ðviljinn hefur beð:ð Guð-
mund Vigfússon að segja lesend-
um blaðsins eitthvað frá þess-
ari alþjóðlegu vörusýningu og
öðru frásagnarverðu úr ferðinni.
Fer frásögn hans hér á eftir:
Þetta er fyrsta alþjóðlega
vörusýningin sem efnt er til í
Sovétríkjunum. en áður hafa
einstök lönd eða fyrirtæki frá
einstökum löndum haldið þar
sýningar á framleiðsluvörum
sinum. Þátttakendur í þessari
alþjóðlegu vélasýningu voru frá
19 löndum, þar á meðal frá
flestum sósíalistísku löndunum í
Evrópu, flestum löndum Vestur-
Evrópu. Bandaríkjunum og Jap-
an. Sýningardeildunum var öll-
um komið fyrir á miklu útivist--
ar- og íþróttasvæði við Lenin-
leikvanginn. Sýningin var opnuð
24. ágúst af einum af varafor-
sætisráðherrum Sovétríkjanna
og formanni sovézka verzlunar-
ráðsins. Stóð hún yfir til 7.
september. Við Hannes Pálsson
komum til Moskvu 22. ágúst og
dvöldum þar til 31. ágúst og
var þá eftir vika af sýningar-
tímábilinu.
Þama voru í öllum sýningar-
deildum sýndar hlið við hlið
vélar til húsbygginga og vega-
gerðar og virtist okkur bera öllu
meira á vegagerðarvélum, en
þar mátti líta mörg glæsileg og
stórvirk tæki. Margvíslegar vélar
til bygginga voru einnig í öllum
deildum sýningarinnar, allt frá
Nstórvirkum vélum og krönum til
smárra rafknúinna verkfæra og
tækja. Einnig létt byggingar-
efni til húsagerðar.
Þá voru sýnd bama líkön af
byggingarverksmiðjum, en hús
úr verksmiðjugerðum hlutum
ryðja sér nú mjög til rúms víða
um lönd, og hafa þau þann kost
að stórlækka byggmgarkostnað-
inn og flýta framkvæmdum. En
skilyrðið er auðvitað að bygg-
ingarnar séu skipulagðar fyrir-
fram svo og framkvæmdirnar og
nógu stór verkefni séu á hönd-
um sama aðila.
Meðan við dvöldum í Moskvu
heimsóttum v'ð eina verksmiðju
. sem framleiðir loftplötur úr
steinsteypu Þessi verksmiðja af-
kastaði 700 þús. ferm. á ári.
Steypan var fyrst pressuð í stál-
mótum og plötumar síðan hert-
ar í ofnum eða öllu heldur hita-
gryfjum í verksmiðjunni. Tek-
ur 10 stundir að herða loftplöt-
una áður en hún er flutt á af-
greiðslulager verksmiðjunnar.
Margar húsahlutaverksmiðjur
eru starfandi í Moskvu og var
okkur tjáð að 80% af nýbygg-
ingum í Moskvu ^æru nú verk-
smiðjubyggt. Við heimsóttum
eitt siíkt íbúðahverfi nýbyggt í
ú+íaðri borgarinnar í fylgd Har-
aldar Kröyer sendiráðsritara.
sem veitti okkur hina ágætustu
fvrirgreiðslu á allan hátt meðan
v'ð dvöldum þar eystra, og skoð-
uðum þar íbúðarhús með 180 í-
búðum. Flutt var í allar íbúðirn-
ar nema eina 2ja herbergja í-
búð á neðstu hæð, sem höfð var
til sýnis og skýringa á bygg-
ir "arefnum og byggingaraðferð.
í þessari stóm íbúðarblokk
voru 32 eins herb íbúðir, 112
tveggja herb. íbúðir og 36 þriggjn
herbergja ibúðir. íbúðarherberg-
Framhald á 3. síðu.
Kornskurður á Hvummsmóum í Vulluhreppi
Þessi mynd var tekin í síðustu viku af kornskurði á akri Axels Sigurðssonar á Gíslastöðum á Völl-
um eystra. En akurinn er í landi Hvamms í sömu sveit, þar sem skilyrði til komræktar eru mjög
góð, en þar er melur eða flagmór. Akur Axels er 4 ha. að flatarmáli, í hann var sáð 2 tunnum af
byggi, en uppskeran er 20 tunnur af ha. Margir Vallabændur hafa byggakra, en Axel á hinn stærsta
í sveitinni. Sláttuvélin er eign Vallabænda sem byggrækt stunda, en dráttarvélin er fengin að Iáni
úr Skriðdal. Við koraskurðinn greiða bændur visst gjald fyrir sláttuvélina eftir þeim tíma, sem fer
í sláttinn hjá hverjum og einum, auk þess vinnu sláttumannsins. Það korn, sem bændur nota ekki
til fóðurs hjá sér, leggja þeir inn í safnhús Kaupfélags Héraðsbúa á Egilsstöðiun. — (Ejósm.: Guð-
mundur Jóhannsson).
Dómur í nauðgunarmáli:
18 mán. fangelsi oi
54 þús. kr. bætur
Miðvikudaginn 16. september
var í sakadómi Reykjavíkur
kveðinn upp af Þórði Björns-
syni yfirsakadómara dómur í
máli, sem af ákæruvaldsins
hálfu var höfðað á hendur Stef-
áni Guðna Ásbjörnssyni, kvik-
myndatökumanni, Eaugarnesvegi
90, hér í borg.
í apríl mánuði 1963 auglýsti
maður þessi í dagblöðum hér
eftir stúlkum, 14—30 ára. sem
ráðnar yrðu til kvikmyndastarfa.
Var hann ákærður fyrir að hafa
í júlí f.á. framið kynferðisbrot
gagnvart 13 ára telpu, sem kom
til hans vegna þessara auglýs-
inga.
Sakadómur taldi eigi nægilega
sannað að ákærði hefði nauðgað
telpunni og var hann sýknað-
ur af þeirri ákæru. Hinsvegar
var hann — þrátt fyrir neitun
sína — sekur fundinn um að
hafa gert tilraun til' að taka
telpuna nauðuga en haldið þ
að hún væri 14 ára gömu
Einnig var hann talinn haia
sært blygðunarsemi hennar með
töku mynda af henni. Þetta at-
ferli ákærða var talið bæði skír-
lífisbrot samkvæmt XXII. kafla
almennra hegningarlaga nr. 19
1940 og brot gegn lögum n:
29, 1947 um vemd bama og
ungmenna.
Ákærði var dæmdur í 18
mánaða fangelsi en til frádrátt-
ar látið koma gæzluvarðhalds-
vist hans í rúmlega tvo og hálf-
an mánuð. Einnig var hann
dæmdur til að greiða samtals-
kr. 54.490.00 til telpunnar. Loks
var honum gert að greiða all-
an kostnað sakarinnar, þar með
talin saksóknarlaun til ríkissjóðs
kr. 5.000.00 og laun réttargæzlu-
manns og verjanda síns, Gunn-
laugs Þórðarsonar, hrl., kr.
7.000.00.
Mikið um að vera í Þjóðleikhúsinu
Brecht, Miller, Jónas og Jón
Múli, íslenzk leikrit, ballett
Leikhúsgestir eiga margt gott í vændum í Þjóð-
leikhúsinu í vetur. Þar verða sýnd 3—4 íslenzk
leikrit og íslenzkur ballett. Erlendu leikritin eru
hin athyglisverðustu, m. a. leikrit eftir Miller,
og LOKSINS — Bert Brecht.
í gær hélt Guðlaugur Rósin-
kranz þjóðleikhússtjóri fund
með fréttamönnum og skýrði
þeim frá væntanlegum verkefn-
um Þjóðleikhússins á hinu.nýja
leikári, er hefst nk. sunnudag.
Viðstödd voru einnig á fundin-
um Klemenz Jónsson leikstjóri
og Gunnvör Braga Björnsdóttir,
sem fer með annað aðalhlutverk-
ið í „Kraftaverkinu“.
„Kraftaverkið“ fyrsta
verkefnið
Eins og frá hefur verið skýrt
oftlega áður hér í blaðinu, hefst
leikárið með sýningum á
„Kraftaverkinu" eftir ameríska
leikritahöfundinn William Gib-
son, í þýðingu Jónasar Kristjáns-
sonar magisters. Leikstjóri er
Klemenz Jónsson, en Gunnar
Bjarnason hefur gert leiktjöld.
Leikritið fjallar um æskuár
hinnar blindu og mállausu am-
erísku skáldkonu Helen Keller
og hvernig henni var kennt að
lesa, skrifa og að lokum að tala
af kennslukonunni Anne Sulli-
van Macy. Allar persónur leik-
ritsins eru sannsögulegar og
ganga undir réttum nöfnum.
Hlutverk í leiknum eru níu,
og þeir, sem fara með þau, þess-
ir: Ann Sullivan Macy: Krist-
björg Kjeld. Helen Keller: Gunn-
vör Braga Björnsdóttir, 13 ára
gömul telpa úr Kópavogi. Var
hún valin af sex telpum er
fengnar voru til að æfa hluta
úr leikritinu snemma í vor. Er
þetta í fyrsta skipti, sem barni
er falið svo stórt hlutverk á
sviði Þjóðleikhússins, verður
hún á sviðinu nær frá byrjun
til enda.
Foreldra Helen Keller leika
þau Valur Gíslason og Helga
Valtýsdóttir. Föðursystur hennar
og fóstru: Amdís Björnsdóttir.
Bróður Helenar: Arnar Jónsson.
Vinnukonu: Emilía Jónsdóttir.
Læknir: Árni Tryggvasctn. Kenn-
ara á málleysingjaskóla: Ævar
Kvaran.
Á blaðamannafundinum í gær
kvað leikstjórjnn, Klemenz Jóns-
son, það vera ákaflega erfitt að
koma þessu leikriti saman. Litla
„primadonnan'* var heldur hug-
hraustari í máli og sagðist
hlakka til frumsýningarinnar, en
svolítið var hún föl á vangann,
enda ekki nema von, þar sem
hún er nýstigin upp úr inflú-
enzu.
Leikritið verður eins og áður
er sagt frumsýnt nk. sunnudag
og hefst sýningin kl. 8.
Þrjú ný íslenzk
leikrit
Þrjú ný íslenzk leikrit verða
tekin til flutnings hjá Þjóðleik-
húsinu í vetur. Er þar fyrst að
nefna næsta verkefni leikhúss-
ins „Forsetaefnið" eftir Guð-
mund Steinsson og er það jafn-
framt fyTsta verk höfundrríns
sem sett er á svið. Fjallar leik-
ritig um stjórnmálabaráttu nú-
tímans. Leikstjóri verður Bene-
dikt Ámason og forsetaefnin
leika þeir Róbert Amfinnsson
og Rúrik Haraldsson.
Seinna í vetur er svo vænt-
anlegt gamanleikrit eftir Agnar
Þórðarson „Sannleikur úr gipsi“
c>g barnaleikrit eftir Ingibjörgu
Jónsdðtt.ur með tðnlist eftir
Ingibjörgu Þorbergs.
Þrjú erlend leikrit
Á eftir „Forsetaefninu“ verð-
ur sýnt leikritið „Hver er hrædd-
ur við Virginiu Woolf?“ eftir
Edward Albee í þýðingu 'Jónas-
ar Kristjánssonar. Leikrit þetta
hefur notið mikilla vinsælda og
var mest sótta leiksýningin í
New York á næst síðasta leik-
ári. Leikstjóri verður Baldvin
Halldórsson. Aðalhlutv. leika
þau Helga Valtýsdóttir og Ró-
bert Arnfinnsson. Leiktjöld ger-
ir Þorgrímur Einarsson.
Þá verður sýndur söngleikur-
inn „Stöðvið heiminn” (Stop
the world I wanna go off) eft-
ir tvo unga enska höfunda Les-
lie Bricusse og Anthony New-
ley og verður það frumsýnt um
jólin, í þýðingu Þorsteins Valdi-
marssonar skálds. Er þetta
smellinn söngleikur, þar sem pýnt
er fram á hvemig menn án
nokkurra verðleika komast í
æðstu þrep mannfélagsstigans
með aðstoð tengda og peninga.
Leikstjóri verður Ivo Gramér,
en hann er vel þekktur ura öll
Norðurlönd fyrir uppsetningar
sínar á söngleikjum.
I janúar verður svo væntan-
lega sýnt leikrit Arthurs Mill-
ers ,,Eftir syndafallið”, í þýð-
ingu Jónasar Kristjánssonar.
undir stjóm Gísla Halldórsson-
Jón Múli
ar. Er þetta annað leikritið, sem
Gísli Halldórsson setur upp fyr-
ir Þjóðleikhúsið, hið fyrra var
„Blóðbrullaup“ eftir Garcia
Lorca.
Loksins — Brecht
Þá fáum við loksins að sjá
Brecht á sviði Þjóðleikhússins.
Er það síðasta verk hans ,,Art-
uro Ui”, sem sýnt verður. Feng-
in hefur verið einn snjallasti
leikstjóri verka Brechts, Pólverj-
inn Erwin Axer, til þess að setja
það á svið. Er leikrit þetta nöp-
ur ádeila á nazismann og
hryðjuverk hans. Verður þetta
viðfangsefni að teljast einn
merkasti leikhússviðburður i
sögu Þjóðleikhússins.
Önnur leikrit. sem gert er
ráð fyrir, að komi í vetur eru
„Staðgengillinn” eftir Rolf
Jónas
Hochhuth í þýðingu og undir
stjórn Gísla Alfreðssonar. Svo
og óperan „Madame Butterfly”
eftir Puccini.
Og síðast en ekki sízt verð-
ur væntanlega settur á svið
íslenzkur ballett og íslenzkur
söngleikur. Ballettinn er byggð-
ur á * sögu eftir Guðlaug Rdsin-
kranz. en tónlistina mun Jón
Sigurðsson bassaleikari semja.
Söngleikurinn er eftir hina
landskunnu bræður Jónas og
Jón Múla Árnasyni. Hafa þeir
báðir samið efni Ieiksins, Jón
Múli tónlistina og Jónas söng-
texta.
Þrjú leikrit, sem sýnd voru á
síðasta leikári. munu verða
tekin upp aftur, en það eru
„Táningarást”. ,Sardasfurstinn-
an” og „Mjallhvít’.
18 DAGAR EFTIR - GERIÐ SKIL
Óðum styttist tíminn. Nú
eru aðeins 18 dagar eftir þar
til dregið verður um Trabant
bifreiðina og þar að auki 51
vöruvinning að upphæð kr.
1.000.00 og 2.000.00, eftir eig-
in vali. Vinningsmöguleikarn-
ir eru miklu meiri en í fyrri
flokkum hjá okkur, en verð-
mætin að vísu minni nema
hvað snertir Trabantinn
Þetta ætti að gera spenning-
inn meiri hjá þeim sem hafa
ánægju að spila í happdrætt-
um. Hins vegar megum við
ekki gleyma hinu sem þessu
fylgir en það er að tryggja
útgáfu Þjóðviljans á þessu
ári og ljúka byggingunni á
Skólavörðustíg 19. Þar miðar
uppslættinum vel hjá tré-
smiðunum og munum v.„
innan fárra daga lofa ykk-
ur að sjá mynd af kollinum.
Við vonum að þið bæði létt-
ið undir með okkur þessa
daga sem þessi orrahríð
stendur yfir með því að koma
í skrifstofuna Týsgötu 3 sem
er opin alla virka daga frá
kl. 9—12 f.h. og 1—6 e.h.
og styðja með því gott mál-
efni.
Athugið að einnig er hægt
að póstsenda okkur skil;
utanáskriftin er: Happdrætti
Þjóðviljans Týsgata 3 Reykja-
vík.
Allir eitt fyrir Þjóðviljann.
\
«